Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2005, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.2005, Side 8
8 FÖSTUDAGUR 29. APRÍL 2005 Fréttir DV Mildaðir dóm- ar Skjábræðra Dómur í Landssímamál- inu féll í Hæstarétti í gær. Kristján Ragnar Kristjáns- son hlaut 18 mánaða fang- elsisdóm, Árni Þór Vigfús- son fékk 15 mánuði og Ragnar Orri Benediktsson þrjá mánuði. Voru dómar Hæstaréttar mildaðir nokk- uð frá héraðsdómi þar sem Kristján Ragnar og Árni Þór voru dæmdir í tveggja ára fangelsi og Ragnar Orri í átta mánuði. f dómsorði segir að sakborningarnir hafi tekið við tæpum 164 miUjónum króna frá Svein- birni Kristjánssyni, þáver- andi aðalgjaldkera Símans, sem þeim hefði mátt vera fullkunnugt um að væri illa fengið fé. Þjófsnaut- arnir þegja Kristján Ragnar fær þyngri dóm en Árni Þór þar sem hann hafði meira með fjármál fyrir- tækjanna að gera. Sak- borningar svöruðu ekki þegar leitað var við- bragða. Gestur Jónsson, lögmaður Árna Þórs, segist ekki ætla að tjá sig við fjölmiðla. Og séra Vigfús Þór Árnason, faðir Árna Þórs, segir það hafa verið ákveðið að fjöl- skyldan tjáði sig ekki um dóminn við íjölmiðla. Enginn sakborninga var staddur í réttarsai þegar dómur féll. Framhús brennur Mikill eldur kom upp í íþróttahúsi Fram í Safamýri í Reykjavík rétt rúmlega eitt í gærdag. Að sögn slökkvi- liðsins mátti litlu muna að illa færi. Eldur hafði kvikn- að út frá tjörupappa sem verið var að bræða undir þaki. Eldurinn var kominn inn í húsið og stutt í stór- bruna. Slökkviliðið hafði • hins vegar betur og rúm- lega klukkutíma eftir til- kynninguna var búið að ráða niðurlögum eldsins. Álftamýrarskóli stendur ná- lægt íþróttahúsinu en var ekki í hættu. Skólastjóri lauk þó skólastarfi fyrr af öryggisástæðum. Kjartan Ólafsson fer ekki í fangelsi þótt Hæstiréttur hafi dæmt hann í þriggja mánaða fangelsi fyrir að hafa lamið eiginkonu sína. Ef Kjartan heldur skilorð næstu þrjú árin fellur refsingin niður. Jón Steinar Gunnlaugsson vildi sleppa Kjartani algjörlega vegna neikvæðrar hölmiðlaumQöllunar um hans mál. „Eg er bara sáttur við dóminn," segir Kjartan Ólafsson sem sleppt var við refsingu í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að berja eiginkonu sína. Hæstiréttur dæmdi Kjartan í gær í þriggja mán- aða fangelsi en eins og í héraðsdómi sleppur Kjartan yið refsingu haldi hann skilorð næstu þrjú árin. Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari vildi meta Kjartani í hag. Kjartan Ólafsson er 47 ára verka- maður. Dómurinn yfir honum í hér- aðsdómi vakti mikla athygli þar sem Guðmundur L. Jóhannesson, dóm- arinn sem dæmdi málið, sagði að Kjartan hefði haldið að konan væri að halda framhjá sér. Með því hefði konan sjálf átt noklcra sök á ofbeld- inu. Umdeildur dómur Þetta fellst Hæstiréttur ekki á heldur segir að þegar gögn málsins séu virt ,,[sé] hvorki í ljós leitt að konan hafi gefið ákærða tilefni til árásarinnar né að til átaka hafi kom- ið milli þeirra“. Þá segir að ákærði „sem er vel að manni" hafi ráðist „á varnarlausa konuna á heimili þeirra, þar sem aðrir voru henni ekki til bjargar, og [tekið] hana meðal annars hálstaki með áðumefndum afleiðingum. Var neikvæða fjölmiðlaumfjöllun þessi árás hans því alvarleg og á ákærði sér ekki málsbætur." Áður framið brot Kjartan var ákærður fyrir að hafa ráðist á eiginkonu sína, tekið hana hálstaki og hrint henni til og frá að morgni 1. október 2003. Konan flúði heimili sitt á nærfötunum einum klæða og leitaði skjóls í Kvennaat- hvarfinu. Sjálfur játaði Kjartan verlcnaðinn og sagðist hafa „tuskað hana til“. Kjartan hefur áður verið dæmdur fyrir líkamsárás en þrátt fyrir saka- feril hans og alvarleika brotsins er refsing hans skilorðsbundin. Sératkvæði Jóns Steinars Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari skilaði sérat- kvæði í málinu. Hann vildi fresta al- gjörlega fullnustu refsingar yfir Kjartani vegna fjölmiðlaumfjöllunar um mál hans. „Fallast má á með ákærða (Kjart- ani) að opinber umfjöll- un um brot hans, þar sem meðal annars var birt mynd af honum undir nafni, hafi ver- ið einhliða og ósann- gjörn og tdl þess fallin að valda honum þján- ingum og skaða á þann hátt, sem hann hef- ur lýst,“ segir Jón Stein- ar í sér- at- kvæði sínu. Neikvæð umfjöllun Með þessu viU Jón Steinar skapa þá línu að „neikvæð" umfjöllun fjöl- miðla geti orðið sakamönnum til refsilækkunar. Ekki eru allir sam- mála Jóni Steinari í þeim efnum. Jónatan Þórmundsson, prófessor í Háskólanum, sagði í bók sinni Viðurlög við afbrotum að var- hugavert væri að verða við slíkum kröfum. Það gæti orðið til þess að verjendur reyndu vísvitandi að fá fram neikvætt umtal um skjólstæðinga sína sem leiði til „óheppilegra og jafnvel hættu- legra víxlverk- ana milli refsi- ákvörðunar og fjölmiði- unar". simon@d.vis Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardómari Vildifella niður alla refsingu vegna umfjöll- unar fjölmiðla um Kjartan. Skjár einn loks til Grundarfjarðar í óvæntu formi í beitningu og billiard á Kvíabryggju „Nei, við erum ekki með Skjá einn hér í Grundarfirði," segir Vil- hjálmur Pétursson, forstjóri fangels- isins á Kvíabryggju, en nú virðist ætla að verða breyting á þó í öðru formi en við var búist. Eftir dóm Hæstaréttar yfir þeim Skjábræðrum, Kristjáni Ra. Kristjánssyni og Árna Þór Sigfússyni, má fastlega gera ráð fyrir að Vilhjálmur fangelsisstjóri fái þá félaga í sína umsjá áður en langt um líður. „Jú, hér vinna menn og fá fyrir Hvað liggur á? það kaup," segir Yilhjálmur. „Mest er þetta ákvæðisvinna þannig að launin fara eftir því hversu duglegir menn eru. Hér vinna menn við beitningu, gera við fiskikör og slá úr netum fyrir útgerðarmenn á Grund- arfirði. Þá er aðstaða til tómstunda- iðkana ágæt. Hér er billiard og níu holu golfvöllur þannig að nóg er við að vera." Fangar á Kvíabryggju búa í sér- herbergjum en verða þó að deila sturtu. Þegar Árni Johnsen dvaldi á Kvíabryggju nýtti hann tímann vel „Ég er bara Iprófum uppi á Bifröst,"segir Helga Kristín Auðunsdóttir, formað- ur félags um bætta vínmenningu.„Ég er þar að læra lögfræði. Svo ætli það liggi ekki á að klára prófin og ná góðum einkunnum. Og halda svo áfram barátt- unni fyrir bættri vínmenningu." og kom upp einhverri stærstu myndlistarsýningu sem um getur á síðari tímum. Sótti hann grjót í fjör- una við fangelsið og skóp úr skúlpt- úra sem löngu eru landsfrægir. Ekki er að efa að þeir Kristján Ra. og Árni Þór eigi eftir að láta til sín taka í fangelsinu og nýta tímann vel til þeirra verka sem þeim eru hugstæð- ust enda hugmyndaríkir og atorku- samir með afbrigðum. Ríkisstjórn gagnrynd Samtökin Landvernd gagn- rýna ríkisstjórnina fýrir að standa ekki við eigin stefnu- mörkun í draga úr losun gróður- húsalofttegunda. í tilkynningu samtakanna segir að ríkisstjóm- in hafi stefnt að auknum inn- flutningi spameytnari bíla með breytingum á vömgjaldi. Þó njóti pallbflar enn sérstaks afsláttar af vörugjaldi. Fólk geti sparað frá 350 til 1300 þúsund krónur með því að kaupa pallbfl. Landvernd segir slíka neyslustýringu tæp- lega geta þjónað samfélagslegum tflgangi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.