Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 4. MAÍ2005 Sálin DV Hamingjusöm efri ár Já- kvæðni getur aukið langllfi. Tengsl milli jákvæðni og langlífis Björn Harðarson og Eygló Guðmundsdóttir eru sérfræðingar DV í málefnum sálarinnar. Þú get- ur sent þeim bréf á kaerisali@dv.is. Lærðu að skipu- leggja tíma þinn Hér eru nokkur ráð um hvernig má sidpuleggja tímann betur: 1. Finndu hvað þú eyðir of miklum tíma í. Ef það tekur þig tíu mínútur að finna húslyklana, vendu þig þá á að setja þá alltaf á sama stað. Þannig vinnur þú tíu mínútur á hverjum degi. 2. Skrifaðu niður það sem þú þarft að muna. 3. Meira í einu. Reyndu að af- greiða sem mest í einu, til dæm- is með því að elda pottrétt fyrir þrjár máltíðir en þá er hægt að frysta og geyma afganginn og við það næst enn meiri tíma- sparnaður. 4. Kenndu börnunum sjálf- stæð vinnubrögð. Leiðbeindu börnunum í að ganga frá eftir sig og taka til í eigin herbergi. Leiðbeiningar fyrir aðstandendur átröskunarsjúklinga Sælveríðþið! Ég var að koma frá bróður mínum sem er bú- settur í Ðanmörku og rakst þá tvisvar á orðið „islamo- phobia" í fjölmiðlum þar. Ég var að velta fyrir mér hvort þið vissuð hvaða merkingu þetta orð hefur? Bara svona forvitni. Kveðja, Lára. . „Islamophobia" er hræðsla eða hatur í garð múslíma, eða eins og nafnið bendir til, þeirra sem teljast íslams- trúar. Mikilvægt er að átta sig á að islamophobia telst í raun ekki í flokki þeirra vandamála sem venju- lega bera endinguna „phobia" eða fælni. Venjulega, þegar þessi ending er í orði, er vísað til klínískra grein- inga á vanda sem er hamlandi fyrir fólk í daglegu lífi. Dæmi um þess konar greiningu eru vandamál á borð við félagsfælni og köngulóar- fælni, þar sem vandinn byggist aðal- lega á miklum kvíða en ekki hatri, eins og í þessu tilviki. íslan vs. vestræn gildi Islamophobia er í raun ný tegund af kynþáttahatri, þar sem hatrinu er beint sérstaklega að ákveðnum trúar- eða menning- arhóp frekar en ákveðnum húðlit. Þeir sem haldnir eru islamophobiu telja að allir eða flestir múslímar séu trúarofstækisfólk. Þeir telja músh'ma upp til hópa ofbeldishneigða gagn- vart öllu fólki sem ekki er múslímar. Einnig telja þeir að allir múslímar styðji og séu hlynntir hryðjuverka- starfsemi, hafni jafnrétti, umburðar- lyndi, lýðræði og mannréttindum. Þeir telja múslíma hafa allt önnur gildi en alla aðra, hafa ekki skilning á viðhorfum annarra og geta ekki tek- ið breytingum. Þeir telja að vestræn gildi séu að öllu leyti betri en viðhorf músh'ma sem séu ósiðmenntuð, órökrétt, frumstæð og niðurlægjandi fýrir konur. Þeir sem trúa þessu telja líka að íslam sé póh'tísk hugmyndafræði sem sé notuð í poh'tískum eða hern- aðarlegum tilgangi. Auk þess eru þeir sem haldnir eru islamophobiu ekki tilbúnir til að hlusta á gagnrýni múslíma varðandi neikvæð viðhorf eða hugsanagang í hinum vestræna heimi. Þessar hugmyndir um íslam og múslíma eru svo notaðar til að réttíæta mismunun í garð múslíma og útilokun þeirra frá samfélaginu. Þannig er reynt að réttlæta neikvæð viðhorf og hegðun í garð múslíma og þau viðhorf talin eðlileg. Neikvæðni mögnuð upp í fjölmiðlum Þessi viðhorf hafi lengið verið til staðar og þá sérstaklega í þeim vest- rænu ríkjum þar sem töluverður straumur hefur verið af músh'msk- um innflytjendum. Þessum viðhorf- um er síðan haldið á lofti ef upp koma afbrot eða annað slíkt þar sem múslímar eiga hlut að máli og það veldur því að þau þróast hratt í sam- félaginu. Ég fylgdist til að mynda með því hversu hratt neikvæð við- horf gagnvart múslímum þróuðust í Danmörku á árunum 1995-2000, þar sem nánast ekkert bar á neikvæðum viðhorfum í fyrstu yfir í það að í hverjum fréttatíma var umfjöllun um neikvæð samskipti innflytjenda og Dana. Nágrannalönd okkar á Norðurlöndum og í öðrum löndum Evrópu hafa hka orðið vör við aukn- ingu á því sem við gætum kallað islamophobia eftir 11. september. Hræðsla og hatur Dæmi utn það var hægt að sjá í fréttum dagblaðanna, eins og t.d. í Árósum í Danmörku þegar einstakhngur með geðræn vanda- mál henti bensínsprengju inn um bréfalúgu nágranna síns í vikunni eftir 11. september. Múslíminn hafði unnið sér það eitt til saka að vera múslimi í vestrænu ríki á þess- um tíma. Á þessum tíma urðu einnig margir varir við að börn músh'ma urðu í auknum mæli fyrir aðkasti á leið í skólann. í þessum aðstæðum og öðrum svipuðum, er um að ræða að fólk, sem í hræðslu og hatri sínu á mönnum á borð við Bin Laden, fer að yfirfæra hugmyndir sínar yfir á kaupmanninn á hominu eða 8 ára stelpuna í húsinu á móti bara fyrir það eitt að vera múslímar. Gangiþérvel. Bjöm Haiöaison sálfræðingur. 5. Láttu i Ijós tilfinningar þínar en vertu ákveðin/n. 6. Ekki tala um vandamál ykkar við aðra án samþykkis sjúklingsins. 7. Reyndu að vera markviss, róleg/ur og vingjarnleg/ur í umfjöllun hegðunar sjúk- lings er þig varðar. Forðast skal skyndi- lausnir (umræður, eins og t.d. „borðaðu, þá llður þér betur" eða„ekki kasta upp eft- ir að þú borðar". Ef átröskun væri svó auðveld viðureignar væri sjúkdómurinn ekki til. 8. Viðurkenndu persónuna fyrir það sem hún/hann er. Sannfærðu sjúklinginn um að tilfinningar þfnar (hennar/hans garð hafi ekkert með það að gera hversu þung þau eru, stærð þeirra og Kkamsbyggingu eða matarvenjur þeirra. 9. Ef sjúklingurinn er (bráðri Kfshættu, eða þegar börn eiga (hlut gæti reynst nauð- synlegt að taka ákvarðanir og ábyrgð þar sem um neyðartilfelli gæti verið að ræða og öll umræða um meðferð hefur ekki skilað tilætluðum árangri. 10. Reyndu að halda heimilissiðum og -venjum óbreyttum eða eins heilbrigðum og mögulegt er. Það er mjög áríðandi fyrir þig að sjúklingurinn móti ekki og breyti himilissiðum þannig að eingöngu sé SjuMeg Msla í garö múslíma 1. Lærðu eins mikið og mögulegt er um sjúkdóminn. Aflaðu þér einnig upplýsinga er varða þá meðferðar- og end urhæfingarmöguleika sem til staðar eru. 2. Vertu virkur þátttak- andi I stuðningshópi aðstandenda þar sem þú geturtalað opin- skátt um tilfinningar, vonleysi og reiði þína og í framhaldi af því og með hjálp annarra úr stuðningshópnum, undirbú- ið plan er hjálpar þér (daglegri umgengni við sjúklinginn. 3.Talaðu beint og opinskátt við sjúkling- inn um áhyggjur þ(nar er lúta að hegðun hennar/hans og þv( sem þú hefur tek- ið eftír (daglegu fari hennar/hans sem betur má fara. 4. Bjóddu sjúklingnum allar þær upplýsingar sem þú hef- ur komist yfir eða veist um er varða átröskun og meðferð- armöguleika. Bjóddu sjúk- lingnum að fara með honum til sérfræðings til að ræða nær- ingu og heilsu ásamt afleiðingum átröskunarog þá endurhæfingu sem í boði er. Náðu settu marki Markmið einstaklinga eru eins mismunandi og þau eru mörg. Hver og einn leitar sinna leiða til að ná settum markmið- um en hér eru nokkur ráð til þess: Byrjaðu á að velja þér eitt markmið til að stefna að og gerðu lista yfir allar mögulegar leiðir til að ná markmiði þínu. Treystu vinum þínum fyrir mark- miði þínu og þeir munu hvetja þig áfram til að ná því. Fyrsta raunverulega skrefið í átt að framkvæmd getur verið stórt en alls ekki óyfirstíganlegt. Skráðu þig á námskeið og einbeittu þér að því að ná markmiðinu. Misstu aldrei sjónar af markmiðinu og hafðu það alltaf hugfast. Þannig munt þú á endanum ná mark- miði þínu, hvert svo s'em það er. Rannsóknir benda til þess að sterk fylgni sé á milli viðhorfs til llfsins og lifslikna. Allt bendir til þess að fólk sem býr við stöðugleika og líður vel i samfélaginu eigi slður hættu á að deyja fyrir aldur fram. Einfarar, fólk með krónlska sjúk- dóma og þeir sem eru neikvæðir eru taldir síður liklegri til langllfis. Niðurstöður flestra rannsókna benda til þess að jákvætt hugarfar hafi áhrifá langlífi þrátt fyrir að slíkt hugarfar tryggi ekki endilega lang- lífi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.