Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.2005, Side 29
DV Hér&nú
MIÐVIKUDAGUR 4. MAl2005 29
:ékk kökusneið
írá Kalla prins
Jamelia segist hafa fengið óvenjulega gjöffrá
Karli Bretaprins. Prinsinn sendi söngkonunni
sneið af brúðkaupstertu sinni og eiginkonunnar
Camillu. Kökusneiðina fékkJamelia senda sem
þakkarvott fyrir vinnu sina sem sendiherra fyrir
góðgerðarsamtök prinsins.„Ég var snortin,
þetta var það siðasta sem ég bjóst við að fá i
póstkassann," sagði Jamelia.
Salma Hayek
með flottustu
brjóstin
Seldi fjölskyldu sinni dóp
TímaritiðJjJJJy gerði nýlega könnun á því
hvaða stjörnur ættu eftirsóknarverðustu líkams-
hlutana. Vart þarf að koma á óvart aö
rnFIþykir vera með flottustu varirnar, en á eftir
henni komu Jessica Alba og Beyoncé. Leikkonan
[2J]JJ5J2J2þykir hafa fallegustu augun en
skammt undan voru CharlizeTheron og
Catherine Zeta-Jones. JQJUJjJjJJJJJJjJer með
flottasta hárið, Slenna Miller með flottasta nefið
og fl°ttustu brjóstin.
DV birtir nú i fyrsta sinn orðrétta þýðingu á því sem sagt var í Oprah Winfrey-þættin-
um umdeilda sem Svanhildur Hólm og Þórunn Lárusdóttir komu fram í á mánudaginn
í síðustu viku. Þátturinn hefur vakið hörð viðbrögð og þá sér í lagi fyrir hvað Þórunn
sagði um drykkjumenningu íslendinga og Svanhildur um kynhegðun ungra stúlkna á
íslandi. Hér er allt sem þær stöllur sögðu til að kynna landið sitt. Dæmi hver sem vill.
í myndveri
>pruh Winfrey
Oprah Winfrey: Frábært.Takk fyrir, Þór-
unn. Þetta er heillandi.
Svanhildur er fréttakona hjá (slenska
Otvarpsfélaginu Stöð 2 í „Rokk-a-vitsj".
Svanhildur Hólm: Það er borið fram
„Reykjavlk".
OprahWinfrey:„Reykjavitsj".„Reykja-
vitsj".
Svanhildur Hólm:„Reykjavfk".
Oprah Winfrey:„Reykjavik". Já.
Svanhildur Hólm: Nokkuð nálægt.
Nógu gott.
O.W.: Nei,„ReykjavIk".
S.H.:Já.
O.W.: ...sem er heimili Opruh-þáttarins
á Islandi. Það sem mér fannst athyglis-
vert við þetta. Hvað fannst ykkur
[áhorfendurj athyglisverðast við þetta?
Fyrir mig var það að það er alls engin
skömm að þvl að vera einstæð móðir.
S.H.:Nei.
O.W.: Alls engin?
S.H.: nei nei
O.W: Það er bara lifað með þvi.
S.H.:Já.
O.W: Engir fordómar af neinu tagi?
S.V.:Neibb, engir.
O.W.: Það er ekki eins og þú sért minni
manneskja en gift fólk...
S.H.: Nei.
O.W: Nei?
S.H.:Þú þarft ekki eiginmann til þess
að hafa góða stöðu í þjóðfélaginu.
O.W.:Hvern heldur þú að þú sért að
tala við, stúlka? Eg held að ég sé Islend-
ingur f aðra ættina. Ég vissi þetta ekki
fyrren núna.
Kynlífið á fslandi
O.W.:Allt í lagi. Er það satt að það að
stunda kynlíf með einhverjum þegar
þú ert þara búinn að hitta hann einu
sinni sé„normið“? Myndirðu segja að
það sé„normið" á Islandi?
S.H.:Það kemurfyrir.Já.
O.W.:Allt f lagi.
S.H.:Ég hugsa að kynlíf sé ekkert mikið
mál á Islandi, af því að, þú veist, það
gera það allir þannig að það er ekki
eitthvað sem þú þarft að tala um og
skammast þín fyrir.
O.W.: Af því að allir stunda það. Það
stunda það allir hérna Ifka.
S.H.: Hvers vegna ætli það sé svona
mikið mál þá?
O.W.: Af hverju er það ekki neitt stór-
mál á Islandi?
S.H.:Ég býst við að við séum dáldið
frjálslynd af því að það er ekki stór
þröskuldurá nýjum samþöndum.Þú
þarft heldur ekki að fara á eitt, tvö, þrjú
stefnumót áður en þú býður honum
inn. Það eru engar svoleiðis reglur.
O.W.:Þið hafið engar svoleiðis reglur?
S.HuNei.
O.W.: Ég er forvitin að vita hvað ykkur
finnst um okkur. Þegar þú ert úti á bar,
að drekka og þú ert þúin að fá þér
nokkra. Hvað segirðu um þandarískar
konur?
S.H.:Oh, þið eigið þessa frábæru þætti.
Næstum hver einasta kona á fsiandi
horfir á„Sex and the City".
O.W.: Er það?
S.H^Jáms.
O.W.: Fáið þið raunveruleikasjónvarp?
S.H.: Já, fulltViS erum frekar„Amerfku-
vædd".
O.W.: Eruð þið hrifin af fræga fólkinu
okkar? Eins og, ok, fílarðu Tom Cruise?
S.HuSystir mín dýrkar hann...
O.W.: Dýrkar. Ok. Gott.
S.W^.. .en nýjasta æðið er„Desparate
Housewives".
O.W.: Líka hjá okkur.
S.Hj Það er þáttur sem allir geta sam-
svarað sér við.
O.W.: Allt í lagi. Þetta er það sem ég vil
vita: Þegar þið talið um bandrískar kon-
ur, segiði að við séum allar feitar? Ég sé
að þú roðnar þannig að þú hlýtur að
hafa sagt það einhvern tímann.
S.H.: Ég ætlaði að segja að þegar ég
horfði á Opruh-þáttinn hélt ég að þið
hefðuð fengið förðunarmeistara til
þess að fara yfir allan áhorfendahópinn
af því það litu allir alltaf svo vel út.
O.W.:Já,finnst þér það ekki?
S.HuJú.
O.W.: Þið segið að við séum feitar, er
það ekki?
S.HjJaa.Það kemur mikið af fréttum
frá Bandaríkjunum til Islands.
O.W.:Já.
S.Hu.. .og við sjáum oft myndir af spik-
feitu fólki úti á götu. Fólk sem er það
feitt að þú gætir ekki fundið eina
einustu manneskju sem er jafn feit á
(slandi.
O.W.:Já.
S.H.:Ég hef horft mikið á bandarfskt
sjónvarp síðustu daga og mér sýnist
þið vera með of margar auglýsingar
sem neyða fólk til þess að léttast. Af því
að ég held aö það sé fólk sem segi
„Guð minn góður ég þarf að missa eitt
kfló hérna"...
O.W.: Þér finnst vera lögð of mikil
áhersla á þyngd?
S.H.:Já.
Hrútspungar og brennivín
O.W: Jæja.ég heyrði að þú hefðir kom-
ið með íslenskt Ijúfmeti með þér.
S.H.: Já. Málið er að við erum alltaf að
reyna að vera kúl og hip og nútíma-
leg...
O.W:Já.
S-H.:...og við erum með góða veitinga
staði og allt það en ég kom er hefð-
bundinn matur á Islandi.Tveir þjóðar-
réttir.
O.W.:Hverjir eru þeir?
S.H.: Það er hákarlakjöt.
O.W.:Og hákarlinn er kæstur.Er það
satt?
S.H.:Já.
O.W.:Þess vegna lyktar hann svo...
S.Hj Það er reyndar leið til þess að
geyma matinn. Þú setur hann ofan í
jörðina í nokkra mánuði og svo...
O.W.: Þú grefur hann (jörðina?
S.Hu Já.
O.W.:í nokkra mánuði?
S.H»Já.
O.W.:Af hverju myndi maður nokkurn
tfma vilja gera það?
S.H.: Þetta er aðferö við að verka há-
karlinn.
O.W.:Ó, allt í lagi.
S.H.:Hann er...
O.W.:Geturðu fundið lyktina af honum
þar sem þú situr?
S.H.:Ég segi bara spenntu sætisbeltin,
vegna þess að þetta er hákarl.Og þetta
eru hrútspungar.Án gríns.Við borðuð-
um næstum allt af kindinni eða forfeð-
ur okkar gerðu það að minnsta kosti.
En í dag er þetta bara borðað við sér-
stök tækifæri. Þú ættir að smakka þá af
því þeir eru mjög góðir. I alvöru. Þeir
eru dáldið eins og soja-kjöt. Dagsatt.
Vill einhver bragða?
O.W.: Nei. Ég skal segja þér svolftið.
Ég veit að þú ert Ifka í sjónavarpi. En
ég er ekki ein af þeim manneskjum
sem þú sérð f sjónvarpsþáttum sem
bragðar svona og segir svo„Oj, nei
takk!" Svar mitt er að ég ber virðingu
fyrir þér og þínu landi og þfnu fólki
en undirengum kringumstæðum
ætla ég að borða eistu af kind. Ég
neita að gera það. En hvað er þetta?
Þetta er eitthvað sem ég get hjálpað
þér með.
S.H.: Þetta er hefðbundið fslenskt
brennivín sem er kryddað með kúmeni
og það er virkilega gott sem skot. Þú
geymir það í frystinum og drekkur það
kalt.
O.W.: A-ha, eins og vodka?
S.H.: Já. Og þú tekur það allt f einu.
O.W.:Allt í einu?
S.H.: Já. tilbuin?
O.W.:Hvernig á þetta eftir að bragðast?
S.H.:Vel. Þú segir„skál".Skál!
O.W.: Skál!
S.H.: Skál! Og einn, tveir...
Ahorfendur í kór: Áfram! Áfram!
Áfram! Áfram! Áfram!
S.H.: Færðu tár í augun? Færðu gæsa-
húð?
O.W.: Bragðast eins og eldur.
S.H.: Já, ég veit. Þetta er kallað Black
Death (Svartidauði) af þvf að eftir
bannárin...
O.W.: Þetta heitir Black Death! Og þú
segirmér þaðeftirá.
S.Hj Alkóhól var bannað um margra
ára bil á Islandi. Árið 1935 var það leyft
aftur.
O.W.:Ja, það er nóg af því ofan f þess-
ari flösku.
Eftir nokkra svona líta þessi eistu ekki
eins illa út.
S.H J Þetta er það sem þeir segja á Is-
landi. Að borða svona mat er bara af-
sökun fyrir þvf að drekka brennivín.
O.W.:Eftir nokkur svona staup er þetta
Ijúffengt.
Kynþáttafordómar og símaat f
forsætisráðherranum
O.W.:Hvað var þetta sem þú varst að
segja mér áðan?
S.H.:Á (slandi er bannað að segja eitt-
hvað kynþáttatengt opinberlega.Þú
færð sekt eða getur lent f fangelsi ef þú
segir eitthvað kynþáttafordómafullt.
O.W.: Um einhvern annan? Virkilega?
S.H_'Já,já.
O.W.: Það er gott.
S.Hj Mér finnst það.
O.W.:Veistu.Frá minni hálfu, þá bætir
það upp fyrir rotnaða hákarlinn.
Allt í lagi.Hvað er landið stórt?
S.H.:Aðeins minna en 300.000 manns.
O.W.: Allt landið?
S.H4Já.
O.W.:Allt landið?
S.H.: Já, þetta er símaskráin á Islandi.
Þetta er öll þjóðin, heimasfminn,
gemsanúmer, vinnusfmi...
O.W.: Já. Ég heyrði að meira að segja
forsætisráðherrann væri í sfmaskránni.
S.H.: Já, næstum allir eru hér. Ég skal
sýna þér...
O.W.:Er þetta númer forsætisráðherr-
ans? Þannig að ef við hringdum núna
myndum við ná f hann?
S.H.: Já. Á ég kannski að tala við hann?
O.W.: Ég skal tala við hann. Hvað er
klukkan þar?
S.H.: Kvöldmatarleytið.
O.W.:Ok,hringjum ihann.Fáum hann f
símann.
Erum við að hringja núna? Erum við að
fá hann í sfmann? Hvað heitir hann?
S.H.: Halldór Ásgrímsson.
O.W.:Herra forsætisráðherra Ásgrfms-
son.
Halló? Hver er þetta? Er þetta forsætis-
ráðherrann?
Ónafngreindur maður: Nei, nei, nei,
nei, nei.
O.W.:Hæ. Þetta er Oprah Winfrey og ég
er I sjónvarpinu. Þannig að öllu sem þú
segir er hægt að beita gegn þér.
Maður: Þetta er á skrifstofu forsætis-
ráðherra.
O.W.: Þetta er skrifstofan. Hvar er
hann?
Maður: Hann er heima hjá sér.já.
O.W.:Ok.Geturðu sagt honum að
Oprah og Svanhildur hafi hringt.Oprah
hafi verið með henni að borða kæstan
hákarl...
Maður: Allt (lagi.
O.W.:Og okkur datt í hug að skemmta
okkur aðeins og prófa að hringja í hann
af því númerið hans var (símaskránni.
Maður: Allt f lagi, en klukkan er núna
7.40. Þannig hann er farinn heim.
O.W.:Ok, segðu honum aö ég sjái eftir
því að hafa misst af honum og næst
þegar ég er I bænum kíki ég við hjá
honum og við fáum okkur hrútspung
og brennivfnsstaup.
Maður: Allt í lagi.
O.W.: Nennirðu að gera það?
Maður:Já,já.
O.W.:Takk.
Maður: Takk, sömuleiðis. Bless, bless.
(slensku nöfnin
O.W.:Jæja, þakka þér kærlega fyrir,
Svan. Notar fólk alltaf fyrsta og sfðara
nafn þitt þegar það talar við þig, Svan
Hildur? Eða segir fólk, þú veist,„Hey
Svan!“?
S.HuNei, þetta er reyndar bara eitt
nafn. Við höfum svo löng nöfn á (slandi.
O.W.:Ó, þetta er bara eitt nafn?
S.Hj Ég heiti reyndar Svanhildur Hólm
Valsdóttir.
O.W.: Allt í lagi. Þannig að þegar þú
varst úti að leika þér og mamma þín
vildi kalla þig inn (mat, kallaði hún þá
„Komdu aftur inn,..."
S.H.:„Svanhildur Hólm Valsdóttir!" Ég
spurðist fyrir og ég veit að faðir þinn
heitir Vernon.
O.W.:Faðir minn heitirVernon.
S.H4 Þá myndir þú heita Oprah
Vernonsdóttir.
O.W.: Af hverju? Af þvf þið takið nafn
feðraykkar...?
S.H^ Já og bætum við -dóttir á eftir.
O.W.: Og ef það er strákur...
S.W.: Ef það er strákur þá... bróðir þinn
myndi t.d. vera Vernonsson.
O.W.rÞið hljótið að hafa mikið af fólki
sem heitir -son og -dóttir í...
S.H.rNæstum allirjá.
O.W.: ...í símaskránnijá.
S.H^Svo getur maður tekið nafn móð-
ur sinnar. Hvað heitir mamma þín?
O.W.: Lee.
S.H^ Lee. Þannig að þú gætir verið
Leesdóttir.
O.W.:Allt í lagi.Ég skil.
Jæja, þetta er búið að vera mjög
spennandi.Takk fyrir þetta allt.