Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 21
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 7. MAÍ2005 21 kiaftur Óhætt er að fullyrða að fátt tekur meira á en að missa barn sitt líkt og hendi væri veifað. Leggja það hraust og heilbrigt í vögguna að kvöldi og taka það upp að morgni, kalt og andvana. Enginn getur búið sig undir að missa barn sitt úr vöggu- dauða. Umræðan hefur verið hálfgert tabú og það er hvíslað og pískrað í hornum. Við vinnslu þess- arar umfjöllunar var rætt við Qölda kvenna sem flestar áttu mjög erfitt með að rifja upp reynslu sína. Þeim bar flestum saman um að það tæki langan tíma að vinna úr sorginni. 'riénto 6, í* 25-U. gat ekki setið heima aðgerðarlaus, það var miklu verra. Vinnufélagamir tóku flestir vel á móti mér en ég var þó vör við að aðrir áttu erfitt með að tala við mig og vissu ekki hvernig þeir átm að koma fram við mig. Þeg- ar ég mætti fólki sem ég þekkti var mjög misjafnt hvemig það kom fram. Einhverjir vom fljótir að hverfa inn í búð eða yfir götuna en aðrir Jétu sig hafa það og vottuðu samúð. Enn aðrir vissu ekki hvað hafði komið fyr- ir og spurðu um drenginn. Mér leið mikið frekar illa ef ég fann á fólki að það var í vandræðum með sig. Það var miklu betra ef fólk kom sér hreint og beint að efninu og ræddi máhn eða tók utan um mig," segir hún Fyrstu mánuðirnir vom erfiðir, Rósa hugsaði um drenginn sinn mörgum sinnum á dag en þess utan var hún eðlileg og vann sitt starf eins og vanalega. Hún segir þau hjónin hafa verið mjög sterk. Þau gátu rætt saman um drenginn og hún segir þetta hafa styrkt sambandið á milli þeirra frekar en hitt. Ánægð að eignast stelpur Þau komust ekki hjá því að ganga frá dótinu hans, vöggunni og fötim- um en Rósa segir það ekki hafa verið létt verk. „Við urðum að gera það og það þýddi ekkert að koma sér hjá því,“ segir hún. Þau vom strax reiðu- búin til að eignast annað barn en það lét standa á sér. Það var ekki fyrr en seint árið eftir að henni var ljóst að hún gengi með barn að nýju. „Við urðum mjög ánægð en ég hugsaði aldrei um að þetta bam kæmi í stað- inn fyrir Hörð litla. Ég var sátt við að eiga hvort sem var og þegar Guðrún Björg fæddist sumarið 1985, vorum við alsæl. Tveimur árum síðar fæddist Anna Karen og við erum ánægð með dömumar okkar. Ég velti mér aldrei upp úr hvað Hörður væri að gera eða hvemig hann liti út hefði hann lifað. Ég veit að ef hann hefði ekki dáið þá væri ekkert víst að stelpumar væm til, í það minnsta ekki báðar," segir Rósa. Stelpumar nomðu það sem passaði þeim af fötum Harðar og rúm og vagn en annað er vel geymt hjá Rósu og hefur aldrei verið notað. „Stelpumar fá það þegar þær eignast stráka," seg- ir hún kankvís. Hef alltaf getað talað eðlilega um Hörð litla Þegar hún hugsar til baka þá gerir hún sér grein að fýrir að aðstoðin sem þau fengu þegar Hörður dó var ekki mikil. Foreldrar þeirra hafi á hinn bóginn verið þeim mikill styrk- ur. „Ég fór eldd illa út úr þessu og finn ekki fyrir hnút í maganum. Ég get alltaf talað eðlilega um Hörð. Eg lét mála af honum mynd eftir ljósmynd og við erum líka með ljóð í ramma og mynd af honum. Fyrstu árin sat ég stundum og kveikti kerti, hugsaði um hann og átti rólega stund. Mér hefur alltaf lánast að hugsa til hans með þakklæti og gleði fyrir að hafa fengið að njóta hans þennan tíma. f byrjun hugsaði ég til hans á hverri klukkustund. Var farin að hugsa um afmæli hans í nóvember mörgum vikum áður. Fyrir fimm árum flutt- um við í nýtt hús og áttum mjög ann- ríkt í kringum afmælið hans. Ég stóð mig þá að því að átta mig fyrr en deginum áður. Það var í fyrsta sinn sem ég var ekki með hugann við dag- inn hans í marga daga áður," segir Rósa, sátt og hamingjusöm með dætumar sínar tvær. Rósa Ólafsdóttir Hún varaðeins mtjan ára þegar litli drengurinn hennar fæddist. Hún eignaðist siðar tvær dætur sem hún er afar sæl með og veltir sér ekki upp úr hvað hefði getað orðið efhann hefði lifað Horður litli Ellertsson skömmu fyrir lát sitt Rósa seg,r hann hafa verið einstaklega hraustan, kátan og duglegan strak. Hann var slappur daginn áður en hann do en það hafði ekkert með dauða hans að gera. Dó hjá dagmömmu á meðan ég var að vinna Hjónin Rósa Ólafsdóttir og Ellert Scheving Harðarson voru ný- gift en aðeins tvítug þegar sonur þeirra, átta mánaða gamall, sofnaði eftir hádegi eins og áður. Hann vaknaði ekki aftur. Orsökin var ungbarnadauði eins og það hét þá. Hann hefði orð- ið 23ja ára í haust en Rósa veltir sér ekki upp úr spurningunni hvað ef? Hún er hins vegar þakklát fyrir að hafa fengið að kynn- ast honum og njóta hans. Rúm tuttugu ár eru síðan Rósa Ólafsdóttir missti frumburð' sinn skyndilega og óvænt. Hún var að- eins tvítug og hún og maður henn- ar, Ellert Scheving Harðarson, voru nýgift og búin að stofna sitt eigið heimili og drengurinn þeirra, sem átti tæpa fjóra mánuði í að verða ársgamall, dafhaði vel. „Ég var sex mánuði í fæðingaror- lofi en þá vora ekki greidd laun nema í þrjá mánuði og konur vora almennt ekki lengur í fríi. Sonur minn var hjá dagmömmu skammt frá vinnunni og það var allt eins gott og það gat verið," segir Rósa þegar hún rifjar upp septemberdag árið 1983, daginn sem hún missti son þeirra, Hörð Scheving, úr vöggudauða. Daginn áður var Hörður litli hálf slappur en ekki með hita og engin sýnileg einkenni. Þennan dag fór Rósa með hann að vanda á Snorra- brautina til dagmömmunnar. Hún sagði henni að hann væri hálf slapp- ur og bað hana að láta hann ekki sofa úti. Hún hraðaði sér síðan í vinnuna. Svaf óvenju lengi Dagmamman lagði hann að vanda eftir hádegi en í þetta sinn í bamarúm inni. En hann svaf óvana- lega lengi þennan dag. Um fjögur fór hún inn til hans og ætíaði að vekja hann til að hann væri tilbúinn áður en móðirin kæmi. Hún dreif sig eftir vinnu um fimmleytið til að ná í drenginn. „Þegar ég kom beið lög- reglan í anddyrinu og einn þeirra sagði fyrirvaralaust að Hörður hafi hætt að anda og farið hefði verið með hann á Landspítalann. Þeir buðust til að aka mér og ég gleymi aldrei hve langan tíma tók að fara þennan smtta spöl. Ellert, maðurinn minn renndi að um leið og við hröð- uðum okkur upp á bamadeild. Þar var okkur sagt hreint út að bamið væri dáið," segir Rósa og bætir við að þegar dagmamman hafi tekið hann upp hafi hann verið lífvana og að öll- um líkindum dáinn. Þau vora látin bíða ein inn í við- talsherbergi eftir borgarlækni en hann þurfti að gefa út dánarvottorð. Rósa segist ekki muna hve lengi þau biðu en í hennar huga hafi það verið talsverður tími. „Þama sátum við, hálfgerðir krakkar, máttum ekki sjá bamið okkar og grétum. Ég hef oft hugsað eftir á hvers vegna enginn bauðst til að hringja í foreldra okkar en það var ekkert til sem hét áfalla- hjálp á þessum árum," bendir Rósa á. Áfall að sjá hann liggja blettóttan og aleinan á bekk Eftir þó nokkra bið kom borgar- læknir og skoðaði drenginn þeirra og úrskurðaði hann látínn. Þau fengu þá að fara inn til hans og Rósa segir það hafa verið áfall að sjá hann liggja upp á bekk, orðinn bláblettóttan í framan og hreyfingarlausan. Hún segir að þeim báðum hafi orðið bylt við og liðið illa. Það hafi líka verið kaldrana- legt að sjá hann liggja á einhverjum bekk, og honum var ekki einu sinni hagrætt áður en þau komu inn. „Eng- inn kom með okkur og við stóðum þama tvítug að aldri, horfðum á líf- vana líkamann og vissum ekkert hvað við áttum að gera. Við vorum satt að segja hálfsmeyk og vorum ekki lengi inni hjá honum. Okkur var sagt að við yrðum að svara því þama hvort við vildum að hann yrði krufinn og vorum fljót að svara neit- andi. Við hugsuðum ekkert út í hvaða þýðingu það hefði," segir Rósa. Presturinn var þeim stoð og stytta Þau fóra beint heim til foreldra Rósu eftir heimsóknina á spítalanum og Rósa er nokkuð viss um að þau hafi ekki verið heima næsta hálfa mánuðinn. „Við vorum nýlega flutt frá foreldrum mínum en þar vorum við þegar Hörður litli fæddist og þar var hann fyrstu mánuðina. Foreldrar mínir vora mjög hrifin af honum og þetta var ekki síður áfall fyrir þau.“ Prestur fjölskyldunnar, séra Ámi Bergur Sigurbjömsson, bauðst strax til að koma þegar þau hringdu til hans og Rósa segir það hafa róað þau mikið. „Ég gleymi aldrei hvað hann var yndislegur við okkur. Hann sat hjá okkur góða stund. Sömu artar- semi sýndi hann tveimur mánuðum síðar á afmælisdegi sonar okkar. Þá hringdi hann af fyrra bragði og bauðst til að koma. Við vorum mjög þakklát en dagurinn var okkur mjög erfiður." Fór að vinna áður en jarðar- förin fór fram Rósa fór að vinna skömmu eftir lát Harðar litla. Hún segir að það hafi jafnvel verið fyrir jarðarförina. „Ég
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.