Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Qupperneq 4
4 LAUGARDAGUR 7. MAÍ2005 Fréttir DV Hálsbrotnaði íveltu Jeppi með kerru valt heila veltu á veginum í Langadal á Möðrudalsör- æfum um sexleytið síðdegis á uppstigningardag. Þrennt var í bílnum og þurfti að flytja einn á sjúlaahús vegna hálsbrots. Hann var fyrst sendur á Akureyri en þaðan til Reykjavíkur í að- gerð. Hitt fólkið meiddist minna. Að sögn lögregl- unnar á Vopnafirði var af- takaveður þegar slysið átti sér stað. Sterk vindhviða reif bílinn með sér með fyrrgreindum afleiðingum. Bíllin er gjörónýtur eftir óhappið. Borgi fyrir ónýtan tank Bæjarráð Vesturbyggðar mælir gegn því að Fasteigna- mat ríkisins lækki mat á tveimur eignum. Eigandi ónýts olíutanks og eigandi illa farins íbúðarhúss sóttu um lækkun á matinu. Bæjarráðið segir að rífa eigi tankinn sem staðið hafi ónotaður í 15 ár. Á meðan tankurinn standi eigi að inn- heimta lögbundin gjöld af honum til að halda þrýstingi á eigandann að rífa hann niður. Hvað íbúðarhúsið varðar segir bæjarráðið ekki forsvaranlegt að lækka fast- eignamat eigna sem séu við það að hljóta endurnýjun iíf- daga. „Ég hefþað sæmilegt," segir Svala Fanney Njálsdóttir, sölumaðurhjá Og Vodafone. „Ég er bara oröin óþreyjufull aö bíða eftir barninu sem ég ber undir belti. Annars er heils- Hvernig hefur þú það' ágæt og ég getfariö að undirbúa komu nýjasta fjölskyldumeð- limsins." Kristjáni Baldurssyni verkfræðingi þótti of mikið að greiða tæpar fimm þúsund krónur fyrir leigubíl úr Mosfellsbæ og niður á Egilsgötu í Reykjavík. Hann kvart- aði og hafði betur þegar hann fékk tvö þúsund krónur endurgreiddar frá Hreyfli og í framhaldinu var bílstjórinn rekinn. Leigubílstjóri rekinn fvrir nð nkrn n fnrbegn Kristjáni Baldurssyni verkfræðingi brá illilega í brún einn laugar- dagsmorgun fyrir skemmstu þegar hann vaknaði eftir að hafa átt glatt og skemmtilegt kvöld með félaga sínum í Mosfellsbæ. Upp fyrir honum rann það ljós að hann hafði greitt tæpar fimm þús- und krónur fyrir leigubíl úr Mosfellsbæ og niður á Egilsgötu í Reykjavík. Túr sem á að kosta undir þrjú þúsund krónum. Krist- ján leitaði skýringa en það tók tímana tvo. „Ég hafði verið í kvöldverðarboði hjá vini mínum í Mosfellsbæ og við dreypt eilítið á rauðvíni og bjór eins og gerist. Um tólfleytið um kvöldið pant- aði ég bíl hjá Hreyfli og ók hann mér niður á EgÚsgöm þar sem ég bý. Ég borgaði með fimm þúsund króna seðli og man að ég fékk fimmtíukall til baka,“ segir Kristján sem ferðast hefur með leigubílum í hartnær fimmtíu ár og vanist því að geta treyst leigubíl- stjórum eins og fólk á að geta gert. Gögn send til Danmerkur „Mér fannst einhvern veginn að fimm þúsund króna seðill hefði þarna farið fyrir lítið og setti mig í samband við Hreyfil þar sem ég fékk þær upplýsingar að svona ferð ætti með réttu að kosta rétt undir þrjú þúsund krónum. Framkvæmda- stjóri Hreyfils var hinn almennileg- asti og setti strax í gang rannsókn og bílstjórinn fannst. Hann þrætti hins vegar fyrir og sagðist hafa gefið mér tvö þúsund krónur til baka sem ég hefði vöðlað saman í buxnavasa sem ég geri aldrei því ég hef vanið mig á að setja peningana mína alltaf í veski," segir Kristján sem stóð fast- ur á sínu og gaf sig ekki fýrr en ff am- kvæmdastjóri Hreyfils sendi ákveð- in gögn út til Danmerkur sem í mátti lesa feril þessarar umdeildu ferðar úr Mosfellsbæ og niður á Eg- ilsgötu. Ók á utanbæjartaxta „Útkoman úr þessu öllu var sú að í ljós kom að bflstjórinn hafði ekið mér á utanbæjartaxta úr Mosfellsbænum og þannig fengið út þessa háu upphæð á taxtamæli sínum. Framkvæmdastjóri Hreyf- ils fullvissaði mig um að mjög hart væri tekið á öllu misferh bfl- stjóra fyrirtækisins enda grund- „Ég var féflettur en réttlætið sigraði." vaharatriði að farþegar geti treyst leigubflstjórum sem aka fólki oft í mismunandi ásigkomulagi eins og allir vita. Hann endurgreiddi mér tvö þúsund krónur og síðar frétti ég að bflstjórinn hefði verið rekinn. Hann er nú á svörtum lista og fær ekki að aka leigubfl í Reykjavík og við það er ég sáttur. Ég var féflettur en réttlætið sigr- aði. Það er fyrir mestu,“ segir Kristján Baldursson verkfræðing- ur sem ætlar að halda áfram að skipta við Hreyfil í trausti þess að viðbrögð stjórnenda þar verði í framtíðinni jafn karlmannleg og þetta dæmi sannar. Kristján Baldursson sigurgiaður Hafði betur gegn bllstjóra I sem reyndi að féfletta hann á leiðinni úr Mosfellsbæ og niður á Egilsgötu. „Bók í anda Tarantinos, hæfilega blóðug og hæfilega fyndin. En umframallttöff." ÚlJhildurDagsdóttir, bókmenntir.is „Það er kraftur í bókinni. “ Bjöm Þór Vilhjílmsstm, MbL „Skyldulesning... Fantavel skrifuð." PillBaldvinBaldvinsson, Íslandídag. „Mjög vel skrifuð bók.“ Jón Yngvi Jóhannsson, Kastljós Mál i og menning edda.is Þingmönnum troðið á Heimsmynd Svarthöfða small saman þegar hann heyrði fréttir af því að fyrrverandi þingmanni hefði verið troðið inn í stöðu elli- heimilisstjóra á Akranesi gegn vilja meirihluta bæjaryfirvalda. Vissulega er Guðjón Guð- mundsson með minnstu mennt- unina og kannski ekki best til starfans fallinn hvað varðar hæfn- iskröfúr og reynslu, þótt hann hafi umgengist marga aldraða í 12 ár á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn. En einhvers staðar verða fyrrver- andi þingmenn að vera. Við vor- um nefnilega hársbreidd frá því að fá enn einn sendiherrann. Best væri ef allir fyrrverandi ráðherrar og þingmenn væru sendir á elliheimili. Þannig forð- umst við að búa til hundruð millj- ón króna sendiráð úti í heimi til að hýsa þá á ævikvöldinu. En slíkir menn eru vandir að virðingu Svarthofði sinni. Þess vegna er eðlilegt að þeir haldi stöðu fyrirmenna þegar þeir fara á öldrunarheimili. Akra- nes-aðferðin er tilvalin: Fyrrver- andi þingmenn og ráðherrar eiga að stjórna elliheimilinu og eyða ævikvöldinu sem furstar í eigin furstadæmi. Enn fleiri en Guðjón eiga þangað erindi. Við gætum hugsað okkur að Halldór Blöndal, sjálfur forseti Alþingis, fengi virðulega stöðu og stýri ekki minna ehiheimili en Grund. Nú er bara að halda áfram og kohvarpa öllum elliheimilisstjór- um landsins th að troða þangað þingmönnum. Jafnvel nauðugum. Og þá getum við byrjað að ráða hæfasta fólkið í sendiráð og stofn- anir. Svarthöfði elliheimili
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.