Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 33
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 7. MAl2005 33 Lindu Pétursdóttur fyrrver- andi alheimsfegurðardrottn- ingu hefur verið líkt við ekki ómerkari konur en Marilyn Monroe, Díönu prinsessu og Grace Kelly enda var hún ekki kosin kvenna fegurst í heimi hér fyrir ekki neitt og enn er hún ein fegursta kona landsins í hugum margra. Þeg- ar hún kom til heimabæjar síns Vopnafjarðar til að kynna ævisögu sína árið 2003 var henni tekið eins og þjóðhöfðingja og umræður um forsetaframboð fóru af stað. Linda sagðist sjálf myndu hugleiða fram- boðið en bætti við að hún myndi aldrei bjóða sig fram gegn Ölafi Ragnari Grímssyni. Feimnin hvarf í örygginu Linda fæddist á Húsavík inn í stóra og samrýmda fjölskyldu en fluttist með henni til Vopnafjarðar þegar hún var 10 ára. í bók sinni, Linda - ljós og skuggar, lýsir Linda barnæskunni sem áhyggjulausri fyr- ir utan áhyggjurnar sem hún hafði af pabba sínum á sjónum. Eftir að hún flutú til Vopnafjarðar var Eh'sabet Reynisdóttir sú fyrsta sem hún kynntist af börnunum á Vopnafirði. Stelpurnar urðu góðar vinkonur þrátt fýrir að vera mjög ólíkar. Linda var feimin í fjölmenni og skýldi sér bak við Elísabetu sem var frakkari. Þó segir Elísabet að í Lindu hafi búið mikill prakkari og feimnin hafi horfið um leið og henni fannst hún örugg í nýja umhverfinu og ekki hafi liðið á löngu áður en Linda var orðin ein af foringjunum í bekknum sínum. Stelpurnar unnu saman eitt sumar í frystihúsi á Vopnafirði og Eh'sabet segir það sumar hafa verið ákaflega skemmti- legt. Einn daginn hafi þær gleymt sér þar sem þær sátu heima og drukku og hlustuðu á tónlist. Þær rönkuðu ekki við sér fyrr en þær áttu að mæta í vinnu klukkutíma síðar. Þær voru ekki vinnuhæfar þann daginn og rifu bara kjaft enda var pabbi Lindu forstjóri í frystihúsinu og pabbi Elísabetar útgerðarstjóri. Linda á tvo bræður, Sigurgeir sem er elstur og býr á Nýja-Sjálandi og Sævar sem rekið hefur Baðhúsið með henni. Eftir barnaskólann hélt Linda í heimavist í Laugaskóla í Þingeyjarsýslu og eftir tvö ár þar hélt hún út til Bandaríkjanna og bjó hjá fjölskyldu í Minnesota sem skipti- nemi. Linda heldur ennþá sam- bandi við fjölskylduna sem hefur reynst henni vel og hjálpaði hennar meðal annars að komast í meðferð þar í landi nokkrum árum síðar. Draumur sem rættist Eftir Ameríkuferðina fluttist Linda til Reykjavíkur. Hún hafði áhuga á að starfa sem fyrirsæta og skellti sé.r því á fyrirsætunámskeið þar sem henni var ráðlegt að skrá sig í fegurðarsamkeppni. Umsókn hennar var hafnað í keppninni Ung- frú Reykjavík en hún komst inn í Ungfrú Austurland. Draumur Lindu Þrátt fyrir að út á við virtist Linda ham- ingjusöm kraumaði óhamingjan undir niðri.Hún héltsér edrú í nokkuð lang- an tíma en þung- lyndið fór sívaxandi. var að sigra í flokkinum um ljós- myndafyrirsætu því hún taldi þann titil geta opnað fyrir sig dyr að ffekari fýrirsætustörfum. Draumur Lindu rættist en henni að óvörum sigraði hún einnig í keppninni og hélt því suður aftur til undirbúnings fýrir stóru keppnina. Barátta milli hundanna og krýlisins Kristín Stefánsdóttir förðunar- fræðingur valdi Lindu sem andlit snyrtivörumerkisins No Name. Kristín segir þær tvær hafa náð ótrú- lega vel saman og að þær hafí verið góðar vinkonur síðan. f staðinn fýrir að tala um börn og bleyjur lfkt og aðar konur, hafi þær talað um bis- ness. Kristín segir Lindu vera ótrú- lega góða, blíða og gefandi mann- eskju, trausta vinkonu með góðan húmor. Linda sé mikill dýravinur og Kristín segist ekki vita hvernig mál- unum verði háttað þegar litla barnið komi í heiminn. Það verði allavega mikil barátta á milli litla krýlisins og dýranna hennar. Kristfn segir Lindu einnig mikla heimskonu og að hún blómstri ávallt best erlendis. Hún ætti í raun- inni aðeins að eiga landið sem sum- arbústað en búa úti í hinum stóra heimi. Varðandi ffamtíðina vonar Kristín að þær tvær eigi eftir að enda saman á elliheimili skrafandi um bisness og ræða hvernig þær ætli að tækla hinar konumar á deildinni. Dóttirin varð að almannaeign Hólmfríður Karlsdóttir hafði unnið titilinn Miss World þremur árum áður svo áhugi landsmanna var þónokkur þegar Linda steig á svið á Hótel íslandi. Þegar úrslitin vom kynnt fóm tárin að streyma niður ldnnar hennar. Linda Péturs- dóttir var orðin ungfrú ísland og í leiðinni að almannaeign. f nóvember hélt Linda af stað til London þar sem stíft var æft og þann 17. nóvember var komið að stóra deginum. í ævisögu sinni seg- ist Linda litla trú hafa haft á að standa uppi sem sigurvegari en þeg- ar hún var valin ungffú Evrópa hafi hún farið að gera sér grein fýrir að hún hefði möguleika á að sigra. Þeg- ar kynnirinn hafði tilkynnt úrslitin gekk hún um sviðið í sigurvímu. Faðir hennar Pétur Olgeirsson sagði síðar í viðtali við DV að það hefði verið skrítin tilfinning að sjá dóttur sína vera valda fegurstu konu heimsins og að það hefði verið ólýs- anlegt þegar dóttir hans var allt í einu orðin að almannaeign. Pétur sagði ágang fjölmiðla hafa verið mikinn og að álagið á fjölskylduna hefði einnig verið mikið. Næsta árið varð Linda að ferðast um allan heim sem handhafi titils- ins fegursta kona heims og upplifði hluti sem hún gat áður aðeins látið sig dreyma um. Athygli fjölmiðla margfaldaðist og þegar hún kom heim eftir árið voru íslendingar sólgnir í að vita allt um hana. Feg- urðarsamkeppnirnar höfðu breytt miklu fýrir hana og þroskað en Linda gat samt ennþá orðið stressuð fyrir ffaman ókunnugt fólk en lærði að setja upp grímu sem blekkti. Ást í skugga ofbeldis Árið 1990 fluttu foreldrar Lindu til Reykjavíkur og bjó Linda hjá þeim um tíma. Ári seinna var hún beðin Bisnesskona Þrátt fyrir erfiðleika írekstri Baðhússins íbyrjun gafst Linda aldrei upp enda vissihún að þetta væri hægt. DV-Mynd Stefán Fyrirsæta Linda reyndi fyrir sér sem fyrir- sæta í Japan og kynntist þar Les, stóru ást- inni í llfi sínu, átti samband þeirra eftir að verða stormasamt. um að taka sæti á lista Framsóknar- flokksins en eftir nokkra umhugsun afþakkaði hún boðið enda hugurinn ennþá við fýrirsætustörf og hélt hún til Japans til að vinna við þau. Þótt hún hafi fengið þó nokkur verkefhi úti gekk ferill hennar ekki eins vel og hún hafði vonað. í Japan kynntist Linda ástinni sem síðar átti eftir að sýna skuggahliðar sínar. Les Robert- son starfaði einnig sem fyrirsæta í Japan og þau Linda fóru fljótt að vera saman. Hann flutti með henni heim til Islands og þau hófu sambúð sem gekk upp og ofan. Les beitti Lindu andlegu og líkamlegu ofbeldi en það var ekki fýrr en fjórum árum síðar að sambandi þeirra lauk fýrir fullt og allt. Baðhúsið vex og dafnar Á þeim tíma hafði Linda opnað Baðhúsið sem var gamall draumur hennar en á sama tíma fór Bakkus að hafa mikil og neikvæð áhrif á líf Lindu og það leyndi sér ekki hversu illa henni leið. Hún barðist í bökkum við að halda Baðhúsinu opnu og tókst það með dugnaði og vilja. Sólrún Birgisdóttir hefur starfað við hlið Lindu frá opnun Baðhúss- ins. Hún segir Lindu mjög duglega þegar hún taki sig til auk þess sem hún sé hugmyndarík og opin fyrir nýjungum. Rekstur Baðhússins hafi ekki gengið vel til að byrja með og Sólrún segir þær hafa farið í gegnum mörg erfið tímabil. Þegar Baðhúsið flutti hins vegar í Brautarholtið hafi það farið að vaxa mjög ört. Sólrún segir Lindu aldrei hafa látið bilbug á sér finna, hún hafi verið ákveðin í að 'láta þetta ganga en til að byrja með voru starfsmennirnir aðeins 4-5 en í dag telji þeir í heildina 170 til 200 Erfiðleikarnir ná yfirhöndina Linda kynntist indverska auðkýf- ingnum VJ er hún tók sæti dómara í keppninni Miss World 1996. VJ bauð Lindu með sér á framandi staði úti um allan heim og í bók hennar kem- ur fram að hann hafi komið fram við hana eins og prinsessu. Þrátt fýrir að út á við virtist Linda hamingjusöm kraumaði óhamingjan undir niðri. Hún hélt sér edrú í nokkuð langan tíma en þunglyndið fór sívaxandi. í bókinni kemur fram að Linda hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að byrja aftur að drekka um aldamótin. Fyrirkomulagið hentaði henni vel í fyrstu en ekki leið á löngu áður en gamlir taktar fóru að gera vart við sig. Árið 2001 voru þjáningar hennar orðnar svo miklar að hún spáði alvarlega í að enda líf sitt. Þrátt fyrir erfiðleika í einkalífinu gekk rekstur Baðhússins vel og var Linda einnig í forsvari fýrir Félag kvenna í atvinnu- rekstri. Búferlaflutningar á litla eyju Árið 2001 kynntist Linda Fjölni Þorgeirssyni sem þá var þekktur í skemmtanalífi borgarinnar sem og fyrir frægt ástarsamband sitt við Mel B úr heimsfrægu hljómsveitinni Spice Girls. í bók Lindu kemur ffarn að andleg líðan hennar hafi farið sí- versnandi og hún hafi reynt að fyrir- fara sér þegar verst var. Nokkru síð- ar skráði hún sig í áfengismeðferð á Hazelden-stofnuninni í Bandaríkj- unum en það var hennar þriðja meðferð. Eftir að hún útskrifaðist þaðan flutti hún til Vancouver í Kanada þar sem hún kom sér fyrir á lítilli og rólegri eyju fjarri skarkala stórborg- anna. Hún er ennþá sami dýravin- urinn og fer ekkert án þess að taka hundana sína, Sunnu og Mána, með. Um svipað leyti og bók henn- ar kom út tók hún að sér að vera talsmaður fyrir hjálparsíma Rauða krossins en síminn, 1717, er neyðar- lína fyrir þá sem hugsa um að svipta sig lífi. Með því vildi Linda geta hjálpað öðrum sem upplifðu svipað svartnætti og hún þekkti af eigin raun. Von á fyrsta barni Baðhúsið hefur breyst í fjórar lík- amsræktarstöðvar og er fjölskyldu- fyrirtæki. Sævar bróðir hennar hef- ur tekið við starfi framkvæmda- stjóra en hann og Sigurgeir bróðir þeirra eru stærstu hluthafarnir. í dag heitir fyrirtækið Iceland Spa & Fitness en Linda hefur séð um öll auglýsinga- og mcurkaðsmál fýrir- tækisins. Linda er nú stödd hér á landi þar sem hún á von á sínu fýrsta bami í ágúst. Hún hefur menntað sig í Kanada og er grafi'skur hönnuður auk þess sem hún stefhir á fram- haldsnám og meistaragráðu í stjórn- un auglýsinga. Bamsfaðir hennar er kanadískur læknir sem Linda hefur h'tið viljað fjíilla um í fjölmiðlum. Heimskona sem hræðist ekkert Þorvaldur Þorsteinsson lista- maður hefur verið vinur Lindu síð- an árið 1998 og hann segir hana hafa haft mikil og jákvæð áhrif á sig. Hún hafi til dæmis vakið upp hjá honum svo jákvæðar kenndir að áður en hann vissi af hafi bókin Ég heiti Blíðfinnur en þú mátt kalla mig Bóbó verið komin upp í hend- urnar á honum. Því segist hann eiga henni ævinlega mikið að gjalda og þó að þau hittist sjaldan sé Linda alltaf sönn í hans huga, sama hvað á gangi í lífi þeirra beggja. Þorvaldur segir það lýsa karakter hennar afar vel að þegar hann fékk hana til sam- starfs við sýningu í Nýlistasafninu hafi Lindu tekist að breytast á svip- stundu í myndlistarmanninn Lindu P. Hún hafi ekki látið athugasemdir um hvort hún hefði þekkingu á mál- inu trufla sig. Þorvaldur segir þetta dæmi lýsa henni vel. Reynslan sem hún hafi fengið af fegurðarsam- keppnum hafi gefið henni ákveðið sjálfstraust og tilfinningu fýrir þeim sannleika að við séum sjálf ábyrg fýrir þeim heimi sem við sköpum okkur og að Linda sé ekki hrædd við að prófa nýja hluti. Þorvaldur tekur einnig undir orð Kristínar Stefánsdóttur um að Linda sé heimskona og að það hafi marg- sinnis sýnt sig að hún njóti sín betur í stærra samhengi. Hann segir þó ekkert því til fyrirstöðu að hún búi hér á landi, allavega ekki þegar sam- félagið verði orðið stærra í sniðum og hugsun því þá förum við íslend- ingar smám saman að taka Lindu af þeirri stærðargráðu sem hún á skil- ið. Heimild: Linda - Ljós og skuggar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.