Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Page 20
I 20 LAUGARDAGUR 7. MAl2005 Helgarblað DV Belinda Ottósdóttir missti Tinnu, sex mánaða dóttur sína, úr vöggudauða fyr- ir tólf árum. Síðan hefur hnúturinn í maga hennar aldrei horfið. Fór aldrei framar heim í barnlausa íbúðina „Ég missti mig algjörlega þegar pabbi hennar tók hana upp og hún var stíf og blá og ekkert lífsmark með henni. Það var ljóst að hún var dáin. Ég stóð frammi í eldhúsi, hélt um höfuðið og æpti að það gæti ekki verið. Síðan rauk ég í símann og ætlaði að hringja á lækni en þess í stað hringdi ég ósjálfrátt beint í tengdamömmu," segir hún þegar hún rifjar upp þennan örlagaríka dag sem hófst rétt eins og aðrir virkir dagar. Belinda segist hafa reynt að tala við tengdapabba sinn sem kom í símann en hann hafi ekki skilið neitt af því sem hún sagði. „Ég bunaði einhverju út úr mér en hann skildi ekki samhengið. Tengdapabbi átti hund sem hét Dimma en honum fannst ég alítaf segja: „Dimma er dáin, Dimma er dáin," en ég var að reyna að segja Tinna er dáin, en litla stelpan mín hét það. Síðan skellti ég á hann og einhvern veginn gat ég hringt á spítalann. Á meðan reyndi kærast- inn minn að blása í hana. Ég gat ekki komið nálægt þeim en gólaði og grét inn í eldhúsi á milli þess sem ég hringdi á spítalann og rak á eftir lækninum. Mér fannst heil eilífð hða en sjúkrahúsið er í næsta húsi. Ég veit ekki enn hvað leið langur tími en líklega hafa það aðeins verið nokkrar mínútur." Gat ekki horfst í augu við veruleikann Læknirinn var fljótur að átta sig á að ekki væri neitt hægt að gera en hann reyndi líka að blása lífi í Tinnu litlu. Á sjúkrahúsinu var haldið áfram án árangurs. Belinda segist fátt muna frá þessum degi, allt renni saman en hún gat ekki einu sinni kvatt litla barnið sitt áður en hún yfirgaf sjúkrahúsið. „Við fórum heim til tengdaforeldra minna en ég gat ekki farið aftur heim,“ rifjar hún upp en Belinda fór aldrei heim framar. „Ég bara gat það ekki, gat ekki hugsað mér að horfa á tóma vöggima og dótið hennar. Ég var nítján ára og vildi ekki taka á þessu og horfast í augu við veruleikann. Kærasinn minn gekk frá íbúðinni og flutti allt dótið.“ Hélt hún væri sofandi Tinna lida var sex mánaða þegar þetta gerðist. Belinda og kærastinn hennar fóru að búa á meðan hún var ófrísk og svo fæddist litla dóttir- in. Belinda var heima en pabbinn var í vinnu. Morguninn örlagaríka rumskaði hún þegar kærastinn fór í vinnuna en hann leit á dóttur sína áður en hann fór. Hún lá í vöggunni sinni og brosti til hans. Hann nefndi við Belindu að hún væri vöknuð en þar sem Tinna var vær og góð kúrðu þær aðeins lengur. „Ég steinsofnaði og svaf alveg þangað til hann kom heim í hádeginu. Það heyrðist ekk- ert í Tinnu í vöggunni sinni, ég fór fram í eldhús og við vorum eitthvað að tala saman þar. Það var aiis ekki óvanalegt að hún svæfi svona lengi og ég var bara róleg. Hann fór inn og ætlaði eitthvað að athuga með hana en við vitum ekki hvenær um morgunin þetta gerðist. Hann fór í vinnu um átta og kom aftur um tólf, “ segir Belinda og klökknar þeg- ar hún riijar upp lát lidu stúkunnar sinnar. Sektarkennd Hún segir erfiða tíma hafa farið í hönd. Hun var ófrísk í annað sinn, komin þrjá mánuði á leið og sorgin og sjálfsásökunin nísti hjartað. „Ég var svo ung og kannski ekki nægi- lega þroskuð til að eignast barn og enn síður að missa það. Hvorugt okkar var tilbúið að helga okkur heimili og börnum og það var djamm á okkur þegar við komum því við. Tengdamamma hjálpaði mér mikið og Tinna var lífið í brjóst- inu á henni. Hún átd þá reynslu að baki að hafa misst barn og því var hún henni kærkomin. Hún var í raun hennar önnur mamma. I mér var því mikil sektarkennd, mér fannst ég ekki hafa hugsað nógu vel um hana og sá eftir þeim tíma sem ég ekki var með hana en var að skemmta sjálfri mér. Ég heyrði líka ýmislegt pískrað um hvernig hún hefði dáið og það var ekki ailt sann- leikanum samkvæmt. Margir vildu halda því fram að ég hefði ekki hugsað nógu vel um hana og því hafi hún dáið," segir Belinda og bætír við að vissulega hafi hún kennt sér um en hún viti nú að lát Tinnu var ekki hennar sök. Hún segir enn fremur að erfitt hafi verið að hitta fólk sem gekk í stórum sveig framhjá henni og forð- aðist að hitta hana. „Ég tók það mjög nærri mér og hefði viljað að fólk hefði talað eðlilega við mig. Ég fann líka oft ásökunaraugun hvíla á mér. Þessi tími var hryllilegur," seg- ir hún og erfitt með að rifja þetta upp og krukka í stóra kökknum sem hún segir vera í maganum á henni. Fannst hún ekki eiga drenginn Belinda segir meðgönguna eftir að hún misstí Tinnu hafa verið erf- iða, gangstætt því þegar hún gekk með hana. „Ég var oft með fyrir- varaverki og leið illa. Þegar ég eign- aðist síðan dreng, áttí ég erfitt með að sætta mig við hann. Mig langaði í Tinnu aftur og vonaði allan tím- ann að ég fengi annað barn eins og hana," segir hún og bætir við að það hafi örugglega bitnað á drengnum. Ég horfði á hann og fannst ég ekki eiga hann. Það tók mig langan lang- an tíma að sætta mig við þennan elskulega son minn sem nú er á ell- efta ári.“ Eftir að drengurinn fæddist voru hún og faðir hans mikið úti við. Þau drukku bæði talsvert og skemmtu sér en fengdamóðir hennar tók drengnum opnum örmum. Hann var að vissu leytí plástur á hennar sár. Upp úr sambandinu shtnaði og Belinda kynntist öðrum manni. Hún segist aldrei hafa unnið neitt með áfalhð, fékk ekki áfallahjálp eða sálfræðihjálp og tróð öllum sáru tilfinningum niður í maga. Réð ekki við tilfinningar sínar „Mér leið ógeðslega illa og allar tilfinningar brutust út þegar ég drakk. Þriðja barnið, dreng, eignað- ist ég síðan fyrir átta árum og stelp- an kom síðan aldamótaárið. Það var allt annað líf, ég áttí erfitt með að sætta mig við drengina en hún átti hjarta mitt um leið. Þetta var ekkert sem ég kaus, ég réði bara ekki við þetta. Ég hættí að drekka fyrir nokkrum árum og þá fór að birta til hjá mér. Líðanin var betri og ég var sáttari við lífið en ég sé að ég átti að taka á sorginni og vinna úr henni í stað þess að byrgja hana svona innra með mér. Áfleiðingar bitnuðu á mér og þeim sem mér þótti vænst um," segir Belinda en þau eru ófá tárin sem hafa runnið ffá því' að Tinna htía hvarf skyndUega úr lífi hennar. Minnist hennar enn Nú býr Belinda með góðum manni sem eru börnum hennar góður. Tengdamóðir hennar og amma Tinnu er amma aUra barna hennar og hún er sáttari. Hún segir hennar ráðleggingar tU kvenna sem hafa lent í að missa börn sín svona sviplega sé að fá aðstoð tU að vinna úr sáru tílfinningunum. Hún hefur fengið að súpa seyðið af því að loka á þær en hún átti mjög erfitt með að kveðja Tinnu á sínum tíma. Hún harkaði af sér og kyssti hana bless við kistulagninguna. Hún á enn aUt dótið hennar og fötín og hefur forð- ast að börnin sem á eftir komu fengju hennar dót. Tinna er skýr í minningu hennar og hún segist aUtaf munu sakna hennar. „Ég hugsa ekki lengur um hana á hverj- um degi en afitaf af og tU. Þá velti ég fyrir mér hvað hún væri að gera, hvernig hún lití út og hvort líf mitt hefði tekið aðra stefnu," segir hún brosandi og bætir við að nú geti hún einbeitt sér að þeim sem lifa og þurfa á henni að halda. bergljot@dv.is Staðreyndir um vöggudauða Skyndidauði ungbarna, öðru nafni vöggudauði, er skUgreindur þannig að ung- barn, oftast á aldrinum 2ja-4ra mánaða, deyr í svefni án undanfarandi veikinda og vönduð krufhing með viðeigandi rannsókn- um leiðir ekki í ljós dánarorsök. Tíðni vöggudauða hér á landi hefur verið með þvf minnsta sem þekkist í nálægum löndum og óvíst er hvort hana megi minnka enn frekar með sérstökum aðgerðum, enda eru orsakir enn óþekktar. Landlæknisembættið hefur orðið vart við ótta foreldra við skyndidauða barna og fengið fyrirspurnir um hvort á einhvern hátt sé hægt að fyrirbyggja þessi dauðsföU. í samvinnu við barnalækna og hjúkrun- arfræðinga eru eftirfarandi tUlögur að leið- beiningum tU foreldra ungbarna settar fram. Landlæknisembættið viU undirstrika mUdivægi þess að ráðleggingar séu gefnar á þann hátt að þær dragi úr kvíða foreldra en leiði samt ekki tíl þess að foreldrar telji að með því að fylgja þeim sé tryggt að skyndi- dauði geti ekki átt sér stað. Leiðbeiningar um aðgerðir til varn- ar skyndidauða ungbarna 1. Leggið heUbrigð ungböm tU svefiis þannig að þau Uggi á hhð eða baki. Ef um er að ræða fyrirbura eða ungbörn sem hafa verið veik eða hafa meðfæddan gaUa af ein- hverju tagi skal fylgja sérstökum fyrirmæl- um læknis. 2. Forðist tóbaksreykingar sérstaklega á meðgöngutíma, á heimUum ungbarna og öðrum stöðum þar sem þau dveljast. 3. Forðist á sama hátt neyslu áfengis og annarra vímuefna. 4. Notið ekki kodda imdir höfuð ung- bama þegar þau em lögð tU svefns og forð- ist mjúkar dýnur í vöggum þeirra. 5. Forðist ofdúðun ungbarna. Fylgist með því að þeim sé ekki of heitt, t.d. hvort þau svitna, og minnkið klæðnað og annan umbúnað ef svo er. 6. Látið ungbörn ekki sofa næturlangt í sama rúmi og eldri böm eða fuUorðnir. 7. Hafið barnið á brjósti sé þess kostur. 8. Látið fylgjast vel með heUbrigði ung- barna. Notfærið ykkur það ungbamaeftiriit sem í boði er. (Upplýsingar frá Landlæknisembættinu)

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.