Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 7. MAÍ2005 Helgarblað DV „Við verðum að muna að litlu englamir em bömin okkar og það tekur enginn frá okkur. Auðvitað var ég reið en eftir að hafa upplif- að og séð margt á síðustu 13 árum er ég í rauninni sátt við að stelp- umar fengu að deyja því ég veit ekki hvaða líf hefði beðið þeirra," segir 7\sta Þórisdóttir sem í dag er ófrísk af sínu fimmta bami. Ásta er komin 20 vikur á leið en mun leggjast inn á meðgöngudeild Landspítalans við Hringbraut þann 17. maí þó að hún sé ekki skrifuð inn fyrr en 18. september. Ásta er með það sem kallast veikur legháls. Tveir litlir englar Ásta og eiginmaður hennar, Njáll Runólfsson, eignuðust sitt fyrsta barn 11. september 1989 eftir aðeins 24 vikna meðgöngu þegar Ásta var rétt um tvítugt. Litla stelpan lifði að- eins í tvær klukkustundir. „Við náð- um að skíra hana önnu Björgu og hún lifði í tvo tíma án tækja þar sem hún var svo ofboðslega sterk. Hún var hins vegar svo marin á höfðinu að læknarnir þorðu ekki að grípa inn í. Það var ekki settur saumur í leg- hálsinn fyrr en ég var komin til Reykjavíkur en belgurinn sprakk sem varð til þess að barnið var kom- ið ofan í grindina og marðist þar sem þar var ekkert legvatn," segir Ásta og bætir við að þau hafi vitað að Anna Björg myndi ekki lifa lengi og að hún hefði dáið í fangi foreldra sinna. Tíu mánuðum síðar eignaðist Ásta aðra stelpu, einnig eftir 24 vik- ur. Litía stelpan var skírð Hugrún Ósk og lifði í 40 mínútur. „Það óraði engan fyrir að þetta myndi endur- taka sig og það voru engar ráðstaf- anir gerðar og saumurinn ekki settur upp fyrr en ég var komin af stað. Læknunum tókst hins vegar ekki að stöðva hríðirnar svo þeir urðu að klippa sauminn og láta mig fæða. Hugrún fæddist öfug sem olli henni miklum erfiðleikum en hún lifði í þennan tíma án hjálpar tækja.“ Ásta segir að það hafi aldrei kom- ið henni til hugar að gefast upp þrátt fyrir erfiðleikana sem hún segir ólýs- anlega. „Þetta var mjög erfitt og það þýðir ekkert fyrir fólk að segja við mann að það gangi bara betur næst eða að maður eigi að gefa þessu tíma. Þetta er í rauninni fáránlegt en það er eitthvað sem fær mann ekki stöðvað. Við héldum jarðarfarir fyrir báðar stelpumar okkar og þær em jarðaðar hlið við hhð í kirkjugarðin- um hér á Blönduósi, nálægt langafa sínum og langömmu." Þriðja barnið líkamlega fatlað Ásta og Njáll ætluðu sér ekki að gefast upp og þann 26. nóvember 1991 fæddist Rúnar Þór á 27. viku meðgöngunnar. Saumur var settur upp á 14. viku en sýking kom fæð- ingunni af stað. Rúnar Þór er 13 ára í dag, skýr og skemmtilegur strákur en mjög likamlega fatíaður. Á þess- um tíma tók Ásta þátt í rannsókn sem gerð var á nýju lungnalyfi. At- hugað var hvort betra væri að gefa móður eða bami lyfið og Ásta var í þeim hópi þar sem mæðumar urðu fyrir valinu sem reymdist betri kostur og lungu Rúnars urðu sterkari fyrir vikið. Asta segir að þegar Rúnar Þór hafi útskrifast af vökudeild Bama- spítala Hringsins hafi hún ekki vitað annað en hann væri heilbrigður en gmnsemdir um annað vöknuðu fljótíega þegar þau komu heim með hann, þriggja mánaða gamlan. „Hann var mjög stífur í líkamanum en þegar ég leitaði til heilsugæslu- stöðvarinnar var mér sagt að bíða og sjá til. Ég yrði að vera þolinmóð og gefa honum meiri tíma. Svona gekk þetta þar til hann náði sjö mánaða aldri og þá gafst ég upp og fór með hann suður. Fyrir sunnan kom svo í ljós að hann var með heilalömun." Rúnar Þór er með cp-fötíun sem er heilalömun en hann er með aukna vöðvaspennu í öllum útlim- um og linan búk en er samt andlega heill sem Ásta segir að sjálfsögðu ómetanlegt. „Hann talar, er skýr og gengur vel í námi og er afar sterkur einstaklingur," segirÁsta sem er afar stolt af báðum strákunum sínum. Ánægð með starfsfólk með- göngudeildarinnar í byrjun árs 1997 fæddist Sigmar Ingi sem er 8 ára í dag. Sigmar Ingi fæddist á 35. viku og er heilbrigður strákur en Ásta lá mestalla með- gönguna á meðgöngudeildinni. Þá hafði hún kynnst Reyni Tómasi Geirssyni lækni á kvennasviði en hann setti upp saum á 14. viku auk þess að gera fyrirbyggjandi aðgerðir vegna sýkingarhættu. Ásta vill koma á framfæri þakklæti sínu til Reynis, sem hún segir frábæran lækni, og „Við höfum staðið saman í gegnum þetta frá upphafi og gerum það vonandi tilenda." einnig til alls starfsfólksins á með- göngudeildinni. Hún þurfi að eyða löngum tímum á deildinni og því sé notalegt að aðstaðan þar sé góð og starfsfólkið yndislegt. Fólk skilur ekki sorgina Ásta ög Njáll búa á Blönduósi en hann er jámsmiður hjá Léttitækni ehf. og hún starfar á skrifstofu Blönduósbæjar. Ásta veit ekki um hvort kynið er að ræða núna enda segir hún það litíu skipta, svo lengi sem einstaklingurinn lifi og verði heilbrigður. Það sé númer eitt, tvö og þrjú. Hún segist ekki vera stressuð enda megi hún ekki vera neikvæð en hún er þó hætt að vinna og tekur því rólega heima. Hún segir áföllin hafa gert samband þeirra Njáls enn sterkara fýrir vikið. „Staðreyndin er sú að annað hvort gefst fólk upp og skilur eða erfiðleikamir þjappa því saman. Við höfum staðið saman í gegnum þetta frá upphafi og gerum það vonandi til enda. Ég fann samt að það skildu ekki allir sorg okkar. Fólk veit líka ekki hvemig fóstur h'ta út eftir þenn- an tíma. Ein konan spurði mig hvort bamið hefði ekki bara verið einhver köggull en þegar ég sýndi henni myndina opnaði hún augun fyrir þessu. Þetta em bara pfnuh'til böm, þau em fullsköpuð en alls ekki ein- hverjir óreglulegir kögglar. Við feng- um samt fullan skilning, allavega frá okkar nánustu, en maður veit nátt- úrulega ekki hvað er sagt á bak við mann.“ Hver fær að lifa og hver ekki? Ríkissjónvarpið sýndi á dögun- „Læknunum tókst hins vegar ekki að stöðva hríðirnar svo þeir urðu að klippa sauminn og láta mig fæða." um breska heimildarmynd sem fjallar um fyrirbura. f myndinni er þeirri spurningu velt upp hvar mörkin eigi að hggja. Hvenær eiga læknar að gera allt til að bjarga bömunum og hvenær á náttúran að fá sínu fr amgengt? í sumum löndum er tekið mið af hversu lengi með- gangan hefur staðið og geta þá nokkrir dagar ráðið hvort bam fær að lifa eða ekki. Ásta segir þetta hins vegar ekki svona einfalt. Taka þurfi ákvörðun út frá hverju einstöku dæmi. „Meðgöngulengdin skiptir nátt- úrulega máh og hvemig fæðingin á sér stað. Að mínu mati er samt ekki hægt að taka ákvörðun út frá þyngd eða tíma, það em svo margir þættir sem spila saman. Því get ég ekki sagt í dag hvað ég vil láta gera ef barnið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.