Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 39
Ö^£5íS< srv DV Helgarblað LAUGARDAGUR 7. MAÍ2005 39 í sumarskapi þrátt fyrir kulda „Þótt þátturinn Silur Egils sé kominn í sumarfrí og komi ekki afturfyrr en íhaust er ég ekki í sumarfríi allan tímann. Það er ekki svo gott,“ segir Egill Helgason sjónvarpsmaður. Egill tók for- skot á sæluna í síöustu viíai og hann skellti sér til Slóveníu og gekk á fjöll. í sumar ætlar hann að auki að halda í þá hefð sína að heimsækja Grikldand, enda að læra grísku á fullu. „Ég held að þetta sé níunda skiptið sem ég heimsæki grísku eyjamar og í sumar ætla ég að dvelja þar langdvölum og ef til vill fara yfir til Tyrklands. Grikklandsferðin snýst samt ekki bara um fií heldur ætía ég að halda áfram með námið ogerkominnmeð kennara," segirEgill en vlll ekki viðurkenna að hann sé altalandi á grísku. „Ég hef mikinn vilja, enda hef ég mikla ást á landi og þjóð og gætí þess vegna hugsað mér að setjast þama að og rækta tengslin enn betur. Grikldr eru skemmti- legir, með lunkinn húmor og ekki mjög uppáþrengjandi." Egíll segist einnig vera duglegur aö ferðast um ísland, en Vestfirðir og Aust- firðir eru í sérstöku uppáhaldi hjá honum. „Margir halda að égyfirgefi aldrei 101 en ég hef komið víða og í sumar langar mig að fára upp á hálendið í gönguferöir. Ég er meira fýrir þægindin og gætí flokkast sem flottræfill, ég er veikur fyrir góöum hótelum en ekki jafn veikur fyrir tjöldum enda kláraði ég þá deild þegar ég var yngri." Egill segist vera kominn í sumarskap þrátt fyrir kulda. „Ég fór með strákinn minn út að hjóla og þá er bara að nota húfu og vett linga þannig að ég er bara glaður og hress." Egill Helgason „Ég er I meira fyrir þægindin og I gæti flokkast sem fíott- ræfill, ég er veikur fyrir góðum hótelum en ekki \jafn veikur fyrir tjöldum I enda kláraði ég þá deild þegarég varyngri’ Veiðar, smíðar og ísát „Reunion"á Raufarhöfn Ég ætla að vinna í félagsmiðstöð f sumar," segir Kristján Ingi Gunnarsson fyrrverandi þáttarstjómandi Ópsins. Kristján var að koma frá Englandi þar sem hann skellti sér á leik Liverpool og Chelsea. „Þessi ferö var mögnuð og leikurinn sjálfur enn betri," segir Kristján, en Iiverpool er hans liö. „Síðan ætía ég með nokkrum félögum eithvert til útlanda. Einnig mun ég fara meö kærustunni tíl Spánar í sumarhús í boði foreldra hennar." Kristján ætlar líka að skella sér á „reunion" á Rauf- arhöfa fyrstu helgina í júní. „Mamma er ættuö frá Raufarhöfn og ég bjó þar í nokkur ár. Allir sem em fæddir frá 1970-1980 ætía að hittast þama enda hefur allt þetta fólk flutt í burtu. Það veröur bara hressandi," segir Kristján og bætir við að auk þess ætíi hann að taka reghtíega þátt í starfsemi leynifélagsins Blue Team en vill ekki útskýra þaö fiekar. „Ég er duglegur að ferðast um landið og fór hringveginn þarsíöasta sumar og til Akureyrar um daginn. Eg reyni að sofa sem mest f tjaldi enda er fátt sem jafhast á við að vakna f tjaldi f góöu veðri úti á landi, það er algjör snilld." Þátturinn Ópið er kominn í sumarfrí og Kristján veit eldd hvort hann mun birtast á skjánum á nýjan leik. „Þetta snýst allt um pen- inga og ég veit ekki hvort þelr em til. Ef mér býðst að vera með aftur þá mun ég líklega taka þátt, enda er þetta mjög gaman og fírin 8kóli. Gleðilegt sumar!" Kristján í Ópinu „Ég reyni aðsofa sem mestl tjaldi endaerfátt sem jafnast á við það að vakna i tjaldi f góðu veðri úti á landi, það er algjör snilld.“ ■ „Ég ætía bara að eyða sumrinu einhvern veginn," segir Örn Árnason leikari. „Það verð- ur náttúrlega allt þetta venjulega. Ég mun ferðast innanlands og fara eitthvert til útíanda, einnig verður smíðað í sumarbú- staðnum og síðan ætla ég að fá mér ís. Þetta verður því mjög hefðbundið en á sumrin er ekki mikið um launaða vinnu fyrir okkur leikarana," segir örn og bætir við að hann ætíi einnig að skreppa í Gufudalsá fyrstu helgina í ágúst til að veiða á flugu ásamt syni sínum og vinum. Hann segir þá feðga hafa farið þangað í fyrra og komið heim með 80 fiska. „Núna stefni ég að því að koma heim með 100 fiska, það verður náttúrlega að vera aukning á milli ára." Örn hefur ekki ákveðið hvort hann ætli til Evrópu eða Flórída. „í Flórída er helvíti heitt eins og er, og ég meina það í öllum skilningi. Ég hef líka mjög gaman af því að ferðast inn- anlands en ég á fellihýsi og það er mjög gam- an að ferðast á þann hátt. Ég hef verið að smíða sumarbústaðinn minn síðastliðin ár og er enn að enda tek ég þessu mjög rólega og kannski of rólega, eða það segir konan mín allavega. En þetta kemur ailt.“ Örn segist vera fyrir löngu kominn í sumar- skap en Spaugstofan fór í sumarfrí um síðustu helgi og byrjar ekki aftur fyrr en í september. „Um leið og sólin fór að gleonji sig komst ég í ?. Það þarf ekki meira því við erum myrkrapeð, en um leið og só lt JPMl? * Örn Árnason „Nurta stefni ég að því að koma heim með 100 fiska, það verður náttúr lega að vera aukning á milli ára.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.