Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 50

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 50
50 LAUGARDAGUR 7. MAl2005 Hér&nú DV Þórunn Lárus- dóttir Svamlar um I Bláa lóninu. Kristín Bára í heimspressuna Á einum heitasta slúöurvef Dana er sagt frá nýju kærustu Kiefers Sutherland, hinni 23 ára gömlu Kristín Báru Haraldsdóttur. „Hún heimsótti hann tvisvar og flytur til New York eins fljótt og hægt er," stendur þar. Einnig kemur fram aö þótt 15 ár séu á milli sé Haraldur faðir Kristínar sáttur með nýja kærastann. „Ég er mjög ánægöur með hann. Ég hef hitt hann og hann er sérstaklega aölað- andi maður, segir íslenski kokkurinn." Demi Moore ólétt? NUDAG 13-17 mái Pamela á lausu Samband Pamelu Anderson og leikarans Stephen Dorff stóð ekki lengi yfir. Fréttir afsambandi þeirra bárust rétt fyrir áramót. En nú berast hins vegar fréttir afþví að fyrr- um Strandvarðabeibið sé hætt með leikaranum sem lék svo eftirminnilega djákna Frysti Imyndinni um vamp- Iruna Blade. Pamela ersögð hafa viljað hætta samband- inu þarsem hún sæi ekki mikla framtíð hjá þeim tveimur. Náinn vinur Pamelu segir um sambandssiitin:„Þau áttu frábærar stundir saman en þetta virtist ekki alveg ganga. Það var enginn stór ágreiningur heldur fjaraði þetta út á mjög eðlilegan hátt, en þau eru ennþá flnir vinir." Hlikerlinguna I unglambið I Spekúlantar j: ore sé ólétl síðustu vikur hefi sést klædd I afar fela allt v Opruh-þátturinn ■sýndur í næstu viku! Nú geta landsmenn andað léttar. Hinn margumtalaði Opruh Winfrey-þáttur er kominni hús! Um tima var ekki víst hvenær eðajafnvel hvort þátturinn yrði sýndur hérlendis. Þátturinn fjallar um hina dæmigerðu ís- lensku konu. Konurnar sem komu fram hjá Opruh voru Þórunn Lárusdóttir, leik- kona, Ragnheiður Guðfinna Guðna- dóttir, Ungfrú Ísland2001, Þórdís Þor- leifsdóttir, förðunarfræðingur og síðan var Svanhildur Hólm, sjón- varpskona, í myndverinu hjá Opruh. Þátturinn hefur valdið miklu fjaðrafoki, bæði hérlendis og einnig hjá ís- lendingum sem búsettir eru í Bandarikjunum sem sáu þáttinn, vegna þess ^hve lauslátar íslenskar konur eru sagðar vera íþættinum. Fyrr íþættinum talaði Oprah við Bollywood-stjörnuna Aishwarya Rai og sýnt var brot úr mynd hennar og á tímabili var ekki víst hvort þátturinn væri með leyfi til þess að sýna myndbrotið í Evrópu. Að sögn Sveinbjarg- ar Pétursdóttur hjá erlendri dagskrá á Stöð 2 hefur verið leyst úr höf- undarréttardeilunni sem hindrað hefðu getað sýningu þáttarins hér- lendis. Þátturinn verður sýndur„á hefðbundum Opruh Winfrey-tíma“ eða klukkan 22.45, þann 17. maí. Scngkonan Christina Aguilera fer ekki alla daga í plastgallann og g-streng- inn sinn og laetur öllum illum látum. Hún var í hlutverki góðu stelpunnar þegar hún söng í 50 ára afmæli Dis- neylands, sem var haldið á fimmtu- daginn. Þar söng hún lagið When You Wish Upon A Star, sem er eitt fræg- asta lag Disneys og var sungið í Gosa. Walt Disney opnaði Disneyworld, einn fyrsta og vinsælasta skemmti- garð heimsins, 17.júlí 1955. „Ég hef verið aðdáandi síðan 1982 og get ekki beðið,“ segir Böddi klippari sem er einn mesti Duran Duran-aðdándi þjóðarinnar og ædar eldd að missa af tónleikum sveitarinnar í sumar. „Ég hef alltaf sagt að ég ædaði ekki að drepast fyrr en ég væri búinn að sjá þá. Svo þegar þeir tóku saman þá var ég nokkuð öruggur að ég næði þessu og sá þá í fyrra í London," segir Böddi sem hefur frestað Bandaríkjaferð vegna tónleikanna hér á landi. „Lúkkið er það sem algjörlega át mann á sínum tíma. Svo var ég hættur að geta sofið án þess að vera með músíkina þeirra í gangi." Böddi segir tónleikana í London hafa verið mikla upplifun og hljómsveitin sé orðin betri ef eitthvað er. „Þeir hafa þroskast og eru orðnir ör- lítið þykkari sem sést reyndar ekkert á sviðinu, þeir eru ennþá með svipað lúkk og áður þótt þeir noti örlítið minna af hárlakki." Böddi segir komu hljómsveitarinnar hingað til lands vera ólýsanlega og hann sjálfur er búinn að úthluta 85 miðum á tónleikana sem verða í Egilshöll 30. júní. „Það verður Duran-partý héma á Solid hár sama dag og tónleikamir verða og ég er að athuga hvort ekki sé hægt að fá rútu upp í höllina." Allir kúnnamir á Solid Hár þar sem Böddi vinnur em á leiðinni á tónleikana, að hans sögn. „Mér finnst eins og allir séu að fara, mamma ætiar og dóttir mín líka þannig að ég hvet bara alla sem hafa fílað eitthvað við þá að láta sjá sig, segir Böddi sem er ánægður með nýju plötu Duran-manna. „Þeir spila auðvitað þetta gamla efni þó aðaláherslan verði á nýju plötuna. Tón- listin á henni er vandaðri en minnir heilmikið á gömlu lögin sem þýðir að hún er alveg frábær."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.