Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 47
DV Sport LAUGARDAGUR 7. MAÍ2005 47 Ferdinand jákvæður Varnarjaxlinn Rio Ferdinand hjá Manchester United. virðist vera koininn á fremsta hlunn með að skrifa undir nýjan samning við félagið og virkar jákvæðiu á fram- haldið. Mikil spenna hefur veriö að byggjast upp í kringum liðiö vegna þess hve samningaviðræður umboösmanns Ferdinands og for- ráðamanna félagsins hafa dregist á langinn. Ferdinand lieftu: mi dregiö úr áhyggjum manna og segirlausn vera í sjónmáii. „Samn- ingurinn g;eti orðið klár fyrir lok tímabilsins. Það er ekki tetlun min að vera að draga einn eða neinn á asnaeyrunum, en svona viðræður taka bara langan tíma, það , > er ekkert við því aö gera. É# * ]>að er ekki endanlega út- t séð með hvenær samningar nást, , svo við verðum bara að bíða og sjá,“ sagðilands- liðsmaðurinn sem nýlega sást á á veitingastað með Peter Kenyon, stjórnarformanni Chelsea, en það var þó að sögn beggja íyrir algjöra tilviljun. Kanada tap- laust á HM Fleimsmeistaramótið í íshokkí hófst á laugardagiim var í Austur- ríki. Mótsins var beðið meö mikiili eftiivæntingu, sérstaklega i ljósi þess að ekkert varð úr NHL-deild- inni í vetur þar sem að liöseigend- ur fóru í verkfall síöastliðið haust. Íshokkíunnendur hafa því þyrst allverulega í átökin sem íylgja íþróttinni og geta nú tekið gleði sína á ny næstu vikurnar. Kanada, Svíþjóö og Tékkiand eru einu tap- lausu liðin það sem af er en flestir spekingar liallast að sigri Kanada- inanna á rnótinu en þeir eru tvö- faldir heimsmeistarar og hafa ver- ið illviðráðanlegir til þessa á mót- inu. Þeir unnu Litháa í fyrstu viðureign mótsins, 6-4, burstuðu síöan Slóvena, 8-0, og imnu sfðan öruggan sigtu á erkifjendumtm, Bandaríkjamönnum, 3-1. Heidfeld aft- ur um tíu sætí Ökuþórinn Nick Heidfeld hjá HMW Williams-liðinu í Formúlu 1, þarf að hopa aftur um tfu sæti á ráslínu í spænska kappaksuinum um lielgina, vegna bilunar sem liðið fann i vél bilsins. Eins og nýj- ar reglur t keppnunum gera ráð fyrir þarf iiðið þv( að skipta um vél fyrir keppnina, en slíkt liefttr í 101' með sér áðurneínda refsingu, því liðttm er gert aö nota sömu vélina tvær keppnir í röð. Félagi it:ms hjá Williams, Mark Webber. var ekki iátinn aka eftir að upp komst um gaUann t bílvélinni og því þarf hann ekki að iiljóta sömu refsingu og I ieidfeld. Webber átti inni að fá nýja vél i kappakstri helgatinnar, en Heidfeid ekki. m is cs K N Haukar tryggöu sér íslandsmeistaratitilinn í handbolta í fyrrakvöld meö því aö sigra ÍBV á Ásvöllum. Var það þriðji sigur Hauka í jafnmörgum leikjum og því um afar öruggan sigur í einvíginu að ræða. Maður úrslitakeppninnar var, að öðrum ólöstuðum, línumaðurinn Vignir Svavarsson en auk þess að binda saman vörnina hefur hann sjaldan veriö jafn atkvæðamikill í sóknarleiknum. Epudi einfaldlega með langbesta liðið Sætur sigur Vignir Svavarsson vann á fimmtudaginn sinn fímmta Islandsmeistaratitii með Haukum. Hér sést hann Isigurvímu eftir leikinn ásamt þeim Þóri Ólafssyni, Birki tvari Guðmundssyni og Halldóri Ingólfssyni. DV-mynd Vilhelm Árangur Hauka í úrslitakeppninni í ár er hreint magnaður og sést það best á því að liðið tapaði ekki einum einasta leik. Aukinheldur vann liðið síðustu fjóra leiki sína í úrslitakeppninni á síðasta ári svo að sigrarnir í röð í úrslitakeppn- inni hafa verið hvorki fleiri né færri en ellefu taisins. „Það er nýtt. Og auðvitað alveg frábær ár- angur,“ sagði Vignir þegar DV náði taii af honum í gær, en hann hafði verið að fagna titlinum með samherjum sínum langt fram á fimmtudagsnóttina. „Þetta sýnir bara að við erum einfaldlega með langbesta liðið,“ bætti Vignir við. Þrátt fýrir að hafa orðið deildar- meistarar höfðu Haukar ekki nærri eins mikla yfirburði í deildarkeppn- inni eins og þeir höfðu í úrslita- keppninni og tapaði liðið þar meðal annars fjórum leikjum af fjórtán. Aðspurður um af hverju svo hafi ver- ið nefndi Vignir strax þátttöku Hauka í Evrópukeppninni í vetur. „Það tekur mikið á að spila í Evr- ópukeppninni. Það em rniklu fleiri leikir og ferðalögin taka ailtaf sinn toil. Og það er bara þannig að það er erfitt að gíra sig upp í leiki hér heima eftir að hafa verið að spila við erlend lið sem hafa á frábærum leikmönn- um að skipa,“ segir Vignir og bætir auk þess við að vörnin hafi verið ákveðið púsluspil í allan vetur. „Og mér fannst hún ekkert smella fyrr en í síðustu leikjunum gegn ÍBV í úrslit- unum." Fimmti titillinn Eins og áður segir var Vignir gríð- arlega öflugur í leikjum Hauka í úr- slitakeppninni og smitaði hans óbilandi sigurvilji og baráttuandi út frá sér til annarra leikmanna liðsins. „Ég var lélegur í öðmm leiknum á móti ÍBV. Þar var ég virkilega slak- ur," segir Vignir sem að öðm leyti játti því að hann hefði fundið sig vel f úrslitakeppninni. Tölfræðin talar sínu máli í þeim efnum - Vignir skoraði 5,6 mörk að meðaltali í leik í úrslitakeppninni, sem er mun meira en hann gerði í deildarkeppninni í vetur, auk þess sem sóknarmenn andstæðinganna áttu í mesta basli með að finna glufur á vörn Hauka þar sem Vignir er klárlega leiðtog- inn. „Það er alveg rétt að ég var að nýta færin ágætlega en þetta er liðs- íþrótt og strákamir vom duglegir að finna mig á línunni," sagði Vignir hógværin uppmáluð eins og sönn- um fyrirliða sæmir. „Annars reyni ég alltaf að bæta mig í þessari íþrótt og legg hart að mér til þess. Það virðist bara hafa skilað sér í úrslitakeppn- inni," segir Vignir en þetta var í fimmta skiptið sem hann er hluti af Haukaliði sem verður íslandsmeist- ari. „Og það verður sætara að sigra með hverju árinu," segir Vignir með sælubros á vör. „Það var mjög sætt að kveðja félagið með titli sérstaklega með tll- liti til þess að ég og fleiri strákar erum á leið burt," segir Vignir sem sjálfur er á leið til Skjern í Danmörku á meðan Ásgeir Örn Hallgrímsson og Þórir Ólafsson em á leið til Þýska- lands og Matthías Arni Ingimarsson til Bandaríkjanna á næsta ári. „Við vorum allir staðráðnir í því að ná ís- landsmeistarátitlinum í hús og viss- um að það kæmi hreinlega ekkert annað tÚ greina." Stefnir hátt Vignir kveðst hafa álcveðið það fljótlega eftir síðasta keppnistímabil að reyna fýrir sér í atvinnumennsk- unni eftir tímabilið sem nú var að ljúka. Eftir góða frammistöðu með íslenska landsliðinu í Túnis í byrjun árs og með Haukum í Evrópukeppn- inni í vetur var enginn skortur á til- boðum fyrir Vigni. Á endanum valdi hann danska úrvalsdeildarliðið Skjern og segir Vignir það hafa vegið þungt í ákvörðun sinni að þar er við stjórnvölinn fyrmm samherji hans hjá Haukum, Áron Kristjánsson. „Hann spilaði stóran þátt í ákvörðun minni. Ég veit að hann er toppmaður og svo skemmir ekki fyr- ir að hann er Haukamaður þannig að það er eins og hálfþartinn að fara í Hauka Danmerkur," segir Vignir en hann gerði þriggja ára samning við félagið. Hvað framhaldið varðar seg- ir Vignir það vera óráðið en hann segist munu ávallt leitast eftir því að bæta sig sem handboltamaður. „Auðvitað vill maður hafa eitt- hvað til að stefna að. Ég er ekki í þessu sporti til að vera eitthvað að leika mér. Mig langar að verða betri og hluti af þvi er að komast í betra „Ég var lélegur i öðr- um leiknum á móti ÍBV. Þar var ég virki- lega slakur." lið. Það tel ég vera að gerast núna en hvort ég fari til Þýskalands eða eitt- hvert annað eftir dvölina í Dan- mörku verður bara að koma í ljós.“?! vignir@dv..is „Við vorum allir staðráðnir íþví að ná íslands- meistaratitlinum í hús og vissum að það kæmi hreinlega ekkert annað til greina." Hafrafitness aö hætti Jóa Fel - fullar af trefjum og rúsínum Kleppsvegi 152 Smáralind Opió mánudaga - föstudaga 7.00 - 18.00 laugardaga og sunnudaga 7.00 - 16.00
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.