Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Page 47
DV Sport
LAUGARDAGUR 7. MAÍ2005 47
Ferdinand
jákvæður
Varnarjaxlinn Rio Ferdinand
hjá Manchester United. virðist
vera koininn á fremsta hlunn með
að skrifa undir nýjan samning við
félagið og virkar jákvæðiu á fram-
haldið. Mikil spenna hefur veriö
að byggjast upp í kringum liðiö
vegna þess hve samningaviðræður
umboösmanns Ferdinands og for-
ráðamanna félagsins hafa dregist
á langinn. Ferdinand lieftu: mi
dregiö úr áhyggjum manna og
segirlausn vera í sjónmáii. „Samn-
ingurinn g;eti orðið klár fyrir lok
tímabilsins. Það er ekki tetlun min
að vera að draga einn eða neinn á
asnaeyrunum, en svona viðræður
taka bara langan tíma, það
, > er ekkert við því aö gera.
É# * ]>að er ekki endanlega út-
t séð með hvenær
samningar nást,
, svo við verðum
bara að bíða og
sjá,“ sagðilands-
liðsmaðurinn
sem nýlega sást á
á veitingastað með
Peter Kenyon,
stjórnarformanni
Chelsea, en það var
þó að sögn
beggja íyrir
algjöra
tilviljun.
Kanada tap-
laust á HM
Fleimsmeistaramótið í íshokkí
hófst á laugardagiim var í Austur-
ríki. Mótsins var beðið meö mikiili
eftiivæntingu, sérstaklega i ljósi
þess að ekkert varð úr NHL-deild-
inni í vetur þar sem að liöseigend-
ur fóru í verkfall síöastliðið haust.
Íshokkíunnendur hafa því þyrst
allverulega í átökin sem íylgja
íþróttinni og geta nú tekið gleði
sína á ny næstu vikurnar. Kanada,
Svíþjóö og Tékkiand eru einu tap-
lausu liðin það sem af er en flestir
spekingar liallast að sigri Kanada-
inanna á rnótinu en þeir eru tvö-
faldir heimsmeistarar og hafa ver-
ið illviðráðanlegir til þessa á mót-
inu. Þeir unnu Litháa í fyrstu
viðureign mótsins, 6-4, burstuðu
síöan Slóvena, 8-0, og imnu sfðan
öruggan sigtu á erkifjendumtm,
Bandaríkjamönnum, 3-1.
Heidfeld aft-
ur um tíu sætí
Ökuþórinn Nick Heidfeld hjá
HMW Williams-liðinu í Formúlu 1,
þarf að hopa aftur um tfu sæti á
ráslínu í spænska kappaksuinum
um lielgina, vegna bilunar sem
liðið fann i vél bilsins. Eins og nýj-
ar reglur t keppnunum gera ráð
fyrir þarf iiðið þv( að skipta um vél
fyrir keppnina, en slíkt liefttr í 101'
með sér áðurneínda refsingu, því
liðttm er gert aö nota sömu vélina
tvær keppnir í röð. Félagi it:ms hjá
Williams, Mark Webber. var ekki
iátinn aka eftir að upp komst um
gaUann t bílvélinni og því þarf
hann ekki að iiljóta sömu refsingu
og I ieidfeld. Webber átti inni að fá
nýja vél i kappakstri helgatinnar,
en Heidfeid ekki.
m
is cs
K
N
Haukar tryggöu sér íslandsmeistaratitilinn í handbolta í fyrrakvöld meö því aö
sigra ÍBV á Ásvöllum. Var það þriðji sigur Hauka í jafnmörgum leikjum og því um
afar öruggan sigur í einvíginu að ræða. Maður úrslitakeppninnar var, að öðrum
ólöstuðum, línumaðurinn Vignir Svavarsson en auk þess að binda saman vörnina
hefur hann sjaldan veriö jafn atkvæðamikill í sóknarleiknum.
Epudi einfaldlega
með langbesta liðið
Sætur sigur Vignir Svavarsson vann á fimmtudaginn sinn fímmta Islandsmeistaratitii með Haukum. Hér sést hann Isigurvímu eftir leikinn
ásamt þeim Þóri Ólafssyni, Birki tvari Guðmundssyni og Halldóri Ingólfssyni. DV-mynd Vilhelm
Árangur Hauka í úrslitakeppninni
í ár er hreint magnaður og sést
það best á því að liðið tapaði ekki
einum einasta leik. Aukinheldur
vann liðið síðustu fjóra leiki sína í
úrslitakeppninni á síðasta ári svo
að sigrarnir í röð í úrslitakeppn-
inni hafa verið hvorki fleiri né
færri en ellefu taisins. „Það er
nýtt. Og auðvitað alveg frábær ár-
angur,“ sagði Vignir þegar DV
náði taii af honum í gær, en hann
hafði verið að fagna titlinum með
samherjum sínum langt fram á
fimmtudagsnóttina. „Þetta sýnir
bara að við erum einfaldlega með
langbesta liðið,“ bætti Vignir við.
Þrátt fýrir að hafa orðið deildar-
meistarar höfðu Haukar ekki nærri
eins mikla yfirburði í deildarkeppn-
inni eins og þeir höfðu í úrslita-
keppninni og tapaði liðið þar meðal
annars fjórum leikjum af fjórtán.
Aðspurður um af hverju svo hafi ver-
ið nefndi Vignir strax þátttöku
Hauka í Evrópukeppninni í vetur.
„Það tekur mikið á að spila í Evr-
ópukeppninni. Það em rniklu fleiri
leikir og ferðalögin taka ailtaf sinn
toil. Og það er bara þannig að það er
erfitt að gíra sig upp í leiki hér heima
eftir að hafa verið að spila við erlend
lið sem hafa á frábærum leikmönn-
um að skipa,“ segir Vignir og bætir
auk þess við að vörnin hafi verið
ákveðið púsluspil í allan vetur. „Og
mér fannst hún ekkert smella fyrr en
í síðustu leikjunum gegn ÍBV í úrslit-
unum."
Fimmti titillinn
Eins og áður segir var Vignir gríð-
arlega öflugur í leikjum Hauka í úr-
slitakeppninni og smitaði hans
óbilandi sigurvilji og baráttuandi út
frá sér til annarra leikmanna liðsins.
„Ég var lélegur í öðmm leiknum á
móti ÍBV. Þar var ég virkilega slak-
ur," segir Vignir sem að öðm leyti
játti því að hann hefði fundið sig vel
f úrslitakeppninni. Tölfræðin talar
sínu máli í þeim efnum - Vignir
skoraði 5,6 mörk að meðaltali í leik í
úrslitakeppninni, sem er mun meira
en hann gerði í deildarkeppninni í
vetur, auk þess sem sóknarmenn
andstæðinganna áttu í mesta basli
með að finna glufur á vörn Hauka
þar sem Vignir er klárlega leiðtog-
inn.
„Það er alveg rétt að ég var að
nýta færin ágætlega en þetta er liðs-
íþrótt og strákamir vom duglegir að
finna mig á línunni," sagði Vignir
hógværin uppmáluð eins og sönn-
um fyrirliða sæmir. „Annars reyni ég
alltaf að bæta mig í þessari íþrótt og
legg hart að mér til þess. Það virðist
bara hafa skilað sér í úrslitakeppn-
inni," segir Vignir en þetta var í
fimmta skiptið sem hann er hluti af
Haukaliði sem verður íslandsmeist-
ari. „Og það verður sætara að sigra
með hverju árinu," segir Vignir með
sælubros á vör.
„Það var mjög sætt að kveðja
félagið með titli sérstaklega með tll-
liti til þess að ég og fleiri strákar
erum á leið burt," segir Vignir sem
sjálfur er á leið til Skjern í Danmörku
á meðan Ásgeir Örn Hallgrímsson
og Þórir Ólafsson em á leið til Þýska-
lands og Matthías Arni Ingimarsson
til Bandaríkjanna á næsta ári. „Við
vorum allir staðráðnir í því að ná ís-
landsmeistarátitlinum í hús og viss-
um að það kæmi hreinlega ekkert
annað tÚ greina."
Stefnir hátt
Vignir kveðst hafa álcveðið það
fljótlega eftir síðasta keppnistímabil
að reyna fýrir sér í atvinnumennsk-
unni eftir tímabilið sem nú var að
ljúka. Eftir góða frammistöðu með
íslenska landsliðinu í Túnis í byrjun
árs og með Haukum í Evrópukeppn-
inni í vetur var enginn skortur á til-
boðum fyrir Vigni. Á endanum valdi
hann danska úrvalsdeildarliðið
Skjern og segir Vignir það hafa vegið
þungt í ákvörðun sinni að þar er við
stjórnvölinn fyrmm samherji hans
hjá Haukum, Áron Kristjánsson.
„Hann spilaði stóran þátt í
ákvörðun minni. Ég veit að hann er
toppmaður og svo skemmir ekki fyr-
ir að hann er Haukamaður þannig
að það er eins og hálfþartinn að fara
í Hauka Danmerkur," segir Vignir en
hann gerði þriggja ára samning við
félagið. Hvað framhaldið varðar seg-
ir Vignir það vera óráðið en hann
segist munu ávallt leitast eftir því að
bæta sig sem handboltamaður.
„Auðvitað vill maður hafa eitt-
hvað til að stefna að. Ég er ekki í
þessu sporti til að vera eitthvað að
leika mér. Mig langar að verða betri
og hluti af þvi er að komast í betra
„Ég var lélegur i öðr-
um leiknum á móti
ÍBV. Þar var ég virki-
lega slakur."
lið. Það tel ég vera að gerast núna en
hvort ég fari til Þýskalands eða eitt-
hvert annað eftir dvölina í Dan-
mörku verður bara að koma í ljós.“?!
vignir@dv..is
„Við vorum allir staðráðnir íþví að ná íslands-
meistaratitlinum í hús og vissum að það kæmi
hreinlega ekkert annað til greina."
Hafrafitness
aö hætti Jóa Fel
- fullar af trefjum og rúsínum
Kleppsvegi 152
Smáralind
Opió mánudaga - föstudaga 7.00 - 18.00
laugardaga og sunnudaga 7.00 - 16.00