Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 40
40 LAUGARDAGUR 7. MAl2005 Helgarblað DV I4árastúlka myrti pabba sbin Unglingsstúlka sem segist hafa skotið föður sinn til að hjálpa honum að fremja sjálfsmorð hefur verið dæmd fyrir annars stigs morð. Margaret Rich, 14 ára, var handtekin í mars en lík pabba hennar fannst á heimili þeirra. Garrett Rich hafði verið skotinn i höfuðið og brjóstið. Saksóknarinn heldur þvf fram að Margaret hafi viljað fá athygli og þvf hafi hún myrt föður sinn, en Margaret segist hafa skotið hann í brjóstið til að lina þján- ingar hans þar sem hann hafi sjálfur þegar verið búinn að skjóta sig f höfuðið. Fangi ræðst á Ian Barnamorðinginn og tugthús- limurinn lan Huntley varð fyrir árás á dögunum er hann ætlaði í sturtu í.Hinum hataða lan, sem myrti tvær ungar stúlkur, tókst að berja frá sér og braut meðal annars nef árásarmannsins. „Það var blóð út um allt," sagði lan við fangaverði. lan ætlaði að fara f sturtu f fangelsinu þegar maður, sem hafði falið sig í sturtunum, réðst á hann en lan er afar hataður innan sem utan fangelsismúranna. lOára myrtl pabba sbm Tfu ára bandarískur strákur hefur verið ákærður fyrir að myrða pabba sinn. Dreng- num vera haldíð föngnum til 23 ára aldurs en nafni hans er haldið leyndu. Drengurinn skaut pabba sinna f hnakkann en móðir hans og systkin flýðu í yfir í næsta hús. Eftir að hafa myrt föður sinn gekk drengurinn niður göt- una með eitt skot f byssunni og bankaði hjá ókunnugri konu. „Hjálpið mér. Þeir eru á eftir mér og munu flengja mig," sagði drengurinn. Verknaður stráksins kom öllum á óvart þar sem hann kem- ur frá góðri fjöl- skyldu og gekk vel fskóla. Allan Menzies var með vampírur á heilanum og myrti besta vin sinn á hrottafeng- inn hátt svo hann gæti sjálfur breyst í vampíru. Er hann stóð frammi fyrir lífstíð- arfangelsi vissi hann að hann yrði að sannfæra kviðdóminn um að hann væri geð- veikur. Dómarinn var hins vegar sannfærður um að Menzies væri það ekki, heldur væri hann einfaldlega vondur maður. Myrd on át besta vin sinn Sumir morðingjar myrða sökum græðgi, aðrir vegna afbrýðisemi. Auk þess myrða margir til að ná ffam hefndum. En Allan Menzies myrti besta vin sinn að ástæðulausu. Menzies var 21 árs og atvinnulaus. Hann hafði áður komist í kast við lög- in, þegar hann var 14 ára stakk hann 13 ára skólafélaga sinn. Menzies var einfari og sagðist hafa verið að he&ia sín á stráknum sem hafði lagt hann í einelti. Fyrir þennan glæp var honum komið fýrir á unglingaheimili. Eftir að hann slapp af unglingaheimilinu fór hann heim til Fauldhouse í East Lothian sökkti sér niður í ímyndaðan heim sem var gegnsósa af ofbeldi og blóði. Með vampírur á heilanum Einn af fáum vinum hans var Thomas McKendrick, en þeir höfðu þekkst síðan þeir voru mjög ungir. Thomas var rólegur drengur og tók Menzies eins og hann var á meðan aðrir litu á hann sem furðufugl. Árið 2002 breyttist hegðun Menzies. Hann dró sig sífellt meira og meira til baka og eyddi öllum stundum inni f dimmu herbergi sínu. Hann átti fullt af bókum, tölvuleikjum og bíómynd- um sem fjölluðu um fjöldamorð- ingja, nasista og einkum og sér í lagi vampírur. Sakamál Faðir hans heyrði hann oft tala við sjálfan sig og jafiivel öskra. Hann hafði búið til ímyndaðan he&n þar sem hann naut þess að sjá annað fólk pyntað. Samræður hans snemst meira og meiia um blóð og vampírur og hann hafði takmarkaðan áhuga á því sem gerðist utan herbergis síns þar til hann sá frétt um morðingja sem hafði drukkið blóð fómarlambs síns. „Þetta morð hefði verið tilgangs- laust ef morðinginn hefði ekki drukk- ið blóðið," sagði hann við pabba sinn. f ágúst 2002 fékk Menzies lánaða spóluna Queen of the Damned, en í þeirri kvikmynd leikur söngkonan Aaliyah persónuna Akasha og fjallar myndin um vampírur og ofbeldi. í kvikmyndinni er mikið um mann- fórrnr og mannát og Menzies varð alveg dolfallinn. Hann horfði á myndina aftur og aftur og þegar spól- an eyðilagðist keyptí hann hana á DVD-diskinn og horfði á myndina sex til sjö sinnum á hverjum degi. Hann hafði þegar horft á myndina þann 11. desember þegar Thomas McKendrick kom til hans. Át besta vin sinn Menzies var í eldhúsinu að taka til uxahjarta fyrir merðina sína sem hann hélt sem gæludýr þegar Thom- as kom til hans. Síðar áttí Menzies eftir að halda því fram að hann ætí sjálfur hrá hjörtun til að undirbúa sig fyrir mannát. Líkt og vanalega snerist umræðuefnið um vampírur. „Þú trú- Thomas McKendrick Thomas var rólegur drengur sem virtist taka Allan Menzies Menzies var einfari sem var upptekin afvampirum og Menzies eins oghannvará meöan aörir iitu áhannsem furöufugl. blóöi. Hann myrti besta vin sinn, át heila hansog drakk blóö hans. ir þessu bulli ekki í alvöru?" spurði Thomas og hló þegar Menzies fór að tala um tryggð sína við Akasha. En þegar Thomas gerði lítíð úr Akasha var Menzies nóg boðið. Hann brá eldhúshm'f á loft og stakk vin sinn í hálsinn með honum. Thomas öskr- aði og ætlaði að flýja en Menzes eltí hann með hamar í hendi. Eftir nokk- ur högg í höfuðið var hauskúpa Thomas mölbrotin. Síðan stakk Menzes h'fvana líkama vinar síns í andhtíð, höfuðið og brjóstíð, meira en 42 sinnum. Menzies borðaði hluta af líkinu og drakk tvo bolla af blóði. Þegar hann drakk brostí hann framan í spegil til að athuga hvort tennur hans væru blóði drifnar. Næst settí hann líkið Aaliyah Söngkona lékAkasha. ÞegarThom- as niöurlægöi hana brjálaðist Menzies. ofan í ruslatunnu og gróf það í grunnri gröf í skógi í nágrenninu. Fötum Thomasar hentí hann í rushð og þreif síðan blóðið af gólfinu án þess að gera sér grein fyrir hversu mikið lak á milU bjálkanna. D^ginn eftir bað hann skólafélaga sinn um að kalla sig Vamp. Félagamir voru saman í nokkra daga og tahð barst fljótlega að hvarfi Thomasar. „Við munum aldrei sjá hann aftur," sagði Menzies. „Ég kálaði honum." Félaginn var viss um að Menzies væri að grínast. Hegðun Menzies benti ekki til þess að hann hefði framið eitthvert ódæðisverk. Hann virtíst meira að segja hamingjusamur þrátt fyrir að fá óútskýranleg reiðiköst að tilefiuslausu. „Þegarhann drakk brosti hann framan í spegil til að athuga hvort tennur hans væru blóði drifnar." Lögreglan kemst á sporið Þann 4. janúar fann lögreglan föt Thomasar. Þeir héldu beint til Menzies. Hann viðurkenndi að Thomas hefði verið heima hjá sér daginn sem hann hvarf en sagði að hann hefði verið á lífi þegar hann yf- irgaf húsið. „Ég gætí aldrei meitt hann og við töluðum saman tvisvar eftir að hann fór frá mér.“ Sex vikum síðar fannst líkið. Lögreglan vissi að hún væri að þrengja að Menzies sem lá á sjúkrahúsi vegna misheppnaðar sjálfsvígstilraunar. „Ég drap hann því ég vildi hefna mín á Guði,“ sagði Menzies á sjúkrahúsinu. „Ég drakk blóð hans og át heila hans því Guð hefur ekki verið mér hliðhollur. Thomas átti ekki að gera lítið úr ást- inni minni. Ég gat ekki hætt að hugsa um vampírur og hugsaði sem svo að ef Guð væri virkilega til þá ætlaði ég að fórna þessu lífi fýrir næsta líf.“ Þegar lögreglan leitaði í herbergi hans fundust handskrifaðir miðar. „Ég hef ákveðið að gerast vampfra," stóð á einum þeirra. „Meistarinn er kominn og hefur lofað að gera mig eilífan," stóð á öðrum Sá miði sem vaktí mesta athygli lögreglunnar var: „Blóðið er lífið. Ég hef drukkið blóðið og það verður mitt. Ég hef séð hryll- inginn." Glæpurinn mun seint gleymast A leiðinni í réttarsalinn þann 22. janúar spurði lögreglumaðurinn hvemig Menzies héldi að útkoman yrði. „Ég verð lokaður inni næstu 20 árin fyrir að myrða hann, en ég er með sálina hans." Menzies vissi að hans eini möguleiki væri að sannfæra kviðdóminn að hann væri geðveikur og hann fór því að senda sjáifum sér bréf. „Kæra Akasha. Allt gengur sam- kvæmt áætlun. Ég mun drepa fýrir þig aftur fljótlega. Þetta mann- eskjumar em dýr í okkar augum, fóð- ur handa okkur." Menzies var fullviss um að hann yrði úrskurðaður of geð- veikur til að hljóta dóm. En kviðdóm- ur var ósammála. í þeirra augum var Menzies ekki geðveikur, aðeins vondur. Menzies lýstí þvi hvemig Akasha hefði birst honum og skipað honum að myrða Thomas. „Eg vissi að ég yrði að drepa einhvem, annars yrði ég ekki að vampíru," sagði hann og bætti við að harm tryði því að væri hann vampíra. Geðlæknar töldu hins vegar að Menzies væri ekki geðveikur. „Hann gætí verið að notfæra sér sjúk- dóminn til að sleppa við dóm, eða hann sé að notfæra sér sjúkdóminn svo hann getí lifað með sjálfum sér eftir það sem hann hefur gert." Lög- regla vitnaði um að á sjúkrahúsinu hefði saga Menzies verið önnur, þá hefði hann aldrei minnst á vampírur. Dómurinn tók sér 90 mínútur til að útskurða að Menzies væri sekur. Dómarinn var viss um að kviðdóm- ur hefði komist að réttri niðurstöðu. Hann sagði Menzies að hann væri illur og hættulegur glæpamaður sem væri sekur um að myrða vin sinn og dæmdi hann síðan í lífstíð- arfangelsi. Kannski öðlaðist Allan Menzies einhverskonar eilíft líf. Glæpur hans mun að minnsta kostí seint gleymast. í dag er hann einn mest hataðastí fanginn í Soughton Jail. Bandarísk móöir myrti börnin sín tvö þegar fimm ár voru síðan hún missti þriðja barnið í eldsvoða. Stakk bömin sín yfir 200 sinnum Móðir í Bandaríkjunum hefur verið ákærð fyrir að stínga níu ára son sinn og þriggja ára dóttur meira en 200 sinn- um á heimili þeirra f útjarðri Chicago. Tonya Vasilev, 34 ára, kom fram fyrir dómara í síðustu viku og svaraði spurn- ingum títrandi röddu. Faðir barnanna, Nikolai Vasilev, kom að líkum bama sinna á miðvikudaginn. Vasilev kom fyrst auga á Christian þar sem hann lá á eldhúsgólfinu. Nikolai tók hann upp og hringdi í neyðarlínuna. Stúlkan, Grace, fannst efst í stigaganginum en móðir hennar sat við hlið líksins með hníf í hendi. „Ég hef aldrei séð annan eins hrylling," sagði lögreglumaður sem kom á vettvang. Krufitíng leiddi í ljós að börnin höfðu barist fyrir lífi sínu. Morðin áttu sér stað fimm árum eftir að hjónin misstu þriggja mánaða barn sitt í eldsvoða. Lögreglan veit ekki hvemig eldurinn kviknaði en segist aldrei hafa talið að um íkveikju væri að ræða. Voðaverk Lögreglumaðurinn sem mætti á vettvang segist aidrei hafa séð annan eins hrylling.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.