Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 38
38 LAUGARDAGUR 7. MAl2005 Helgarblaö DV íslenskn sjnn- wpssHörnnranp, omnar í snmartm Nú þegar sumarið er komið leggjast margir af íslensku sjónvarpsþáttunum í dvala. Stjörnurnar sem við höfum fylgst með á köldum vetrarkvöld- um munu því hverfa af skjánum og birtast ekki aftur fyrr en sól tek- ur að lækka á ný. DV heyrði í nokkrum af stærstu stjörnunum og spurði hvernig þær ætluðu að eyða sumarfríinu. Til Afríku í sumar „Þetta veröur ótrúlega spennandi sumar,“ segir Sigríöur Arnardóttir þáttarstjórnandi. Þátturinn Fólk með Sirrý fer í sumarfrí aÖ íjórum þáttum liðnum og þá fer Sirrý sjálf einnig í frí. Hún mun þó fara í eina utan- landsferð í sumar á vegum þáttarins, en hún ætlar til Kenía fyrir Bamahjálp Sameinuðu þjóðanna til aö taka upp efni fyrir þáttinn. „Þetta er rosalega spennandi verkefni. Við ætlum að skoða aðstæöur barna þarna úti og athuga hvað við íslendingar getum gert til að hjálpa. Við leggjum af stað fljótlega eftir síð- asta þáttinn og ég er afar spennt, enda hef ég aldrei komið til Afrfku," segir Sirrý sem mun auk þess fara í fjölskyldu- og fótbolta- ferð til Spánar. „Viö förum með syni okkar og góðum hópi KR-inga í keppnisferð til Spánar og ætlum að nota tækifærið og ferð- ast um landið. Sfðan ætlum við auðvitað að ferðast innanlands. Uppáhaldsstaðurinn minn er Snæfellsnesið, en þangað á ég ætt- ir að rekja og ætla að vetja einhverjum tíma þar. í sumar æda ég einnig að halda upp á stórafrnæli mitt og æda að verja afinælis- deginum á einhveijum spennandi stað úti í heimi. Ég hef því margt á prjónunum og hlakka mjög til. Eina vandamálið er að sumarið er alltof stutt, við verðum þvf að byrja strax enda er sumarið komið." Sirrý ætíar að taka á alvarlegri málefnum sumarfrísins í þættínum sínum næsta mið- vikudag. Hún segir að sumarleyfið geti verið mikill álagstími fýrir fjölskyldur. „Væntingamar eru svo miklar og því er mikið á sumarleyfið lagt. Allt á að.vera svo æðislegt en samkvæmt dönskum rann- sóknum finnst fólki meira krefjandi að vera í fríi með fjölskyldunni en vera í vinnunrú. Ég hef upplifað þetta sjálf en er farin að taka öðruvísi á þessu núna. Það er mikilvægt að reyna ekki að hafa allt æðislegt í örfáar vik- ur heldur reyna að fá eitthvað sumar á hverjum einasta degi meö því að fá ein- hverja tilbreytingu og gera eitthvað úti við með fjölskyldunni í staðinn fyrir að húka inni og bfða eftir fríinu." Ekki mikið fyrir að gista í tjaldi „Ég ætla að reyna að gera ekki neitt, en eftir svona strembinn vetur er það mottó hjá mér að reyna að vera ekki með mikið af plönum, en það gengur sjaldnast eftir þar scm ég er svo ofvirk að það hálfa væri nóg,“ segir Valgerður Matthíasdóttir sjónvarpskona. Þátturinn Innlit/Útlit mun fara í sumarfrf í lok mánaðarins og sjálf er Vala nú þegar komin í frí. Hún segist ætía að nota tímann til að iilaða batteríin og líst vel á að ferðast innanlands. „Maður gæti náttúrlega tekiö nettan hring án þess að vera á miklum hraða - dotlið inn í yndisleg þorp og virki- lega slakað á. Það hljómar mjög vel," segir Vala Matt en bætir við að hún fari líklega til útlanda. „Ég hugsa að ég verði með annan fót- inn hjá dætrum mínum, en þær búa í Bretlandi og Damnörku með fjölskyldum sínum. Mér finnst mjög líklegt að ég fari og geri ekki neitt með þcim. Annars finnst mér yndislegt að feröast innanlands og ég hef farið margar styttri ferðir þótt ég hafi ekki fariö hringinn í mörg ár. Ég er þó ekki hrifin af tjöldum, vil frekar vera í sumarbú- stað eða á sætu hóteli," segir Vala og bætir við aö hún muni koma fersk á skjáinn í haust. „Ég er eins og Marteinn Mosdal. Ég kem ailtaf aftur." Vala Matt „Maöur gæti náttúrlega tekiö nettan hring án þess aö vera á miklum hraða - dottið inn I yndisleg þorp og virk lega slakaö á.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.