Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.2005, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 7. MAl2005 Fréttir DV Bændursafna rúlluplasti Bændur í Reykhólasveit hafa verið beðnir að saftia saman rúiluplasti utan af heyrúllum og koma því fyrir á aðgengilegum stað við bæi sína. Að því er segir á reyk- holar.is er hreppurinn að semja við verirtaka um að flytja allt rúlluplast til ísa- fjarðar þar sem því verður brennt í sorpbrennslunni Funa. Verður þessi land- hreinsun bændunum að kostnaðarlausu. „Sumir bændur eru búnir að pressa plastið í kubba og er það auðvitað langbest," segir í hvatningu til bænda. Nýstárlegt rakakrem Nýstárlegt andiitskrem er nú fáanlegt í búðarhillum í Mexíkó. Um er að ræða raka- krem sem meðal annars inniheld- ur sæði úr karlmönnum. Hin næstum sextuga klám- stjama Lyn May stofnaði fyrirtæki í kringum fram- leiðslu á kreminu. Hún segir kremið eyða hrukkum og gera húðina mjúka. í viðtali við dagblaðið Las Ultimas Noticias lýsti Lyn gerð raka- kremsins á eftiifarandi hátt: „Ég vel unga og myndarlega menn og borga þeim fyrir sæði sem síðan er blandað með hunangi og höfrum." Óeðlilegar áhyggjur Bresk at- hafnakona gerði sér Ktið fyrir og flaug rúmlega fimm þúsund og fimmhundruð kflómetra leið til að gefa barni sínu brjóst. Konan, Rosie Stamp frá London, var í viðskiptaferð í New York og hafði látið kærastanum eftir að gefa ársgamalli dóttur þeirra, Betsy, að drekka úr pela. Betsy vildi hins vegar ekki sjá pelann. Rosie hafði áhyggjur af því að dóttirin myndi þjást af vökvaskorti, flaug til London, gaf Betsy bijóst og tók hana síðan með sér til New York og lauk viðskiptaferðinni. héöan af Akureyri, “ sagöi Jó- hannes Bjarnason, bæjarfull- trúi Framsóknarflokkins og handboltaþjálfari. „Ég stend sjálfur á ákveönum tímamót- Landsíminn er i'.L-:... V' ■Wfiir*Éiwi-t hættur aö þjálfa meistaraflokk KA íhandboltanum. Ég ætla aö þjálfa unglingana næsta vetur og beita mérí bæjarpóli- tlkinni. Þaö er afnógu að taka þar viö aö skapa grunnskilyröi fyrir blómlegri byggö á Akur- eyri og hefja Framsóknar- flokkinn til þeirra hæöa sem hann á skiliö." Ný reglugerð í Bandaríkjunum heftir verulega möguleika homma til að gefa sæði. Gagnrýnendur segja þetta út i hött. Matvæla- og heilbrigðiseftirlit Bandaríkjanna telur þetta hins vegar nauðsynlegar aðgerðir til að tryggja öryggi sæðisþega. Mótlæti Enn grassera fordómar gagnvart samkynhneigðum og hér fær einn á kjaft- inn fyrir að gagnrýna bann á giftingum á fundi íhaldsflokksins í Kanada. mu mt Réttindasamtök samkynhneigðra í Bandaríkjunum gagnrýna harðlega nýja reglugerð sem Matvæla- og heilbrigðiseftirlit Bandaríkjanna ætlar að gefa út innan skamms. Þar er réttur homma til að gefa sæði skertur verulega. Matvæla- og heilbrigðiseftirlitið á áhættuhegðun í kynlífi sæðisgjafa, hefur skellt skollaeyrum við allri gagnrýni á reglugerðina og áköllum um að hún verði ekki gefin út. Eftir- litið heldur því fram að hommar séu í heildina litið mun líklegri til að bera HlV-veiruna. í reglugerðinni er mælt með því við heilbrigðisstarfsmenn og -stofn- anir sem vinna við gervifrjóvganir að sæði homma verði ekki notað þegar sæði er gefið nafhlaust í gegnum sæðisbanka, nema þeir hafi gætt skírlífis í að minnsta kosti fimm ár. Ekki er fett fingur út í að hommar gefi sæði ef þeir eru beðnir um það beint af sæðisþeganum. Skimun í stað útilokunar Reglugerðin hefur verið gagn- rýnd fyrir að brennimerkja alla homma sem hugsanlega bera HIV- veirunnar sem veldur eyðni. Því er haldið fram að frekar mætti taka upp hertari skimunarreglur við gervifrjóvgun þar sem einblínt væri hvort sem þeir eru gagn- eða sam kynhneigðir. Leland Traiman, framkvæmda- stjóri gerviffjóvgunarstofu í Kali- forníu, segir: „Með þessari reglugerð getur gagnkynhneigður maður sem leggst óvarinn með HlV-smitaðri vændiskonu gefið sæði einu ári síðar á meðan samkynhneigður maður í trúu og föstu sambandi er útilokað- ur nema hann hafi gætt skírlífis í fimm ár.‘‘ Traiman leggur til áður- nefndar skimunaraðferðir þar sem sæði er geymt og ekki notað fyrr en gjafinn heftir verið prófaður aftur að ákveðnum tíma lolmum. Gegn lesbíum líka Það hefur einnig verið gagnrýnt að reglugerðin komi til með að skerða möguleika lesbía í sambandi til að eignast börn. Mörg lesbíupör vilja heldur samkynhneigðan sæðis- gjafa þar sem þeir líta frekar vinsam- legri augum á að báðir foreldrar séu Með þessarí reglugerð getur gagnkynhneigð- ur maður sem leggst óvarinn með HlV-smit- aðri vændiskonu gefið sæði einu ári síðar af sama kyni. Stór hluti þeirra þekki hins vegar ekki homma sem þær gætu leitað til. Talskona Matvæla- og heilbrigð- iseftirlits Bandaríkjanna vitnar í skjöl eftirlitsins þar sem starfsmenn þess telja þessa reglugerð nauðsyn- lega þrátt fyrir að samkynhneigðir menn sem stunda öruggt kynlíf séu útilokaðir í leiðinni. Verið sé að vemda sæðisþegana í þessu máli. Gagnrýnendur benda hins vegar á að forsenda reglugerðarinnar sé engin og ekki byggð á neinum vís- indum heldur fordómum. Máli sínu til stuðnings benda þeir á að nýgengi HlV-smits í gagnkyn- hneigðum sé helsta vandamálið nú um stundir. Fordómafull stjórn I stjórnartíð George W. Bush hefur borið á afturhaldi í kynferðismál- um i Bandaríkjunum og nýja reglugerðin kannski samin i samræmi við þá stefnu. Flestir fylgja Nokkrar gervifrjóvgunarstofur, aðallega í Kaliforníu, hafa ákveðið að sniðganga reglugerðina og nota þess í stað hertari skimunaraðferðir þar sem horft er á kynlífshegðun frekar en kynhneigð. Aðferð sem er sögð viðurkennd af Matvæla- og heilbrigðiseftirlitinu. Hins vegar er talið að meirihluti lækna og frjóvg- unarstofa eigi eftir að fylgja reglu- gerðinni. Nú þegar em sumir byrj- aðir að fylgja henni. Nýjar uppgötvanir um andrúmsloftið Fyrrverandi þingmaður Verkamannaflokksins Hærri hiti með hreinna lofti Hreinna andrúmsloft á jörðinni hraðar gróð- urhúsaáhrifum. Því má segja að fréttir þess efiús að andrúmsloft jarðar- innar sé hreinna nú en fyrir einum til tveimur áratugum séu ekki jafn góðar og sumir kynnu að halda. Samdráttur í út- blæstri ffá iðnaði í mörgum löndum, auk útblásturssía í bflum og reykháfum, virðist hafa dregið úr hlutfalli óhreininda í andrúms- loftinu og gert himininn Óvænt Fall kommúnisma laustan- gegnsærri. Vísindamenn ver0rí EvróPu er meöal annars talið segja þetta þýða að hafa minnkað óhreinindiiand- meira sólskin nái niður mms,oft'nu' W-myndReuten á yfirborð jarðarinnar. Afleiðingin gæti orðið sú að auka enn á hitun andrúmslofts jarð- ar. Samkvæmt rannsóknum hefur þetta aukna sólskin mælst á flestum stöðum í heimin- um, fyrir utan mik- ið menguð svæði eins og Indlandi, og örfáum stöðum í Ástralíu, Afríku og Suður-Ameríku. Hvað þetta kann að þýða í framtíðinni er nokkuð sem vís- indamenn eru nú að leggjast yfir. Það eina sem þeir vita nú með vissu er að sót og önnur óhreinindi í andrúmsloftinu hafa haft kælandi áhrif hingað til. Hreinsaður þingmaður vill brottrekstur Blairs George Galloway, sem rekinn var úr Verkamannaflokknum árið 2003, náði sér nið- ur á sínum gamla flokki í kosningunum í Bretlandi síðastliðinn fimmtudag. Galloway sigraði þá frambjóð- anda Verkmanna- flokksins í kjördæmi sínu Bethnal Green and Bow. Galloway var vikið úr Verkamannaflokkn- um í október 2003 vegna andstöðu sinnar við íraks- stríðið og ásakana um að hafa þegið peninga frá rfkisstjóm Saddams Hussein, ásakanir sem Galloway var George Galloway Kosninga baráttan I kjördæmi hans var hörð og segist Galloway hafa fengið morðhótanir. hreinsaður af. Galloway bauð einungis fram í kjördæmi sfnu undir nafni Virðingarflokksins (á ensku Respect Party). Hann hafði aðeins eitt stefnumál á dagskránni og það var andstaða við Íraksstríðið. Galloway talaði til Tonys Blair, forsætis- ráðherra Bredands, þegar úrslit lágu fyrir. „Allir þeir sem þú hefur drepið og allar lygarnar sem þú hefur fært fram komu í bakið á þér og það vænleg- asta í stöðunni fyrir Verkamanna- flokkinn er að reka þig eigi síðar en á morgun [föstudaginn].“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.