Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ2005 Fyrst og fremst 3>V Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjóran Jónas Kristjánsson og MikaelTorfason Fréttastjórar. Kristján Guy Burgess Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot 550 5090 Ritstjórn: ritstjorn@dv.is Auglýsingar. auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Jónas Kristjánsson heima og að heiman Stórsigur formannsframbjóðenda meðal fylgismanna Samfylkingarinnar. Fréttablaðið segir, að Ingibjörg Sólrún hafi 75% fylgi á móti 25% fylgi Össur- ar og Morg- unblaðið hefur eftir Gallup, að hún hafi 70% fylgi á móti 30% fýlgi hans. Úrtakið er f báðum tilvik- um irtið, en fylgismunurinn svo eindreginn, að hann er mark- tækur þrátt fyrir Iftið úrtak. Þetta er meiri munur en ég hélt á sfnum tfma, þegar ég spáði Ingibjörgu Sólrúnu tveimur atkvæðum af hverjum þremur. En nú hafa alvöru kannanir talað og eytt óvissunni f kosn- ingabaráttu um formann f Sam- fylkingunni. Atkvæðagreiðslur I auknum maeli «ru notað- ar atkvæðagreiðsl- ur, einkum á net- inu, til að búa til fréttir um fylgi fólks og mála. Sarneiginlegt einkenni þess- ara atkvæða- greiðslna er, að þátttakendur velja sig sjálfir. í hefðbundnum könnunum eru þátttakendur hins vegar valdir af spyrjanda. Löng reynsla segir okkur, að hefðbundnar kann- anir eins og hjá Gallup og Fréttablaðinu eru marktækar, en atkvæðagreiðslur eru ekki marktækar. Þvf grfpa aöstand- endur atkvæðagreiðslna stund- um til þess ráðs að kalla aðferð sfna skoðanakönnun. Það er hins vegar rangnefni, í skoð- anakönnunum velja þátttak- endur sig ekki sjálfir. friðar f Evrópu, sem áður var öldum saman heimsins mesta ófriðarbæli. Minna erfjallað um stofnunina, sem komið var á fót til að varðveita friðinn f Evrópu. Evrópusam- bandinu var ætlað að tryggja friö og þvf hefur tekizt aö setja Iffskjarasókn ofar þjóðernisofstæki f forgangsröö fólks. f stað þess að fara í strfð hver við aðra keppast þjóðir Evrópu nú um að græða sem mesta peninga á sameinlegum aögerðum á borð viö sameiginlegan seðlabanka, sameiginlega mynt. Og sam- eiginlega Eurovision- söngvakeppni. Hefur fundið sérsamastað á Ölstofunni... uppáhaldsstaðir Bobbys Fischer í íramtíðinni Jónas Kristjánsson Geysir f Haukadal Bara að gæta þess að fara ekki i fótabað. Eden í Hveragerði Þar eru líka apar og bananar. Biáa lónið Gæti fengið lónaða Tarzan-skýluna hjó Sæma rokk. Hallormsstaðaskógur Þar er hægt að týna sjólfum sér og öðrum. Leiðari Þeir lofuðu mestu og sviicu því mest. Þnð er því vel við Iwefi, nð þeir mœti n torgum og lemji sig með rnuðu spjnldi. Húsdýragarðurinn Bobby yrði hrifinn afGuttormi og stóra grisnum. Framsóknarþingmennimir Guðni Ágústsson og Hjálmar Ámason létu mikið á sér bera við að veifa rauðu spjaldi á útifundi í Reykjavík gegn ofbeldi, sem mest hefur tengst fíkniefnum. Þeir em einmitt fulltrúar stjórnmálaflokks, sem setti afnám fíkniefna á oddinn í næstsíðustu kosn- ingabaráttu. Framsókn hefúr ekkert gert í málinu í hálft annað tímabil, sem sfðan er lið- ið. Samt hefur flokkurinn verið aðili að rfldsstjórn allan þennan tíma með Guðna sem ráðherra og Hjálmar sem formann þingflokksins. Þeir félagar lömdu sig með rauðu spjaldi eins og munkar, sem lemja sig með svipu. Undir fomstu Framsóknarflokksins sem óvinar fíkniefna á fslandi hefðu Alþingi og ríkisstjóm getað gert svo margt á undan- fömum sex ámm. Ef framsóknarmenn og aðrir þingmenn hefðu í rauninni haft nokkurn áhuga á málinu. En þetta var bara marklaust kosningamál, fljóttekið fylgi frá bjánum. Tökum nokkur dæmi. Alþingi hefði getað endurskoðað lög um meðferð fíkniefnamála í löggæzlu og dómskerfi. Það hefði getað aukið refsingu og ákveðið langvinnt gæzlu- varðhald þeirra, sem ekki segja, hver var næstur ofan við þá í fæðukeðju fíkniefna, það er, hver seldi þeim dópið. Lögreglumenn kvarta um, að þeir hafi ekki mannafla og heimildir til að fást við fíkniefnaheiminn. Þeir Iesa bara DV og fá þar nöfn og myndir af handrukkurum. Þeir taka síðan handrukkarana til yflr- heyrslu nokkmm dögum síðar, en sleppa þeim án þess að fá að vita, fyrir hverja þeir handrukka. Dómarar hafa lítinn áhuga á fíkniefnaheiminum, þar sem ræfl- ar í ræsinu berja aðra ræfla í ræs- inu til óbóta. Þeir vakna til lífsins, ef peningum er stolið, af því að lagaramminn gerir ráð fyrir að þjóftiaður frá hinum ríku sé merkara afbrot en ofbeldi á jaðri fíkniefnaheimsins. Allir horfa auðvitað á Alþingi, sem ákveður ramma, setur lög og veitir peningum út og suður. Al- þingi ber ábyrgð á vinnubrögðum lögreglu og dómsvalds og skorti á vinnu- brögðum þeirra. Við förum eftir Iögunum, við förum eftir rammanum, við höfum ekki peninga. Allir syngja þennan sama söng. Það eru auðvitað Guðni og Hjálmar, sem mesta ábyrgð bera. Þeir lofuðu mestu og sviku því mest. Það er því vel við hæfi, að þeir mæti á torgum og lemji sig með rauðu spjaldi. Ótrúleg bjartsýni og skortur á skynsemi íslensku þjóðarinnar og Selmn BJARTSÝNI ÍSLENSKU þjóðarinnar er þvílík að hún trúir ætíð á sigur þar til ósigurinn liggur fyrir. Sem er oftar en ekki: Skiptir þá ekki máli hvort keppt er í handbolta, fótbolta, Eurovision eða pólitík. ÍSLENSKA HANDBOLTALANDSLIÐIÐ fór á Heimsmeistaramótið í Túnis fyrr á árinu og var spáð sigri. Reyndar endaði liðið með því að vinna Alsír og Kúveit; tvær þjóðir sem byrjuðu að spila handbolta fyr- ir nokkrum árum og æfa sig yfirleitt í sandi. Óþarfi er að fjölyrða um fót- boltann í þessu sambandi. Þar eru ósigrar jafn sjálfsagðir og línuverð- irnir. SV0 ER HÚN SELMA okkar að fara í Eurovision og flestir spá henni sigri. Annað sé næstum útilokað. Lagið frábært, flutningurinn enn betri og svo hefur Selma svo mikla útgeislun að hún hlýtur að geta sjarmerað alla Evrópu upp úr skónum. En hún á eftir að tapa. Eins og alltaf. NÝJASTA BIRTINGARFORM þessarar bjartsýni íslensku þjóðarinnar er sú vissa margra að Össur Skarphéðins- son geti sigrað Ingibjörgu Sólrúnu í formannsslagnum í Samfylking- unni þrátt fyrir að lengi hafi legið fyrir að Össur eigi ekki möguleika. Nýjustu skoðanakannanir sýna að Ingibjörg Sólrún hefur yfirburða- stöðu í leiknum, en samt tekst fjöl- miðlum, og þá sérstaklega Frétta- blaðinu og Morgunblaðinu, að túlka niðurstöðurnar sem svo að Össur eigi góða möguleika. Sem hann á ekki. BJARTSÝNI ER ágæt. En til lengri Fyrst og fremst tíma litið verður hún hálfhallæris- leg eins og á eftir að sannast á fyrir- fram ákveðinni sigurgöngu Össurar Skarphéðinssonar og Selmu Björnsdóttur. Því miður fyrir þau og kannski þjóðina alla. Fokker Friendship Þotulið /slenskrar menningar verður að lóta sér skrúfuþotu nægja. Fokkaðá Listahátíð Listahátíð gengur brátt í garð og verður nú bryddað upp á þeirri nýbreymi að bjóða upp á hringflug um landið þar sem menningarviðburðir verða aug- um litnir. Flogið verður í Fokker Friendship-skrúfuþotum Flugfé- lags íslands og kostar miðinn 19.900 krónur. Það var tími til kominn aðláta þessa svokölluðu listneytendur borga fyrir listina. Allir sem sótt hafa menningarviðburði hér á landi þekkja sama fólkið sem sækir þáallaog fær alltaf ókeypis inn. Þetta eru afætur á listinni og hleypa kostnaðinum upp fyrir aðra sem líka vilja njóta fegurðar íslenskrar sköpunar. En hver nennir að sitja í Fokker Friend- ship og lenda og taka á loft íjór- um sinnum, ef ekki fimm sinn- um, sama daginn? Svarið er: Jetset íslensku menningarinnar; Fokker Friendship-settið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.