Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst ÞRIÐJUDAGUR 10. MAl2005 3 Hún Helga gamla sem hér skokkar yfir Miklubrautina á grænum karli segist fara allra sinna leiða gangandi þrátt fyrir að vera komin á níræðisaldur. „Ég var að koma frá augnlækninum sem er með aðsetur niðri í Blindrafélagi," segir Helga létt á brún þegar hún mætir blaðamanni hinum megin við götuna. „Það er nú meira hvað maður hefur gengið í gegnum með þessa blessuðu sjón. Ég var sett í augnaðgerð og það var settur nýr augasteinn í mig en þegar ég kom úr henni, þá hafði sjón- in bara versnað," segir Helga gamla í léttu spjalli. „Nú, ég spyr lækninn þá hvort hann hafi nokkuð sett vitlausan augastein í mig en það segist hann nú ekki hafa gert,“ tekur hin eldhressa Helga fram. Aðspurð hvort henni hafi þá ekki gengi illa að sjá græna karlinn þegar hún þurfti að fara yfir hina miklu umferðargötu segir Helga: „Gengið illa, nei, það er ég nú hrædd um ekki. Ég hef alveg fulla sjón á hægra auganu. Það er bara það vinstra sem er í ólagi." Spurning dagsins Hvar á að horfa á Eurovision? Tuttugu manna veislaheima „Ég verð heima með partí fyrir svona tuttugu manns og ætli Selma verði ekki ofartega, ég vona að hún verði allavega í þriðjasæti." Birna Ómarsdóttir, starfs- maður í frystihúsinu á Dalvík. „Væntaniega í einhverju Eurovision- partíi sem er ekki búið að plana ennþá og ég vænti þess að við komumst langt þó að við vinnum ekki.“ Dagný Ágústsdóttir skrif- stofukona. „Heima hjá mér með fjöl- skyldunni og égheftrúáþví að Selma nái nokkuð langt þótt við vinn- um ekki. Ég segi að hún verði í fjórða sæti." Guðlaug Hallgrímsdóttir, starfsmaður við öldrun. „Ég bara veit ekki hvort ég horfí á Euro- vision en efég geri það þá horfi ég á það heima hjá mér en þetta er ekki neitt stórt mál fyrir mig en það er alveg pott- þétt að Selma kemur til með að ná mjög langt." Hafdís Vera Emilsdóttir einkaþjálfari. „I sumarbú- stað með svona átta til tlu manns og svo verður annað partí I bústaönum við hliðina á þeim sem ég verð ísvo þetta verður tveggja bústaða Eurovision-partí. Ég tel að Island verði I einu afþremur efstu sæt- unum." Kári Þorleifsson nemi. Nú eru níu dagar í undankeppnina fyrir Eurovision og ellefu í aðal- keppnina og landsmenn eru byrjaðir að skipuleggja partí í tilefni þessa. Hjá viðmælendum DV gætir bjartsýni enda allir á því að Selma Björnsdóttir muni verða ofarlega (keppninni. Keppnin hef- ur notið mikilla vinsælda og nú má búast við að götur og stræti landsins tæmist þegar Selma stígur á svið,enda vilja margir meina að okkartími sé nú loksins kominn. Á gömlu myndinni í dag sést Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, prófessor £ mannfræði, taka í hönd þáverandi forseta íslands, Vigdísar Finnbogadóttur. Þetta var árið 1983 í kjölfar þingkosninganna þar sem Kvennalistinn bauð í fyrsta skipti aft- ur fram frá því snemma á síðustu öld. „Þetta var árið 1983, eftir að Kvenna- listinn hinn síðari bauð fram í fyrsta sinn," rifjar Sigríður Dúna upp. „Vig- dís Finnbogadóttir for- seti íslands boðaði for- menn alfra stjómmála- flokka til sfn og þar með var ég boðuð á hennar fúnd. Þetta var nú nokk- uð merkilegur atburður því þetta var í fyrsta sinn sem tvær konur ræddu sín á milli um stjómarmyndun á íslandi." Myndin sem hér er með birt- ist víða í fjölmiðlum á þessum tíma þegar Sigríður Dúna var ein af vonar- stjömunum í íslenskri pólitík. Hún er nú prófessor í mannfræði við HÍ. „Nei, ég sakna nú ekki þessara tíma," segir Sigríður, sátt við sitt. ÞAÐ ER STAÐREYND... Séns Algengt er aö nota orðið séns í þeim skilningi að eiga möguleika á ein- hverju.jafnvel karla- eða kvennafari. Orðið mun vera hingað komiö úr ensku (chance). I ensku rataði orðið úr latlnu þarsem sagtvar „cadentia'i merkingunni teningakast. Þrátt fyrir þessar frómu sifjar setur íslensk orðabók Menningarsjóðs spurningamerki við orðið. Það þýöir að orðið séns beri að forðast I íslensku. ...að efsólin hyrfiskyndilega myndum við ekki átta okkur á þvi fyrr en eftir 8 minútur og 20 sekúndur. Þaðersá timi sem það tæki Ijósið að færa okkur þessar athygl- isverðu upplýsingar. Málið „Þetta verð- ur ekki líkt nokkrum sköp- uðum hlut." Siguxjón Kjartans- son um nýjan sjónvarpsþátt hans og Jóns Gnarrs. FréttablaÖið 9. maf. Kona boðar konu til stjórnarviðræðna ÞAU ERU BRÆÐRABORN Rallkappinn & innkaupastjórinn Rúnar Jónsson, fremsti rallökumaður landsins til marga ára, og Lára Ómarsdóttir, innkaupastjóri I Offíce 1, eru bræðrabörn. Rúnar er sonurJóns Ragn- arssonar, sem var fremstl rallökumaður landsins áöur en Rúnar tók við kyndlinum afhonum, og Lára er dóttir bróðurJóns, Ómars Ragnarssonar, hins landskunna fréttamanns og skemmtikrafts. Rúnar hefur verið flottur i týsingum á Formúlu 1 kappakstr- inum áRÚVog Lára komast I fréttirnar þegar hún neitaði að kaupa inn kiámbiöð I Office i-búðirnar. i. Dalvegi 4 • Sími 564 4700 Hamraborg 14 • Sími 554 4200 Kópavogi Opið: Mánud.-Föstudag 08:00 - 18:00 Laug. 08:00 -16:00 Sunn. 09:00 - 16:00 Opið: Mánud.-Föstudag 06:00 -18:00 Laug. 06:00 -17:00 Sunn. 07:00 -17:00 jqJjq f n.irimn f / i . . .. á S3£-v ’-í* CgH |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.