Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ2005 Fréttir DV Lélegir dópsmyglarar í gær Iauk málflutningi í máli Rikissaksóknara gegn hópi fólks sem reyndi að flytja hingað til lands mikið magn e-taflna og kókaíns frá Amsterdam. Alls voru keypt efni fyrir áttahund- ruð þúsund krónur ytra. Verjendur ákærðu kepptust við að draga úr hlut skjól- stæðinga sinna í málinu og vísaði einn þeirra til hins viðvaningslega brags sem var á öllum innflutning- num. Dómur verður kveð- inn upp í Hérasðdómi Reykjaness innan skamms Borgi sjálfir eigin akstur Fyrrverandi félagar í íþróttafélaginu Kveldúlfi í Borgarbyggð fá ekki peninga úr bæjarsjóði til að borga fyrir akstur til Akraness þar sem þeir eru nú teknir að æfa með íþróttafélaginu Þjóti. Kveldúlfúr hefúr verið lagður niður og vildu félags- menn fá styrk til að sækja æfingar á Akranesi. Tóm- stundanefnd Borgarbyggðar synjaði erindinu „að sinni" þar sem viðkomandi keppi undir nafiii Þjótar - í öðru sveitarfélagi. Lítið einelti í Hafnarfirði Á vef Vfkurffétta kemur fram að öldutúnsskóli sé með lægra meðaltal þeirra sem lent hafa í einelti en landsmeðaltal segir til um. Þetta er niðurstaða könn- unar sem lögð var fyrir nemendur í 4. til 10. bekk í skólanum síðastliðinn febrúar. 95,7 prósent þátt- taka var í könnunninni meðal nemenda og sam- kvæmt heimasíðu öldu- túnsskóla stendur til að setja upp aðgerðaráætlun sem felur meðal annars í sér að bæta samskipti milli Kiefer og óþekkta Ijóskan Keyptu kodda í byrjun apríl. eða hvers eðlis samband þeirra yfir- höfuð sé. Fréttir DV af sambandi Hollywood- stjömunar Kiefers Sutherland og Kristínar Bám Haraldsdóttur hafa farið sem eldur í sinu um gjörvallan heiminn. ' \ Slúðurpressann vestan ||Á hafs og austan keppist fj] nú við að segja ffá sam- t ' tjjm I bandinu og er það jafii- h an tekið fram í fféttum WW að nýja kærastan sé mód- W elfráíslandi. naráKaffiDuusl Ef naM er lupirkodda. | slegið UPP a netleitar- -------------' vélinni Google birtast fjölmargar fréttir þar sam sagt er ffá því að Kiefer hafi fundið ástina á ný aðeins einu ári eftir skilnað sinn við Kelly Winn. Honum er einnig iðulega hrósað fyrir að hafa náð sér í stúlku sem er fimmtán árum yngri en hann. andri@dv.is Eftir að sögusagnimar um sam- band Kiefers Sutherland og Kristínar Bám Haraldsdóttur vom staðfestar fóm papparassar á stjá í von um að festa íslenska módelið á filmu. Þeir hafa þó flestir gripið í tómtjwíþaðerekkiáhverj- um degi sem Kristín getur leyft sér að fljúga til síns H heittelskaða. Þess í stað ** hafa náðst myndir af , nýjasta tengdasyni þjóð- uH arinnar í fylgd óþekktrar 'VB konu. Vel virðist fara á |—jHL_J með Kiefer og fegurðar- Kristfn Bára dísinni sem er með | á meðan Kieft honum. Myndimar sem DV hefúr yfir að ráða em teknar þann ellefta apríl, mörgum mánuðum eftir að Kiefer og Kristín byrjuðu að hittast. Kiefer og konan óþekkta keyptu dag þennan forláta púða. Ekki er vitað hvort púð- inn sé gjöf Kiefers til óþekktu konunar Örorka er lúxus Svarthöfði er að hugsa um að stökkva um borð í lestina og láta skrá sig sem öryrkja. Það má Guð vita að lífið á virmumarkaðnum er eintómt streð og leiðindi, enda em sífellt fleiri að uppgötva kosti ör- orkunnar. Á sunnudagskvöldum er Svarthöfði fullur verkkvíða fýrir komandi viku, en rembist samt áfram, mætir í vinnu og þrælar sér út svo hann eigi nú fyrir kostnaðinum af yfirdrættinum og húsnæðisláninu sem hækkar bara og hækkar sama hvað Svarthöfði borgar af því. Hann elur þó þá von í brjósti að lífeyris- sparnaðurinn sem hann leggur sam- viskusamlega fyrir muni stytta hon- Svarthöfði um stundir á efri ámm og sér sjálfan sig 67 ára í langri afslöppun á pálmaströnd. Ef Svarthöfði myndi gerast öryrki gæti hann farið strax á ströndina, þótt það yrði náttúrlega bara ylströndin í Fossvoginum. Þar myndi hann liggja og gera ekki neitt og fá einhvem tittlingaskít inn á reikninginn sinn einu sinni í mán- uði. Svarthöfði myndi læra að lifa af litíu. Mæta alltaf í Hagkaup á föstu- dögum til að fá ffí sýnishorn, nota strætó og bókasöfriin, jafnvel byrja að tína dósir. Ef hann legði sig fram og yrði ofuröryrki fengi hann líka fbúð frá bæ eða rfki. Kannski enga höll en að minnsta kosti þak yfir höfuðið. örorkan hlýtur að vera lúxus fyrst allir em að standa í þessu, hugsar Svarthöfði. Það er bara verst að það er ekkert að Svarthöfða. Allavega ekki nóg. Hann er meira að segja of vel upp alinn til að ljúga upp á sig geð- veiki eða gigt og það em víst engar örorkubætur veittar fyrir tásveppi, sem er það eina sem hrjáir Svart- höfða eins og er. En Svarthöfði örvæntir ekki því hann er með plan B: Fyrst hann getur ekki orðið öryrki þá er hann að hugsa um að verða listamaður. Að vera listamaður er hálf- gerð örorka. Maður bullar bara eitthvað með jöfhu millibili, skrifar eitthvað óskiljanlegt kjaftæði sem enginn hefur áhuga á nema andleg stórmenni í Háskól- anum eða hellir úr mslapokum inni á Kjarvalsstöðum og kallar það innsetn- ingu - „verkið er ljóð- rænn leikur með form og efni sem kall- ast á við það dýpsta í mannssálinni,“ gæti Svarthöfði skrifað í sýninga- skrána. Auðvitað er það óskiljanlegt bull en samt a.m.k. sex mánaða virði á listamannalaunum. Og eins og allir vita em listamannalaun örorkubætur þeirra sem nenna ekki að vinna held- ur vilja „helga sig listínni". Svarthöföi Hvernig hefur þú það? „Jú, ég hefþaö nokkuð gottþakka þér fyrir/’segir Tómas R. Einarsson hljómlista- maður.„Nú er ég að hlusta á upptökur sem ég ætla að fara að gefa út ásamt eldri upptökum. Ég er búinn að vera að krukka Iþessu I mánuð og hérna eru tvö ný lög sem ég tók upp sem fylgja sönglagasafni sem ég ætla að gefa út. Þetta er farið aö hljóma iskyggilega vel, ég er mjög sáttur og vona að fieiri verði það llka. “

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.