Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ2005 Fréttir DV Bauð ekki ÍX-FM Magnús Ragnarsson, sjón- varpsstjóri Skjás eins, neitar þeim sögusögn- um að Skjár einn hafi gert formlegt tilboð í Pýrít ehf., sem rekur útvarps- stöðvamar Kiss FM og XFM. „Ég veit ekki hvað ffamtíðin ber í skauti sér en í augnablikinu erum við ekki með nein áform um að kaupa útvarpsstöðvar," sagði Magnús í gær. Sigurður Hlöðversson, einn þriggja eigenda Pýrít, sagði félagið ekki vera tíl sölu. Hann væri þó alltaf opinn fyrir tilboðum. „Það er allt til sölu fyrir rétt verð,“ sagði Sigurður. Mikil hækkun hjá deCODE Gengi hlutabréf deCODE hækkaði í gær um tæp 12 prósent á bandaríska hlutabréfa- markaðnum. Gengið end- aði í 7,05 dollurum á hlut. Fyrir tæpum mánuði var gengið 5,10. Hækkunin er því 38 prósent. Aðeins er um ein vika síðan de- CODE tilkynnti um gríð- arlegt tap á rekstrinum á fyrsm þremur mánuðum þessa árs. Segja talsmenn fyrirtækisins það vera vegna mikils kostnaðar sem fylgi vinnu félagsins að þróun nýrra lyfja. Bjórinn í búðimar? Hafsteinn Þór Hauksson, lögfræðingur og formaður SUS. „Rfkið á ekki að standa í versl- unarrekstri. Bjór er lögleg vara sem flestirkunna sem betur fer að umgangast. Þaö yrði til bóta fyrir neytendur að fá bjór og léttvfn í verslanir en að sjáifsögðu þyrfti að setja hörð viðurlög við sölu til ung- menna. Ég held að hafta- stefna, hvort sem hún birtist I bjórbanni eða ríkiseinokun, bæti ekki áfengismenninguna á Islandi." Hann segir / Hún segir „Ég sé ekkert þvl til fyrirstöðu að bjór og léttvfn verði selt í afmörkuðum hluta verslana. Ég er frjálslynd f þessum efn- um eins og öörum. Þetta mun gerast fyrr eða síðar og reynsl- an afbjórnum sýnir okkur að drykkjusiðir breytast ekki til hins verra með auknu aö- gengi. Hins vegar finnst mér að sala á sterku áfengi ætti enn að vera í höndum rlkis- ins." Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri Frjálslynda flokksins. Jón F. Hjartarson, skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, segir það ekki skólanum að kenna að kæra hans hafi leitt til ákæru á hendur manni sem er 75% öryrki með Asperger-heilkenni. Fyrsti íslenski hakkarinn fyrir dómi gerði það eitt að nota lykilorð sem öllum var aðgengilegt. I Jón Frímann Jónsson Asperger-veikur áhuga- maður um tölvur er nú | ákærður fyrir að brjótast inn í skólann sinn - f gegnum netið. Skólameistari segist ekki hafa vitað al Asperger-heilkenainu „Okkur varðar ekkert um það hvað lögreglan gerir og dómstólar gera. Það eru bara lög í landinu," segir Jón F. Hjartarson, skóla- meistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, um ákæru á hend- ur Asperger-veikum fyrrverandi nemanda sem sakaður er um að hafa brotist inn í tölvukerfi skólans. Jón Frímann Jónsson, 24 ára gam- aJJ 75% öryrki á Hvammstanga, hefur verið ákærður fyrir tölvuinnbrot í skólann haustíð 2002. Honum hefur verið boðin sátt sem hljóðar upp á tveggja ára skilorðsbundinn fangels- isdóm, en málið er fyrir Héraðsdómi Norðurlands vestra um þessar mundir. Eftir því sem næst verður komist er Jón Frímann fyrsti íslendingurinn sem ákærður hefur verið fyrir að „hakka" sig inn í tölvukerfi, eða bijót- ast þar inn. Það gerði hann með því að nota lykilorð kerfisstjórans sem lá á glámbekk og öllum aðgengilegt inni á sameiginlegu tölvukerfi skólans. Skömmu síðar hrundi kerfi skólans með 300 þúsund króna tjóni að sögn skólameistara. Fikt námsmanns Sigurjón Þórðarson alþingismað- ur er einn þeirra sem gagnrýnt hafa málsókn skólans á hendur nemanda sem auk þess að hafa einungis fiktað í tölvukerfinu sé með Asperger-heil- kenni, vægt afbrigði einhverfu. „Mér þykir mjög einkennilegt að skólayfir- völd velji að kæra hann til lögregl- unnar fýrir „glæpinn". Það hdýtur að vera einhver önnur leið til að koma í veg fyrir fikt námsmanns við illa lok- að tölvukerfi fjölbrautaskóla," skrifar Sigurjón á vef sínum. Eiríkur Þorláksson, fráfarandi for- maður Umsjónarfélags einhverfra, segir að dómurinn hljótí að taka tillit til þroskafrávika. „Það er eðlilegt að kallaðir verði fyrir sérfræðingar sem geta sagt til um öðruvísi heimsmynd og viðbrögð þeirra sem hafa Asperger. Mér fyndist eðlilegt að slík- ir yrðu leiddir fram í dómtöku þessa máls. Þá sé hægt að sýna ffarn á að væntanlega sé þetta ekki gert af illum hug eða ásetningi. Bara af því að við- komandi gat þetta og langaði að prófa,“ segir Eiríkur. Skólameistari ónáðaður Jón skólameistari segist hafa orðið fyrir miklum óþægindum án nokkurs tilefnis, vegna ákærunnar á hendur fyrrverandi nemanda sínum. „Ég hef orðið fyrir því ónæði sem felst í því að menn, sem ekki þekkja til málanna, hafa skrifað mér bréf. Það hafa verið mjög fordómafúll bréf," segir hann og bætir við að ósanngjamt sé að álasa skólanum. „Við kærðum bara verknaðinn en ekki einstaklinginn. Mér finnst það ósanngjamt að gera okkur að sakamönnum í málinu. Þegar brotíst er inn í hús er ekki ann- að að gera en að kæra það. Almennt þegar innbrot á sér stað er verknað- urinn kærður en ekki gerandinn. Við urðum fyrir innbrotí og skemmdum á tölvubúnaði sem varð til þess að við „Ég heforðið fyrir því ónæði sem felst í því að menn hafa verið að skrifa mér bréfsem ekki þekkja til mál- anna þurftum að greiða hundmð þús- unda. Við vissum ekki hver væri ábyrgur. Við könnuðum málið ekkert í upphafi. Við kærðum bara og lögð- um öll gögn málsins í hendur lögregl- unnar," segir hann. Jón Frímann hefur haldið því fram að hann hafi viðurkennt verknaðinn fýrir aðstoðarskóla- meistara áður en lögreglan var köll- uð til og gerði húsleit í herbergi hans á heimavist fjölbrautaskólans. Þar fundust meðal annars rúmlega Qömtíu afritaðar kvikmyndir á geisladiskum sem hann er einnig ákærður fyrir að hafa átt. jontrausti@dv.is Keflavíkurglæpon aftur í héraðsdómi Syndalistinn of langur fyrir lögmann Gunnar Ingi Guðmundsson bíð- ur nú þess að mál hans verði þing- fest í Héraðsdómi Reykjaness. Gunnar er ákærður fyrir eignaspjöll, þjófriað, fíkniefnabrot og líkams- árás. Verjandi hans bað dómara í gær um frest til að ráðfæra sig við Gunnar. Sagðist ekki hafa náð að fara yfir öll ákæruatriðin með skjól- stæðingi sínum. Dómarinn féfist á þetta enda listinn langur sem verj- andinn þarf að fara yfir með Gunn- ari. Gunnar afplánar nú þegar eins árs fangelsisdóm á Litla-Hrauni fyrir afbrotaöldu sem hann stóð fýrir með félögum sínum í Reykjanesbæ og Reykjavík á síðasta ári. Þeir rændu byssum, frömdu fjölda inn- brota, neyttu eiturlyfja og seldu þýfi. Gunnar Ingi Guðmundsson var dæmdur í árs fangelsi en hann hafði brotið skilorð. Einna alvarlegast þótti þegar Gunnar Ingi, ásamt þremur félögum sínum, stóð að innbroti á heimili í Keflavík og rændi þaðan haglabyss- um og rifflum. Gunnar Ingi skipu- lagði innbrotið og fékk hina til liðs við sig. Sömu haglabyssur voru not- aðar afsagaðar við rán í Bónus í Kópavogi í desember. Gunnar Ingi Guðmundsson Fór fýluferð I gær, verjandinn bað um frest. Árni vill eldri borgara Árni Magnússon félagsmálaráð- herra sagðist á landsþingi Lands- sambands eldri borgara í gær hugs- anlegt að þeir málaflokkar sem snú- ast um þjónustu og aðstoð við aldr- aða flytjist frá heilbrigðisráðuneyti til félagsmálaráðuneytis. Árni talaði um mikilvægi þess að að rödd aldr- aðra heyrist í mótun og skipulagn- ingu þeirrar þjónustu sem þeim er ætluð. í þessu ljósi hefði hann velt fyrir sér kostum og göfium þess að ákveðinn hluti af starfsemi Trygg- ingastofnunar flytjist til félagsmála- ráðuneytisins.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.