Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 9
E*V Fréttir ÞRIÐJUDAGUR lO.MAl2005 9 Verjendur poppsöngvarans Michaels Jackson eru í vondum málum eftir aö barna- stjarnan Macaulay Culkin ákvað að hætta við að bera vitni. Hann átti að vera fyrstur í röð ofurstjarna sem ætluðu að bera blak af Jackson. Dýrt gubb í Brasilíu Brasilískur maður hefur höfðað mál á hendur bar þar í landi fyrir að hafa rukkað hann um sérstakan æluskatt. Luiz Fernandes Peres fékk skattinn ofan á reikninginn eftir að vinur hans varð veikur á klósett- inu. Þessi tiltekni bar hefur það á stefnuskrá sinni að rukka þennan skatt í hvert skipti sem einhver kastar upp á lóðinni. Perez segir hins vegar í viðtali við brasilískt dagblað að hann Kti á þetta sem fjárkúgun af verstu gerð. Táningar stálu strætó Lögregluyfirvöld íÁstr- afiu leita nú þriggja tán- inga sem stálu strætó eftir að bílstjórinn hafði bmgð- ið sér út til að létta á sér. Bílstjórinngleymdi að taka lyklana úr kveikjulyklinum og þegar hann sneri aftur var strætóinn horfinn. Yfir- maður hins seinheppna bílstjóra tjáði fréttamönn- um að bílstjórinn hefði að- eins bmgðið sér frá í þrjár mínútur. Líklegt þykir að bflstjóranum verði refsað fyrir vanrækslu. Yfirmað- urinn segist þó vona að þeir sem stálu bflnum hljóti að launum harðari refsingu en ökumaðurinn. Culkin vitnar ekki lyrir Jacksnn Poppgoðið Michael Jackson hefur átt undir högg að sækja í rétt- arhöldunum sem standa yfir gegn honum í Los Angeles en þar er hann sakaður um kynferðislega áreitni gagnvart börnum auk þess að hafa gefið börnum áfengi. Nú heltast helstu hjálpar- kokkar hans og vinir hver á fætur öðrum úr lestinni sem vitni í málinu, nokkuð sem kemur sér afar illa fyrir Jackson. Macaulay Culkin, sem er orðinn 24 ára gamall og varð heimsfrægur fyrir leik sinn í Home Alone-myndun- um, kynntist Jackson þegar hann lék í myndbandinu við lagið Black & White árið 1991. Smeykur við sækjandann Culkin hefur dvalið á Neverland, búgarði Jacksons, og stutt hann opin- berlega en hann hyggst ekld bera vitni í máli Jacksons þar sem hann er sakaður um kynferðislega áreitni gegn börnum. Samkvæmt heimildum Sky-sjónvarpsstöðvarinnar bresku á Culkin að hafa orðið smeykur við að- gangshörku sækjenda í málinu sem hafa sótt grimmt að vitnum og því ákveðið að bera ekki vitni. Áfall fyrir Jackson Þetta er gífurlegt áfall fyrir verj- endur Jacksons sem hafa nýhafið vörnina fyrir poppgoðið. Culldn átti að vera fyrstur í langri röð ofurstjarna á borð við leikkonuna Elizabeth Taylor, söngvarann Stevie Wonder og söngkonuna Diönu Ross. Thomas Mesereau, lögmaður Jacksons, þarf fyrst að berjast við ásakanir frá fyrri tíð áður en hann byrjar að kljást við ásakanir um kyn- ferðislega áreitni gagnvart börnum, ásakanir um að hafa gefið bömum áfengi og að hafa haldið fjölskyldu nauðugri á búgarði sínum. Jackson neitar öllum þessum ásökunum og er búist við að Mesereau muni bera því við að Jackson sé sjálfur enn bam og hafi gaman af því að umgangast þá sem em á sama þroskaskeiði og hann. Michael Jackson svikinn Það verður mikið áfaii fyrir Jackson efMacaulay Culkin neitar aðbera vitni fyrir hann Enskir veðbankar hafa ekki trú á Harry Veðja að Harry klári ekki herþjónustuna Harry prins í Bredandi gekk í gær í herinn en hann mun dvelja þar næstu 44 vikurnar. Harry geldcst undir fjögurra daga þjálfún og eftir að hann komst í gegnum hana var hann skráður inn í Sandhurst-her- skólann sem þykir vera sá besti í Bretlandi. Breskir veðbankar hafa ekki mikla trú á því að Harry klári her- þjónustu og skella skollaeyrum við þeim ummælum hans að hann vilji byrja strax og ætli sér að gera sitt besta. Þeir em þegar farnir að gefa fófid kost að á veðja að Harry klári ekki vikumar 44 enda er aðbúnaður- inn í Sandhurst-herskólanum held- ur ólíkur því sem hann á að venjast. Harry, sem mun ganga undir nafn- inu Hr. Wales í herskólanum, mun Harry prins Gegnir herþjónustu næstu 44 vikurnar. gista á sama stað og aðrir nemend- ur, í fábreyttum vistarverum og þarf að vakna eldsnemma á morgnana líkt og hermanna er siður. Blair endurskoðar fikniefnalöggjöfina Óttast röng skilaboð til ungmenna Tony Blair hefur í hyggju að endurskoða fíkniefiialög- gjöfina í Bretlandi þegar kemur að kannabisneyslu. Á síðasta ári var kannabis fært niður í flokk C, sama flokk og sterar og ýmis lyfsseðilskyld geðlyf. Þessi tilfærsla hafði þau áhrif að í fæstum tilfellum var fólk handtekið fyrir að vera með efnið í fómm sínum nema um væri að ræða verulegt magn. Tony Blair gaf það Júns vegar í skyn á síðasta degi kosningabarátt- unnar að lögunum yrði breytt enn á ný. Eftir nýja rannsókn, sem gerð var af vísindamönnum í Nýja- Sjálandi og benti til sterkra tengsla á milli kannabis- neyslu og geðsjúkdóma, fyrirskipaði Charles Clarke, innanrfldsráðherra Bret- lands, að lögin yrðu tekin til endurskoðunar. Blair hefur nú blandað sér í málið sem þykir benda sterklega til þess að þetta mál verði á dagskrá nýrrar rfldsstjómar hans. Þó að engin merkjanleg aukn- ing hafi orðið á neyslu kannabiséfna eftir að slakað var á löggjöfinni telur Blair að með henni hafi verið send út röng skilaboð. FROST iCÆLI MEÐ MIKLUM AFSLÆTTI DÖNSK GÆÐ MLEIDS CK) Heimilistæki OPYRARI HEIMILISTÆKI Kynntu þér málm í verslun okkar eða á vefsvæðinu www.nlis

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.