Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR10.MAÍ2005 Van Damme snýr aftur Hasarmyndahetjan og kick-boxarinn Jean Claude Van Damme hefur ákveðið aö snúa sér aftur aö hvíta tjaldinu eftir að hafa verið fjarri góðu gamni und- anfarin ár. Belginn geðþekki ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og er með tvær kvikmyndir í bigerö sem og sjónvarpsþáttaröö. Önnur kvikmynd- in heitir Kumite og er bardagamynd af bestu gerö. Fregnir herma að Jean hafi haft hönd f bagga þegar kom að handritaskrifum myndarinnar. Hin ræman heitir In Second Command og þar ferJean Claude með hlutverk her- manns sem sendur er út afórkinni til að frelsa blaðamenn frá átakasvæðum. Ekki er mikið vitað um hlutverk kappans I' sjónvarpsþáttunum sem væntan- legir eru, en hann fer að sjálfsögðu með aðalrulluna. Hér&nú DV Allir veðia á Carri Bandaríkjamenn virðast vera búnir að ákveða hver mun vinna Idolkeppnina sem nú er f fullum gangi. Þegar litið er á veðbanka þar vestra kemur í ljós að kántríljóskan Carrie Underwood er með lang- flest atkvæði. Á einum stærsta veðbankanum er hún með 42% allra peninganna á bak við sig, sem þýðir 11/10 líkur. Vonzell Solomon kemur næst, með 4/1, sfðan rokkarinn Bo Bice með 9/5 og loks Anthony Fedorov með 40/1, greyið. Lögreglan þurftí að hafa afskipti af bálvondum ið ásamt eiginmanni sínum Marc Anthony meöllmum dýraverndunarsamtakanna PETA sem tóku á móti Jennifer Lopez þegar hún kom úr myndveri Davids Letterman nú á h fimmtudaginn. Þegar Lopez mætti í myndver- S biðu mótmælendurnirfyrir utan og veittust að söngkonunni með ókvæðísorðum. Lögreglan náði þó að koma í veg fyrir að mótmælendur kæmust nálægt stjömunni. Kaldhæðnin í þessu öllu saman er sú að rapparinn gallharði Snoop Doggy Dogg kom fram í sama þætti klæddur vígalegum loðfeldí. PETA-menn létu hann hins vegar óáreittan og gat hann vinkað til sinna áðdáenda sem fögnuðu honum dátt. TerryWogan: Eurovision er rusl en ég elska það! Breski þulurinn Terry Wogan hefur kynnt keppnina á BBC síðan 1973. Hann er þekktur fyrir svartan húmorsem hefur stundum aflað honum óvinsælda. Terry segist t.d. ekki geta farið til Danmerkur nema með hauspoka eftiraðhannkallaöi dónskuþulina „doktordauðaog tannálfínn'í keppninm'2001. Hann tjáði sig ný- lega um keppnina í Daily Mail og sagði m.s.: „Eurovision errusl, risastórt og tilkomumikið rusl, en ég elska það. Breska þjóðin er sú eina sem skilur brandarann á meðan allir aðrir taka keppninaofalvarlega.'Terrysegistekki undirbúa sig mikið og mætir aldrei á blaðamannafundi. „Ég hlusta á öll lögin og fínnstþau undantekningarlaust einskisnýt.Á slðustu æfíngunni er mérþó farið að fínnast sum ágæt. Ég missi allt raunveruleikaskyn. Sjónvarpsvélarnar ná ekki helmingnum afgeðveikinni sem þessi keppni er. Hallærislegheitin eru töfrandi. Maður fer kannski til Eistlands og hefur aldrei séðjafn marga klæðskiptinga á ein- um stað." Terry spáir að sigurvegarinn l ár muni koma frá fyrrverandi austantjalds- landi.„Þau lónd eru sloppin undan hæl Sovétríkjanna en hafa ekki enn fattað að þetta er sóngvakeppni. Þau gefa ná- grannalöndunum alltafstig þvfþau halda að annars verðigerð innrás." /1 J Á Ruslana út - Masha inn Hætt hefur verið við að láta Ruslönu kynna Eurovision. Að sögn fróðra manna hætti hún við til að geta einbeitt sér að góðgerðatónleikunum sem hún stendur fyrir 17. maí. Sjónvarpskonan Masha Efrosnina mun leysa Ruslönu af. Skilja má af orðum Mykhailos Krupiyevsky, aðalút- sendingarstjóra keppninnar, að Ruslana hafi ekki verið nógu góð í hlutverkið. Um Möshu segir hann: „Hún lítur vel út og tal- ar ensku mjög vel. Að kynna Eurovision er mjög sérstakt djobb - formið og hug- myndin um keppnina er þannig að kynn- irinn verður að koma til skila miklu magni af upplýsingum og á sama tíma verður hann að hafa mjög góða tilfinningu fyrir tímalengdum. Keppnin er mæld í sekúnd- um - ef kynnirinn á að tala í 37 sekúndur verður hann að tala í 37 sekúndur, ekki 36 eða 38. Þess vegna er mikil reynsla af beinni útsendingu æskileg og Masha hefur mun meiri reynslu á þessu sviði en Ruslana." Við hlið Möshu mun standa Dj Pasha, en Ruslana kemur auðvitað fram og flytur sigurlag síðasta árs. Um helgina var haldin útskriftarsyning Lista- háskóla íslands á Kjarvalsstöðum. Veðnð lek við borgarbúa og sköpunargleðin draup af veggjum saf nsins. Þar var að fmna utsknftar verkefni nemenda úr myndlista-, hönnunar- og arkítektúrdeild. Fjölmargir mættu og döðruðu við listagyðjuna fram eftir degi. Er þetta Bobby? Hér sýnir Gunn- 1 ar Þorvaldsson tvlfara Bobbys Fischer hugmynd sýna sem ber I heitið Bókaverkastofa Gunnars. ÍISI WJ: Með gult bindi Hrólfur Karl Cela mætti óaðfínnanlega klæddur til þess að kynna vinnu sína í Listaháskólanum Hann var með gult bindi sem minnti á L_ | sólsleiktarvlnekruríSuður-Frakklandi "" og á buxunum var brotið það beitt að hægt var að skera fíngur sinn á því. Fágætt veöur Islenska veðrið tók sér frí á laugar- I daginn og skellti sér á sýninguna. Hin sjaldséða sam- I blanda aflogni og sólskini hljóp í skarðið. Skrimsli Hörpu Gestir og gangandi virða fyrir sér skrlmslaverk Hörpu Rún Olafsdóttur. Verkið er unnið út frá sér- kennilega samsettum dýrabeinum og á að höfða til hugmyndaflugs áhoríenda * Gísli Marteinn vill bíða með fagnaðarlætin Gfsli Marteinn erTerry Wogan okkar íslendinga og lýsir Eurovision- keppninni að vanda (Rlkissjónvarpinu. Hans fyrsta lýsing var einmitt 1999 þegar Selma náði öðru sætinu.Gfsli er nú byrjaður að blogga á Is- lensku heimasfðunni. Hann minnist keppninnar 1999 svona:„Selma var stanslaust í viðtölum og við þurftum lítið að hafa fyrir þvf að kynna okk- | ur, því blaðamennirnir biðu f röðum. Það var allt byggt á þeim spám sem fyrir lágu og spáðu okkur iðulega 1 .-4. sæti. Það er þess vegna mjög gott að sjá hvað okkur er spáð góðu gengi núna, ekki endilega vegna þess að það verði raunin (sem við vonum þó auðvitað) heldur vegna þess að það hjálpar okkur við öll kynningarmál.Meginmarkmið okkar þetta árið hlýtur að vera að komast upp úr forkeppninni. Mér finnst lagið, flutningur Selmu og dansatriði stelpnanna eiga það svo innilega skilið. Ef við náum þeim áfanga, þá held ég að það hljóti að verða mjög kátt hér á Fróni föstudaginn 20. maf og laugardaginn 21. mafl Við verðum náttúrlega Ifka mjög glöð úti f Kænugarði, en munum þurfa að bfða með fagnaðarlæti þar til eftir aðalkeppnina sem er á laugardeginum. í dag eru 1 J dagar til stefnu

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.