Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 16
76 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ2005 Fjölskyldan DV Nýtt systkini Systkinabönd vara alla ævi einstakling- anna og því er mikilvægt að þau fari vel af stað. Sérfræðingar mæla með að for- eldrar undirbúi börn sín vel fyrir komu nýs fjölskyldumeðlims. Þeir hvetja for- eldra til að svara spurningum barnanna á sem skýrastan hátt og leyfa þeim að taka þátt í undirbúningnum sem fylgir komu nýja barnsins. Leyfðu þeim að æfa sig að halda á barni með því að halda á dúkku en gerðu þeim grein fyrir að mikill munur er á lifandi barni og dúkku. Reyndu að sýna afbrýðisemi þeirra í garð litla systk- inisins skilning og hjálpaðu því að vinna úr þeim tilfinningum efti bestu getu. Samband sem varir alla ævi Undirbúðu barn- iðvelundirað eignast systkini. tilað ____Ihöndla foreldra- hlutverkið þegar það virðist yfirþyrmandi 1. Farðu þér hægt víö lifum i heimi þar sem allt virðist )>urfa að gerast sam- stundis. Stilltu þlg inn á tima barnsins þar sem hlutirnir gerast rólega en örugglega. 2. Dragðu úr öðrum skyldustörfum Þú verður aöeins nýbakað foreldri i nokkra mánuði í lífi þínu. Njóttu þeirra, aðrar skyldur taka nógu fljótt við. 3. Sofðu þegar þú getur Reyndu að hvilast þegar barnið sofnar eða er í um- sjá einhvers annars en þín. Oft lita nýbakaðir for- eldrar á hvíld sem tímaeyðslu enda margt um að vera og margt að gera en góð hvíld styrkir þig og um leið verða störfin ekki jafn yfirþyrmandi. 4. Hugsaðu vcl um þig Það fer gríðarleg orka i að læra inn á þau störf sem fylgja nýja barninu og þvi afar mikilvægt að þú náirað hlaða batteríin við og við. Notalegt bað, lestur góðrar bókar eða stutt heimsókn til vinar getur hjálpað manni mikið. Athugaðu hvort þú getir ekki gert tvo til þrjá skemmtilega hluti á innan við klukkustund og endurnýjaðu orku þína. 5. Littu á grát barnsins sem leið þess til sam- Sldpta Stundum koma stundir þar sem ekk- ert virðist ætla að sefa grát þess en þá er um að gera að sýna þolinmæði og sýna barninu að þú verður alltaf til staðar þegar eitthvað dynur á. stkins- ðisemi eldist ekki alltat affólki 6. Lágmarkaðu væntingar þíliar Margir foreldrar halda að í bameignar- fríinu muni þeir koma ótal verkum I framkvæmd. Taktu bara eitt verkefni fyrir i einu. 7. Þiggðu aðstoð þegar hún er boðin Mörgum er afar illa við að þiggja hjálp annarra en þegar kemur að þvi að hugsa um lítið bam ættir þú að líta þannig á málið að þá sért þú að leyfa öðrum að hjálpa þér. 8. Biddu u in hjálp þegar þú þarft Þú átt ábyggilega einhverja að sem vilja bjóða fram aðstoð sina en þora það ekki. Þú getur spurt vanfærnislega hvort þeir væru ekki tll í að gera þér smá greiða. Ef þig grunar að vandamál þitt sé meira en þreyta skaltu ekki hika við að nefna það við hjúkrunarfræðing eða lækni. 9. Hittu aðra nýbakaða foreldra Margír eiga erfitt með aö trúa því að foreldrahlutverkið geti reynt jafn mikið á þolrifin og raun ber vitni en þú mátt vera viss um að það er margt fólk sem glímir við sömu vanda- mál og þú og er jafn þreytt. Þú getur fundið fyrir miklum stuðningi með því að tala við annað fólk i þinni stöðu. Kíktu á mömmumorgna og annan félagsskap fyrir foreldra. 10. Viðurkenndu að þetta getur verið erfitt ntia barnið þitt breytir þér og lífi þinu. Tilfinningar þínar þroskast og oft er stutt í tárin. Það er óþarfi að óttast, þetta er partur af því að aðlagast nýja hlutverkinu sem getur tekið svo mikið á en gefur jafnframt svo mikið. ort oImjjía, BARNAVÖRUVERSLUN • QLÆSIBÆ slmi 5S3 3386 • www oo.ls Komdu sæl, Valgeiöur! Við systurnar höfum alltaf verið ágætar vinkon- ur en það varð breyting á því þegar ég lauk námi og fór í skemmtilegt starf. Nú má ég varla opna munninn án þess að fá athugasemdir frá henni um hvað ég þykist eiginlega vera. Eg vil að við verðum áfram góðar vin- konur en satt að segja er ég alveg að gefast upp á henni. Hvað leggur þú til? Sista Sæl, Sista! Til hamingju.með nýja starfið og gangi þér vel! Það er leiðinlegt að heyra að systir þín eigi erfitt með að samgleðjast þér og láti líðan sína í ljós með þessum hætti. Við finnum öll til afbrýðisemi einhvern tíma á lífsleiðinni. Ástæðurnar geta verið margs konar og það veltur á ýmsu hvort og hvernig við látum hana í ljós. Eitthvað við þínar nýju að- stæður virðist trufla systur þína og ykkar samband. Afbrýðisemi er viðurkennd hjá ungum börnum sem eignast ný systkini en það er erfiðara að viðurkenna hana fyrir sjálfum sér og öðrum á fullorðinsaldri. Þá er ætíast til að við sýnum þann þroska að geta glaðst yfir velgengni ann- arra, sérstaklega þeirra sem standa okkur næst. Ekki er ólíklegt að þú hafir verið upptekin af nýja starfinu og samstarfsfélögunum og það hafi haft áhrif á samskipti og samtöl ykk- ar systra. Ef til vill hefur þú haft minni tíma fyrir hana en áður, það kemur ekki fram í bréfinu þínu. Kannski þarftu að líta svohtið í eigin barm. Óöryggi og vanmáttur Svo er afbrýðisemi ekki alltaf á rökum reist. Hugsanlega er systír þín óörugg með samband ykkar í dag. Hún óttast jafnvel að ekki sé lengur pláss fyrir hana í þínu hfi og finnst hún hafa misst þig í eitthvað nýtt og spennandi sem hún á enga hlutdeild í. í stað þess að segja þér að hún sakni þín og vilji sjá meira af þér, ýtir hún þér í burtu með nei- kvæðni sinni. Velgengni þín og starfsánægja minnir hana ef til vill óþægilega á að hún sjálf er óánægð með sitt hlut- skipti. Ert þú að gera eitthvað sem hana langar til að gera en getur ekki látið verða úr? Endurspeglar fram- koma hennar í þinn garð kannski hennar eigin óánægju og vanmátt? Fórnaðu ekki vinskapnum fyrir friðinn Ekki er sjálfgefið að ahir í fjöl- skyldunni séu hrifnir af því að við breytumst og tökum ný þroskaskref. Stimdum þykir heppilegra að við breymmst ekki neitt, s.s. þegar sá afbrýðisami er háður hinum, til dæmis um andlegan stuðning, peninga eða pössun og þess háttar. Hefur þú velt því fyrir þér hvaða hlutverki þú gegndir í hfi systur þinnar áður en þú varst ráðin í þetta nýja starf? Augljóst er að þið báðar líðið fyr- ir afbrýðisemi systur þinnar. Hún þarf að takast á við hana ef hún ætí- ar ekki að ganga af vinskap ykkar dauðum. Fómaðu ekki vinskapnum fyrir „friðinn" með því að láta eins og ekkert sé. Talaðu við systur þína af hrein- skilni og segðu henni hvað þér finnst um þessar athugasemdir hennar. Hreinsaðu loftið. Kastaðu boltanum til baka og spurðu hvað hún eigi við. Láttu hana jafhframt vita að þér þyki miður hvemig komið er og að þú viljir að þið verð- ið aftur góðar vinkonur. Afbrýðisemi er ömurleg og niður- drepandi tilfinning. Ég er viss um að systur þinni liði betur ef hún losnaði við hana. Einlægni er mikilvæg til að skapa traust. Við getum ekki krafist vináttu eða ástar en gagnkvæm virð- ing og kurteisi er góður rammi fyrir öh mannleg samskipti. Líka á milli systra. Meökveöju, Valgeiöui. Foreldrar sem uröu fyrir ofbeldi í æsku eru líklegir til beita sömu uppeldisaðferðum Uppeldi skiptir máli Mikið hefurverð deilt um uppeldis- aðferðir í gegnum tíðina. Það sem einu sinni þótti ómissandi í því að koma fólki til manns þykir nú argasta firra og öfugt. Það þykir þó nokkuð öruggt að það sem er gert með góðum hug er líklegt til að hafa góð áhrif. langtímarannsóknir á umönnun barna hafa sýnt að næmni foreldris á þarfir barns og að þeim þörfum sé sinnt fljótt og vel eykur mjög líkur á því að traust tilfinningatengsl skapist milli barns og foreldris en þau eru talin veita barninu mikilvæga undirstöðu út í lífið. Oft dæmir fólk sig afar hart þegar eitt- hvað fer úrskeiðis og því er gott að hafa í huga að barnauppeldi er krefjandi og eðli- legt að foreldrum verði einhvern tírriann á að sinna eða gæta barnsins ekki eins og best hefði verið á kosið. Einstök mistök telj- ast ekki vanræksla en þegar sama sagan endurtekur sig aftur og aftur er þörf á að skoða málið betur. Bandarískar rannsóknir sýna að um 30% Vanræksla erfist Líkurer dað þeir sem fengu slæmt uppeldi en eru gagnrýnir ú það endurtaki það ekki á eigin börnum. jaeirra sem verða fyrir ofbeldi eða van- rækslu I barnæsku vanrækja eða beita eigin börn ofbeldi, þó að það birtist ekki endi- lega í sömu mynd og þeirra eigin reynsla. Á hinn bóginn eru það aðeins um 5% for- eldra sem hafa hlotið uppeldi án ofbeldis eða vanrækslu sem vanrækja eigin börn eða beita þau ofbeldi. Á móti kemur að for- eldrar sem hafa orðið fyrir ofbeldi eða van- ræsklu eru ekki líklegir til að endurtaka það á sínum eigin börnum ef þeir eru gagnrýnir á gerðir foreldra sinna og slnar eigin upp- eldisaðferðir, hefur gengið vel I skóla og vandað til atvinnu og makavals. Heimild: visindavefur.hi.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.