Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 15
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ2005 15 Er aldurshámark í Fazmo? Allir eiga drauma um hvað þá langar að gera í framtíðinni. Suma langar í sólpall, aðra langar að skipta um starfsvettvang. Suma langar jafnvel að skipta um kyn. Mig langar mest af öllu að gerast róni. Ekki róni eins og þeir sjást gjarnan á góðviðrisdögum við Austuvöll heldur einhvers konar Teitur Atlason skrífar um dauma. Guðfræöineminn segir strandarróni. Róni á Benidorm. Það langar mig að vera. Ég hitti róna um dagirin og ég þrælöfund- aði hann. Ég sé mig alveg fyrir mér einhvers staðar á Benidorm. Of- urölvi á vindsæng. Lífið verður eitt stórt sólbaðsfyllerí og grísaveisla. Ég er nefnilega búin að telja mér trú um að þegar ég verð róni, þá hverfa allar áhyggjur mínar eins og dögg fyrir sólu. Engir reikning- ar, engar afborganir af húsinu, engin plön um að fá pípara og færa ofn frá austritil vesturs. Ekk- ert flotað gólf og ekkert parkett, ekkert vesen með fjölskylduna, konuna né vinina. Vera bara fullur á Benidorm. Fullur á sandölum með sprungna vindsæng undir hendinni að sníkja sólvörn frá þýskri fjölskyldu. „Hast Du einen Sonnen...Schrimen?“. Þetta líf langar mig stundum í. Ég er dagdraumameistarinn. Þegar ég var að bera út Þjóðviljan 14 ára gamall, dreymdi mig að ég myndi finna upp flugstól. Það var stóll sem gat flogið. Ég ímyndaði mér að svona flugstóll gæti auðveldað mér vinnuna við útburðinn. Ég bara flaug eins og píla milli húsa og bréfalúga. 15 mínutur að bera út! Reyndar vatt draumurinn upp á sig þegar ég gerði mér grein fyrir hemaðarlegu mikilvægi flugstóls- ins. Ég ætlaði að selja Sovíetríkj- unum hugmyndina og stuðla þannig að sigri kommúnismans gegn auðvaldinu. Ég er þess full- viss að sovéskar hersveitir á flugstólum myndu valta yfir van- þróaðaðan NATÓ-herinn. Frelsandi englar á flugstólum. Nú langar mig bara að gerast strandarróni með vindsæng og hálfan Atrix-sólvarnarbrúsa með engum tappa. Ég held að dagdraumar fólks verði jarðbundari í línulegu sam- hengi við fótasigg þess. Því meira fótasigg, þeim mun metnaðar- minni dagdraumar. Ég segið þetta því á sama tíma og dagdraumnum um strandarrónann, fattaöi ég að ég er komin með sigg ofan á stóru- tánum! Þetta er órækt dæmi um innri sem ytri morknun. Það breytist allt / þann 12. maí því þá er ég búinn í prófun- um. Þá af-morknast ég. Skrapa af mér siggið, kaupi mér massasterkt brunkukrem, fer í lagn- ingu og sæki um í Fazmo- klíkunni. ' * Ríkis- stjórnin Monika Pálsdóttir skrifar. Hvemig stendur á því að stjómin í þessu annars yndislega landi íss og elda ásamt kyngimögnuðum krafd hafs og lands gerir ekkert í þessum málum. Við lifum ekki á fegurð landsins. Það er nú aldeilis kominn tími til að hækka örorkubætumar um þessar fjögurtíu þúsund krónur. Það ætti nú ekki að vera svo slæmt og það þyrfti einnig að verðtryggja bæt- umar líkt og útgjöldin. Því miður er allt of mildu lofað og svildð í olckar nútímaþjóðfélagi af sumum sem stjóma landinu. AUt snýst um auð og völd og þeir sem Lesendur minna mega sín gleymast í amstri hversdagslífsins. Ég veit ekld, en mér finnst eins og það sé verið að ýta okkur út í opinn dauðann. Oft erum við svo svöng að gamimar gaula þegar við leggjumst til svefns. Kvíð- inn sem fylgir því að borga reikninga er líka miikill. Maður á um það bil fimm þúsund krónur eftir fyrir lyfj- um og mat sem kallast Nupo-létt. Maður lætur sig aðeins dreyma um tvíbökur, hrfsmjólk, brauð og þetta allra nauðsynlegasta: kjöt, fisk, bjúgu og pylsur. Ellilífeyrisþegamir beijast líka fyrir sfnu og ekki heyrist mér lág- launafólkið vera sérlega ánægt með sitt kaup. Allt hækkar frá einum mánuði til þess næsta og á meðan rýrna peningamir ffá Trygginga- stofiiun. Guði sé lof að til em verslanir eins og Bónus og Krónan ásamt öðrum lágvöruverslunum en samt sem áður nær maður ekki endum saman. Ég er ekki hissa þegar ég heyri um þessi sjálfsvíg. Fólk getur ekki lifað þessu ömurlega lífi endalaust. Þessi þröng- sýni sem kallast hamingja gengur ekld endalaust, nei og aftur nei. Hvers vegna hækkar tala öryrlq'a? Það er meiri harka og meiri kröfur gerðar á vinnustöðum og það er álag sem líkaminn og sálin geta ekki endalaust búið við. Ég verð sextug núna næsta vetur og man svo vel hvemig við höfðum það hér áður fyrr. Ég byijaði að vinna úti níu ára gömul og hef alltaf unnið erfiðis- vinnu. Ég varð 65% öryrki þegar ég var 31 árs gömul en vann alltaf hálf- an daginn og stundum tvöfalda vinnu á meðan heilsan leyfði. Ég hef verið á 75% örorkubótum undanfar- in mu ár. Monika Pálsdóttur, Torfufelli 27 Darwin ekki trúaður Vésteinn Valgarðsson skrifar í DV í gær, bls. 11, stendur í myndatexta undir mynd af Charles Darwin: „Charles Darwin ... trúði á Guð og hélt því frarn að dýr þróuð- ust í samræmi við það umhverfi sem þau byggju í.“ Það er ekki rétt að Darwin hafi trúað á guð, hann var agnostic, þ.e., hann taldi ómögulegt að segja til um hvort guð væri til eða ekki. „Mjúkur" efa- hyggjumaður, sem sagt. Mýtan um að hann hafi verið trúaður, eða jafiivel „mjög trúaður“, hefur geng- iarwin >awin hafi ið. ið allt frá því hann lá banaleguna og heldri borgara frú sagði, að honum nýlátnum, að hann hefði trúað sér fyrir því að hann tryði á guð. Þess- ari staðhæfingu var mótmælt, enda gekk hún þvert á það sem menn vissu um trúarskoðanir Darwins, en konan var hins vegar sjálf trúuð. Engu að síður er þetta mýta, sem verður varla kveðin niður í bráð. Hafa skal það sem sannara reyn- ist. Kv. Vésteinn Vaigarðsson Churchill verður forsætisráðherra Þann 10. maí árið 1940 tók Win- ston Churchill við embætti forsætis- ráherra af Neville Chamberlain. Arið 1938 skrifaði Chamberlain undir hið svokallaða Munchenar-samkomulag við Adolf Hitler sem færði Þjóðveij- um Tékkóslóvakíu. Þetta samkomu- lag átti að skapa frið í heiminum. Úti varð um þennan frið í september árið 1939 þeg- ar Hitler réðst inníPólland. í kjölfarið lýsti Chamberlain yfir stríði gegn Þýskalandi. Þegar Bretum mistókst að koma í veg fyrir að Þjóð- verjar næðu Noregi í aprfl 940 missti Chamberlain mikinn stuðning hjá flokki sínum. Þann 10. maí sama ár náði Hitler Hollandi, Belgíu og Nið- urlöndunum og í kjölfarið missti Chamberlain stuðning breska þings- ins. Churchfll, sem þekktur var fyrir mikla leiðtogahæfileika sína, var sett- ur í hans stað og varð forsætisráð- herra Bretlands. Hann boðaði sam- vinnu allra flokka og vann fljótlega hug og hjörtu bresku þjóðarinnar. Þann 13. maí hélt hann fyrstu ræðu sína í þinginu þar sem hann lét þessi frægu orð falla: „Ég hef ekkert að bjóða nema blóð, svita og tár.“ Á fyrstu árum stjómar Churchflls stóðu Bretar einir gegn nasismanum, en Churchill lofaði þjóð sinni og heim- inum að Bretar myndu „aldrei gefast upp“, sem þeir gerðu aldrei. Winston Churchill varð forsætisráðherra Bretlands lO.maiárið 1940. .. .að bjarga vinum sínum? „Björgunarsveitin Strákur var kölluð út klukkan tvö um nóttina. Tíu mínútum síðar vomm við lagðir af stað á björgunarbátnum okkar Sigurvini út Siglufjörðinn. Á Siglufirði þekkja allir alla og við vissum hvaða strákar þetta vom sem höfðu sent út neyðarkall. Þeir vom á hnubámum Ásdísi Ólöfu sem staddur var um átta sjómflur norðvestur af Siglunesi, um það bil tíu mflur frá Siglufirði. Ég hef sjálfur verið tfl sjós með þeim báðum. Tilfinningin var því óttablendinn þegar við sigldum út eftir því við vissum ekk- i hvað tæki við. Skipverjamir á Ásdísi Ólöfu höfðu náð að ýta á hnapp sem ger- ir það að verkum að báturinn sendir frá sér merki sem auð- velt er að rekja. Við fengum því hnitin send og tókum strikið beint á staðsetn- ingu bátsins. Björgunin gekk vel Fimmtíu mínútum eftir að við lögðum í hann komum við að staðnum þar sem Ásdís Ólöf var. Skörnmu áður höfðum við komið auga á lítið ljós sem blikkaði. Það kom frá gúmbjörgunarbát sem skipverjarnir voru í. Þegar þeir sáu okkur kveiktu þeir á neyðar- blysi og þá vorum við ekki lengi að sigla að þeim og taka þá um borð. Gúmbáturinn var um þrjú- hundruð metra frá Ásdísi Ólöfu. Það var góð tilfinning að fá strákana um borð. Allt gekk vel vel, engin áföll, gott veður- alveg eins og í sögu. Björgunarsveitin vel þjálf- uð Við höfum fengið mikið hrós fyrir viðbragðstíma okkar. Tíu mínútum eftir kallið vorum við komnir niður á höfri, allir sem einn og tfl i að leggja i hann. Tæpum klukku- tíma eftir að við lögðum af stað vorum við búnir að finna skipverj- ana og björguð- um þeim báðum skömmu seinna Við erum sex talsins í áhöfn björgunarbátar- ins Sigurvins, allir vanir menn. Við höfum lært mik- ið hjá Hflmari Snorrasyni í Sæ- björgu og erum orðnir vel þjálf- aðir eins og vel smurð vél. Það skflar sér líka á stundum sem þessum, því tflfinningin að bjarga mönnum úr sjóháska er ólýsan- leg.“ rfólaninu Strákur voru kallaðir út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. I klukkan 02 50 tilkynntu Ómar og félagar hans að þeir sjái neyðarb ys og kömmSar^ báðum mönnunum hafi verið bjargað úr gúmbjorgunarbát >g séu heilir á höldnu. . Það var góð tilfinning að fá strákana um borð. Allt gekk vel, engin áföU, gott veður - alveg eins og í •• ii sogu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.