Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 13
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ2005 13 Hvað sér dómarinn? Per Nymark heldur í annað sinn fyrirlestur fyrir hundaeigendur í Gerðubergi á fimmtudaginn kemur, þann 12 maí. Hann fjallar um álagsmeiðsli hunda, tilganginn með sýningum og hvað það raunverulega er sem dómarinn tekur eftir og skiptir máli á meðan hann dæmir hundinn. Að- gangseyrir er 1000 krónur og hefst fyrirlest- urinn klukkan 19.30. Áhugamenn um sýning- ar eru sérstaklega hvattir til að mæta. Bergljót Davíðsdóttir skrifar um dýrin sín og annarra á mánudögum í DV. NUTRO - 30% AFSLÁTTUR Þurrfóður fyrir hunda og ketti í hæsta gæðaflokki. Full búð af nýjum vörum. 30% afsl.af öllu. Opið mán. til fös 10 - 18, Laugard. 10 - 16, sunnud. 12-16. TOKYO HJALLAHRAUNI 4 HAFNARFIRÐI SÍMI 545 8444 .Auðvitað er ég í skýunum og er ekki enn búin að jafna mig, þetta var svo stórkostleg helgi,“ segir Ingibjörg sem stóð uppi sem sigurvegari með Drauma Veru í lok afmælissýningar Cavalier-deildarinnar um helgina. Drauma Vera var valin besti hundur tegundarinnar bæði á laug- ardag og sunnudag. Og síðan tók hún bestu hunda allra tegunda-verð- launin í úrslitunum. „Ég átti alls ekki von á því, sannarlega ekki, en það var kannski skemmtilegra fyrir vikið,“ segir hún. Ingibjörg segist ekki hafa átt von á að hundamir hennar myndu vinna til allra þessara verðlauna. „Það var náttúrlega stórkosdegt að ná svona árangri þegar dómaramir em sér- fræðingar í tegundinni. Þeir em báð- ir Cavalier-ræktendur og hafa þekk- inguna. Drauma Vera varð flmm ára í janúar en hún er sú þriðja í beinan kvenlegg frá fyrsta hundi Ingibjargar. „Hún Ljúflings Díva en undan henni var Drauma Mána Dís síðan Drauma Vera og þá Drauma Sophie sem á von á sér í júm'," segir Ingibjörg sem hefúr nóg að gera en hún er einmitt með átta hvolpa sem em þriggja vikna gamlir um þessar mundir. Á sýningunni gerðu fleiri hundar frá Ingibjörgu það gott því tvö af- kvæmi Vem unnu einnig til verðlaun og Shiva hlaut sitt fyrsta meistarastig. En Draumagengið gerði það ekki endasleppt því Ingibjörg á einnig Japnies Chin-hunda og þeir gerðu það að sama skapi gott á sýningunni og unnu til verðlauna í sínum flokk- um. Ingibjörg er alin upp í sveit og hefur alla tíð verið mikil hundakona. Þegar hún fyrir meira en tíu árum missti Labrador-tík varð hún þess fljótt áskynja að hún gæti ekki án hunds verið. „Ég velti því lengi fyrir mér hvemig hund ég vildi en sá þá Cavalierinn. Þá var ekki aftur snúið og ég ákvað að hversu lengi sem ég þyrfti að bíða þá myndi ég bíða þar til ég fengi hund. María Tómasdóttir flutti hundana inn í upphafi og ég var svo heppin að ég fékk hjá henni Dímu. Ég hef ekki séð eftir því og síð- an hafa þessir hundar átt hug minn og hjarta. María hefúr verið minn lærimeistari og ég á henni mikið að þakka en fyrst og síðast að hún skildi hafa flutt inn þessa hunda. Hún hefúr verið vakin og sofin yfir velferð tegundarinnar og ég er svo lánsöm að eiga hana að vinkonu og bý við hlið hennar." Ingibjörg segist heldur ekki hafa getað þetta nema með aðstoð manns síns Sigurjóns sem sýndi með henni um helgina. Hann aðstoðar hana við hvolpauppeldið og tekur á móti þegar tíkumar hennar gjóta og aðstoðar hana á alla lund. „Það er mikill munur þegar bæði hjónin eru samstíga í þessu en hundarnir eru líf mitt og yndi og ég er svo lánsöm að geta gert það sem mér finnst skemmtilegast. Auðvitað er þetta mikil vinna en ég sé ekki eftir einni mínútu," segir sigurvegarinn. bergijot@dv.is Á meistarasýningum Cavali- er-deildarinnar um helgina stóð Ingibjörg Halldórsdóttir uppi sem sigurvegari, henni sjálfri til mikillar furðu, með Drauma Veru sem valin var besti hundur sýningarinnar. Ekki nóg með það heldur unnu afkvæmi Veru einnig til verðlauna á vel heppnaðri sýningu. Ingibjörg og eiginmaðaur hennar Sig- urjón Stefánsson með Drauma Veru sem sló í gegn Amma Veru varfyrsti hundur Ingibjargar en Vera veröur amma í sumar efallt gengur að óskum. Þetta verður þá sjötti ættliður síðan Ingibjörg eignaðist Dlmu fyrir rúmum tlu árum. umagengiö ss og sigraii Stórkostleg sýning „Þetta var stórkostieg sýning og skipuleggjend- um til mikils sóma," segir Brynja Tomer sem var þul- ur á sýningunni um helg- ina. „Hún gekk nánast hnökralaust fyrir sig og við verðlaunafhendinguna var rífandi stemnig í húsinu og fjöldinn allur á áhorfenda- bekkjum." Sýningin var sérstök fyrir þær sakir að um tvöfalda meistarasýn- ingu var að ræða en þeir sem sýndu sama hundinn báða dagana gátu hugsan- lega fengið tvö meistara- stig. Það gerðist í einhverj- um tilfellum en auk Cavali- er-hunda voru einnig sýndir aðrir smáhundar í tegundahópi 9 en í þeim hópi eru einmitt vin- sælustu hundar hérlendis um þesssar mundir. Hér á eftir fara myndir sem Þór- hallur Friðjónsson tók á sýninguimi. Það var náttúrlega stórkostlegt að ná svona árangri þegar dómarnir eru sérfræðingar í tegundinni. Þeir eru báðir Cavalier-ræktendur og hafa þekkinguna. Opna munninn og svo er þuklað og þreifað Annarfinn■ sku dómaranna skoðaði hund- ana vel. Hér er Rakel SifSigur- geirsdóttir með Feliclu Mist. T - - 1 TmbFá, ' i Stilla sér vel upp og bera sig | vel Það skiptir máli þegar vitað J er að vökul augu dómarans hvfla I á manni og eigandinn gerirsitt | besta til að svo geti orðið. Fjöldinn var mikill á sýning- unni Það var mikilþátttaka og á annað hundrað Cavaler-hundar voru sýndir enda tók tlma að skoða alla þessa hunda fram og til baka. 1ÍÝRARÍKIÐ Dýrarikió Grensásvegi s:5686668 - Dýrarikið Akureyri s:4612S40 - www.dyrarikid.is Ingenya snyrtivörurnar tryggja fljótvirkari árangur og eru það fullkomnasta í gæludýraumönnun á frábæru veröi. Allar vörurnar eru framleiddar án natríum klóríðs sem er ekki einungis skaðlegt fyrir þig heldur líka gæludýrið þitt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.