Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ2005 Menning DV Björk og Lars fagna sigri Von Tríer mætlr núá Cannes meö Mandalay. Hinir listrænu slástáCannes Á miðvikudaginn hefst 58. kvikmyndahátíðin í Cannes í Frakklandi. Það er mál manna að þetta árið séu listrænir leik- stjórar mest áberandi en fjöl- margir fyrrverandi sigurvegarar mæta með nýjustu afurðir sínar. Þar ber helsta að nefna Gus Van Sant, Lars von Trier, Wim Wenders og Dardenne-bræður. Fjölmargar stjömur hafa einnig boðað komu sína þannig að allt stefhir í mikinn glamúr. Það verður því nóg að gera hjá Degi Kára og Grími Hákonarsyni, sem em báðir með myndir í keppni, Dagur með Voksne mennesker og Grímur með stuttmyndina Slavek the shit. Valið í aðalkeppnina í Cannes er í höndum hins Listræna stjómanda keppninnar, Thierry Fremaux. Hann stjórnar keppn- inni nú í annað skipti og mörg- um þykir sem kveðið sé í sama tón og oft áður. Hátíðin hefúr verið þekkt fyrir það að hleypa alltaf sömu mönnum inn í keppni og sagöi Fremaux að það myndi breytast þegar hann tók við. Svo virðist ekki vera þetta árið. Það verður þó ekki tekið af honum að eftir myndum þessara leikstjóra er beðið með eftir- væntingu. Talið er að Von Trier og Van Sant verði umtalaðastir en þeir unnu hátíðina árið 2000 og 2003. Von Trier frumsýnir myndina Mandalay og Van Sant Last Days, sem er lauslega byggð á sögu Kurt Cobain, fyrrverandi söngvara Nirvana. Wenders sýnir Don’t Come Knocking, sem Jessica Lange og Sam Shepard leika í. Frönsku bræðurnir Jean-Pierre og Luc Dardanne, sem unnu keppnina árið 1999 með Rosetta, frumsýna L’Enfant. Af öðmm stómm nöfnum á hátíðinni má nefha David Cronenberg, sem frumsýnir A History of Violence, og Robert Rodrigez, sem sýnir tækniundrið Sin City. Þá ætla leikstjóramir George Lucas og Woody Allen að sýna nýjustu afurðir sínar utan keppni, Episode III og Match Point, sem Allen tók í London, öllum til mikillar furðu. Þýðendur fá Stjórnendur Booker-bókmennta- verðlaunanna tilkynntu fyrir helgi að þeir ætli að heiðra þýðendur héðan (frá með verðlaunum. Flestar bækurnar sem tilnefndar eru til verðlaunanna hafa verið þýddar á enska tungu og koma þv( einnig til greina til þýðendaverðlaunanna. „Þýðandinn er hin falda hetja bók- menntanna.Við verðum sífellt varari við hið gríðarlega mikilvægi sem þýðendur gegna til að gera úrvals- bókmenntir aðgengilegar öllum," segir John Cary, formaður dóm- nefndar. Meðal þeirra sem koma til greina til verðlaunanna eru Gabriel uppreisn æru Garcia Marquez og Milan Kundera en höfundar verka, sem þýdd hafa verið,taka við verðlaununum og ákveða hver skuli hljóta þau þv( oft eru margir sem koma að þýðingun- um. Þessi tilkynning er í takti við þró- unina hér á landi en fyrir skömmu síðan hlaut Ingibjörg Haraldsdóttir, fyrst Islendinga, Islensku þýðinga- verðlaunin fyrir fyrir vinnu s(na á sögunni Fjárhættuspilarinn eftir Fjodor Dostojevskí, sem er sú síð- asta (langri röð verka rússneska meistarans sem Ingibjörg þýðir á íslensku. Ingibjörg var á undan Nú feta Booker-bókmenntaverðlaunin l fótspor íslensku þýðinga- verölaunanna og veita þýðendum viðurkenningu. DV-mynd GVA Eitt sérstæðasta atriði Listahátíðar í Reykjavík er tvímælalaust söngmennirnir í Huun Huur Tuu en þeir eru nánast með hesta á heilanum. Syngja ekki um neitt annað. Ungt fólk víða um heim tileinkar sér tónlist þeirra og landbúnaðarráðherra hefur verið boðið sérlega á tónleikana, enda á hann mongólskan gæðing í mongólsku stóði. Lífið eftfr vinnu Tónleikar* Lands- virkjunarkórinn og Kór Orkuveitu Reykjavíkur halda sameiginlega tón- leika í Grensáskirkju klukkan 20.30. Ein- söngvarar eru Þuríður G. Sigurðardóttir sópran og Þor geir J. Andrésson tenór. Enginn að- gangseyrir. Samkomur • Haraid ur S. Magnússon, Birgitta Jónsdóttir, Stefán Máni og Steinunn P. Hafstað lesa úr verkum sínum á 35. Skáldaspírukvöldinu, sem haldið verður á KafS Reykjavflc klukkan21. Guðni heiðursgestur í tónleikum barkasöngvara fró Tuva „Þetta eru barkasöngvarar. Syngja neðan úr iðrum sínum. Þegar fólk heyrir þetta í fyrsta skipti trúir það ekki að þetta séu manns- raddir," segir Guðrún Kristjánsdóttir kynningarstjóri Iistahátíðar. Fyrirlestrar • Nína Rós ís- berg, doktorsnemi í mannfræði, heldur fyrirlestur um „íslenskun er- lendra kvenna”, einkum um aðlög- un þýskra kvenna að íslensku sam- félagi í Reykjavfleurakademíunni klukkan 20. Opið hús • Gísli Sigurðsson, rithöfundur og listmálari, flytur erindi um skóga og skógrækt á Suð- urlandi á opnu húsi Ferðafélags ís- lands í Mörkinni 6 klukkan 20. Um helgina munu Huun Huur Tuu troða upp í Nasa og verður þetta að heita eitt sérstæðasta atriði sem boðið er upp á að þessu sinni á Listahátíð í Reykjavík. Söngmennimir koma langt að. Þeir eru frá landinu Tuva sem er rétt við landamæri Mongólíu. Og þeir syngja nánast eingöngu um hesta, Guðrún segir þá nánast heltekna af hestum því þeim tekst að snúa hvaða umræðuefni sem er upp í tal um hesta. „Þeir eru ógeðslega fyndnir," segir Guðrún. Hún segir jafnframt að þegar haft var samband við þessa listamenn var íslenski hesturinn það fyrsta sem þeir spurðu um, en lengi hefur leikið grunur á um að hann eigi ættir sínar að rekja til Mongólíu. Guðni sérlegur heiðursgestur í tilefni komu þeirra hefúr Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðhena ver- ið boðið á þetta atriði sem sérlegum heiðursgesti. Guðni gerði góða ferð til Mongólíu fyrir um tveimur árum og eignaðist þá margt góðra vina á þess- um slóðum. Og gott betur, mong- ólskur hirðingjahöfðingi gaf Guðna mongólskan gæðing. Hestur Guðna, sem samstundis var nefndur Skjóni, er nú í mongólsku stóði. Og vert væri að fletta því upp hvort Guðni hefur gefið hann upp sem eign í bókhaldinu um eigur þingmarma sem Framsóknar- flokkurinn hefúr opnað. En það er önnur saga. Ungt fólk um allan heim tileink- ar sértónlist Huun HuurTuu Það fer því vel við hæfi að Guðni sé viðstaddur þegar Huun Huur Tuu troða upp. Hann mun hafa ýmislegt að ræða við þessa miklu hestamenn og afkomendur Gengis Khan. Blaða- maður Fréttablaðsins spurði Guðna á sínum tíma einmitt um mongólska hestinn og þá hafði landbúnaðarráð- herra þetta að segja, trúr sér og sínum: „Hestur þeirra er á stærð við okkur og þar kannast þeir við ganginn tölL Þeir em ánægðir með sinn hest sem greinilega er mikill hlaupahestur. En ég verð auðvitað að viðurkenna, og sannfærðist um það enn frekar, að ís- lenski hesturinn einn er hestur guð- anna. Hann hefur miklu fallegri reið og er meiri hestur undir manni." Guðrún Kristjánsdóttir segir þá í Huun Huur Tuu vera að slá í gegn víða um heim en það var Frank Zappa sem uppgötvaði þá á sínum tíma. „Og núna er imgt fólk í óða önn að endur- hljóðblanda tónlist þeirra og gera að SÍnní. jakob@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.