Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 10.05.2005, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR 10. MAÍ2005 Bílar DV Nokkur ráð til að halda bílnum í Flestir, ef ekki allir, bílaeigend- ur vilja hugsa vel um bílinn sinn og halda honum í toppástandi. Það er ýmislegt sem ber að hafa í huga og hér eru nokkur ráð sem ættu að koma að góðu gagni: • Skiptu um olíu og olíusíu reglulega. • Aðgættu alla vökva, eins og bremsuvökva, stýrisvökva, skiptivökva og aðra vökva. • Athugaðu loftið í dekkjunum mánaðarlega eða svo. • Gakktu úr skugga um að öll ljós séu í lagi. • Skiptu um rúðuþurrkur þegar þess gerist þörf. • Athugaðu reglulega hvort Ioft- sían sé í lagi. • Þvoðu bílinn reglulega og notaðu sérstaka bílasápu. • Notaðu svamp eða vaskaskinn til að þrífa bílinn, sópar geta rispað lakkið. • Notaðu tjöruhreinsi á bílinn þegar þú þrífur hann. • Bónaðu bflinn reglulega til að verja lakkið. • Ryksugaðu bílinn innandyra eins vel og þú getur. Hyundai hefur jaínt og þétt verið að skorað betur hjá þeim alþjóðlegu fyrirtækjum sem mæla og meta gæði bíla. Samkvæmt úttektum fyrirtækja á borð við J.D. Power er Iiyundai ekki einungis með hæsta gæðastig þeirra bílategunda sem framleiddar em í Suður-Kóreu heldur mælast gæði Hyundai-bfla nú sambærileg við það sem best gerist hjá japönskum bfl- um. Hyundai Santa Fe, sem er rflculeg- ar búinn en keppinautar á sama verði, er talsvert vandaðri og betur smíðaður bfli en ætla mætti sé tekið mið af verðinu. Santa Fe er dálítið sérkennilegur útlits og sker sig úr öðmm borgarjeppum. Sumir myndu segja að útlitið væri hluti af sterkum karakter bílsins - aðrir myndu segja bflinn ljótan og enn aðrir að hann væri einfaldlega öðmvísi og með sinn eigin stfl. Andlitslyfting á árgerð 2005 breytti útlitinu ekki meira en svo að margir sjá engan mun í fljótu bragði. Helstu kostir Helstu kostir Santa Fe em: í fyrsta lagi stærðin og mikið innra rými, en Santa Fe og Honda CR-V2 em stærst- ir þeirra borgarjeppa sem fjallað hef- ur verið um hér í DV á undanfómum vikum; í öðm lagi mikill þæginda- búnaður sem er innifalinn í verðinu; í þriðja lagi líflegur karakter bflsins í akstri; í fjórða lagi sterk bygging, snerilstyrkur og áberandi góður frá- gangur og í fimmta lagi ný dísilvél sem stenst nýjar og strangari kröfur um mengunarvöm, spameytni og hljóðværð - dísilvél með forðagrein (common rail) og með afl og snerpu á við sprækustu bensínvélar með svipað slagrými. Með dísilvélinni er Santa Fe álitlegur kostur fyrir þá sem leggja mikið upp úr spameytni. Þótt þessi gerð bfla eigi meira sameiginlegt með fjórhjóladrifnum station-bfl en jeppa ér Santa Fe sá sem kemst næst því að líkjast jeppa að byggingu og styrk. Öfugt við Toyota RAV-4, sem mér finnst lipur en karakterlaus í akstri, er Santa Fe bráðskemmtilegur í akstri og und- ir stýri á honum hefitr maður á einlivem hátt, sem erfitt er að skýra, meiri tilfinningu fyrir bflnum en gengur og gerist. Bestu kaupin Vegna þess hve dísilbfllinn er hlutfailslega dýr em bestu kaupin, að mínu mati, í beinskipta Santa Fe- bflnum með 2,4 lítra 146 ha bensfn- vélinni en meðaleyðsla hans er 9,8 lítrar á hundraðið í blönduðum akstri. Með V6-vél er bfllinn ekki mik- ið dýrari en hins vegar eykst meðal- eyðslan umtalsvert (14-15 lítrar). Eins og við er að búast er þetta ekki lúxusbfll, t.d. em stólamir ekki af vönduðustu gerð og í mýksta lagi fyr- ir langferðir en þrátt fýrir það fæst tæplega jafn mildð fyrir peningana í öðrum borgarjeppa en Santa Fe. Þrátt fyrir 146 hö er Santa Fe, sem vegur rúm 1700 kg óhlaöinn, ekki beint ljónsprækur (11,4 sek 0-100) enda væri eyðslan þá að lflöndum meiri. En vélin togar drjúgt sé spilað á gírana og snúningshraðann, er t.d. nieð talsvert mikla seiglu í 5. gír (há- markstog er 200 Nm við 4000 snm). Ég vek athygli á því að í Santa Fe er um 220 kg meira efrii en í Honda CR- V2. Þótt það sé ekld beinn mæli- kvarði á styrk er það, í mínum aug- um, ákveðin vísbending. Santa Fe er stöðugur og þýður í akstri og ágætlega hljóðlátur upp undir 90 km/klst en þá fer að hvína dálítið. Miðstöðin er öflug, Isofix- festingar eru fyrir barnastóla og afturdyr stórar með hurðum sem opnast vel og tolla opnar. Þessi þrjú atriði sldpta barnafjölskyldur miklu máli við val á bfl. Hvað ör- yggið varðar er Santa Fe með fjórar stjörnur út úr árekstrarprófi Euro- NCAP sem telst ágætlega viðun- andi þótt talsvert vanti upp á að hann nái fimm stjömum. Samandregið: Vandaður, stór og efhismikill bfll, skemmtilegur í akstri, stór og rúmgóður en ódýrari en sam- bærilega búnir keppinautar. Góð þjónusta, þjónustukerfi um allt land og varahlutir á hóflegu verði: Mikfll bífl fyrir peningana. Leó M. Jónsson vélatækni- fræöingur. leoemm.com. Bílasérfæðingur DV (5g beinskiptir) Vélar- Ixb = Hjól- Hæð Eigin Burðar- Dráttar- Snerpa Eyðsla* (bensínvél) stærð botn-skuggi haf þyngd geta geta sek. l/100km Honda CR-V2 2,0. 4,6x1,8= 8,3 2,63 1,71 1540 462 600/1500 10,8 9,0 Hyund. Santa-Fe 2,4 4,5x1,8= 8,2 2,62 1,73 1760 620 750/1650 11,4 9,8 MMC Outlander 2,0 4,5x1,7 = 7,9 2,62 1,62 1535 535 600/1500 11,4 9,4 Toyota RAV-4 2,0 4,2x1,7= 7,4 2,49 1.71 1300 525 640/1500 10,6 8,8 *Meðaleyðsla í blönduðum akstri. Taflan auðveldar samanburð á helstu málum og afköstum þessara fjögurra vinsælu borgarjeppa. 13. dálki er botnskuggi bílsins en auk þess að vera samanburður á stærð bílanna segir hann talsvert um hve vel bíllin passar í bílskúrinn. Fjölmargir möguleikar eru í boði fyrir fólk sem leitar sér að góðum fjölskyldubíl. DV hafði samband við öll helstu bílaumboð landsins og fékk upplýsingar um bíla á verðbil- inu 1.700.000 til 2.000.000 krónur. Miðað er við fjögurra til fimm dyra fjölskyldubíla í umræddum verðflokki og að- eins einn bíl af hverri bílateg- und. Listinn er því ekki tæm- andi en leiðbeinandi um þá möguleika sem eru fyrir hendi fyrir þá sem hyggjast kaupa nýjan bíl á næstunni. Kraftmestu bílar í heimi Fram að árinu 2000 voru bílar með 400 hestöfl eða meira sjaldgæfir en á síðari árum hefur þeim fjölgað ört. Árið 2000 voru aðeins tiu bflategundir með 400 hestöfl en nú eru 18 mismunandi bfla- tegundir með 400 hestöfl eða meira. Bflarnir eru mjög fjölbreyttir hvað varðar útlit og gæði en eitt eiga þeir sameiginlegt og það er krafturinn þó að sumar tegundirnar, eins og Merc- edes-Benz S65 AMG sé 604 hestöfl. Svona kraftmiklir bflar eru þó ekki fyrir alla en vfst er að sannir bflaáhuga- menn myndu eflaust ekki siá hendinni á móti þvf að prufa eða eiga svona kraftmikla bíla. Fimm kraftmestu bflategundir í helmi utan keppnisbfla f kappakstri eru: 1. Mercedes-Benz SLR McLaren, 617 hestafla V12-vél. 2. Porsche Carrera GT, 605 hestafla VlO-vél. 3. Mercedes-BenzCL65 AMG, Mercedes-Benz S65 AMG, Mercedes-Benz SL65 AMG, eru allir með 604 hestafla VI 0-vélar. 4. Lamborghini Murcielago, 580 hestafia VI2- vél. 5. Berrtley Contintal GT, 552 hestafla W12-vél. Kraftmesti bill í heimi Mercedes-Benz SLR McLaren ermeö 617 hestafla vél.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.