Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2005, Qupperneq 8
8 MIÐVIKUDAGUR U.MAÍ2005
Fréttir DV
Skert sjón
eftir árás
Viðtal við Jónínu Benediktsdóttur í Kastljósinu dregur dilk á eftir sér. í gær var
bréf frá Finni Ingólfssyni, forstjóra VÍS, til umfjöllunar hjá útvarpsráði. Finnur
hafði sent útvarpsstjóra bréf þar sem hann spyr hvort ekki hafi verið brotin hlut-
leysisregla Ríkissjónvarpsins með viðtalinu. Sigmar Guðmundsson vísar því alfar-
ið á bug en Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri harmar það sem hann kallar mis-
notkun Jónínu á aðstæðum. Jónína hyggst eftir sem áður vera hugrökk.
Aðalmeðferð fór fram í
gær í máli ríkissaksóknara
gegn Róbert Cassis. Róbert
er gefið að sök að hafa sleg-
ið mann í andlitið á meðan
hann var að drekka úr glasi
á veitingastaðnum Kaffi
Austurstræti í október síð-
astliðnum. Glasið bromaði
á andliti mannsins og hlaut
hann alvarleg meiðsl af
þessum völdum. Meðal
annars leiddu áverkarnir til
sjónskerðingar á báðum
augum en endanlegar af-
leiðingar eru enn ekki
komnar í ljós.
Bush hylltur
í Georgíu
George W. Bush Banda-
ríkjaforseti hefur verið á
ferðalagi í Georgíu. f ræðu
sem hann hélt á Frelsis-
torginu í höfúðborginni
Tblisi sagði hann Georgíu-
menn vera mjög hugrakka
þjóð sem hefði knúið fram
lýðræði á friðsamlegan
máta og með því verið
fyrirmynd rrkja á borð við
Ukraínu, Líbanon og írak.
Var Bush hylltur sem rokk-
stjarna er hann flutti ræð-
una, en fyrr um daginn
hafði forseti Georgíu, Mikh-
ail Saakashvili, lýst Bush
sem einbeittum leiðtoga
með skýra framtíðarsýn.
Drengur undir
baunaflóði
Sautján ára gamall ung-
lingur á Nýja-Sjálandi
grófst í baunaflóði eftir að
hann, ásamt tveimur vin-
um sínum, gerði sér það að
leik að opna gám sem stað-
settur var við höfnina í
bænum Ashburton. Þegar
dyrnar á gámnum lukust
upp grófst drengurinn í
miklu baunaflóði. Lögregla
og sjúkralið voru kvödd á
staðinn og tókst að bjarga
drengnum í tæka tíð. Hann
var dæmdur í 200 stunda
samfélagsvinnu og gert að
borga skaðabætur upp á 77
pund, andvirði helmings
baunanna.
Markús harmar Jonínu
Óhress með of
lágttilboð
Oktavía Jóhannesdóttir, bæjar-
fulltrúi á Akureyri, lagði nýlega til í
bæjarráði að út-
boð bæjarins á
garðslætti í bæn-
um yrði gert ógilt.
Hún segir tílboðið
semAkureyrar-
bær gekk að sé
fullkomlega óraunhæft. Tiiboðið
var tæplega helmingur af kostnað-
aráædun bæjarins. „Það hringir
vissulega viðvörunarbjöllum þeg-
ar tilboð er svona langt undir
kostnaðaráædun," segir Oktavía
um málið. Hún segir að vel verði
fylgst með vinnu verksins og farið
verði fljódega yfir innkaupastefnu
bæjarins vegna málsins.
Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, sendi Markúsi Erni Antonssyni
bréf þar sem hann spyrst fyrir um ástæður þess að talað var við
Jónínu Benediktsdóttur í Kastljósi Sjónvarpsins 17. apríl síðast-
liðinn. I' svarbréfí Markúsar Arnar er harmað að Jónína hafi mis-
notað aðstöðu sína í beinni útsendingu Sjónvarpsins.
Téð viðtal olli nokkrum usla en
Jónína þjófkenndi Finn og fleiri, til
dæmis Olaf Ólafsson, sem kenndur
er við Samskip, í tengslum við gjald-
þrot SÍS auk þess sem hún gagnrýndi
harðlega einkavæðingu ríkisstjóm-
arinnar.
Bréf Finns var tekið fyrir á fundi
útvarpsráðs í gær sem og skrifleg
svör Sigmars Guðmundssonar,
Eyrúnar Magnúsdóttur og Sigurðar
Valgeirssonar í Kastíjósi en útvarps-
stjóri, Markús ÖmAntonsson, hafði,
í kjölfar bréfs Finns, farið fram á
skýringar. Engin niðurstaða varð á
fundinum nema sú almenna ályktun
að vanda ætti til verka.
í bréfi Finns er óskað eftir við-
brögðum stofnunarinnar við því að
hann og fleiri séu þjófkenndir: „Þá
komu þar ótal fleiri meiðandi full-
yrðingar og hreinn uppspuni varð-
andi nafngreint fólk og íyrirtæki,
meðal annars VÍS og hluthafa félags-
ins.“
Enn fremur:
„Það spyrja fleiri en ég hvernig
það samræmist stefnu og markmiði
Ríkisútvarpsins að leggja heilan
sjónvarpsþátt á besta tíma á sunnu-
dagskvöldi undir ærumeiðingar og
róg.“
Markúsi fannst
miður hvernig
til tókst
„Ég er bú-
inn að fá svar
frá Markúsi,"
segir Finnur í
samtali við
DV. „Ég vildi
vita hvernig
þetta væri
til
komið. Þátturinn var sérstakur og
sérstaklega til kominn. Útvarpsstjóri
harmar það í svarbréfi til mín hvern-
ig Jónína misnotaði aðstöðu srna í
þessari beinu útsendingu til að ráð-
ast á fjarstadda menn og þjófltenna
þá.“
I bréfinu sem Markús Örn ritar
Finni kemur fram að hann hafi farið
fram á skýringar Rúnars Gunnars-
sonar, deildarstjóra innlendrar dag-
skrárgerðar, en í umsögn Rúnars
segir hann sig hafa verið sammála
umsjónarmönnum að fá Jónínu í
viðtal, „ ...en jafriframt er það harm-
að, að Jónína hafi misnotað aðstöðu
sína í beinni útsendingu til að við-
hafa meiðandi ummæli um nafn-
greinda einstaklinga".
Þessu lýsir Markús örn sig sam-
mála og segir í bréfinu til Finns að
honum finnist miður hvernig til
tókst í þessari beinu útsendingu.
Hafnar því að hafa brotið
hlutleysisreglur
f bréfi sínu spyr Finnur meðal
annars hvort það samræmist hlut-
leysisstefnu Rfldsútvarpsins að ein-
staklingur getí komið ffarn í Kastíjós-
inu og haft skoðanir og álit á hverju
sem honum sýnist.
„Auðvitað braut ég engar hlut-
leysisreglur með því að fá Jón-
ínu í viðtal," segir Sigmar
Guðmundsson í samtali við
DV og spyr af hverju Jónína
ættí ekki að
mega tjá sig
í Kastíjós-
inu sem
, °g í Mogg-
antun, ís-
smI landi
í dag, Silfri Egils og svo framvegis.
„Endalaust má diskútera hvort
viðtalið hafi verið gott eða vont. Við
fönrm í slrka naflaskoðun á hverjum
degi eftir þætti, en að ekki hafi mátt
tala við hana í beinni útséndingu af
því að hún hefur einhverjar tilteknar
skoðanir á málum er eitthvað sem ég
kvitta ekki uppá."
Að ritskoða viðmælendur
fyrirfram
Sigmar bendir jafnframt á að
þeim Ólafi og Finni hafi báðum verið
boðið að koma í Kastíjósið en hvor-
ugur þáði það. Þeir sendu hins vegar
báðir frá sér yfirlýsingar sem lesnar
voru upp í þættinum, sem er fátítt.
Sigmar segir að fólk ættí að fara
varlega að ætía þeim í Kastíjósinu að
ritskoða viðmælendur sína fyrir-
fram. „Fólk er sjálft ábyrgt orða sinna
í Kastíjósi en ekki þáttarstjómendur.
Og á sama hátt og það er ábyrgðar-
hlutí að velja viðmælendur í þáttinn,
þá er það líka ábyrgðarhlutí að útí-
loka einhverja fyrirfram vegna skoð-
ana þeirra. Kastíjósið á að rúma þær
skoðanir sem em uppi á hverjum
tíma í samfélaginu og í beinni út-
sendingu em stór orð stundum látín
flakka og það gerðist í þessu tilviki."
Jónína bíður svara
„Þeir verða bara að svara
mér og sanna að þessi sala
hafi farið eðlilega fram,"
segir Jónína í samtali við
DV. „Tengsl Finns við ráð-
andi öfl í samfélag-
inu em alltof
náin til að
hann ætti
að fá að
gera
svona
hluti. Af
hverju
vom
„Útvarpsstjóri harmar
það í svarbréfi til mín
hvernig Jónína mis-
notaði aðstöðu sína í
þessari beinu útsend-
ingu til að ráðast á
fjarstadda menn og
þjófkenna þá."
þeir að kaupa Búnaðarbankann ef
þeir ætíuðu ekki að reka hann?"
Jóm'na vill ekki láta hafa mikið
eftir sér um þetta mál og segir að
Markús Örn megi alveg hafa skoðun
á því hvort hún hafi misnotað að-
stöðu sína. „Frelsi krefst hugrekkis.
Og ég ætía að vera hugrökk áfram.
Við getum ekki ætlast til þess að
Markús Öm hafi ekki skoðanir þó að
hann sé útvarpsstjóri. Sannleikurinn
kemur alltaf í ljós."
jakob@dv.is
I Finnur Ingólfsson / bréfi til út-
I varpsstjóra ferhann fram á viöbrögö
I stofnunarinnar viö því að heill sjón-
] varpsþáttur á besta tíma sé lagður
I undir ærumeiðingar og róg.
I Sigmar Guðmundsson
I Tekursér vara fyrirþvíað
I viðmælendur Kastljóssins
1 verði ritskoðaðir fyrirfram.
Markús Örn Antonsson íbréfi til
I Finns Ingólfssonar er harmað að
I Jónína hafi misnotað aðstöðu sína i
1 beinni útsendingu Sjónvarps.
Jónína Benediktsdóttir Segir að Finnur og
félagar verði að svara fyrir þær spurningar
sem hún setur fram varðandi.söluna á Búnað-
arbankanum. Hún segir Markús Örn mega
hafa þær skoðanir sem honum sýnist.
Selma ekki á flæðiskeri stödd í aðdraganda Eurovision
Dreifði huganum með jeppakaupum
„Ég varð bara að dreifa
huganum síðasta daginn,"
sagði Selma Björnsdóttir,
sem hélt utan í morgun til
Kænugarðs í Úkraínu. Það
voru ekki ferðatöskurnar
sem áttu hug hennar all-
an í gær heldur fór hún
og keyptí sér nýjan bíl,
Ford Escape-jeppling.
„Þetta er búið
að standa til í
fjögur ár.
Loksins er
ég komin á
draumabíl-
inn. Ég er
búin að keyra um á Dai-
hatsu Zirion í sjö ár en
hann var bara orðinn of
lítill. Við þurftum stærri
„Það er mjög áríðandi að hvetja til að þessi óraunhæfa skattlagning sem er fyrir-
huguð á dlselolíu verði endurhugsuð/'segir Óskar Stefánsson, formaður Bif-
reiðastjórafélagsins Sleipnis.„Það er full ástæða tilþess að harma þessa ákvörð-
un stjórnvalda. Verðið verður ofhátt og verðmunurinn á miili olíu og benslns
verður of Iftill.Það er engin hvatning íþessu fyrir fólk."
bil út af barninu," útskýrði
söngkonan.
Selma var ekki stressuð
fyrir ferðina í gær. Sagði að
bæði hún og dansaramir
væm klár. „Við erum ef-
laust með best æfða atriðið
í keppninni. Erum
búnar að vera að í
tvo og hálfan mán-
uð," sagði hún.
Hópurinn lagði
af stað snemma í morgun. Hann
millilendir í Kaupmannahöfn og
Berlrn og lendir í Kænugarði þegar
líða tekur á daginn.
Hægt er að lesa meira um
Eurovision-ferð íslendinga í Hér &
nú á síðum 28 og29.
Selma Björnsdóttir Fjölskyld-
an ofstór fyrirgamla bílinn.