Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2005, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2005, Síða 10
10 MIÐVIKUDACUR II.MAl2005 Fréttir DV Kostir & Gallar Jóhannes þykir umfram allt vera gæskan uppmáluð, heiðarlegur, geðgóður og vel upp alið einka- barn. Hann er vinur vina sinna, gerir ekki flugu mein og einkar gott er að umgangast hann. Hin hliðin á þessum peningi er svo sú að hann þykir ofmjúk- ur á stundum - svo mjúkur að hann pissar sitjandi. Og á til svartan húmor sem getur sleg- ið menn út aflaginu. Á það til að vera utan við sig og gleyma veskinu þegar svo ber undir. „Kostir Jóhannesar eru fyrst og fremst mann- gæska, heiðarleiki og að vera traustur vinur. Hann er hugmyndarikur og vinnusamur. Geðgóður með af- brigðum. Góður maður sem gerir ekki flugu mein. Hann er ákafiega vel upp alið einkabarn. Hin hliðin á meinleysi hans og gæsku ersvosú aðhann pissar sitjandi. Og dettur stundum i Vaigeir, gleymir veskinu sinu, sem er ekki níska heldur er hann utan við sig oftog tiðum. Flökt þenkjandi." Sigmar Vilhjálmsson, sem kýs aö titla sig guöfööur Jóhannesar og verndara. „KostirJóa eru þeir að hann er einstaklega vel gefinn drengur með hjartað á rétt- um stað. Hann er vinur vina sinna og á auðvelt meðað koma manni i gott skap. Gallarnir gætu til dæmis verið þeir að hann étur allt of mikinn parm- esanost og þarfalltafað vera John Lennon þegar við syngjum Bitlalög saman.“ Sigurjón Brink, tónlistarmaöur, bítill og vin- urJóa til fjölda ára. „Jói er gull afmanni. Ákaf- lega duglegurog vinnu- samur drengur. Mjög skemmtilegur og gaman að vera I kringum hann. Hann er mjög fyndinn og jafnvel að hann leyni á sér sem slíkur. Gallarnir? Hann er náttúrlega einkabarn. Sem þýðir að hann er dekraður upp að vissu marki. Svo á hann tilmjög ijótan húmor- svona nastí-húmor - sem getur slegið mann út aftaginu." Elmar Freyr Vernharösson, markaösstjóri, besti vinur og kandídat í að verða svara- maðurJóa þegar stóra stundin rennur upp. Jóhannes Ásbjörnsson, betur þekktur sem Jói í Idol, er nú aö Ijúka námi í markaðsfræði I Tækniháskólanum. Hann útskrifaöist frá Verzl- unarskólanum sem stúdent áriö 1998 og hefur einkum látið tilsfn taka á vettvangi fjölmiðl- anna síðan, bæði I útvarpi og sjónvarpi. Hann ernúað setja á svið tónleik sem kallast Bltl en þar fær hann svalað miklum tón- og leiklistar- áhuga sínum og heefíleikum á þvl sviði. Hann er I sambúð með óllnu Gísladóttur og eru þau barnlaus. Ridley Scott er umdeildur leikstjóri og tekst alla jafna að vekja umtal með mynd- um sínum. Hans nýjasta mynd, Kingdom of Heaven, hefur hleypt af stað deilum milli fræðimanna um sagnfræðilegt gildi hennar. Nýjasta mynd Ridleys Scott „Kingdom of Heaven" hefur vakið jákvæð viðbrögð í arabaheiminum. Bíóhúsagestir eystra hafa sagt að myndin gefi aðra mynd af aröbum og múslimum en að þeir séu ekkert annað en ótíndir hryðjuverkamenn. Myndin lýsir baráttu um Jerú- salem sem átti sér stað á tólftu öld á milli múslima og krossfaranna og þykir fremur tala máli múslimanna. Að sögn líbanska rithöftmdarins Amins Maalouf sem skrifaði bókina „The Crusades Through Arab Eyes“ er allt sem vinnur gegn hatri og kerf- isbundinni andúð milli þessara tveggja heima af hinu góða. Margir trúarleiðtogar höfðu áhyggjur af því að mynd um kross- ferðirnar, hugtak sem George Bush hefur notað um stríðið gegn hryðju- verkum, myndi verka sem oh'a á eld þeirrar togstreitu sem hefur ríkt milli austurs og vesturs eftir hryðju- verkaárásimar 11. september. Fræðimenn deila Sumir sagnfræðingar hafa ásakað leikstjórann um að sýna of mikla samúð með Saladin, kúrdískum leiðtoga múslimanna sem náðu Jerúsalem aftur á sitt vald árið 1187. Breskur ffæðimaður hefur gengið svo langt að segja að myndin sé út- gáfa Osamas bin Laden á sögunni. Á sama tíma hafa múslimskir hópar hlaðið leikstjórann lofi fyrir túlkun hans á persónu Saladins. Þessir hópar hafa einnig sagt að myndin gæti hjálpað til við að lagfæra þann skaða sem málstaður þeirra hefur hlotið eftir íjölmargar Hollywood- myndir sem hafa varpað skugga á múshma um víða veröld á meðan hinar bandarísku hetjur hafa verið baðaðar í dýrðarljóma. Hallar á krossfara Myndin sjálf þykir mála hina kristnu krossfara sem blóðþyrsta stríðsmenn sem vildu leggja þennan heimshluta undir sig hvað sem það kostaði, og ekki með friðsamlegum hætti. Maalouf segir að kvikmyndin tald ef til viil málstað múslimanna Ridley Scott Nýjasta mynd hans hefur vak- ið mikið umtal. fuilmikið á kostnað krossfaranna og segir að vissulega hafi einnig verið til þeir arabar sem vildu stríð hvað sem það kostaði. Hann segir þó að sagn- ffæðilegur hluti myndarinnar sé nokkuð nákvæmur og að hún nái vel að túlka anda þessa tíma. Breskur fræðimaður hefur gengið svo langtað segjaad myndin sé útgáfa Osamas bin Laden á sögunni. Óánægja meðal araba Þó svo að þorri þeirra áhorfenda í Miðausturlöndum sem séð hafa myndina virðist vera ánægður með söguskoðun hennar heyrast þó staka óánægjuraddir. Þær hafa að mestu leyti snúist um atriði í mynd- inni þar sem aðalpersónan, krossfari sem nefnist Balian og leikinn er af Orlando Bloom, reynir að hjálpa arabískum bændum að búa til brunna til að veita vatni á akra sína. Arabískir fræðimenn hafa bent á að það atriði lýsi þeirri vestrænu goð- sögn að síonískir innflytjendur hafi orðið valdir að því að eyðimörkin í Palestínu tók að blómstra. Heimild: Reuters Atvinnuleikarar stöðvuðu laganema í gerð sjónvarpsþáttanna Réttur er settur Enginn fékk hæli í fyrra Enginn flóttamaður af þeim 76 sem sóttu um hæli í fyrra fékk land- vistarleyfi. Björk Viðarsdóttir, lög- fræðingur hjá Ut- lendingastofnun, segir margar ástæður vera fyrir því að fólki er synjað um land- vistarleyfi. Stofnunin sé bundin af flóttamannaregl- um og stjórnarskrá íslenska rfkisins. Átján manns hafa sótt um hæli það sem af er þessu ári, en Ifkt og í fyrra hefur enginn fengið um- sókn sína samþykkta. Kærasti Birgittu Haukdal settur út í kuldann RÚV hefur ákveðið að halda ekki áfram framleiðslu þáttanna Réttur er settur. Þátturinn var unninn af laganemum í Háskóla íslands og var fyrsti þátturinn sýndur við ágætis undirtektir í síðustu viku. Sýning þáttarins vakti hörð viðbrögð Leik- skáldafélags íslands og Félags ís- lenskra leikara. „Ég hélt nú að öllum væri frjálst að búa til list. Hvort sem það eru laganemar eða leikarar," segir Fróði Steingrímsson, einn af handritshöf- undum þáttanna. Sýning fyrsta þátt- arins vakti hörð viðbrögð hjá stétt hinna lærðu og skrifaði Árni Ibsen m.a. grein á síðasta ári í Morgun- blaðið þegar fréttir bárust af undir- búningi þáttanna. Þar sagði Árni ósæmfiegt með öllu að sjónvarp allra landsmanna væri að púkka undir fúsk af þessum toga. í greininni stakk Árni einnig upp á því að Félag íslenskra leikara byði almenningi upp á ókeypis Árni Ibsen skáld Jarðaði þættina með harðorðri grein í Morgunblaðinu. lögffæðiaðstoð. Ekki er víst hvort öllum þyki þetta sambærileg dæmi. Ámi Björn Helgason, framleiðandi þáttanna hjá Þeim tveimur, segir fleiri þætti hafa verið á teikniborð- inu og vissulega séu það vonbrigði að RÚV vfiji ekki halda áfram með verkefhiö. „Við erum samt þakklátir RÚV fyrir að hafa gert okkur kleift að framleiða þennan eina þátt en hefðum auðvitað viljað halda áffam," segirÁrni. RÚV virðist hins vegar hafa orðið við kalli Áma Ibsen og félaga í menntastéttinni sem vilja ekki sjá „fúskara" leika í íslensku sjónvarpi. Með aðalhlutverkið í fyrsta þættin- um fór Benedikt Sveinsson lögfræði- nemi, sem einnig er kærasti söng- konunnar Birgittu Haukdal. Ferfil hans í sjónvarpinu virðist því á enda í bili. Ekki náðist í Bjarna Guðmunds- son, dagskrárstjóra hjá RÚV, en aðstoðarmaður hans segir ákvörð- unina hafa verið á hans ábyrgð. simon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.