Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2005, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 11.05.2005, Page 11
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR ll.MAl2005 77 Æm Síbrotamaður sleppurvel Sigurður Sveinsson, 19 ára Hafnfirðingur, sleppur ótrúlega vel frá löngum lista afbrota sem gerður var upp í Héraðsdómi Reykja- ness í gær. Sigurður mun ekki sitja inni einn dag af þeim eins árs fangelsis- dómi sem hann fær, brjóti hann ekki skilorð. Sigurður framdi alls ellefu brot á tæplega sex mánaða tíma- bih, frá desember 1993 til maí 2004. Brotin sem um ræðir eru ýmist fíkniefna- brot eða innbrot. 877.508 króna bótakröfu ffá ýmsum brotaþolum var vísað fr á dómi. Jón Frímann Jónsson er ákærður fyrir tölvuinnbrot í skólann sinn Hrirgdi eftir töMM í iKiMMrlilii Jón Frfmann Jónsson | Tilkynnti Heilbrigðiseft- irliti Norðurlands vestra um misbresti I tölvukerfi | stofnunarinnar. Jón Frímann Jónsson, 24 ára gamall Hvammstangabúi með Asperger-heilkenni, braust inn í netkerfi Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra meðan hann var nemandi í Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki fyrir um tveimur árum. Um svipað leyti fór hann í óleyfi inn á netkerfi skólans síns með lyk- ilorði keifisstjóra, sem hann er nú ákærður fyrir. „Hann hringdi sjálfur og sagðist hafa komist inn í tölvukerfið," segir Sigurjón Þórðarson, þáverandi fram- kvæmdastjóri heilbrigðis- eftirlitsins og núverandi alþingismaður. Sigurjón hefur gagnrýnt ákæruna á hendur Asperger-veikum nemanda. Sjálfur kærði Sig- urjón ekki tölvuinnbrotið, Sigurjón heldur hafði samband við Þórðarson tölvuþjónustuna og lét lagfæra misbrestina í tölvukerfinu. Engar varnir voru á tölvu- kerfinu áður en Jón Frímann benti á vandann. Aðstandendur Jóns Frí- manns sem halda úti síð- unni Freejon.com segja kerfisstjóra skólans bera mesta ábyrgð á tölvuinn- brotinu, þar eð kerfið hafi verið galopið og lykilorð kerfisstjóra á glámbekk. Sigurjón Þórðarson hefur fengið hörð viðbrögð stuðningsmanna skólans við pistfi sínum um að ekki beri að lögsækja Asperger-veikan tölvuáhugamann. „Það hlýtur að vera einhver önnur leið til að koma í veg fyrir fikt námsmanns við illa lok- að tölvukerfi fjölbrautaskóla," sagði hann þar. Aðalmeðferð verður seinni hluta mánaðarins í Héraðs- dómi Norðurlands vestra. Ekki er ljóst hvaða refs- ingu ákæruvaldið krefst, en Jóni Frímanni hefur verið boðið tveggja ára skilorðsbundið fangelsi ef hann játar fyrir dómi. jontrausti@dv.is LOKAHOF HSI - FOSTUDAGSKVOLDIÐ 13. MAI STUÐMENN ÁSAMT NÝJASTA MEÐLIMNUM HILDI VÖLU HÚSIÐ OPNAR Á MIÐNÆTTI• MIÐAVERÐ AÐEINS ÞÚSUND KRÓNUR > 0 ■ií Lgj & ■ m V

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.