Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ2005 Fréttir DV Árásarmaðurinn, Phu Tién Nguyen. býr í Keflavík og á tvö börn með víetnamskri konu. Hann hefur áður komist í kast við lögin þegar hann var sviptur ökuleyfi vegna ölvunaraksturs. Phu hefur unnið í fiskvinnslu síðustu fimm árín og þykir góður starfsmaður sem mætir alltaf á réttum tíma til vinnu. Hann hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða fangelsi en á yfir höfði sér 16 ára fangelsisdóm. Morð í Kópavogi Ólétt eiginkona hins myrta og dóttir hans voru einnig í matarboöinu skelfilega. Manh Zuan Luu verður var við átök í baðherbergi íbúðarinnar. Árásarmaðurinn, Thu Tien Nguyen, er yfirbugaður af Manh og öðrum gestum. Hinn látni, Vu Van Phong, er fluttur fram á stigagang og undirbú- inn fyrir komu sjúkraliða. Árásarmaðurinn tryllist og brýt- ur sér leið inn í eldhús þar sem hann reynir að ná í hníf og hyggst ráðast aftur að Phong en er yfirbugaður. Líf Vus Van Phong fjarar út á • meðan beðið er eftir sjúkraflutninga- mönnum. herb. herb. bað herb. Hinn látni Vu Van Phong skilur eftir sig ólétta konu og þriggja ára dóttur. stofa eldhús Lögreglan í Kópavogi handtók Víetnamann Phu Tién Nguyen á sunnudags- kvöld eftir að hann stakk mann til bana og særði annan í matarboði sem endaði með skelfingu. Phu hefur verið úrskurðaður í tveggja mánaða gæsluvarðhald. Hann er talinn hættulegur samfélaginu enda var morðið hrottafengið. Víetnaminn Phu bar atburða nætur- innar enn merki þegar lögreglumenn færðu hann í handjárnum fyrir Héraðs- dóm Reykjaness þar sem hann var úr- skurðaður í tveggja mánaða gæsluvarð- hald. Hann var með rautt mar á andlitinu, sem hann gerði enga tilraun til að hylja; gekk hnarreistur framhjá myndavélum og lögreglumönnum. Heiðursmorð Lögreglan í Kópavogi segir í tiikynningu að Phu hafi ekki enn játað á sig morðið. Málsatvik liggi þó ljós fyrir. Eins og segir hér að framan kviknaði deila Phus við Víetnamann sem var drepinn vegna þess að sá látni ávarpaði hann ekki rétt. Mun það vera hluti af ævafornri hefð í Víetnam þar sem menn eru tilbúnir að drepa ef heiður þeirra er í veði. Phu Tién Nguyen verður líklega ákærð- ur fyrir morð. Það getur þýtt hátt upp í 16 ára fangelsi. Vel liðinn Phu býr í Keflavík og hefur síðastliðin ár unnið í Saltveri við fiskvinnslu. Hann er vel liðinn af vinum og kunningjum sem var brugðið í gær þegar fréttirnar af hinum hroðalega verknaði bárust. „Hann hefur unnið hér í ein fimm ár og aldrei verið með neitt vesen," segir Ásgeir Þorvarðarson framkvæmdastjóri Saltvers. „Hann er eini Asíubúinn sem við erum með í vinnu en hefur staðið sig mjög vel.‘‘ Á nýfætt barn Phu er nýlega fluttur á Sólvallagötu 40. Það er ein stærsta blokkin í Keflavík. Kölluð Fuglabjargið eftir stóru bjargi í bænum. Fyrrverandi leigusali Phus Tién segir um mánuð síðan hann flutti þangað ásamt konu sinni, móð- ur og tveimur börnum. „Ég leigði þeim hérna á Hafnar- götunni uppi í risi," segir Ragnhildur Fjeldsted leigusali í Keflavík. „Þau eignuð- ust barn í janúar og virtust hafa það gott. Phu var ágætis leigjandi en manni bregður auðvitað við þessar fréttir. Ætli maður þakki bara ekki fýrir að vera sjálfur á lífi.‘‘ Vandræði með vín Þeir sem þekkja Phu lýsa honum sem rólyndismanni sem ekki hafi verið til vandræða. Hann eigi þó við einn vanda að stríða. Hann sé veikur fýrir áfengi sem stundum hafi orðið honum til vandræða. Fyrir nokkrum mánuðum missti Phu bfl- prófið þegar hann var tekinn fyrir að keyra undir áhrifum áfengis. í kjölfarið tók kona Phus bflpróf til að geta ekið manninum til vinnu í Saltveri. Samkvæmt upplýsingum frá Lögregl- unni í Kópavogi var áfengi haft um hönd í matarboðinu sem endaði með mannsláti. simon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.