Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 18
18 ÞRIÐJUDAGUR W.MAÍ2005 Fjölskyldan jyv í nútímasamfélagi virðist stundum lítill tími fyrir fjölskyld- una til að njóta saman. Foreldrar vinna margir mikið og sumir langt fram á kvöld og börnin sækja skólann af kappi ásamt því að stunda fjölbreytt tómstundastarf og námskeið. Það virðist því Iftill tfmi vera eftir fyrir fjölskylduna til að vera saman nema á kvöldin og um helgar en þó er ýmislegt sem fjölskyldan getur brallað saman. Ein hugmynd er að slökkva á sjónvarpinu nokkur kvöld f mánuði og spila f stað- inn annað hvort á venjuleg spil eða fjölskylduspil eins og (hvaða heimsálfu er Fiji? Trivial Pursuit-spil- ið er eitt vinsælasta fjöl- skylduspilið á Islandi. Trivial Pursuit, Scrabble, Partý og co., og Mr. and Mrs. eða bara það spil sem til er á heimilinu. Spilakvöld eru góð tilbreyting frá efn- tómu sjónvarpsglápi sem stundum skilur Iftið eftir. Tvítyngd bom Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar á tví- tyngi, eða þegar fólk lærir tvö móðurmál. Þráttfyrirað tvítyngi geti verið hömlun fyrir suma einstaklinga benda rann- sóknir til þess að allir ættu að geta náð góðu valdi á tveimur móður- málum sé rétt staðið að tungu- málakennslu. Mikilvægt er að byrja snemma svo barnið venjist því að eiga til dæmis samskipti við foreldra slna á tveimur tungumál- um. Ein aðferð er að foreldrar tali alltafvið börnin á sinu tungumáli, sé móðurmál þeirra mismunandi. Önnur aðferð er að tala annað tungumálið á heimilinu en leggja meiri áherslu á að bornin læri hitt móðurmálið I skólanum og í sam- skiptum við aðra en fjölskylduna. Börn og ferðalög Sumarið er tími ferðalaga og það getur stundum verið erfitt að ferðast meðbörn en þau fá mörg leiða á lang- keyrslum og i flugferðum. Ef ætlunin erað fara í ferðalag með börnin i sumarþáeru tilýmisgóð ráð sem hægt eraðhafabak- við eyrað til að koma í veg fyrir ferðaleiða hjá börnunum. Góð leið er að reyna að stíla inn á svefntíma barnsins en smá kríublundur getur gert kraftaverk. Þegar barnið vaknar er um að gera að hafa tilbúinar bækur eða leikföng fyrir barnið svo það geti leikið sér. Það getur líka verið gott að taka með ferða- geislaspilara eða jafnvel DVD- ferðaspilara og uppáhaldstónlist- ina eða teiknimyndina. Fyrir alla fjölskyld- una. DVD-ferðaspilari er góð iausn / ferðalag- ið, ekki bara fyrir börn- in, þvl foreldrar geta horft á mynd á meðan börnin sofa i bitnum. Barnaafmæli með þema Eflaust vilja all- ir foreldrar gera barnaafmæli eftirminnilegt fyrir afmælis- barnið og ekki siður gestina. Það eru ýmsar leiðirsem hægt er að fara tilaö gera barnaafmælið eftirminnilegt og ein þeirra er að hafa ákveðið þema í afmælinu eins ogtildæmis „dýr“.Hægt er að baka súkkulaðiköku í dýraformi og hafa servíettur, pappadiska og dúk með dýramyndun á borðinu. Afmælisbarnið gæti síðan verið klætt upp sem uppáhaldsdýrið sitt og svo má fá einhvern liðtækan til að mála börnin í afmælinu með andlitsmálningu, allt eftir því hvert þeirra uppáhaldsdýr er. Dýraþema Upp- lagteraöleyfaaf- mælisbarninu að vera með I ráðum þegar velja á þema „Ég myndi ekki segja að ég hafi fengið menningarsjokk þegar ég kom út heldur var þetta jákvæð upplifún þar sem ég var alltaf að kynnast ein- hverju nýju. Ég fékk aftur á móti hálf- gert menningarsjokk þegar ég kom heim því þá hafði svo margt breyst," segir Sigríður Bára Steinþórsdóttir nemi en hún fór til Mexíkó sem skiptinemi á vegum AFS veturinn 2002-2003. „Það er rosalega margt eftírminnilegt frá dvölinni en þetta er náttúrulega allt önnur menning en er hér og annað tungumál. Svo eru ailir miklu kurteisari og ég kynntíst mikið af skemmtílegu fólki." haust jDegar ég fer í spænsku við Há- skóla Islands." Þegar skiptinemar fara til annars lands er fundin fyrir þá fjöl- skylda og skiptineminn þarf að laga að þeirra reglum og viðmiðum. ;g var rosalega heppin með fjöl- skyldu en foreldrar mínir voru svolít- ið strangir sem er kannski ekki skrítíð enda var ég bara ljóshærður krakki sem vissi ekki neitt. Ég þurftí til dæm- is alltaf að spyrja um leyfi til að fara út og svoleiðis." Sigríður segir þó að fjöl- skyldan hafi verið dugleg að ferðast með henni. „Þeim fannst mjög gam- an að sjá undrun mína og upplifún þegar ég sá eitthvað sem ég hafði aldrei séð áður.“ Á leið til Mexíkó Sigríður útskrifast frá Framhalds- skóla Austur-Skaftafellssýslu nú í vor og fer í útskriftarferð til Mexíkó. „Ég hlakka rosalega mikið til en ég ætla að fara og heimsækja fjölskylduna þegar ég verð þarna útí. Ég hef nú ekki verið í eins góðu sambandi og ég vildi en þegar ég sagði þeim að ég væri að koma þá voru þau mjög ánægð." Þeg- ar Sigríður er spurð um hvaða ráð hún vilji gefa tilvonandi skiptinemum segir hún án þess að hugsa sig um; „Segja já og amen við öllu. Þegar ein- hver býður manni til dæmis að smakka eitthvað framandi þá getur maður móðgað fólk með því að neita að smakka. Maður á að vera opinn fyrir að kynn- ast nýjum hlutum." í Listi yfir þau lönd sem hægt er að fara til sem skiptinemi «/l 08 Altalandi á spænsku Sigríður var dugleg að læra spænskuna en eftír að skiptinemaári hennar lauk tók hún stöðupróf í spænsku hér á landi og fékk metna flóra áfanga eða sem svar- ar öllum áföngum í fjóröa tungu- * máli í framhaldsskóla. „Ég bjó hjá fjögurra manna fjölskyldu í Texcoco sem er borg í um 40 mínútna akstursfjarlægð frá Mexíkóborg. Systur mínar tvær ' voru mjög duglegar að kenna mér spænskuna og sýna mér allt en önnur er jafngömul mér og hin er tveimur áium eldri. Mér gekk rosa- lega vel að læra spænskuna en ég hef hins vegar h'tíð talað málið eftir að ég kom heim og er því farin að ryðga aðeins. Það mun þó lagast í tine® sem eg naioi ^ ^víðaumV'eim 3 jssgsöSgSöggassas astjúá , tfilengri eöa nemar tíl Jnisjafntmffli fam '®a. S öðrulandt ® meðalann- ^^Seruíboöi-íf'.^eftirsóttarien C Ol ars önnur og ee^..'r“dáptmema. Segur ítob^Sdumsemhrin Viltu fara sem skiptinemi? Una- lingarðaldiinum 15-18 ára getafar- tðsemsUþtinemur <7 wgux} AFS'sam- smm Argentína Austurrlki Ástralía Bandaríkin Belgla Bólivía Brasilla Bretland Chíle Danmörk Dóminíska lýð- veldið Egyptaland Ekvador Finnland Frakkland Færeyjar Gana Grænland Gvatemala Hondúras Hong Kong Holland Indónesla Italla Jamaíka Japan Kanada Klna Kosta Rika Kólumbla Lettland Malasia Mexlkó Noregur Nýja-Sjáland Panama Paragvæ Perú Portúgal Rússland Slóvakía Spánn Suður-Afríka Sviss Svlþjóð Tékkland Túnis Tyrkland Tæland Ungverjaland Venesúela Þýskaland Áhugasamir geta kynnst sér AFS samtökin á heimasiðu sam- takanna; www.afs.is. A gelgjuimi Erfiðir foreldrar og óþolandi systkini Það er ekki alltafdans á rósum að vera unglingur, eins og Malcolm i miðið hefur fengid að reyna. FORELDRAR eru misnánir börnum sínum og þegar þau komast á ung- lingsaldurinn vilja samskiptin stundum verða svolítið stirðari enda unglingsárin tími mikilla breytinga í lífi unglings. Sumir ung- lingar eiga ekki íneinum vandræð- um með að ræða ýmis mál við for- eldra sina en aðrir vilja ekki ræða sum málefni jafnvel þó að foreldrar hvetji þau til umræðu. Hér eru nokk- ur atriði sem hafa ber i huga varð- andi hegðun unglinga. KYNLÍF Unglingsstrákar eru mjög áhugasamir um kynlífen á ung- lingsárunum eykst testósterón í líkama þeirra sem kallar fram enn fleiri hugsanir um kynlíf en áður. Það er því gott að gauka því að unglingsstráknum að hann sé ekk- ert afbrigðilegur, þetta sé tímabil sem allir unglingsstrákar ganga í gegnum. UNGUNGURtNN á ekki að fá enda- lausa peninga frá þér. Það er mikil- vægtað unglingurinn fái aðeins ákveðna vasapeninga á viku en ekki eins mikið og hann þarfþví annars mun hann/hún seint kunna með peninga að fara. Með því að stofna sérreikning hefur unglingur- inn betri yfirsýn yfir vasapening sinn, hverju hann/hún eyðir og hver innistæð- PERSÓNULEIKI UngHngsárin eru tími breytinga og ungling- ar eru að breytast og mótastsem persónur ekki síður en líkam- lega. Foreldrar eru miklar fyrirmyndir ekki síður en vinir en og það er ekki alltafnei- kvætt þó unglingurinn leiti i félags- skap sem er þér ekki að skapi. ÁSTARSORC Unglingar geta upplif- að ástarsorg ekki síðuren fullorðnir. Það er mikilvægt að þú virðir tilfínning- arunglingsinsog gerir ekki lítið úr þeim. Hvolpaást er líka ást. VERTU TIL STAÐAR Það er mikilvægt að unglingurinn viti aö þú sért til staðar fyrir hann/hana þegar á þarfað halda hvort sem um er að ræða ástarsorg, vandamál, góðan árangur eða annað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.