Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 17.05.2005, Blaðsíða 11
DV Fréttir ÞRIÐJUDAGUR 17. MAÍ2005 7 7 Leikskólakennarar í rúm- enska bænum Cisnadie urðu uppvísir að kynlífspar- tíi í leikskólanum sínum eft- ir að hafa skilað bömum tii foreldra sinna og forráða- manna. Partíin vom tekin upp á myndband og sjást hálfberar starfskonur leik- skólans í grímubúningum bamanna drekkandi og reykjandi í vafasömum leikj- um. Partíin fóm fram í leik- herbergjum bamanna. Áttavillt lögga Lögreglumaður á Ind- iandi virðist hafa átt erfitt með að ákveða hvom megin hann ætti að vera við lögin. Þegar fólk við opnunarhátíð hvfldarhúss fyrir ffla kvartaði yfir því að vasaþjófar hefðu rænt það kom í ljós að lögreglu- maðurinn Gopal Singh var hinn seki. Gopal var ekki á vakt og klæddur borgara- legum klæðum. Yfirmaður Gopals mun hafa útskýrt fyrir honum að hann slyppi ekki þrátt fyrir að vera lögreglumaður.Gopal hefur verið vikið frá störf- um. Bandvitlaus brunaslanga Úkraínskir slökkviliðs- menn hlupu í ofboði út úr brennandi húsi í borginni Donetsk þegar einn þeirra greip óvart þriggja metra langa kyrkislöngu sem hann hélt vera bruna- slöngu. Eigandi hússins náði að telja mennina á að fara aftur inn í húsið þegar hann hafði sannfært þá um að slangan væri með öllu mein- laus. Að lokum var eldurinn slökktur eftir að slangan hafði verið dregin út heil á húfi. Star Wars: Episode III var frumsýnd í Cannes um helgina við mikið lof áhorfenda. Umræðan um myndina hefur þó snúist upp í pólitískar vangaveltur og gagnrýni á George W. Bush Bandaríkjaforseta og stefnu hans í heimsmálunum. SvarMi borinn saman við Busli Frumsýning nýjustu Star Wars-myndarinnar, Star Wars: Epi- sode III - Revenge of the Sith, hefur vakið upp spurningar af pólitískum toga. f henni þykir mörgum sem verið sé að gagnrýna framgang Georges W. Bush í heimsmálunum. Það sem helst stakk áhorfendur myndarinnar á sunnudaginn var setning sem Anakin Skywalker mælti af vörum fram skömmu áður en hann breyttist í illmennið Darth Vader, en er betur þekktur á íslandi sem Svarthöfði. Þar sagði hann: „Þú ert annaðhvort með mér í liði eða þú ert óvinur minn.“ Glöggir áhorf- endur drógu samstundis þá ályktun að hér væri verið að vitna í hin frægu orð Georges W. Bush frá ár- inu 2001, í upphafi stríðs hans gegn hryðjuverkum. Þar gaf hann heim- inum eftirfarandi úrslitakosti: „Þið eruð annaðhvort með okkur eða á móti okkur í stríðinu gegn hryðju- verkum". Stríð fyrir frið Fleiri línur í myndinni þykja bera keim af rökræðu ráðamanna í Hvíta húsinu undanfarin ár. í myndinni tala fylgjendur Svart- höfða um að blóðsúthellingar og illvirki séu nauðsynleg til að koma á friði og stöðugleika í alheiminum. Nokkuð sem hljómar ansi líkt því sem Bush og félagar hafa haldið fram, að stríð sé vopn til að koma stöðugleika í heiminum. Á blaðamannafundi eftir mynd- „En hliðstæðurnar á milliþess sem við [Bandaríkin] gerðum í Víetnam og í írak er ótrúlegar." ina vildi George Lucas, leikstjóri myndarinnar, ekki meina að hand- ritið sem slíkt væri bein árás á Bush og stríðið í frak. Hann benti á að sagan sjálf hefði verið skrifuð þegar Víetnamstríðið var í algleymingi. En viðfangsefnið eigi enn við. Rauði þráðurinn hafi verið og sé enn spurningin um hvernig lýðræðisríki snúist yfir í einræðisríki. Illt fólk Lucas bendir á að hann hafi skrifað handritið að myndinni áður en stríðið í írak hófst. „En hliðstæð- urnar á milli þess sem við [Banda- ríkin] gerðum í Víetnam og í írak er ótrúlegar," sagði Lucas og bætti við að hann hefði ónotatilfinningu þess eðlis að Bandaríkin væru að glata gildum sínum og hugmynd- um um lýðræði. Lucas sagðist ekki hafa áttað sig á hversu nálægt sag- an í myndinni væri atburðum líð- andi stundar og sagðist óska þess að örlög Bandaríkjanna yrðu ekki lík endinum í Star Wars: Episode III. í lok blaðamannafundarins sendi Lucas, að því er margir vildu meina, Bush forseta sínum pillu þegar hann útskýrði fall hins góða Anakins Skywalker og sagði: „Flest illt fólk heldur að það sé gott fólk". Heimild:Japan Today M A S T E R Master ehf, Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík, sími ■■■ www.masterbill.is fskiptnr, Panorama-toppur, gardínur í afturhurðum, rafdrifin gardína í afturglugga, rafdrifíð bílstjórasæfí með minni, fjarlægðarskynjarar, regnskynjari, leður- & tau innrétting, ESP stöðugleikakerfi & spólvöm, upphituð framsæti, Xenon ljós, hvítir mælar o.fl. 2ja ára ábyrgð / Afhendingarskoðaður af Ræsi hf sem annast alla þjónustu. Fyrsta skoðun frí. , sem er um 10% undir listaverði. Mercedes-Benz

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.