Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ2005 3 Farið með fisk til Nígeríu Það var nóg að gera á vinnusvæðinu við Reykjavíkurhöfn í gærmorgun. Magnús Þorsteinsson lyftarakarl tyllti körum full- um af þorskhausum upp í flutningabíl. Vinnufélagar hans stóðu skammt ff á og virtu fyr- ir sér meistarann að verki. „Þorskurinn er á leið til Nígeríu," sagði annar verkamannanna og glotti, enda peninga- lykt í loftinu. Skyndimyndin Magnús hefur unnið á lyftaranum við Reykjavíkurhöfti síð- astliðin ellefu ár. Sólin skein í gær þótt það væri örh'tið kalt í veðri. „Þetta er ágætis dagur,“ sagði Magnús sem gaf sér smá- stund til að ná andanum og spjalla við félaga sfna. Síðan var hann þotinn aftur af stað. Eftir fleiri körum. Fleiri þorskhausum. Áður en flautað var til hádegishlés keyrði vörubíllinn á brott. f Nígeríu bíða heimamenn trúlega spenntir eftir þorsk- hausum Magnúsar. Þar er fiskur munaðarvara. Spurning dagsins Á að fylgjast með fótboltanum í sumar? Aðsjálfsögðu „Já, maður gerir það, engin spurning. FH er mitt lið og hefég fulla trú á að það muni verja titilinn íár. Ég sá reyndar ekki fyrsta leikinn en mun láta sjá mig á vellin umísumar." Arngrímur Vilhjálmsson slökkviliðsmaður. „Nei, ég hef ekki áhuga á fótbolta þó ég hafi áhuga á öðrum íþrótt- um." „Nei, það verð- ureitthvað takmarkað, ég hefekki mik- inn áhuga á ís- lenska boltan- um." Hekla Rán Kristjánsdóttir, starfsmaður í Steinari Waage. Sigurður Rúnar Karlsson nemi. Hákon Þorsteinsson, starfs- maður í íþróttavöruverslun. „Já, ætli maður muni ekki fylgjast eitt- hvað lauslega með boltan- um." Anna Wessman Húsmóðir. Sparkvertíðin hófst síðastliðinn mánudag.Áhorfendafjöldi á leikj- unum hefur aukist síðustu ár og verður fróðlegt að sjá hvort sú þróun haldi áfram þetta árið. Sódóma Reykjavík frumsýnd G amla myndin að þessu sinni er frá árinu 1992 þeg- ar kvikmyndin Sódóma Reykjavik var frumsýnd. Eftir sýninguna var haldið heljarinnar parti á Hótel Borg þar sem aðstandendur myndarinnar fögnuðu út- komunni. Kvikmyndin sem er í leikstjórn Óskars Jónassonar hefur heldur betur slegið i gegn og er ein af klassísku myndum okkar. Margar ódauð- legar setningar eru i myndinni ognú þrett- án árum síðar heyrir maður setningu eins og „Partí i Dúfnahólum 10“ sem Björn Jörundur öskraðisvo eftirminni- lega í myndinni. Helgi Björnsson, Eggert Þor- leifsson, Sigurjón Kjartans- son og fleiri fara með aðal- hlutverkin í myndinni. En hvernig varþetta parti?„Ég man bara ekkert eftir þessu, “ segir Björn Jör- undur sem lék Axel i myndinni. LÍÐA UNDIR LOK Að líða undr lok merkir að fara for- görðum, deyja eða hverfa. Lokið sem um ræðir í orötakinu er lík- \ kistulok. Látinn maður er lagður I kistu sem síðan erlokað, venjulega að\ viðstöddum ættingjum og vinum. Málið „60 prósent alls þess sem ég hef upplifað eru bandarísk og því liður mér eins og Bandaríkja- /M manni. Ég get bara ekki farið þangað og kosið. Þess í stað \ geri ég kvikmyndir um Bandaríkin," Lars von Trier, danskur kvikmyndaleik- stjóri \ ÞÆR ERU SYSTUR Sjónvarpskonan & útvarpskonan BrynhildurÓlafsdóttir,skeleggafréttakonaná Stöð 2, og Þórhildur Guðrún Ólafsdóttir, út- varpskona á Talstöðinni, eru systur. Þær eru dætur Ólafs Guðmundssonar og Guðlaugar Erlu Pétursdóttur í Grundarfirði en hafa báðar hleypt heimdraganum og búa í Reykjavík eins og störfþeirra gefa til kynna. Rockadile 20" keðjuhlíf, standari og bjalla fylgir með | álnjaii |álnól[ milriii nnallmfapan j 1 girar lálniarðirl álnptlivillriir leinailálslell 6D61 Isunlour traindemÐari l75mm Sliimanii I21 níiar ; ffi j mBaeSSsET Argerð 2005 Rockadile AL24" Sumartilbod Frábært tilbod á Mongoose barna og krakkahjólum. Mikid úrval af hjálmum verd frá 2.990 keðjuhlíf, standari og bjalla fylgir með NVON COOSE —alvöru fjallahjólJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.