Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 18.MAÍ2005 Fréttir DV Barist er um hverja helgi á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík. Bæjarbúar hafa si- fellt meiri áhyggjur af ástand- inu enda staðurinn einna lík- astur vígvelli þegar hundruð manna fagna vikulokum. Eig- endur staðarins bera því við að „einhvers staðar þurfi vondir að vera“. Dyraverðir og starfsmenn hafa þurft að leita sér hjálpar eftir átök. ..ftSaBfi I Eftirlitsmyndavélar á I staðnum Eigandistaö- I arins segir dyraverði og I eftirlit i hágæðaflokki I enda nóg að gerast. .... 1 Árni Sigfússon, bæj- I arstjóri (Reykjanes- I bæ Segir reglur eiga að I gilda á Traffic sem og I annars staðar. I Jóhann Geirdal, I oddviti minnihlutans | ] Hefur áhyggjur af I ástandinu. Ungri stúlku var nauðgað á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík um helgina. Ofbeldi virðist daglegt brauð á þessum vinsælasta skemmtistað Reykjanesbæjar. Eigendur staðarins segja vin- sældum hans um að kenna. Dyraverðir og barþjónar eru meiddir eftir helgarátök. Keflvíkingar eru uggandi og bæjar- stjórinn vill skoða málið. „Það má ekki líta á það sem svo að einhvers staðar þurfi vondir að vera,“ segir Ámi Sigfússon bæjar- stjóri Reykjanesbæjar um ástandið á skemmtistaðnum Trafflc. „Eðli- legar reglur eiga að viðgangast á þessum stöð en auðvitað geta óhöpp gerst. Ef rétt er að ofbeldi sé meira á þessum stað en öðrum þarf að skoða það mál.“ Miðað við fréttír síðustu vikna frá Reykjanesbæ virðist Traffic einmitt vera staðurinn sem barist er á. Alvarleg mál Þannig er mönnum í fersku minni þegar Skotinn Scott Ramsey varð dönskum hermanni að bana mni á skemmtistaðnum. Síðan þá hafa fréttír borist nánast eftír hverja einustu heigi um líkams- árásir, misalvarlegar, inni á staðn- um eða fyrir utan. Menn eru nef- brotnir, glös brotin á höfði þeirra eða hópslagsmál brjótast út, oft með alvarlegum aíieiðingum. Fjöldi mála sem komið hafa upp á staðnum hefur ratað fyrir dóm. Dyraverðir meiddir Pálmi Þórarinsson er fyrrver- andi eigandi Traffic. Hann seldi staðinn félaga sínum fyrir viku síðan. Pálmi segir að meg- inástæðan fyrir þessu ástandi sé sú að Traffic sé eini staðurinn sem opinn er í bænum yfir nótt- ina. „Ef það væri enginn staður væru lætin bara í heimahúsum,“ segir Pálmi. Hann segir jafnframt að lands- lið dyravarða vinni á staðnum enda starfið ekki fyrir neina aukvisa. „Dyraverðimir eru oft lemstrað- ir eftír helgarnar héma, eins og maður sjálfúr," segir Pálmi. Stúlku nauðgað Síðasta ofbeldisverkið á Traffic var nú um hvítasunnuhelgina þeg- ar ungri stúlku var nauðgað. Pálmi segir að í því tilviki hafi dyraverð- imir bmgðist hárrétt við. „Þeir heyrðu hvað var að gerast og brutu upp hurðina. Það kom í ljós að stúlkan var í annarlegu ástandi og henni var komið til hjálpar. Ein ástæðan fyrir öllum þessum mál- um er hvað gæslan er öflug. Ef dyraverðirnir hefðu ekki stoppað þetta af hefði nauðgunin trúlega aldrei komist upp,“ segir Pálmi. Aðgerða krafist Rauði þráðurinn í máli Pálma er sá að einhvers staðar þurfl vondir að vera og það sé betra að þeir séu ailir á sama stað þar sem eftirlit er öflugt. Ekki em þó aiiir á sömu línu. Jóhann Geirdal, oddvití minnihlutans í bænum, segir hinn almenna bæjarbúa ekki par sáttan. „Það er auðvitað hábölvað að heyra af þessu ofbeldi, helgi eftir heígi,“ segir Jóhann og bætír við: „Eitthvað hlýtur að þurfa að gera." simon@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.