Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 33
X>V Menning MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ2005 33 Gamli finnski sýningarskálinn á Tvíæringnum í Feneyjum verður í sumarhitanum lagður undir einka- sýningu Gabríelu Friðriksdóttur. Hún fer í spor íjölda íslenskra listamanna sem þar hafa sýnt á síðustu áratugum. Sýningin er opin- bert framlag ís- lands á Tvíæring- inn og gera menn sér vonir um að með henni aukist hróður hinnar ungu listakonu á meginlandinu og vonandi víðar. Fyrri fulltrúar okkar á Tvíæringnum hafa veriö margir: Rúrí slúttaði fyrir skömmu sýningu í Listasafni ríkisins við Fríkirkju- veg á tilleggi sínu, Endangered Water, og þar áður var það Finn- bogi Pétursson. íslenskir listamenn hafa lengi tekið þátt í Tvíæringnum sem er hluti af víðtæku listasýninga- prógrammi sem rekið er í Feneyj- um stóran hluta af árinu: kvik- mynda- og leiklistarhátíðin er í september, dans í júní, arkitektúr í nóvember, myndlist leggur und- ir sig sumarmánuðina, tónlistin október. Listgreinarnar skiptast svo á frá ári til árs og á því byggist tvíæringsheitið. Þær eru mis- gamlar en flestar hafa verið fastur liður í menningarlffi Evrópu, en þó sérstaklega Norður-ítala og nágranna þeirra í hartnær hálfa öld. Saga Tvíæringsins er eldri; hann var stofnaður 1895 og hefur æ síðan verið í framverði hinna ýmsu listgreina, stöðugt haldið fram avantgarde-listum, því nýjasta og byltingarkenndasta í hverri grein listanna: kvikmynda- hátíðin hefur verið haldin í sextíu og eitt sinn, myndlistarhátíðin fimmtíu sinnum, en tónlistarhá- tíðin fjörutíu og átta sinnum, dans og arkitektúr eru mun yngri. Flæðisker lónsins fslenskir listamenn munu snemma hafa skotist niður eftir í Lón og sýnt í vopnabúrinu gamla. Hlé varð á myndlistarhátíðinni eftir ólætin í æsku álfunnar 1968 og komu íslendingar ekki að há- tíðinni fyrr en 1978 en þá sýndi Sigurður Guðmundsson í sameig- inlegum skála Norðurlandaþjóð- anna. Það var aðstöðuleysið sem olli erfiðleikum í þátttöku íslenskra myndlistarmanna: Magnús Páls- son sýndi í danska skálanum 1980, en frá og með 1984 hefur íslenska sýningin verið til húsa í finnska skálanum sem hannaður er af Al- var Alto, hinum heimsfræga höf- undi Norræna hússins. Finnar höfðu þá ráðist í að byggja skála með Norðmönnum og Svíum en ráðamenn hér heima sáu ekki ástæður til að taka þátt í svoleiðis vitleysu. Gamli finnski skáhnn mun vera ljómandi hús en nokkuð lffið. Síðan hafa ellefu myndlistar- menn sýnt þar á okkar vegum. Gestafjöldi á þessar sýningar telur oft hátt á annað hundrað þúsund. Sú sposka stúlka Gabríela Friðriksdóttir. DV-myndTeitur sambýl- ismaður Gabríelu, Erna Ómars- dóttir dansari og Sigurður Guð- jónsson. Tónlistin sem fylgir Tetrológíunni er ltka sérstök og frumsamin vegna þessa tilefnis. Það eru nánir vinir og samstarfs- menn Gabríelu til margra ára sem standa að henni: Björk, Borgar Þór Magnason, Daníel Ágúst og Jónas Sen. Verður diskur með tónlistinni gefinn út og mun vera til sölu í sýningarskálanum. Hann mun fylgja með bæklingi sem gef- inn er út um sýninguna og er raunar sérstakur gripur. Hönnun annast M/M, hönnunarstofan í París sem hefur meðal annars hannað diskaútgáfur Bjarkar og nýtur mikils álits fyrir frumlega og skemmtilega hönnun. Hún hefur einnig annast útlit hátalara í sýn- ingarskálanum og allt útgefið efhi: Kristín Ómarsdóttir og Sjón eiga þar í texta auk Hans Ulrich Obrist og Stephanie Cohen. Sunnan og vestan Gabríela er Reykvíkingur, fædd 1971, en á ættir að rekja vestur á firði að hluta og hingað suður. Hún er menntuð í Listaháskólan- um, en fór síðan til Prag og Ítalíu. Hún hefur þegið ýmsar viður- kenningar: Verðlaun Pennans 1999, starfslaun listamanna í þrí- gang, var styrkþegi sjóðs Guð- mundu S. Kristinsdóttur sem Erró stofnaði. Hún hefur haldið á ann- an tug einkasýninga og tekið þátt í á þriðja tug samsýninga. Hún vinnur í fjölbreytileg form þó að teikningin standi henni býsna nærri en leiði yfir í önnur form og efni. Hún hefur meðal annars unnið með myndbönd. Lítið selt Ekki er hægt að segja að Gabrí- ela hafi náð almenningshylli þó að mörg verka hennar geti talist til svokallaðrar stofulistar. Athygli vakti fýrir fáeinum árum þegar Ingibjörg Pálmadóttir keypti mörg verk hennar og setti upp á herbergjum 101 hótels, en þeir sem til þekkja fullyrða að hún sé ein stærsta von íslands á alþjóð- legum vettvangi. Þar njóti hún styrks af samstarfi sínu við Björk og ætti sýning hennar í Feneyjum að styrkja menn enn frekar í þeirri von. Gabríela er einn af mörgum listamönnum sem Edda Jónsdótt- ir hefur á sínum vegum í galleríi 18. Það hefur verið mikil vinna hjá Gabríelu á síðustu vikum: hún var með verk á listamessunni í Basel fyrir skömmu eins og greint var frá hér á síðunum, á laugardag opnaði hún sýningu með Matt- hew Barney í Listasafninu á Akur- eyri. Næst eru það Feneyjar. Tíu milljóna landkynning? Viðvera íslands á þessum slóð- um er talin nauðsynleg: val á listamanni til þátttöku á Tvíær- ingnum í Feneyjum er í höndum nefndar sem starfar á vegum menntamálaráðuneytis, en hana skipuðu þau Hrafnhildur Schram, Ólafur Kvaran og Jóhann Torfa- son þegar afráðið var að Gabríela yrði fulltrúi íslands. Það eru lagðar tíu milljónir í sýningarhald þar: tveir þriðju ganga til listamannsins sem val- inn er og verður hann af því að kosta allt sitt: efnivið, vinnslu- tíma, flutninga og uppsetningu. Segja sumir að það sé hefndargjöf að þiggja vist í Feneyjum. Kostn- aður sé mun meiri en ávinningur, vinnan meiri en launin. Gabríela hefur verið á starfslaunum, en sýning hennar nýtur að auki stuðnings fslandsbanka. Það er Laufey Helgadóttir list- fræðingur sem er enn sýningar- stjóri í Feneyjum fyrir íslands hönd. Hún er öllum hnútum kunnug þar syðra og hefur staðið í þessu áður. Starfsmaður í skálanum verður Birta Guðjóns- dóttir myndlistarkona. Spenna og flaumur Gabríela sýnir margskyns verk í sýningu sinni: fjögur mynd- bandsverk, Vasations/Tetralogia og margradda innsetningu byggða úr ólíkum þemum og formum: myndum, skúlptur og lágmynd. Á kynningarsíðum segir að hún kanni í verkum sínum skynjun okkar og hvatir, tilfinn- ingar og þrár; grípi til vopna gegn óreiðu, ofboði og sundrungu okk- ar daga, kanni mörkin þar á milli, flaum og spennu." Hún hefur breytt skálanum ytra og innra og gefur í útliti hans upp hvað búi inni. Þar taka við hugheimar, raunsær draumur eða draum- kenndur veruleiki: undraland tákna, hljóða og mynda. Kynning- armeistarar hennar boða ferð milli draums og veru, sannleika og blekkingar, himna og vítis. Liðsmenn að fornu og nýju Samstarfsmenn hennar við myndbandagerðina sem samsett myndar Tetrologíuna eru þau Björk Guðmundsdóttir, frænka hennar, Daníel Ágúst Haraldsson,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.