Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.2005, Blaðsíða 13
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 18. MAÍ2005 13 ★ ¥ ★ „Dorrit Moussaieff hitti Ólafí bú- staðnum hans í gærmorgun en hún hafði flogið beint frá Los Angeles." Spá í kventísk- una í Kína Dorrit Moussaieff forseta- frú opnaði í gær, ásamt Ólafi Ragnari Grímssyni eigin- manni sínum, nýja verslun tískukeðjunnar Oasis, í mið- borg Peking. Dorrit var klædd í litríka kápu ffá Oasis sem er í eigu Mosaic-fyrir- tækisins, sem Baugur á stóran hlut í. íslenska sendinefndin og kínverskir gestir fögnuðu Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Ingibjörgu Páimadóttur sem stóðu fyrir opnuninni. Oasis hefur opnað 30 búðir í Kína síðasta hálfa mánuðinn og stefnir að þvi að opna miklu fleiri. Jón Ásgeir segir að Oas- is hafi þurft að laga fatah'n- una að smekk og lögun kín- verskra kvenna. Það þýðir að buxur eru þröngar, toppar víðir en þröngt um mittið, samkvæmt upplýsingum sem DV aflaði sér við opnun verslunarinnar í gær. Bílfurí isness með Kínverjum Björgólfur Thor Björgólfsson skrifaði í gær undir samning við kínverska fyrir- tækið Huawei sem framleiðir símakerfi. Hann skrifaði undir við athöfn þar sem forsetar íslands og Kína voru viðstaddir. Björgólfur Thor segir að fýrirtæki hans og kínverska fyrirtækið hafi unnið saman í Austur-Evr- ópu og samningurinn sé um að halda því áfram. Bankastjórar í kommunista- höllinni Bankastjórar íslensku bankanna Landsbankans, KB banka og íslandsbanka kynntu sér í gær musteri kínverska kommúnismans, Höll alþýðunnar. Banka- mennirnir, Hreiðar Már Sig- urðsson, Sigurjón Árnason og Bjarni Ármannsson eru á meðal þeirra hátt í 200 ís- lensku bisnessmanna sem fylgja Ólafi Ragnari Gríms- syni forseta á ferð hans um Kína. Á myndinni eru líka Baldur Guðnason, forstjóri Emskips, og Lýður Guð- mundsson, annar Bakka- bræðra sem eiga Bakkavör. Bankastjórunum leist vel á kommúnistahöllina sem var byggð á tíu mánuðum á ár- inu 1958 þegar Kínverjar vildu sýna umheiminum hvers þeir væru megnugir. ■ / Dorrit heilsar forsetafrúnni Ólafur Ragnar og Hu Jintao með eiginkonum sín- um fyrir fundinn f Höll alþýðunnar. ánægður með fundinn sem hann átti með forseta Kína í gær. Þar voru raunar mættir margir af helstu leiðtogum landsins. Fyrir fundinn lék lúðrasveit kínverska hersins íslenska þjóðsönginn á torginu fyrir framan Höll alþýð- unnar og undir hljómuðu fall- byssuskot. Herinn stillti upp sín- um bestu mönnum sem stóðu vörð og þrömmuðu fram og til baka fyrir forsetana tvo og ís- lensku bisnessmennina sem stóðu á tröppum hallarinnar og fylgdust með. Lýðræði og mannréttindi Á fundinum ræddu Ólafur og Hu Jintao sameiginleg hagsmuna- mál og samvinnu ríkjanna í við- skiptum á ýmsum sviðum, göml- um og nýjum. Ólafur ræddi einnig lýðræðis- og mannréttindamál við Jintao og sagði Klnaforseta vera reiðubúinn að ræða þau mál hreinskilnislega við fslendinga. Ólafur sagðist vonast til þess að ís- lensk félagasamtök, stjórnmála- flokkar og verkalýðsfélög tækju það upp að heimsækja Kína og ræddu opinskátt við kollega sína. kgb@dv.is Kínverskir ráðamenn létu tæma hið risastóra Torg hins himneska friðar í gær. Hermenn stóðu vörð um að enginn kæmist inn á torgið á meðan Hu Jintao, forseti Kína, tók á móti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands, og fylgdarliði við Höll alþýðunnar í miðborg Peking. Þegar bflalest Ólafs Ragnars keyrði í gegnum borgina í gær, var götum lokað fyrir annarri umferð, þar á meðal heilu hraðbrautun- um. Kínverjar sem vildu komast leiðar sinnar, urðu að bíða þar til íslenski forsetinn var farinn hjá. Ökumenn voru margir komnir út úr bílum sínum, sumir bölvuðu, aðrir reyktu sígarettur. Við allar brýr og með reglulegu millibili stóðu hermenn vörð. Við Torg hins himneska friðar og Forboðnu borgina blakti íslenski fáninn við hliðina á þeim kínverska. bústaðnum hans í gærmorgun en hún hafði flogið beint frá Los Ang- eles. Fyrsta verkið var að fara upp á Kínamúrinn, sem var í fyrsta skiptið sem Ólafur kom þangað, en Dorrit hafði oft komið áður á múrinn. Fyrst árið 1973 þegar hún vann við að rannsaka fornminjar ásamt föður sínum. „Þá var ég 23 ára og allt var öðruvísi," sagði Dorrit á Kínamúrnum og lýsti því hversu frumstætt ailt hefði verið þá. Hún sagði að þá hefðu allir verið eins klæddir en nú væri fólk nútímalegt. Dorrit kom frá LA Dorrit Moussaieff hitti Ólaf í Hersýning og lúðrasveit Ólafur Ragnar var afskaplega ■■ m Orkuveituforingi í skoðunarferð um kínverska þingið Alfreð gleymdi fundinum með forsetanum Þegar fundur Ólafs Ragnars Grímssonar og Hu Jintao ásamt sendinefhdum þeirra hófst í Höll al- þýðunnar í Peking í gær, var eitt sæti autt. Fyrir framan sætið var nafn- spjald Alfreðs Þorsteinssonar stjórn- arformanns Orkuveitu Reykjavíkur og formanns borgarráðs Reykjavík- ur. Alfreð er í opinberu sendinefnd- inni sem fylgir forsetanum um allt og átti að mæta á þennan fund. Þar er hann í krafti stöðu sinnar hjá Orkuveitunni sem tekur þátt í ffurn- kvöðlaverkefnum í Kína og sem full- trúi Reykjavflcurborgar. Þegar starfsmenn íslenska sendi- ráðsins komust að þessu, hófu þeir leit að Alfreð og fundu hann þar sem hann var í skoðunarferð um kín- verska þingið með íslensku við- skiptasendinefridinni. Hann hafði gleymt því að hann ætti að vera á fundinum en ákvað að þótt langt væri liðið á fundinn væri best að hann tæki sæti sitt þar. Það gerði hann og kláraði fundinn með valda- mestu mönnum Kína.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.