Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Síða 11
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ2005 17
Ótryggðurá
ofsanraða
Ökumaður bifhjóls var
stöðvaður á 162 kílómetra
hraða á klukkustund á
Kringlumýrar-
braut rétt íyrir
ellefu á mánu-
dagskvöldið.
Þar er 80 kiló-
metra hámarkshraði. Að
sögn lögreglunnar reyndi
ökumaðurinn að komast
undan en náðist snögglega.
Hjólið reyndist ótryggt og
voru skráningarnúmer því
fjarlægð. Ökumaðurinn má
búast við þriggja mánaða
leyfissviptingu enda á tvö-
földum hámarkshraða, sem
og 70 þúsund króna sekt.
Þá eru margir enn á nagla-
dekkjum en sekt við því er
5000 krónur.
Yfirheyrslur
standa enn
yfir
Skýrslutökur lögregl-
unnar af vitnum að
morðinu í Hiíðarhjalla
hafa engu bætt við þá vit-
neskju sem lögregla hafði
um málið. „Þetta hefur
frekar verið til að skerpa
þá mynd sem við höfð-
um,“ segir Friðrik Smári
Björgvinsson yfirlögreglu-
þjónn í Kópavogi. Hann
segir yfirheyrslur hafa
gengið ágætlega þrátt fyr-
ir ýmsa tungumálaerfið-
leika en langflest vitni eru
Víetnamar að uppruna.
Yfirheyrslum yfir árás-
armanninum, Tién Ngu-
yen, er ekki lokið en hann
hefur enn ekki játað.
Kveðjustund
Ásdísar
Ásdís Halla Bragadóttir
hætti formiega sem bæjar-
stjóri Garðabæjar í gær
þegar hún veitti arftaka sín-
um Gunnari Einarssyni
„lyklana“ af bæjarstjóra-
skrifstofunni. Gunnar not-
aði tækifærið og greindi frá
því að samþykkt hafði verið
í bæjarráði um morguninn
tillaga sem felur í sér um-
talsverðar breytingar á
þjónustu við börn frá eins
árs aldri til tólf ára í Garða-
bæ. Kostnaður vegna breyt-
inganna verður um sjö
milljónir á þessu ári og 28
milljónir í heildina.
Barinní
bústað
Til átaka kom innan
hóps framhaldsskóla-
nema af höfuðborgar-
svæðinu í sumarbústað í
Rangárþingi eystra að-
faranótt sunnudags.
Samkvæmt vef lögregl-
unnar á Hvolsvelli mun
einn aðili hafa verið tals-
vert illa útleikinn eftir
líkamsárás en náð að
flýja. Sá er grunaður er
um verknaðinn var
handtekinn og látinn
sofa úr sér í fanga-
geymslu á Hvolsvelli.
Hópurinn mun hafa leigt
bústaðinn til að fagna
próflokum. Málið er talið
upplýst.
Sonur Kristínar Guðríðar Hjaltadóttur í Yrsufelli vill búa áfram með móður sinni,
hvort sem það verði í tjaldi eða bíl, til dauðadags. Þeim hefur verið boðið að fara á
heimili fyrir geðsjúka og fatlaða á landsbyggðinni.
Ætla ao bua saman
til dauðadags
„Við förum alltsaman
sem við þurfum að
fara. Það breytist
ekki. Ekki í okkar lífi."
Mæðginin í Yrsufelli, sem hafa verið rekin burt af heimilum sín-
um frá því þau komu frá Keflavík fyrir áratug, hyggjast fjárfesta í
tjaldi á næstunni. Félagsbústaðir vísa þeim á dyr um mánaða-
mdtin í Yrsufelli 7 vegna undirskriftalista allra nágranna þeirra.
Þeim hefur verið boðið að búa á
stofnunum fyrir fatlaða, annars
vegar, og aldraða með geðveilu,
hins vegar. Búseta þeirra nærri öðr-
um hefur alltaf endað illa. Nú síðast
sökuðu þau nágranna sína meðal
annars um líflátshótanir og morð-
tilraunir. Nágrannamir saka þau
um sífelldar árásir sem einkennast
af vænisýki.
„Við viljum ekki fara á stofnun
eða sambýli," segir Antonio Pass-
ero, 37 ára gamall sonur Kristínar
Guðríðar Hjaltadóttur.
„Ráðgjafinn uppi í Mjódd kom
með pappíra og sagði mér að skrifa
undir. Ég sagði honum sjálfum að
skrifa undir. Þá átti að senda okkur
á stofnun," segir hann.
Stofnanirnar í boði er annars
vegar Hólabrekka í Hornafirði, sem
er sambýU í sveitinni fyrir þroska-
hamlaða, og hins vegar Ás í Hvera-
gerði, sem er ætlað öldruðum fólki
með geðraskanir. „Þeir eru alltaf að
reyna að þvinga okkur til að fara á
stofnun," segir Kristín Guðríður
mæðulega.
Saman til dauðadags
Kristín og Antonio hafa búið
saman frá því hann fæddist vorið
1968. Þau hafa verið flæmd úr
fjölda íbúða og búið í bíl um skeið.
Kristín segist hafa fengið kal í fótinn
og hjartabilun í bflnum. Antonio
segist hafa ofkælst, en öryggisvörð-
ur Securitas hjálpaði honum. Þau
ætla að vera saman í gegnum súrt
og sætt til dauðadags.
„Við förum allt saman sem við
þurfum að fara. Það breytist ekki.
Ekki í okkar lífi,“ segir Kristín.
Sjálfúr leitar Antonio ekki að
kærustu, „enda liggur ekkert á“,
eins og móðir hans segir.
í bílinn
Mæðginin vísa í sjálfsákvörðun-
arrétt sinn og hyggjast búa frjáls í
bifreið sinni og hafa tjald til vara.
„Ég er nú ekki alveg svo klikkaður
að ég fari inn á stofnun fyrir tím-
ann. Ef ég bý á stofnun þá verð ég
sveltur. Við tökum bara okkar
ákvarðanir sjálf og förum í bflinn.
Ég bjó heilt ár í bflnum, ekki þess-
um sem ég á núna, heldur öðrum,"
segir Antonio.
Daga sína nota mæðginin til að
vafra um miðborgina. Bæði eru þau
öryrkjar og hafast oftast við nærri
Hlemmi á daginn. Þau fara út
snemma morguns og koma heim
við lok venjulegs vinnudags.
Á Hlemmi
Antonio segist vilja leiðrétta
nágranna sína í YrsufeUinu. „Þeir
fara með ósannindi þessir nágrann-
ar og láta eins og við ger-
um allt en þeir ekkert,"
segir hann. „Við förum út
klukkan átta á morgnana
og komum heim klukkan
fimm og erum lítið fyrir
fólki," segir Kristín Guð-
ríður.
Og nú segjast mæðgin-
in fengið nóg af Félagsbústöðum.
Leiðin Uggi óumflýjanlega í bílinn.
„Við skulum aldrei, aldrei, aldrei aft-
ur sækja um íbúð hjá þeim. Því ég
hef reynslu af því. Þeir setja okkur
innan um einhverja tóma rugludalla
æ ofan í æ,“ segir Antonio.
Sveitadraumur
Sigurður Friðriksson, fram-
kvæmdastjóri Félagsbústaða, segir
það almennt að taka verði tillit til
allra nágranna. „Almennt séð þurf-
um við að taka tillit til fólksins sem
býr í húsinu. Það geta komið upp
illindi mifli fólks, jafnvel óbrúanleg.
Þá verður annar aðilinn að víkja. Ef
fólk er ekki húsum hæft verður að
laga það,“ segir hann.
Sigurður framkvæmdastjóri vill
14: Keflavík, fluttu út sjálfviljug vegna nágranna.
1994: Lödubifreið við Borgarkringluna.
1995: Lödubifreið við BSÍ.
1995: Síðumúla 21, rétt inn og út aftur.
Ágúst 1995: Yrsufell 13, flæmd út.
1995-2002: Vatnsstígur 12, flutt út.
2002: Blesugróf, flutt út.
2002- 2003: Yrsufell 3, flutt út.
2003- 2005: Yrsufell 7, rekin út.
ekki upplýsa hvort mæðginin verði
útilokuð frá Félagsbústöðum vegna
ítrekaðra brottvísana.
Nú liggur leið þeirra í bflinn, en í
honum bjuggu þau við Borgar-
kringluna og BSÍ á árunum 1994 til
1995. Lausnin á heimilisvanda
mæðginanna er ekki fundin nema
til skamms tíma, líkt og Sigurður
segir: „Einhvers staðar verður fólk
að búa."
Og Kristín Guðríður vlll helst búa
með syni sínum í sveitinni, en
Antonio hefur réttindi á dráttarvél.
„Sveitin er besti staðurinn því hvorki
hundurinn né beljan kjafta frá," seg-
ir hún, og vonar það besta. „Ein-
hvers staðar er góður maður. Það
eru ekki allir slæmir í þjóðfélaginu."
jontrausti@dv.is