Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 25.05.2005, Page 13
DV Fréttir MIÐVIKUDAGUR 25. MAÍ2005 13 Flokkuð með flóðhestum New York-búinn Jennifer Walters telur sig hafa verið niðurlægða af lækni sínum þegar hann benti henni j*. á að hún gæti farið í jtLiX Bronx-dýragarðinn í röntgenmynda- töku. Jennifer er 184 kfló að þyngd, rúmföst og passar ekki í hefðbundin sneiðmyndatæki. Hún segist miður sín eftir að læknir inn hennar benti henni á mynda- tökutæki fyrir ffla og flóðhesta. Tals- menn dýragarðsins segjast hafa verið spurðir að þessu áður en ekkert slflct tæki sé hjá þeim. Dópaði mömmu til dauða Breska lög- reglan Scotland Yard hefur handtek- ið fimmtán ára gamlan pilt vegna gruns um að hann hafl orð- ið móður sinni að aldurtila með því að setja alsælutöflu í drykkinn hennar. Konan sem var 39 ára hneig niður örend 12. maí síðastliðinn vegna inntöku fíkniefna, að þvf er Scotland Yard telur. Krufning leiddi ekkert ótví- rætt í ljós en beðið er eftir niðurstöðum eiturefnarann- sóknar. Opinberar tölur segja rúmlega tvö hundruð Breta hafa látist af völdum alsælu. Frá og með gærdeginum lögðu 32 þúsund breskar krár blátt bann við hvers kyns tilboðum á áfengi. Þetta er gert til að koma í veg fyrir ofdrykkju og ólæti. Bannið merkir því að hin fræga „happy hour“ heyrir sögunni til. æ Blair fær sér bjór Tony Blair lagöi ■ blessun sínayfir tilboðsbannið en lík- ■r\ er þetta sé liður ísamkomulagi m á milli stjórnvalda og Kráarsambands- m ms'sem vil1 leyfa opinn opnunartima J kráa frá og með nóvember á þessu ári. : ■■V.i- __ Bretar banna t boo á börum „Tilboð eins og „borgaðu tíu pund og drekktu allt kvöldið", drykkjuleikir og annað sem hvetur til ofdrykkju á skömmum tíma líðast ekki lengur." Óléttartán- ingssystur Þrjár breskar systur á táningsaldri eru allar orðnar mæður. Systurnar Jemma, sem varð ólétt 12 ára; Jade, 14 ára, og Natasha Williams, 16 ára, urðu allar óléttar á tíu mánaða tímabili. Atvinnulaus móðir þeirra, Julie, segir stúlkurnar hafa eyðilagt líf sitt og kennir skóla stúlknanna um hvernig komið er fyrir þeim. Kynfræðsla ætti að hefjast mun fyrr en nú þekkist. Natasha hefur nú þegar misst fóstur tvisvar sinnum og farið í eina fóstureyðingu. Faðir stúlknanna kennir móð- urinni um og faðir Julie neitar að tala við hana. Allar krár í Breska bjór- og kráarsambandinu, 32 þúsund talsins, hættu frá og með gærdeginum að veita hvers kyns tilboð á áfengi. Þetta er rúmlega helmingur allra kráa í landinu, en þær eru alls um 59 þúsund. Þetta markar því endalok hinnar sívin- sælu gleðistundar, eða „happy hour“, þar sem hægt er að fá tvo bjóra á verði eins. Ástæða þessara aðgerða er ofdrykkja og ólæti, en að undan- förnu hefur ofbeldi á götum úti í kjölfar áfengisneyslu stóraukist. Lágmarksverð á bjór „Tilboð eins og „borgaðu tíu pund og drekktu allt kvöldið", drykkjuleikir og annað sem hvetur til ofdrykkju á skömmum tfma líðast ekki lengur," segir Mark Hastings, talsmaður Breska bjór- og kráarsambandsins. „Við ætlum að útmá þetta vandamál. Með hjálp yfirvaJda og lögreglu ætlum við að sjá til þess að krár axli samfé- Þróunar- og sköpunarsinnar kljást Límmiðar gegn Darwin ólöglegir Aukin barátta Barátta sköpunarsinna og þróunarsinna hefur staðið lengi í Bandaríkj- unum en virðist hafa færst íaukana eftir að hinn heittrúaði George W. Bush settist i for- setastólinn. DV-mynd NordicPhotos / Getty Images ir skyldu fjarlægðir. Skólayfirvöld hafa áfrýjað dómnum. Skærur sem þessar eru orðnar algengar víðs vegar um Bandaríkin. Starfsmenn Cobbsýslu í Georg- íufylki í Bandaríkjunum vinna nú hörðum höndum að því að fjarlægja límmiða úr kennslubókum í nátt- úrufræði sem notaðar eru í skólum sýslunnar. Á límmiðunum stóð: „Þessi kennslubók inniheldur efni um þróun. Þróun er kenning, en ekki staðreynd, um uppruna lífs- ins." Textinn segir svo að kenninguna eigi að lesa með opnum huga og gagnrýnu hugarfari. Þetta er enn einn anginn af deilum sannkrist- inna Bandaríkjamanna sem telja sköpunarsögu Biblíunnar rétta lýs- ingu á uppruna lífsins og þeirra sem taka meira mark á þróunarkenn- ingu Darwins. Skólayfirvöld sýslunnar höfðu skipað að límmiðarnir yrðu settir á, 34.452 alls. Hópur foreldra kærði ákvörðunina og sögðu hana brjóta aðskilnað rfltis og kirkju, sem bund- inn er í alríkislög Bandaríkjanna. Dómarinn í málinu féllst á rök þeirra og fyrirskipaði að límmiðarn- Sannkallaðir draumaprinsar Nútímakarl- maðurinn David Beckham og Tony Blair, forsætisráð- herra Bretlands, eru sannkallaðir draumaprinsar ef eitthvað er að marka nýja könn- un sem fjallað er um í breska blaðinu The Mirror. Báðir tveir eru þeir einu sem sem afreka það að koma fram í draumum bæði kvenna og karla á Bretlandi. Beckham er í fyrsta sætinu hjá konum, Brad Pitt í öðru og Blair í þriðja. Kylie Minogue er hins vegar í fyrsta sætinu hjá körlum og Beckham og Blair verma fjórða og fimmta sætið. lagslega og viðskiptalega ábyrgð." Auk tilboðsbannsins á að setja lágmarksverð á alla áfenga drykki. Það hefur staðið til í langan tíma en hefur ekki verið gert af ótta við sam- keppnislög Evrópusambandsins. Nú þykir sannað að lágmarksverðið brjóti ekki lögin og mun það því fylgja í kjölfarið. Þær krár sem búa við hvað stífasta drykkjuhefð hafa átta vikna aðlögunartíma að til- boðsbanninu. Eftir það taka við sektir ef gestir gerast sekir um drykkjulæti. Þá þurfa kráareigendur að punga út fyrir götuhreinsun, lög- gæslu og öðrum kostnaði sem fylgir. Breyttir tímar Ein af ástæðum þess að farið er í þessar aðgerðir er að nú liggur fyrir sú hugmynd að leyfa opinn opnun- artíma kráa. Talsmenn Breska bjór- og kráarsambandsins áttu viðræður við stjómvöld nýlega og tóku þau vel í að rýmka opnunartímann. Lfldegt er að þau hafi sett þann skilmála að taka þurfi á ólátunum fyrst. Auk stjómvalda sfyðja allir stærstu bjór- framleiðendur Bretlands tilboðs- bannið. Carlsberg, Heineken, Newcastle, Guinness og fjöldi ann- arra fyrirtækja, sem öll eiga hund- mði kráa, taka þátt. Óöld Þrátt fyrir vopnahlé hafa strlðandi aðilar eng- an veginn lagt árar i bát, og meðal fórnarlamba var þessi blaðamaöur sem studdi Tamlltígrana. Gagnrýna vopnahlésbrot Noregur gerir ekki nóg Mannréttindasamtökin Human Rights Watch gagnrýna Noreg harka- lega fyrir að hafa ekki beitt sér nóg gegn grimmdarverkum í Sri Lanka eftir að hafa komið á vopnahléi sem hefur verið við lýði í landinu síðustu þrjú ár. Samkvæmt tölum samtak- anna hafa um tvö hundmð morð, sem talin em tengjast baráttu stjórn- valda og Tamfltígranna, verið framin frá febrúar 2002 þegar Norðmenn komu á vopnaMéi. í skýrslu samtakanna segir að til- kynnt hafi verið um níu hundmð mannshvörf síðastliðin þrjú ár og hefur norska vopnahlésnefndin stað- fest að fjögur hundmð þeirra séu brot á vopnahléinu. Human Rights Watch segir báða deiluaðila eiga þar hlut að máli en nefrtir sérstaklega þátt Tamfltígranna, sem barist hafa fyrir sjálfstæði í Sri Lanka. Auk Noregs gagnrýna mannrétt- indasamtökin meðal annars Japan, Bandarfldn og Bretland fyrir að nota ekki pólitísk áhrif sín til að stöðva vopnahlésbrotin. Á hinn bóginn er Evrópusambandinu og Kanada hrós- að fyrir opinbera gagnrýni á stríðandi aðila.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.