Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 77. JÚNÍ2005
Fréttir DV
Engeyin í
veíðiferð
Nýtt uppsjávarveiðiskip
HB Granda, EngeyRE-1,
hélt til veiða í gær. Skipið er
hið stærsta í íslenska fiski-
skipaflotanum, tæknilega
fullkomið og öll aðstaða
áhafnar þykir vera til fyrir-
myndar. Engey hélt úr
Reykjavíkurhöfn um há-
degisbilið í gærdag og hafði
stutta viðkomu á Akranesi,
þar sem skipið var til sýnis
fyrir bæjarbúa. Engey held-
ur til síldveiða austur af
landi en norsk-íslenski síld-
arstofninn er talinn vera
kominn heim til sín eftir
mikla fjarveru.
Logi
Bergmann
steggjaður
„Strákamir
komu hingað í gær
að steggja Loga.
Þeir voru eitthvað
seinir fyrir því þeir
áttu pantaðan tíma
klukkan 15.30 en
vom ekki mættir
fyrr en rétt fyrir sex. Logi
kom beint úr flugtíma og
rétt náði að taka hring
hérna á brautinni hjá okk-
ur, svo vom þeir roknir,"
segir Stefán Guðmundsson
hjá Go-Kart á Njarðvíkur-
vegi. „Logi var flottur í
tauinu að venju og það var
ekki hægt að sjá að þeir hafi
eitthvað reynt að skreyta
hann,“ bætir Stefán við.
PoshogBecks
Grétar Sigfinnur Slgurðsson,
knattspyrnumaöur
„Já, þetta er nokkuö magnað.
Ég hefreyndar heyrt þaö úr
mjög áreiöanlegri átt aö þau
séu hérna, en ég get ekkert
sagt meira frá því, þvl miður.
Þetta er náttúrulega algert
draumalifsem hann lifirog
þaö er bara frábært. Mér þykir
flotthjá Victoriu að kunna
kúnstina aö fyrirgefa. “
Hann segir / Hún segir
„Mér finnst þau bara æðisleg.
Ég þekki reyndar engan sem
hefur séö þau í bænum en ég
heyröi samt aö þau heföu ver-
iö á Vegamótum I fyrradag.
Þaö er búiö aö tala mikiö um
að þau séu hérna einhvers-
staöar. Einhver var aö segja aö
Victoria væri hérna útaftísku-
sýningu, en hún er aö hanna
föt."
Embla Sigrfður Grétarsdóttir,
knattspyrnukona
Kristjana Hilmarsdóttir, fyrrum þjónustustjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar, var i gær
dæmd til þriggja mánaða fangelsisvistar fyrir umboðssvik í starfi. Hún á að borga
bankanum 8 milljónir í skaðabætur. Sýslumaðurinn í Hafnarfirði var enn og aftur
ámæltur fyrir seinagang.
Þjónustustjópi í kröjpm
svindlaöi a Sparisjoönum
Kristjana Hilmarsdóttir var í gær dæmd fyrir umboðssvik í starfi
sínu sem afgreiðslustjóri Sparisjóðs Hafnarfjarðar. Dómurinn
hljóðaði upp á níu mánaða fangelsi, þar af sex mánuði skilorðs-
bundið. Kristjana þarf því að sitja inni í þrjá mánuði. í samtali
við blaðið sagðist hún sjá eftir brotum sínum og reyna að kom-
ast á réttan kjöl.
„Ég veit að ég gerði rangt," segir
Kristjana. Brot hennar í starfi þjón-
ustustjóra námu tugum og játaði
hún greiðlega brot sín. Brotin voru
tilkomin vegna fjárhags fjölskyldu
hennar, en fyrrum eiginmaður
hennar hafði ekki vinnu á þessu
tímabili.
Átta milljóna kröfur
Brot Kristjönu fólust í því að hún
hækkaði yfirdrætti, skuldfærði af
greiðslukortum, stofnaði 19 fjöl-
greiðslusamninga og breytti úttekt-
arheimildum, allt án heimildar og
ýmist með eigin aðgangsorði eða
samstarfsmanna sinna. Samtals
krefst Sparisjóðurinn 8 milljóna
skaðabóta.
að dómurinn var mildaður. Nítján
mánuðir liðu frá fyrstu skýrslutöku
fram að ákæru. Dómurinn var mild-
aður vegna seinagangsins.
Ætlar að standa sig
„Þetta var aldrei ædað sem fjár-
dráttur,“ segir Kristjana. Frestanir á
greiðslum og tilfæringar af reikning-
um urðu tii þess að grunsemdir
beindust að henni. Fjárhagur fjöl-
skyldu hennar var ekki í góðu standi
á þessum tíma og olli því að hún
braut af sér. Að sögn hennar var
alltaf ætíunin að greiða skuldina við
bankann, og féllst hún á 8 milljóna
„Mér þykir gott að
dómur sé kominn og
eránægðmeðað
þetta sé gengið yfir,"
segir Kristjana Hilm-
arsdóttir.
króna bótakröfu hans. „Mér þykir
gott að dómur sé kominn og er
ánægð með að þetta sé gengið yfir,“
segir hún. Líf Kristjönu hefur ekki
verið dans á rósum síðan henni var
sagt upp störfum hjá Sparisjóðnum,
en málið hefur verið í stöðugri bið.
Kristjana reynir nú að koma undir
sig fótunum og hefja nýtt líf. Hún er
í góðri vinnu í umönnunarstarfi og
unir sér vel.
gudmundur@dv.is
Sambýlismaður flækist í mál-
in
Ragnar Borgþór Ragnarsson,
fyrrum sambýlismaður Kristjönu,
blandaðist í bankamálin árið 2002.
Þá stofnaði hún Mastercard
greiðslukortareikning fýrir hann, án
þess að fyrir lægi umsókn hans um
reikning. Sama ár hækkaði hún yfir-
dráttarheimild á tékkareikningi
manns síns úr 250 þúsund í 600 þús-
und. Það brot framdi hún á að-
gangsorði samstarfsmanns, án
heimildar. Árið 2003 breytti hún
tékkareikningi manns síns úr al-
mennum reikningi yfir í gulldebet-
kortareikning, sem gerði það að
verkum að yfirdráttarheimild reikn-
ingsins varð hálf milljón, án trygg-
inga.
Nítján mánaða bið
Kristjana játaði eins og áður segir
brot sín, en seinagangur sýslu-
mannsins í Hafnarfirði varð til þess
Guðmundur Sophusson
Sýslumaöurinn I Hafnarfirði
hefur veriö áminntur þrisvar
af Héraðsdómi Reykjaness
fyrir seinagang i rannsókn.
Sparisjóður Hafn-
arfjarðar Höfuð-
stöðvar bankans i
Hafnarfirði.
Georg Ólafsson hverfur úr embætti Samkeppnisstofnunar
Forstjóraskipti í Samkeppnisstofnun
DV 7. febrúar
Hugmyndirvoru
áloftiað bola
ætti Georg út úr
Samkeppnis-
stofnun.
Georg Ólafsson forstjóri Sam-
keppnisstofnunar til margra ára
sækir ekki um stöðu forstjóra Sam-
keppnisstofnunar. Fjórir umsækj-
endur eru um stöðuna,
þeir Eggert B. Ólafsson
hdl, Guðmundur Sig-
urðsson viðskipta-
fræðingur sem jafn-
framt gegnir stöðu
forstöðumanns sam-
keppnissviðs
Sam-
keppnis-
stofn-
unar,
Páll
E.
Halldórsson rekstrarverkfræðingur
og framkvæmdastjóri Industria og
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Fjár-
málaeftírlitsins.
„Mér þykir þetta starf vera
áhugavert og það er í sjálfu sér ekk-
ert annað um það að segja að svo
stöddu," segir Páll Gunnar aðspurð-
ur um ástæður þess að hann hugsi
sér til hreyfings frá Fjármálaeftirlit-
inu. Guðmtmdur Sigurðsson kaus
að tjá sig ekki um málið, það væri
ekki tímabært.
Skipulagsbreytingar Viðskipta-
og Iðnaðarráðuneytis á Samkeppn-
isstofriun tóku gildi í febrúar á þessu
ári og fólu meðal annars í sér að
Samkeppnisráð var lagt niður og
þess í stað komið á laggirnar þriggja
manna ráðherraskipaðri stjórn sem
fer með málefni Samkeppnisstofn-
unar.
Á sínum tíma var talað um það
innan Samkeppnisstofriunar að rík-
isstjórnin hefði áhuga á því að
hreinsa til innan stofnunarinnar og
voru hugmyndir á lofti um að þessi
tiltekt kæmi í kjölfar þess að ólög-
legt verðsamráð sannaðist á ol-
íufélögin. Sjálfstæðisflokknum
hafi þótt olíumálið óþægilegt
og mönnum innan flokksins
hafi þótt mikilvægara að ein-
beita sér að málefnum
Baugs fremur en olíu-
félaganna. Þessu
neituðu Sjálf- ‘ >
stæðismenn þó
afdráttarlaust.
Guðmundur Sigurðs-
son Kýs að tjá sig ekki um
málið aö svo stöddu.
Páll Gunnar Pálsson
Hugsar sér til hreyfings frá
Fjármálaeftirliti og þykir
starfið áhugavert.