Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Blaðsíða 28
28 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ2005 Helgarblað DV 'nuntioiiciíluna <íkt Kolbrún Bjömsdóttir „Þ6 aö þaö sé ekki hægt að spyrja mig mikiö út I snyrtivör- ur þá veit ég mikið um hand- áburö og hann tekurávallt mesta plássið I veskinu mínu. “ DV-mynd Heiöa Heigadóttir Dagkrem frá Estée Lauder „Ég er búin að nota þetta krem í örfáa mánuði og finnst það algjört æði. Mamma keypti það fyrir mig í Frí- höfninni alveg óumbeðin. Hún sagði að égyrði að prófa þetta og það var alveg rétt hjá henni. Kremið fær húðina til að glóa og því hentar þetta mér mjög vel því ég mála mig afskaplega h'tið." MAC-kinnalitur „Mér var ráðlagt að kaupa þennan lit en hann gefur mjög eðlilega áferð og náttúrlegan lit í kinn- arnar." Maskari frá Dior „Ég hef notað r þennan mjög lítið enda stutt síðan ég keypti hann. Ég hef voðalega lítið vit á snyrtivörum og því er líklega hægt að selja mér hvað sem er. Þessi maskari er samt mjögfi'nn." Gloss frá Lancöme „Ég nota gloss á hverj- um degi og þetta gloss var einfaldlega í töskunni minni í dag. Ég nota allskyns liti af glossi en þetta er hálfglært með smá lit." Handáburður frá Vict- oria’s Secret „Þetta er aðalmálið. Þessi hand- áburður er algört æði. Þó að það sé ekki hægt að spyrja mig mikið út í snyrti- vörur þá veit ég mik- ið um handáburði og hann tekur ávallt mesta plássið í vesk- inu mínu. Ég tek hand- áburðinn með mér hvert sem ég fer og er alveg ónýt ef ég er ekki með hann á mér.“ Kolbrún Björnsdóttir er nýr umsjónarmaður morgunþáttarins íslands I bítið sem sýndur er á Stöð 2. Kolbrún mun starfa á sjónvarpsstöðinni í sumar (af- leysingum en hún var að klára annað árið (stjórnmálafræði við Háskóla fs- lands. Kolbrún segist ekki mála sig mikið að staðaldri og aldrei jafn mikið og hún þarf að gera þegar hún er (sjónvarpinu. „Ég veit ekki hvort það er af þvf að ég kann það ekki eða ég nenni ekki að standa f því en allavega þyrfti ég að fara á námskeið." Kolbrún stefnir á frekara fjölmiðlastarf eftir skólann en hún sá einnig um Djúpu laugina á sfnum tfma. „Mér Ifkar mjög vel f vinnunni og stefni á að starfa vlð eitthvað svipað f framtfðinni en það verður náttúrulega að kpma f Ijós hvernig ég stend mig." Athafnakonan Arnþrúður Jónsdóttir rekur fyrirtækið Lingo - Málamiðlun þar sem hún opnar gáttir út í heim fyrir fullorð- ið fólk sem vill bæta tungumálakunnáttu sína. Arnþrúður segir flesta telja sig betri í tungumálum en þeir í rauninni eru. Arnþrúður Jónsdóttir „Flestir telja að fertugur stjórnandi sem vinnur sér- hæft starf tali góöa ensku en oft kem- j urannaöí Ijós á ráöstefnum, fundum og I samningagerö." „Ég hafði áður opnað gáttir út í heim fyrir ungt fólk með fyrirtækinu Vistaskipti og nám og fékk fljótlega svipaðan draum fyrir okkur full- orðna fólkið," segir Arnþrúður Jóns- dóttir sem rekur fyrirtækið Lingo - Málamiðlun. „Hugmyndin var að opna möguleika fyrir fólk til að bæta kunnáttu sína í tungumálum því ég held að við flest teljum okkur betri í tungumálum en við í rauninni erum," segir Arnþrúður og bætir við að þjálfa þurfi tungumálakunnáttu lfkt og íþróttir enda stirðnum við í tungumáli ef það er sjaldan notað. Innbyggt í erlend fyrirtæki „Flestir telja að fertugur stjóm- andi sem vinnur sérhæft starf tali góða ensku en oft kemur annað í ljós á ráðstefhum, fundum og í samn- ingagerð. Við vinnum mikið fyrir stjórnendur og millistjómendur og sérveljum þá skóla og þekkingar- setur svo þjónustan sé fyrsta flokks. Fólk fjárfestir í þessu og sú fjárfesting verður að skila sér og því vinnum við með skólum og fræðslusetrum sem þekkt em fyrir afbragðsþjónustu og góða kennara," segir Amþrúður og bætir við að einnig sé boðið upp á sérhæfð tungumálanámskeið fýrir ákveðnar starfsstéttir. „Það kann enginn of mikið í tungumálum og það er alltaf hægt að læra meira. Svona námskeið em orðin innbyggð í þjálfun fyrirtækja erlendis og ég er viss um að það er það sem koma skal hér á landi l£ka.“ Menningin við matarborðið Amþrúður segir flesta skrá sig í enskunámskeið en spænsku-, þýsku- og frönskunámskeið séu einnig vin- sæl. „Við erum búin að vera í þessu í 15 ár og erum því með góð sambönd um allan heim og reddum þeim sem vilja læra kínversku, rússnesku eða eitthvað annað. Þeir sem fara með fyrirtækin sín út í heim reka sig oft á að kunna ekki á menningu landsins og því er menningin innbyggð í nám okkar. Hægt er að gista hjá sérvöldum íjöl- skyldum enda er áhrifaríkt að fá bæði menninguna og tungumálið með kvöldmatnum en svo er einnig hægt að vera á hóteli eða á svoköll- uðum herragörðum, annaðhvort úti í sveit eða í asa miðborgarinnar." Hægt er að skoða heimasíðu Lingo - Málamiðlunar á vefslóðinni lingo.is. indiana@dv.is Kristín Cardew rekur verslun á Skólavörðustígnum þar sem hún selur peysur og annan fatnað úr eigin hönnun Dreymir um að sjá aðeins um hönnunina „Ég hafði farið til Parísar til að læra á þverflautu og þegar ég áttí að fara að spila á tónleikum ákvað ég að hætta og hef ekki spilað síðan," segir Kristín Cardew sem rekur samnefrida verslun á Skólavörðu- stfgnum. Kristfn hafði alltaf haft mikinn áhuga á fötum og hönnun og keyptí sér prjónavél þegar hún hættí í tónlistinni og tók þátt í hönnunarsýningum um allan heim. „Ég hef rekið verslunina í fimm ár og þetta gengur vel. Fyrirtækiö hefúr vaxið jafiit og þétt frá því ég áttí eina prjónavél en nú er ég farin að láta framleiða fyrir mig. Eg hef tekið eitt skref í einu og er nú komin í mitt eigið rými hér á Skólavörðu- stígnum," segir Kristín sem ber eftímafn eiginmanns síns sem hún kynntist í París. „Ég tók nafiiið upp þegar við giftum okkur og margir telja að ég sé útlensk og hrósa mér fyrir að tala góða fslensku með næstum engum hreim," segir Krist- ín hlæjandi. Þegar hún er spurð hvað sé næst á döfinni segir hún drauminn að geta alfar- ið snúið sér að hönnun- inni. „Ég var að koma frá Kína þar sem ég læt framleiða fyrir mig svo nýja línan er nýkomin í hús. Draumurinn væri náttúrulega að geta lát- ið aðra sjá um framleiðsluna og geta bara hannað." Kristfn Cardew „Ég tók nafniö upp þegar við giftum okkur og margir telja aö ég sé útlensk og hrósa mér fyrir aö tala góöa íslensku með næstum engum hreim,‘segir Kristfn hlæjandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.