Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Blaðsíða 34
DVmynd Hnri
34 LAUGARDAGUR 7 7. JÚNÍ2005
Helgarblað DV
Valgeröur Halldórsdóttir »Um
leið og þú veist eftir hvaða leik-
reglum þú átt aö spila þá ganga^
hlutirnir mun auðveldar fyrir sig.'
„Megintilgangurinn er að gefa
stjúpfjölskyldum rödd í samfélag-
inu og sýna að við séum fullgildar
fjölskyldur," segir Valgerður Hall-
dórsdóttir sem rekur heimasíðuna
stjuptengsl.is. Valgerður vann að
rannsóknum um fræðsluþörf
stjúpfjölskyldna í meistaraverk-
efni sfnu í félagsráðgjöf þegar hún
ákvað að koma upp heimasíðunni
því hún vildi vekja þessa umræðu
í samfélaginu.
Vttlausar leikreglur
„Það glfma margir við það
sama en haida að þeir séu einir á
báti. Þaö sem mér fannst áhuga-
verðast er að stór hluti þeirra sem
búa í stjúpfjölskyldum upplifir sig
ekki sem slíkan heldur reynir aö
láta sem um hefðbundna kjarna-
fjölskyldu sé að ræða og spilar því
r stendur fyrir heimasíðunni stjup-
Valgerður gefa stjúp^ölskyldum
og sýna að þær séu fullgildar Qölskyldur.
s hafa heimsótt síðuna en viðtökurnar
Valgerði ekki á óvart.
u
-
leikinn með vitlausum leikregl-
um,“ segir Valgerður en bætir við
að því sé fræðslan svo mikilvæg.
„Um leið og þú veist eftir hvaða
leikreglum þú átt að spila ganga
hlutirnir mun auðveldar fyrir sig.“
Fólk gerir óraunhæfar
kröfur á sjálft sig
Valgérður hefur sjálf búið í
stjúpfjölskyldum alla sína ævi.
Hún á bæði stjúpmóður og stjúp-
föður og fjögur stjúpböm. „Þetta
er mikið tilkomið af eigin reynslu
og ég eins og aðrir datt í pyttina en
veit núna að maður þarf að vinna
í þessu.
Ef fræðslan og upplýsingarnar
em til staðar em stjúptengsl ekki
svo flókin mál í sjálfum sér. Fólk
fer á aUskyns námskeið, þú ferð á
foreldranámskeið þegar þú eign-
ast böm svo þú vitir við hverju þú
mátt búast og aðrir fara á nám-
skeið þegar þeir kaupa sér hund
svo þeir vití hverju þeir megi bú-
ast við en svo þykir öllum sjálfsagt
mál að þú takir böm sem þú átt
ekki og tengist þeim þó að þú
þekkir þau ekki einu sinni,“ segir
Valgerður og bætir við að fólk geri
sjálft kröfur á sig og finnist það
ómögulegar manneskjur og dæmi
sig hart. Það sé mjög slæmt því
margir séu að gera góða hlutí og
þurfi staðfestíngu á að þeir séu á
réttri leið.
Enqinn krefst þess að þú
elskir tengdó eins og
mömmu þína
„Það em ekki gerðar sömu
kröfúr um að þú berir jafn sterkar
tilfinningar til bama vina þinna og
þinna eigin barna og enginn kref-
ur þig um að elska tengdamóður
þína jafn mikið og þína eigin
móður en á sama tíma er ætíast til
að þú elskir stjúpbörn þín eins og
um þín eigin börn væri að ræða.
Auðvitað geta slík tengsl skapast
en það er ekki sjálfgefið og það er
tíminn og raunhæfar hugmyndir
sem skipta máh. Stjúpforeldrar
geta oft orðið góð viðbót í lífi
barna en þeir koma ekki í staðinn
fyrir kynforeldrana."
Mörg þúsund manns hafa
skoðað heimasíðuna upp á
síðkastíð en aðsóknin kemur Val-
gerði ekki á óvart. „Flestir þekkja
þetta og þörfin var mér alveg ljós
og ég er alltaf að heyra af fólki sem
léttir við að vita að það er ekki eitt
á bátí."
Eins og millistjórnendur í
fyrirtækjum
Valgerður stefnir á að klára
meistararitgerðina auk þess sem
hún ætlar að halda áfiram með
heimasíðuna sem hún hefur
unnið að í sjálfboðavinnu til
þessa. Hún stefnir einnig á að fara
af stað með símaráðgjöf í haust og
hefur þegar haldið námskeið.
„Ég hef verið með fræðslu í
grunnskólum og leikskólum því
það er mikilvægt að skoða til
dæmis hvemig tekið er á mótí
stjúpforeldrum í leikskólanum. Er
þeim sýndur skólinn og er þeim
boðið á foreldrafundi? Stjúpfor-
eldrar fá nefnilega ofsalega mikla
ábyrgð en afar lítil völd og em
svona eins og millistjórnendur í
fyrirtækjum."
indiana@dv.is
*
íra þegar ég fæddist
„Ég á einn 11 ára, ljóshærðan og útitek-
inn hjólabrettagutta," segir Brynjar Már
Valdimarsson, útvarpsmaður á FM 95,7.
Brynjar Már var aðeins 15 ára þegar Alex-
ander Már fæddist og þeir feðgar ná því
vel saman. „Það var náttúrulega erfitt að
ve'rða pabbi svona ungur enda var ég alls
ekki tilbúinn, var í gaggó og sjálfur algjört
bam,“ segir Brynjar.
Á ekkert í soninn í tölvuleikjum
Þeir feðgar hittast ekki aðra hverja
helgi þar sem Brynjar vinnur flestar helgar
en þar sem stutt er á milli þeirra kemur
Alexander reglulega í heimsókn til pabba
síns. „Við reynum frekar að hittast í miðri
viku og þá skokkar hann yfir til mín og
gistir.
Það er misjafnt hvað við gerum saman
en oft leikum við okkur í tölvu eða horfum
á DVD en svo fömm við líka að veiða, á
hestbak eða upp f bústað, það fer svona
eftir veðri og nú er skemmtilegur tími
framundan þar sem sumarið er komið,"
segir Brynjar en viðurkennir að hafa ekki
mikið í soninn þegar tölvu-
leikir em annars vegar.
Svipuð áhugamál
Brynjar Már segfr þá feðgí
afar lflca og að Alexander sé al
veg eins og hann hafi verið á
hans aldri. „Ég var nákvæm-
lega eins og hann er núna,
með hvítt hár og útítekinn
enda alltaf útí að leika mér. Ég
er búinn að taka hann með
mér á jet-ski og er því að smita
hann af andrenalínfflcninni
sem ég er haldinn og svo hef ég líka kennt
honum golf. Ég gaf honum kylfu og hon-
um tókst að brjóta rúðu hjá mömmu sinni
svo við höfum gaman af svipuðum hlut-
um.“
Ungir foreldrar í fjölskyldunni
Fjölskylda Brynjars býr í Hveragerði og
þeir feðgar ætla að vera duglegir að kflcja
þangað í sumar. „Ég hef ekki verið nógu
duglegur að kíkja með Alexander til ætt-
ingjanna en það kemur að því í sumar. Við
| öngur pabbl Brynjar segirAI
’ ander aiveg eins i útliti og ham
verið þegar hann varsjálfur 11
erum fimm ættliðir á lífi í fjölskyldunni og
verðum eflaust sex. Alexander er 11 ára
núna og langamma mín er ekki nema um
áttrætt. Ef hann heldur í hefðina, sem ég
vona ekkert endilega að hann geri, þá
verðum við bókað sex ættliðir þar sem
langamma, langalangamma hans, er eld-
hress og spræk. Við höfum öll eignast
börnin ung, mamma var 15 ára eins og ég
þegar hún eignaðist mig og amma var 15
ára þegar hún eignaðist mömmu," segir
Brynjar að lokum.