Dagblaðið Vísir - DV - 11.06.2005, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 11. JÚNÍ2005
Fréttir DV
Arnór þykir metnaðarfullur og
duglegur í handbolta. Hann er
talnaglöggur húmoristi og
umfram allt mjög sterkur og
heilsteyptur karakter.
Arnór er ákafur og oft á tíð-
um fljótur upp og er mjög
tapsár. Hann er einnig af-
burðaslakur söngvari.
„Arnór er sennilega
metnaðarfyllsti íþrótta-
maður sem ég hefkynnst
og siðan er hann ótrú-
lega duglegur. Hann er
frábær I hóp og mikill húmoristi.
Hann er ótrúlega glöggur á töl-
ur og veit úrslit lengst aftur í
tímann og skotnýtingu hjá ótrú-
legustu mönnum. Hann er líka
KA-maður, það hlýtur að vera
kostur. Helsti galli hans er að
hann er brjálaður I skapinu, þó
hann iíti ekki út fyrir það. Svo er
hann sennilega lélegasti söngv-
ari sem sögur fara afog það
versta erað hann heldurað
hann sé góður."
Jónatan Magnússon, fyrirliði KA
„Arnór er sterkur og heil-
steyptur karakter og per-
sónuleiki. Hann sættir sig
ekki við annað en að
vinna og er svakalega
tapsár. Handboltalega séð er
hann góður gegnumbrotsmað-
ur, með mikinn leikskilning og
er góður skotmaður. Gallar Arn-
órs eru ekki margir. Auðvitað er
hann ungur og óreyndur að
mörgu leyti og er stundum að-
eins ofákafur.Annað erþað
ekki."
Halldór Jóhann Sigfússon KA-maður
Arnór er mjög traustur
gæi sem er alltafhægt að
stóla á, hann klikkar ekki.
Hann er skemmtilegur
strákur og alveg toppfé-
lagi. Síðan er auðvitað alveg
briljant að spila með honum.
Það er erfitt að finna galla á
strákinn, en ætli það sé ekki best
að segja að stærsti galli hans sé
að hann er fyrrverandi KA-maö-
ur.
Asgeir Örn Hallgrímsson, Haukamaöur
ArnórAtlason er fæddur 23.júlí 1984.Hann
leikur nú með Magdeburg I Þýskalandi, auk
þess að spila með landsliðinu en Arnór
skoraði meðal annars þrjú mörk I æfinga-
leik gegn Svlum slðasta miðvikudagskvöld.
Arnór sækir ekki handboltahæfileikana
langtþví faðirhans erAtli Hilmarsson fyrr-
verandi landsliömaður I handknattleik og
nýráðinn þjálfari FH.
Stórfelldur fikniefnainnflutningur þeirra Gunnars Viðars Árnasonar og Sacha
Bernd Eybergs fór úrskeiðis þegar tollverðir á Keflavíkurflugvelli fundu tæp fjögur
kíló af amfetamíni í fölskum botni á ferðatösku. Þegar lögreglan reyndi að hand-
taka Gunnar flúði hann og upphófst því eltingarleikur sem lauk í Vesturbænum.
Gunnar neitar sök en Sacha játar.
Fyrir dómi Gunnar Vioar
(til hægri) gekk inn i dóminn
I fylgd fangavarðar i gær.
a amfetami
Lögreglan ákvaö að leggja gildru
fyrir Gunnar og sendi Sacha af
stað með ferðatöskuna, eins og
gert hafði verið ráð fyrir.
Rúmlega tvítugur Vesturbæingur, Gunnar Viðar Árnason, er sak-
aður um að hafa staðið fyrir stórfelldum fíknieftiainnflutningi í
janúar síðastliðnum. Vitorðsmaður hans, hinn þýski Sacha Bemd
Eybert, sem sá um að koma efnunum til landsins, hefur játað að-
ild sína að málinu en sjálfur neitar Gunnar Viðar sök.
Burðardýr Hinn þýski Sacha Bernd Eyberg viðurkenndi að hafa flutt efnin til Islands.
„Ég vil fá að mótmæla ákærunni,
hún er röng í flestum ákæruatrið-
um,“ sagði Gunnar Viðar Ámason í
Héraðsdómi Reykjavíkur í gær, þegar
dórnari spurði hann um afstöðu hans
til kærunnar. Gunnar Viðar og þýskur
vitorðsmaður hans, Sacha Bemd Ey-
berg, em ákærðir fyrir innflutning á
tæplega fjórum kílóum af am-
fetamíni í janúar síðastliðnum, sem
ætlað var til sölu í ágóðaskyni. Sacha
játaði öllum atriðum ákærunnar.
Vel skipulagt
Ákæruvaldið telur innflutninginn
á efnunum hafa verið mjög vel skipu-
lagðan. Gunnar Viðar fór til Hollands
í nóvember 2004 og gekk frá kaupum
á efnunum af ónafngreindum
manni. í janúar tók svo Sacha við
efhunum í Þýskalandi, en hans hlut-
verk var að flytja þau til íslands. Þann
26. janúar lagði Sacha svo af stað til
íslands frá Frankfurt með efiiin falin í
fölskum botni á ferðatösku. Sacha
hafði viðkomu í Kaupmannahöfn, en
tollverðir þar urðu ekki varir við efh-
in. Það var ekki fýrr en hann kom á
Keflavíkurflugvöll að vökul augu toll-
varða uppgötvuðu efnin.
Hasar á Umferðamiðstöð-
inni
Samkvæmt planinu átti Sacha að
afhenda Gunnari Viðari ferðatösk-
una með efnunum daginn eftir á
Umferðarmiðstöðinni í Vatnsmýr-
inni. Lögreglan ákvað að leggja gildru
fýrir Gunnar og sendi Sacha af stað
með ferðatöskuna, eins og gert hafði
verið ráð fyrir. Þegar Gunnar tók svo
við töskunni af Sacha lét lögreglan til
skarar skríða. Gunnar Viðar var þó
ekki á því að láta góma sig auðveld-
lega, heldur lagði hann á flótta undan
lögreglu. Stuttu síðar var hann hand-
tekinn í vesturbæ Reykjavíkur eftir að
lögreglan hafði veitt honum eftirför.
Gunnar Viðar, sem er rúmlega tví-
tugur vesturbæingur, hefur ekki áður
komist í kast við fíkniefnalögin í svo
stóru máli. Hann hefur þó eina viður-
lagaákvörðun á bakinu en engan
dóm. Leiða má að því lfkur að það
breytist nú. Verjandi Gunnars Viðars
sagði fyrir dómi í gær að Gunnar
hefði ekki staðið fýrir innflutningi á
efnunum, hann væri einungis sekur
um að hafa tekið við töskunni.
Ákæruvaldið fer fram á að sak-
bomingar verði dæmdir til refsingar
auk þess sem fíkniefhin verði gerð
upptæk. Aðalmeðferð í máli tví-
menninganna verður þann 27. júm'
næstkomandi í Héraðsdómi Reykja-
VÍkur. johann@dv.is
Fóðurfyrir
jórturdýr
Davíð Oddsson utanrík-
isráðherra ræddi um bann
við notkun fiskimjöls til
fóðrunar jórturdýra á tví-
hliða fundi með Adam
Daniel Rotfeld, utanríkis-
ráðherra Póllands. Fundur
utanríkisráðherranna kem-
ur í kjölfar fundar utanrík-
isráðherra aðildarríkja
Eystrasaltsráðsins í gær.
önnur íslensk hagsmuna-
mál voru uppi á teningn-
um, s.s. samskipti ríkjanna
tveggja og tollar á sfld. Ráð-
herrarnir samþykktu að
efla samráð íslenskra og
pólskra stjórnvalda í utan-
rfkismálum.
Skuldaslóð Skjábræðra gerð upp
Kröfuruppá 17 milljónirí
Japis-markað Kristjáns
Umhverfisráðherra ferðast um Kyrrahafið
Ástralir reyna að
stöðva hvalveiðar
í Lögbirtingablaðinu
er birt krafa í þrotabú
Japis-markaðar ehf. upp
á 16.986.372 krónur og
greint er frá því að engar
eignir hafi fundist í bú-
inu, sem lýst var gjald-
þrota 3. október 2003.
Japis-markaður ehf. er
skráður á nafh Kristjáns
Ra Kristjánssonar, eins
þeirra sem dæmdir voru
fyrir fjárdrátt hjá Land-
símanum fyrir skömmu.
Kristján var dæmdur í 18
mánaða fangelsi af Hæsta-
rétti en hann og Árni Þór
Vigfússon hafa ávallt haldið
fram sakleysi sfnu í Land-
.....“3 laijdll na
Fyrrum framkvæmda-
stjóri þeirra f Japis
kunniþeim litlar
þakkir fyrir að honum
var blandað inn í
máliðásínumtíma.
símamálinu. Þeir sögðust
ekki hafa vitað að pening-
amir hefðu verið teknir
ófijálsri hendi en Hæsti-
réttur komst að annarri
niðurstöðu, eins og frægt
er orðið.
Á sínum tíma blandað-
ist fýrrum framkvæmda-
stjóri Japis inn í málið og
kunni hann þeim félögum
litlar þakkir fýrir þótt hann
hafi ekki óttast að þurfa að
taka á sig sök.
Nú hefur gjaldþrotabúið
sem sagt verið gert upp og
eru útistandandi kröfur
rúmar 17 milljónir.
Ian Campbell, umhverfisráð-
herraÁstrahu hefúr nýlokið ferð um
Salómonseyjar, Tonga og Kiribati á
Kyrrahafi í þeim tilgangi að sann-
færa stjórnvöld á þessum stöðum
um að greiða atkvæði gegn fyrirhug-
aðri aukningu á hvalveiðum Japana.
Fundur verður haldinn í Alþjóða
hvalveiðiráðinu 20. júní næstkom-
andi og verður þá gengið til atvæða-
greiðslu um hugmyndir Japana. Jap-
anir hafa í hyggju að hefja hvalveið-
ar í atvinnuskyni á nýjan leik, ásamt
því að tvöfalda vísindaveiðar.
Umhverfisráðherrann ástralski
beitti stjómvöld Kyrrahafsþjóðanna
þrýstingi í þá vem, að þær greiddu
atkvæði gegn veiðunum á fundi Al-
þjóða hvalveiðiráðsins. Campbell
Hvalveiðar Andstöðu gætir við hvalveiðar
og ekki er öruggt að Japanir muni njóta
stuðnings iAlþjóða hvalveiðiráðinu til að
auka veiðar.
segir að nú sé aðeins um eitt eða tvö
óvissuatkvæði að ræða. Tonga hafi
þó ekki atkvæðisrétt í ráðinu, en
talið er að andstaða Tonga geti samt
sem áður haft áhrif.