Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Síða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ2005
Fréttir DV
Ný merki í
umferðinni
Samgönguráðuneytið
óskar eftir áliti almennings
og hagsmunaaðila á drög-
um að breyt-
ingu á reglu-
gerð um um-
ferðarmerki.
Veigamestu
breytingarnar
fela í sér að
kynnt eru tvö
ný umferðar-
merki: Merki
fyrir hestakerruleigu og fyr-
ir barnaleikvöll. Almenn-
ingur getur gert
athugasemdir við fyrirhug-
uð merki og sent til sam-
gönguráðuneytisins fyrir
20. júní.
Fóríbankann
hinumegin
við götuna
Ingimar Haraldsson,
sem lét af starfi aðstoðar-
sparisjóðs-
stjóra í Spari-
sjóði Haftiar-
fjarðar í kjölfar
stjórnarskipt-
anna þar, hóf í
gær störf hjá
Landsbanka
íslands. Ingi-
mar er nú að-
stoðarútibús-
stjóri hjá Landsbankaútibú-
inu í Fjarðargötu, en það er
aðeins nokkrum skrefum
ffá Sparisjóðnum. Ingimar
vann I Sparisjóði Hafnar-
fjarðar í þrjátíu ár ár áður
en honum var bolað út í
kjölfar stjórnarskiptanna.
Upphaf
lcosninga-
baráttunnar?
Dagur B. Eggertsson,
borgarfulltrúi R-listans.
„Ég bið nú fyrir þjóðinni efhún
situr uppi með heilsárs kosn-
ingabaráttu. Meira að segja
Spaugstofan tekur sér sumar-
frí. Ég veit ekki hvort borg-
arpólitíkin komist i þær hæðir
sem Spaugstofan hefurá
meðal þjóðarinnar. En það
reynir á það núna hvort það
sé hugsanleg sparnaðarleið
fyrir sjónvarpsstöðvarnar að
vera með stjórnmálahornið í
stað annarra skemmtiþátta.
Ég held það sé best fyrir alla
að blða til vors."
Hann segir / Hún segir
„Kosningabaráttan erhafin.
Við byrjuðum hana á mjög já-
kvæðum nótum þegar við
boðuðum til fundar um nýjar
og spennandi hugmyndir í
skipulagsmálum. Síðan er Ijóst
að það verðurhaldið prófkjör
hjá okkur I Sjálfstæðisflokkn-
um og það erkomin dagsetn-
ing á það. Það er bara ár í
kosningarog auðvitað eru
flokkarnir að setja sig í stell-
ingarog markmiðið hjá okkur
erað vinna borgina."
Guðrún Ebba Ólafsdóttir,
borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks.
Hrepparígur á Suðurlandi endaði með þeim ósköpum um helgina að einn lá í
valnum. Selfyssingar og Hvergerðingar deildu og eftir nokkur átök kastaði
Gunnar Þórbergur Harðarson gangstéttarhellu í andlit Jóns ívars Jóhannssonar.
Jón ívar hlaut mikla áverka af völdum þessa, hann kjálkabrotnaði og missti
nokkrar tennur og 40 spor voru saumuð í andlit hans.
Deilur milli Hvergerðinga og Selfyssinga, aðfaranótt síðasta
laugardags, voru upptök hatrammra átaka sem enduðu með því
að Jón ívar Jóhannsson, 24 ára Selfyssingur, fékk hellu í andlitið.
Sauma þurfti fjörutíu spor í andlit Jóns auk þess sem hann
missti nokkrar tennur og kjálkabrotnaði.
Sá sem kastaði hellunni, Gunnar
Þórbergur Harðarson, tvítugur
Hvergerðingur, segist hafa verið að
verja sig fyrir Jóni Ivari og fjórum fé-
lögum hans. Gunnar segir þá hafa
ráðist á sig eftir að hann hrópaði
niðrandi orð um Selfyssinga þegar
nýbúið var að henda honum út af
Pakkhúsinu á Selfossi. Deilur milli
Selfyssinga og Hvergerðinga höfðu
blossað upp á Pakkhúsinu og var
Gunnari fleygt út af staðnum eftir að
hafa blandað sér í átökin.
Selfyssingunum ekki skemmt
„Þegar mér var hent út öskraði ég
í átt að staðnum: Helvítis Selfyss-
ingar,“ segir Gunnar Þórbergur
Harðarson. „Skyndilega varð mér
litið til hliðar og sá þá hvar Jón fvar
og félagar hans, sem allir eru frá Sel-
fossi, stóðu álengdar. Þeim var
greinilega ekki skemmt."
Gunnar segir Jón ívar hafa veist
að sér svo að hann hafi óttast mjög
um heilsu sína. Jón ívar hafl tuskað
hann til og farið létt með það enda
mikill stærðarmunur á þeim Jón
fvari og Gunnari. Gunnar er um 170
sentímetrar en Jón ívar tæpir tveir
metrar. Gunnar segist hafa náð að
slíta sig frá Jóni fvari með herkjum
og hlaupið frá honum. Jón ívar hafi
elt hann og verið í þann mund að ná
honum þegar Gunnar tók upp
hellubrot og kastaði í átt til Jóns
ívars. „Hann kom bara á svo mikilli
fart," segir Gunnar, miður sín yflr
þessu. Hellan skall í andlit Jóns
ívars með alvarlegum afleiðingum.
Faðir fórnarlambsins er lög-
regluþjónn.
„Ég er rosalega sætur,“ sagði Jón
ívar um áverkana á andliti sínu þeg-
ar DV náði af honum tali í gær.
Hann vildi sem minnst tjá sig um
málið en kvaðst heldur illa útleikinn
eftir viðskipti sín við Gunnar. Að-
spurður um átök þeirra á milli vildi
Jón ívar lítið segja og bar við
minnisleysi.
Faðir Jóns ívars, Jóhann Valgeir
Helgason, er lögregluþjónn á Sel-
fossi og óttast Gunnar að það geti
„Hetvítis Setfyssingar"
haft áhrif á rannsókn málsins, að
sannleikurinn um aðdraganda árás-
arinnar verði ekki leiddur í ljós.
Sjálfur kveðst Jóhann hafa litlar
áhyggjur af því. „Ég er bara óbreytt-
ur lögregluþjónn," segir hann og
bætir við að rannsóknin verði lík-
lega færð til annars lögregluemb-
ættis. Þessu fagnar Gunnar enda
óttast hann um framvindu málsins.
Hann getur búist við þungri refs-
ingu. „Mér þykir rosalega fýrir
þessu," segir Gunnar. „Þetta átti
aldrei að fara svona. Þetta hefði
samt aldrei gerst hefði Jón ívar leyft
mér að hlaupa í burtu."
Gunnar kveðst ekki hafa orðið
fýrir neinum hótunum vegna máls-
ins en segist viss um að hann fari
ekki aftur til Selfoss í bráð.
andri@dv.is
Lilja hafði sigur gegn Birni Lilja Sæ-
mundsdóttir fékk hnekkt fyrir dómi úrskurði
um að hún væri ekki hæftil að ættleiða
barn. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra
Ihugar næsta leik.
Dómsmálaráðuneytið ákveður næsta leik i máli Lilju Sæmundsdóttur
Björn útilokar ekki að áfrýja dómnum
Bjöm Bjarnason dómsmálaráð-
herra útlokar ekki að ráðuneytið
muni áfrýja dómi Héraðsdóms
Reykjavíkur í máli Lilju Sæmunds-
dóttur gegn íslenska ríkinu. Héraðs-
dómur dæmdi úrskurð ráðuneytis-
ins, um að Lilja væri ekki hæf til að
ættleiða barn, ógildan á þeim
gmndvelli að ráðuneytið hefði ekki
rökstutt úrskurð sinn nægilega vel.
Björn sagði í samtali við DV að
hann útilokaði ekld að ráðuneytið
myndi áfrýja dómnum, en slíkt sé
gert í samráði við ríkislögmann á
hverjum tíma. „Athugun málsins er
ekki lokið og því hvorki unnt að
svara af eða á um það efni - aðilar
hafa ákveðinn frest til að taka
ákvarðanir um þetta," sagði Björn.
Aðspurður hvort hann telji að
ráðuneytið hafi beðið álitshnekki
með þessum úrskurði taldi hann
ekki svo vera. „ í málum af þessu tagi
verður að draga mörk.
Dómarinn telur, að
dómsmálaráðuneyt-
ið hafl ekki fært
nægilega sterk rök
fyrir þeim mörkum,
sem dregin vom í
þessu máli. í niður-
stöðu dómarans felst
mikilvæg leiðsögn
um hvernig staðið
skuli að afgreiðslu.
Síðan málið
var til með-
ferðar í
ráðu-
neytinu
hefur
verið
gefin
út
reglu-
gerð 1
því skyni að fækka álitaefnum,"
sagði Björn.
Ragnar Aðalsteinsson,
lögmaður Lilju, sagðist
fagna dómnum þegar DV
ræddi við hann í gær.
Hann er hins vegar stadd-
ur í útlöndum, hafði ekki
séð úrskurðinn og gat því
ekki tjáð sig um innihald
hans. „Það verður spenn-
andi að sjá hvað ráðuneytið
gerir næst. Hvort það gefur
út leyfi fyrir Lilju
eða fer með
málið
lengra,"
sagði
Ragn-