Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Side 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ2005
Fréttir DV
Katrín Ásgríms-
dóttir systir Halldórs.
Situr í stjórn Skinneyj-
ar-Þinganess.
Halldór Ásgrímsson og fjölskylda högnuðust um 87,5 milljónir á eignatilfærslum í undanfara
einkavæðingar Búnaðarbankans. Ríkisendurskoðun telur að um óverulega hagsmuni sé að
ræða og segir lögformlega stöðu ráherranefndarinnar óljósa, svo og eðli þeirra ákvarðana sem
hún tekur.
Fjölskylda Halldórs hagnaöisl
um 87,5 milljnnir daginn fyrir
einkavæðingu Búnaöarbanka
Á fjölmiðlafundi í ráðherrabústaðnum í gær staðfesti Halldór
Ásgrímsson forsætisráðherra að fjölskylda hans ætti 25% hlut í
útgerðarfyrirtækinu Skinnney-Þinganes. Þegar félagið Hest-
eyri, sem var að helmingi í eigu Skinneyjar-Þinganess, seldi
hluti sína í fléttu um eignasamsetningu S-hópsins daginn áðvur
en Búnaðarbankinn var keyptur, hagnaðist fjölskylda Halldórs
rnn 87,5 milljónir króna.
Halldór Ásgrímsson upplýsti í
gær að hann hefði, þegar Búnaðar-
bankinn var seldur, átt 1,3 prósent í
fyrirtækinu Skinney-Þinganesi á
Höfn í Hornafirði. Hann upplýsti
líka að fólk honum skylt hefði átt
um fjórðungs hlut í fyrirtækinu.
Þetta fyrirtæki lék lykilhlutverk í
fléttu S-hópsins til að eignast Bún-
aðarbankann og ná yfirráðum í VÍS,
sem S-hópurinn vildi ná undan
Landsbankanum áður en Samson
keypti meirihlutann í þeim banka.
Ríkisendurskoðandi er búinn að
komast að því, að HalldórÁsgríms-
son hafi ekki komið að lykilákvörð-
unum í einkavæðingu Búnaðar-
bankans, þar sem hann var í veik-
indaleyfi. í skýrslu Ríkisendurskoð-
unar er líka sagt að hagsmunir
Halldórs hafi verið óverulegir
þannig að þótt hann hefði komið
að ákvörðunum hefði hann ekki
verið vanhæfur.
Ríkisendurskoðun segir
hagsmunina óverulega
„Mér hefur sárnað umfjöllunin
undanfarna daga," sagði Halldór á
blaðamannafundi sem hann hélt í
gær. „Ég vænti þess að stjórnar-
andstaðan sætti sig við niðurstöðu
Ríkisendurskoðunar," sagði Hall-
„Mér hefur sárnað
umfjöllunin undan-
farna daga
dór einnig. Á umræddu tímabili var
Halldór að ná sér eftir aðgerð á
blöðruhálskirtli. Af þessum sökum
hafi hann ekki verið við fram-
kvæmd málsins eins og efni stóðu
til. Málið er sagt hafa verið í
höndum Valgerðar Sverrisdóttur
viðskiptaráðherra. Halldór sór
einnig af sér afskipti af máiefnum
Skinneyjar-Þinganess og sagði það
ekki vera íjölskyldufyrirtæki sitt.
Vilja ekki birta hluthafalista
I gær hafði DV samband við Að-
alstein Ingólfsson, framkvæmda-
stjóra Skinneyjar-Þinganess, og
bað hann um hluthafalista í fyrir-
tækinu. „Við getum ekki gefið þess-
ar upplýsingar út án þess að hafa
leyfi hluthafanna fyrir því,“ segir
Aðalsteinn. Á vefsíðu Framsóknar-
flokksins eru íyrirliggjandi upplýs-
ingar um fjárhagsleg tengsl kjör-
inna fulltrúa flokksins. Þar kemur
fram að hlutur Halldórs í Þingey-
Skinnanesi er að nafnvirði
15.180.560 krónur. Samkvæmt
Aðalsteinn Ingólfsson
Framkvæmdastjóri
Skinneyjar-Þinganess vill
ekki upplýsa um hlut-
hafa i fyrirtækinu.
heimildum DV er heildarnafnvirði
hlutafjár í Skinney-Þinganesi 650
milljónir. Það er einfalt reiknings-
dæmi að finna út að hlutur forsæt-
isráðherra nemur 2,33% af heild-
inni.
Eiga ennþá íVÍS
Skinney-Þinganes á ennþá hlut í
Hesteyri og Hesteyri á ennþá hlut í
Vátryggingafélagi íslands. Vátrygg-
ingafélagið er hluti S-hópsins sem
keypti Búnaðarbankann og er því
stjórnað af Finni Ingólfssyni, fýrr-
um ráðherra og varaformanni
Framsóknarflokksins. Einnig er
Ingólfur Ásgrímsson, bróðir Hall-
dórs, stjórnarmaður í Vátrygginga-
félaginu. í S-hópnum eru margir af
helstu forkólfum Framsóknar-
flokksins í viðskiptalífinu; leifar af
veldi Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga.
Fléttan í kringum samsetningu
S-hópsins áður en Búnaðarbank-
inn var keyptur er flókin, þar sem
mörg bréf skiptu um hendur og S-
hópurinn tók einnig miklum breyt-
ingum. Málið er rakið í tveimur
ítarlegum fréttaskýringum í tíma-
ritinu Frjálsri verslun frá árinu
2002. í þeim greinum er rakið
hvernig félagið Hesteyri, skúffufyr-
irtæki sem Kaupfélag Skagfirðinga
réð yfir, var látið taka forystuna í
fléttunni. Hesteyri keypti stóran
hlut í eignarhaldsfélaginu Keri, en
skipti á þeim bréfum og bréfum í
VÍS daginn áður en einkavæðing-
arnefnd ákvað að semja við S-hóp-
inn um kaupin á Búnaðarbankan-
um. Á þessum tíma höfðu bréfin
hækkað mikið í verði. Mismunur-
inn sem lenti hjá Hesteyri var 700
milljónir. Það þýðir að Skinney-
Þinganes fékk í sinn hlut 350 millj-
ónir. Þegar fjórðungshlutur fjöl-
skyldu Halldórs er reiknaður inn
fæst talan 87,5 milljónir.
saj@dv.is
Fjölskylda Halldórs græðir 87,5 milljónir í
undanfara einkavæðingar Búnaðarbankans
Skirmey-Þinganes á helming í Hesteyri.
Hesteyri kaupir 22,5% hlut í Keri á 2,7 milljarða.
Norvik kaupir 25% hlut í VÍS á 3,4 milljarða.
Norvik og Hesteyri skipta á þessum hlutum.
Mismunurinn er 700 milljónir Hesteyri I hag.
Hesteyri selur hlut sinn I Keri til Kaupfélags Skagfirðinga.
Hlutur fjölskyldu forsætisráöherra I Skinney-Þinganesi er 25%.
Hlutur Halldórs I Skinney-Þinganesi var 1,3 prósent en er nú 2,3 prósent.
Hagnaður forsætisráðherra og fjölskyldu hans nemur 87,5 milljónum.
Halldór Asgrímsson for-
sætlsráðherra Skýrsla Rlk-
isendurskoðunar staðfestir
fjórðungs eignarhlut Halldórs
og fjölskyldu hans ÍSkinney-
Þinganesi.
DV-mynd Hari