Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Page 15
DV Fréttir
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ2005 15
Ræðiráfengií
Þórshöfh
Jón Kxistjánsson heil-
brigðisráðhenra ræðir meðal
annars áfengisstefiiu við
starfsfélaga sína á Norður-
löndunum í Þórshöfii í Fær-
eyjum í dag. Auk þess ræða
ráðherramir starfsemi
frjálsra félagasamtaka á sviði
velferðarmála og fijálst
framtak einstaklinga. Loks
er komið inn á norræna við-
bragðsáætlun á sviði smit-
sjúkdóma og nánari sam-
vinnu á því sviði.
Gestirtil
sóma í Eyjum
Það var lítið
að gera hjá lög-
reglunni í Vest-
mannaeyjum
um helgina þrátt
fyrir að fjöl-
menni hafi verið
í bænum. Þar var haldið
pæjumót ÍBV sem og golf-
mót í Toyota-mótaröðinni
á golfvelhnum í Herjólfsdal.
Þrátt fyrir þetta mikla fjöl-
menni þurfti lögreglan ein-
ungis að hafa afskipti af
ökumönnuin sem brutu í
bága við umferðarlögin og
vegna eins áreksturs. Gestir
Eyja um þessa helgi voru
að sögn lögreglu sér og
sinni íþrótt til sóma.
Ungmenni
með kannabis
Fjögur ungmenni á
aldrinum 15-17 ára voru
í fyrradag handtekin með
lítilræði af kannabisefn-
um í fórum sínum. Þau
sátu í kyrrstæðum bíl við
frystihúsið Gunnvöru
þegar lögreglumenn bar
að garði. Þótti lögreglu
háttalag ungmennana
grunsamlegt og fundu
þeir tæplega 1 gramm af
kannabisefnum í bílnum.
Ungmennin voru færð á
lögreglustöð þar sem þau
voru yfirheyrð að við-
stöddum fulltrúa barna-
verndaryfirvalda. Máhð
er litið alvarlegum aug-
um vegna sökum, enda
um unglinga að ræða.
Hjörleifur vill
að álæðið
stoppi
„Menn ættu
að stoppa sig af í
þessu álæði hér
á landi,“ segir
Hjörleifur Gutt-
ormsson nátt-
úrufræðingur
um álver Alcoa á Reyðar-
firði. Hæstiréttur staðfesti
dóm Héraðsdóms um að
eldra umhverfismat sem
fara átti eftir við iðju ál-
versins yrði fellt úr gildi.
„Dómurinn þýðir það að
þessi verksmiðja er á byrj-
unarreit, að því er varðar
formlega málsmeðferð. Því
að það sem hefur verið
gert hefur ekki staðist lög,"
segir Hjörleifur. Einnig
segir hann alltof stóra
framkvæmd vera þar á ferð
sem feli í sér félagslega
röskun samfélagsins þar.
„Hún er engu skárri en
náttúrufarsröskunin við
Kárahnjúka."
Tíunda ráðstefna CRU, alþjóðlegrar málmiðnaðarstofnunar, var sett í gærmorgun
Mótmælendurvið Nordica Hotel
„Hér er eitthvað leynimakk í
gangi, hér er verið að leggja h'nurnar
fyrir málmiðnaðinn í heiminum,"
sagði Valur Hreinsson, meðlimur
Náttúruvaktarinnar, þar sem hann
stóð fyrir mótmælum við Nordica
Hotel í gær. Þar fór fram 10. alþjóð-
lega ráðstefria CRU, sem er alþjóð-
leg upplýsinga-, greiningar- og
rannsóiaiarstofnun í málmiðnaði.
„Að Valgerður skuli setja þessa ráð-
stefnu er fáránlegt og lýsir stefnunni
sem verið er að taka í þessum mál-
um. Þessi stóriðjustefna er dauða-
dómur yfir íslenska náttúru og ís-
lenskt atvinnuh'f. Þessu viljum við
mótmæla."
Valur sagði fáa hafa vitað af þess-
ari ráðstefnu. „Farið var hljótt með
ráðstefiiuna svo að ekki væri hægt
að bregðast við. Við fféttum af henni
um helgina og fórum að undirbúa
okkur."
í tilkynningunni sem Náttúru-
vaktin deildi út til ráðstefnugesta
kom fram að fyrirtækin sem stæðu
að CRU væru að leggja fsland undir
sig. Þar er einnig spurt hvort það
skjóti ekki skökku við að einn lykil-
fyrirlesaranna væri frá Landsvirkj-
un, sem er þjónustufýrirtæki í eigu
landsmanna.
Mótmæhn voru ffiðsamleg, en
þau fólust í því að meðlimir Nátt-
úruvaktarinnar
réttu gestum ráð-
stefnunnar frétta-
tilkynningu þar
sem stóriðjustefn-
unni var mótmælt.
Einnig fóru nokkrir
mótmælendur að
fánastöngum þar
sem erlendum fán-
um var flaggað og
drógu fánana í
hálfa stöng.
kjartan@dv.is
Mótmælendur Gagnryndu
Valgerði Sverrisdóttur fyrir að
setja ráðstefnu alþjóðlegrar
málmiðnaðarstofnunar.
RUV
Vertu viss um
að fá betri kökuna
BLT STENDUR FYRIR BYLGJUNA, LÉTT 96,7 OG TALSTÖÐINA
Hlustendur okkar eru í þínum markhóp - um 70% hlustenda Bylgjunnar, Létt 96,7
og Talstöðvarinnar eru yngri en 50 ára. Samkeyrðar auglýsingar á BLT tryggja að
skilaboðin þín komast áleiðis til mikilvægasta markhópsins. Er nokkur spurning
hvora kökuna þú velur?
mmz
Réttu lögin...alltaf!
Talstöðin
FM 90,9
Samkvæmt könnun Gallups í mars 2005.