Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Blaðsíða 17
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 14.JÚNÍ2005 77 1977 (1 sigur, 1 jafntefli, 3 töp, markatala: +2) Tom Cazie verður fyrsti og eini þjálfari KR til þessa sem fellur með liðið. Svartasta sumar í 106 ára sögu félagsins. 1980 (2 sigrar, 3 töp, markatala: -3) Magnús Jónatansson fékk að taka pokann sinn eftir 10. leik í lok júlí 1980 en KR-liðið var þá í 7. sæti deildarinnar. Skotinn Alec Stewart stýrði KR-liðinu út tímabiið. 1981 (1 sigur, 1 jafntefli, 3 töp, markatala: -4) Vestur-Þjóðverjinn Manfred Stevens var rekinn um verslunarmannahelgina eftir að hafa leikið 12 leiki í röð án sigurs. Guðmundur Pétursson stýrði liðinu út tímabilið og bjargaði liðinu frá falli. 2001 (2 sigrar, 3 töp, markatala: -1) Pétur Pétursson sagði upp störfum eftir 2-4 tap fyrir Val á Hlíðarenda en það var 4. tap KR í fyrstu sjö leikjunum og fyrir vikið sat liðið í 8. sæti. David Winnie tók við liðinu og KR endaði í 7. sæti. 2005 (2 sigrar, 3 töp, markatala: -1) Magnús Gylfason stjórnaði KR til sigurs í fyrstu tveimur leikjunum en síðan tapaði liðið þremur leikjum í röð. KR-ingar voru taldir líklegir í baráttuna um Islandsmeistaratitilinn áöur en mótiö hófs^ e það sem af er Landsbankadeildinni hefur KR-liðið spilað hörmulega og er sem stendur í 7 sæti. Þetta er í fjórða skiptið sem iiðið tapað þremur af fyrstu fimm leikjum sínum. Það er kannski að verða daglegt brauð að KR-ingar komi súrir til baka frá Vestmannaeyjum, enda hafa þeir ekki unnið þar leik síðan 1997, en að tapa þemur leikjum af fyrstu fimm er allt annað en árviss viðburður í Vesturbænum og hefur hingað til haft mikiar afleiðingar fyrir manninn við stjórnvölinn. KR tap- aði 1-2 fyrir fBV á Hásteinsvellinum á stmnudaginn, þetta var fyrsti sigur og í raun fyrstu stig Eyjamanna til þessa í sumar, en KR-liðið tapaði hinsvegar þriðja leik sínum f röð og er þetta aðeins í annað skipti frá 1982 sem KR-ingar hafa þrjú töp á bakinu út úr fimm fyrstu leikjum sínum. þvf aö KR féll í eina skiptið f sögu fé- iagsins, svartasta sumar í 106 ára sögu félagsins. Andstæðingarnir með 40% af mörkum KR Það er margt sem hægt er að tíka til þegar keinur að spílamennsku KR-liðsins til þessa í sumar,en það sem stingur mest í augun er lítill sóknarþungi Vesturbæinga þrátt fyr- ir að tefla fram tveimur af hættuleg- ustu framherjum Landsbankadeild- arinnar undanfarin ár. Sóknarmenn liðsins eiga nefnilega enn eftir að komast á blað. Grétar Hjartarson sem hefur skorað 33 mörk á sfðustu þremur tímabfl- um sfnum í deildinni er markalaus eftir 331 mínútu og Amar Gtmn- laugsson, sem hafði skorað 45 mörk í síðustu 53 leikjum sínum í deild- inni, er tnarkalaus eftir 315 mínút- um. Það sem er kannski enn verra er að andstæðingar KR-inga hafa skor- að tvö glæsileg sjálfsmörk og eru því með 40% af mörkum liðsins í fyrstu fimm umferðunum. JSnginn í KR-liðinu hefur skorað meira en eitt mark. Sigurvin Ólafs- son og Rógvi Jacobsen tryggðu sínu iiöi sigur á Fylki og Fram og Bjamólf- ur Lárusson potaði inn marki f Kefla- vík en þá er það líka upptalið. Slæmar staðreyndir Hér eru líka nokkrar staðreyndir til viðbótar til þess að hrelia enn frekar hina fjölmörgu og kröfuhörðu stuðningsmenn KR. KR hefur á sfðustu 24 árum að- eins einu sinni veríð neðar í töflunni eftir fyrstu fimm umferðinarnir. Iið- ið var í 8. sætl efiir fimm ieiki árið 2001. KR hefúr aðeins skorað 5 mörk í fyrstu fimm leikjum sínum, sem er lægsta markaskor lið&ins frá 1982 ef sumarið 2001 er undanskilið. KR Farið er að hitna mjög undir Magnúsi Gylfasyni í þjálfarastólnum og óvíst að hann fái að halda áfram mikið lengur með liðið óbreytt sem og spilamennskuna. Þetta er aðeins í fimmta sinn sem KR tapar þremur leikjum f fyrstu fimm umferðunum og í öll skiptin hefur það haft dramatískar afleiðingar fyrir þjálfara liðsins. í þrjú sfðustu skipti sem liðiö hef- ur byrjað svona ilia hefur þjálfaran- um annaðhvort verið sagt upp, Magnúsi Jónatanssyni (eftir 10. um- ferð 1980), Manfred Stevens (eftir 13. umferð 1981), eða þá að hann hefur sagt upp sjálfur, Pétur Pétursson (eftir 7. umferð 2001). KR-ingar hafa flórum sinnum áður tapað þremur af fyrstu fimm leikjum sínum , í fjórða skiptið kláraði Tom Cazie tfmabilið 1977 og það endaði með ÞRJU TOP KR I FYRSTU FIMM LEIKJUNUM Síðustu þrjú skiptin sem KR-lið- ið hefur byrjað svona illa hefur þjálfaranum annaðhvort verið sagt upp eða þá að hann hefur sagt upp sjálfur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.