Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Síða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Síða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR14.JÚNÍ2005 DV Fréttir Gaf kærustunni lamb Brasilískur unglingur vildi gleðja kærustuna á degi elskenda þar í landi og gaf henni kind með lambi. Valent- ínusardagur þarlendra er haldinn þann 12. júní og kallast Dias dos Namorados en Fredrico, sem er sautján ára, taldi fátt myndi gleðja kærustuna, Julina sem er fimmtán ára, meira en einmitt þessi óvenju- lega gjöf. Pilturinn hafði vit á að spyrja móður stúlkunnar áður, hvort ekki væri f lagi að gefa stúlkunni kindina, sem heitir Waffle og fannst móðurinni það meira en fínt að fá hana í fjölskyiduna. Kindin fékk nafnið Waffle. í hverfinu þar sem mæðgurnar búa er mikill skarkaii, en þær segjast ekki setja það fyrir sig. Bergljót Davíðsdóttir skrifarum dýrin sín og annarra á mánudögum í DV. Óábyrgir skemma fyrir hinum „Þetta er ekki afturvirkt bann og þeir sem eiga þegar tvo hunda eða fleiri mega halda þeim,“ segir Már Erlingsson, sveitarstjóri á Tálknafirði, um þá einstöku samþykkt sem gerð var í hreppsnefndinni, að leyfa aðeins einn hund á hverju heimili. Már seg- ir bannið tilkomið vegna fjölda kvartana vegna þeirra sem halda marga hunda á heimili sínu og ráða ekki við þá. „Það fólk veldur öðrum íbúum í þorpinu ónæði og við gripum til þessa ráðs til að taka á þessum vanda," segir Már, en spurður um hvort undanþágur á þessu ákvæði verði veittar segir hann að á það verði að reyna. Fólk geti þá sótt um og það yrði að sjá hvernig það yrði afgreitt þegar þar að kæmi. Hundabúr - Hvolpagríndur Full búð af nýjum vörum. 30% afsláttur af öllu. Tokyo gæluciýravörur Hjaiiahrauní 4 Opið: mán. tíi fös. 10-18 Hafnarfírðí Lau. 10-16 s. 565-8444 Sun. 12-16 Kona í Bretlandi getur ekki hreyft bílinn sinn þessa dagana þar sem smáfugl hefur gert sér hreiður undir bretti á Ford Escort-bíl hennar. Tanya Green í Bretlandi fór í helgarferð á dögunum með fjölskylduna og bfllinn stóð kyrr í nokkra daga fyrir utan húsið. Þegar hún sneri til baka lá fuglinn hinn ánægö- asti á eggjum og ljóst að ekki var hægt að hreyfa við neinu án þess að steypa undan honum. Nú eru ungar komnir úr eggj- unum en enn eru 15-20 dagar þangað til þeir hafa sig á brott. Tanya verður því enn um sinn að koma sér á annan hátt til vinnu. Hún segir að fátt sé þó með öllu illt, en dætur hennar hafl verið mjög vinsælar í hverf- inu og hópist önnur börn að þeim. Menn eru á einu máli um að smáfuglinn sé afar heppinn að hafa valið sér bfl þessarar fjölskyldu, margir hefðu án vafa ekki sýnt fuglinum þessa óvenjulegu tillitsemi. HUNDAHÓTELIN Hundahótellð Lelrum. Kostnaðurinn 1300 kr. á sólarhring. Allt að verða upppantað, enn eru laus pláss. Hundahótelið Amarstööum. Kostnaðurinn 1100 kr. á sólarhring. Mik- ið pantað fyrir sumarið en enn hægt að koma hundum að. Hundahótellð Hvitárholti, Rúðum. Kostnaðurinn 1300 kr. á sólarhring. Nýtt hundahótel en þar er nægt pláss og fjarri því að vera upppantað. HundahótellðVlðidal. I Kostnaðurinn 1450 kr. á sólarhring. Stærstu ferðahelgarnar að verða upppantaðar en nóg laus pláss á öðrum tímum. Það þarf að koma gæludýrunum fyrir þegar mannfólkið bregður sér út fyrir lands- steinana. Og enn erum við íslendingar svo aftarlega á merinni, að í sumum sumar- húsum stéttarfélaganna má ekki hafa hund. Það fer því hver að vera síðastur sem ætlar að koma þessum olnbogabörnum í fóstur í sumar. „Við finnum fyrir mikilli fjölgun hjá okkur og það er nánast upppant- að í sumar," segir Guðríður Valgeirs- dóttir sem rekur hundahótelið á Amarstöðum skammt fyrir austan Selfoss. Guðríður segir að heimsóknum Qölgi ár frá ári, en einkum finni hún fyrir aukningu á smáhundum. „Ég hef nú verið farsæl í þessu í gegnum árin og á minn fasta hóp viðskipta- vina sem koma ár eftir ár," segir Guðríður. Hún bendir á að enginn þurfi að óttast um hundinn sinn hjá henni. Hún reyni að mæta þörfum þeirra og ef ekki vilji betur til þá taki hún þessa litlu inn til sín. „Ef þeir eru leiðir þá geri ég það hiklaust, en margir eru vanir að vera uppí sófum og í fangi eigenda sinna. Aðrir eru miklir töffarar og það fer sko ekki eftir stærð," segir hún. Svipaðar upplýsingar er að fá hjá öðrum hundahótelum, en Hreiðar á Leirum segir að varla sé smugu að finna í sumar. Hann muni þó gera sitt besta til að taka á móti öllum sínu föstu viðskiptavinum. „Þeir sem ekki hafa komið áður og eiga ekki pantað pláss verða því að hafa samband sem fyrst ef þeir eiga að komast að með hunda sína," segir hann. Á Leirum er einnig tekið við kött- um og kanínum, en aðstaða kattanna á Leirum er með því besta sem gerist á landinu. Hreiðar segir að þeim fyölgi einnig og komist þeir hjáipar- laust út án þess að komast í burtu. Frá Hvftárholti á Flúðum Þarernýjasta hundahótelið og þar éiga oð vera nægt pldss fyrir þd hunda sem ekki hefur verið pantað þegar fyrir. Bæði Hreiðar og Guðríður eru sammála um að hundum sé alltaf að fjölga og þörfin og eftirspurnin auk- ist í samræmi við það. Á Leirum kostar sólarhringsgæsla með öllu 1300 krónur fyrir hundana og 800 fyrir kisurnar enda sé ekki eins mikil vinna í kringum þær og hundana. Gjaldið á hótelinu á Arnarstöðum er 1100 fyrir sólarhringinn en Guð- ríður segist vera ákaflega viðræðu- góð um gjaldtökuna ef tveir séu saman og eins ef hún er lengi með hund í einu. „Það er alltaf hægt að semja við mig. Þetta er ekki svo þungt í vöfum," segir hún. Á Flúðum var fyrir nokkru opnað nýtt hundahótel. Það er Anna Carls- dóttir sem stendur fyrir því, en hún er nýflutt að bænum Hvítárholti. „Ég var lengi bóndakona en flutti í þétt- býlið. Ég var ekki lengi að átta mig á að í sveitinni ætti ég heima og því fluttum við aftur með þau áform í huga að stofna hundahótel," segir Anna. Hún segist lítið hafa auglýst en um þessar mundir eru tíu hundar hjá henni. „Ég á nóg af lausum plássum í sumar og það er ekki ann- að en hringja og panta í síma 4866700. Dagurinn hjá mér kostar 1300 krónur en ef hundarnir dvelja lengur en í tíu daga kostar aðeins þúsund eftir það. Aðstaðan hjá mér er fyrsta flokks, stór útigerði og mjög stór búr fyrir hundana," segir hún og bætir við að hundar séu eitt af henn- ar helstu áhugamálum og hafi hún mikla ánægju af að leika við hundana á daginn og stússast í þeim. Gunnar ísdal sem rekur hunda- leikskólann í Víðidal er einnig með gæslu allan sólarhringinn. „Sumarið í sumar er fyrsta alvöru sumarið en í fyrra tók ég hunda aðeins með. Það lítur út fyrir gott sumar, en allar stærstu ferðahelgarnar eru upppantaðar. Ég á enn nóg af pláss- um þeirra á milli. Daggæslan er hins vegar alltaf að aukast hjá mér og fleiri og fleiri sem sjá kostinn við að koma með hundana til okkar í pöss- un á daginn," segir Gunnar. í Víði- dalnum kostar sólarhringsvist 1450 krónur fyrir hvern hund, en ef tveir eru saman þá er gjaldið 100 krónur fyrir seinni hundinn. íbúar Áslands - og Valla í Hafnarfirði Hundar mega ekki spássera á gangstéttum „Þessar tfilögur um takmarkað katta- og hundahald í Áslands- hverfi eiga eftir að fara fyrir skipu- lags- og byggingarnefnd og síðan fyrir bæjarráð, en ég veit ekki ann- að en þverpólitísk samstaða sé um þær," segir Lúövík Geirsson, bæj- arstjóri í Hafnarfirði. TiDögumar eru á þá leið að leyfilegt sé að halda hunda og ketti í hverfinu með því skilyrði, að dýrunum sé haldið innan lóðar eigandans. Það þýöir að ekki er hægt að ganga um hverfið með hund í bandi og væntanlega verða þeir, sem fara með hunda sína í bfl utan lóðar, að halda á þeim síðasta spölinn. Kettir verða að vera innikettir eða í bandi út í garði. Lúðvík segir að í lóðasamningum þeirra sem byggðu Áslandið, sé ákvæði þess efiús að hundahald sé alfarið bannað. Það hafi síðan komið í Ijós að sllkt stenst ekki lög, en með þessum reglum sé verið að reyna að koma skikki á þessi mál í hverf- inu. í ljós hefur komið að hvergi í bænum er eins mikið af hundum og köttum en ÍÁslandinu. Það hafi valdið vanda viö friðland fugla við Ástjöm. Lúðvík upplýsti að bærinn myndi á næstunni útbúa afmark- að svæði fyrir hunda við Krísuvík- urafleggjarann sem yrði girt af og bærinn myndi annast. Þangað geta íbúar Áslands og Valla í Hafii- arfirði fariö með hundana sína ak- andi og sleppt lausum. Lúðvík segir aö hann viti ekki annað en þverpólitísk samstað sé um þessar tillögur og því ekki ástæða tii ann- ars en ætla að þær verði sam- þykktar. Inni f garði en engir labbitúrar um nágrennlð Eigendur IÁslands- og Vall- arhverfi verða að eiga bll til að komst með hunda sína út úr hverfinu og i göngutúra i framtlðinni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.