Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Síða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ2005 Menning DV Viðurkenndir leikarar styrktir til góðra verka Myndarlegur leiklistarstyrkur veittur í dag „Já, já, þeir eru býsna margir sem hafa fengið úr sjóðn- um. Og þeir verða tveir sem fá núna,“ segir Jón Viðar Jónsson leiklist- arfræðingur, en hann situr í sjóðsstjóm Minn- ingarsjóðs frú Stefaníu Guðmundsdóttur Jón Viðar Jónsson Telur sig ekki hafa umboö til aö greina frá þvl hversu háir styrkirnir tveir eru sem veittir veröa nú I dag en segirþá myndarlega. BBBWWr einhverjum stórbrotnasta sviðs- listamanni þjóðarinnar á fyrri hluta síðustu aldar. í dag klukkan fimm verður afhentur styrkur í Iðnó. Jón Víðar segist ekld hafa til þess umboð að upplýsa hversu háir styrkimir tveir em, en segir þá myndarlega. Til- gangurinn með styrknum er að efla íslenska leiklist einkum með því að styrkja leiklistarfólk til framhalds- náms og námsdvalar erlendis. Til sjóðsins var stofhað á sínum tíma að ffumkvæði danska stór- leikarans Pouls Reumert í minn- ingu konu hans, Önnu Borg (1876- 1926) og móður hennar Stefaníu (1876-1926), en við hana er sjóður- inn kenndur. Ekki hefur verið veitt úr sjóðnum undanfarin fimm ár en nú hefur hagur sjóðsins vænkast verulega og er stefiian að veita framvegis styrki úr honum árlega eða því sem næst. Jón Viðar segist ekki hafa það á hraðbergi hverjir hafi fengið úr sjóðnum en nefnir þó nöfii á borð við Helgu Bachmann, Eddu Heiðrúnu Bacckman, Hilmi Snæ Guðnason, Ingvar E. Sigurðsson, Sigurð Sigurjónsson, Sigurð Skúla- son, Jóhönnu Vigdísi Amardóttur... „Já, svona til að nefiia nokkra. Þetta em svona þeir helstu," segir Jón Viðar, en með honum í sjóðsstjóm sitja Kjartan Borg, Þorsteinn Gunn- arsson, Hjörtur Torfason, Stefanía Borg Thorsteinsson og Sunna Borg. Úr Andstæðum Sigfúsar Sigfús Bjartmarsson er eink- um þekktur fyrir ljóð sín en hann hefúr fengist við þýðingar og söguskrif einnig. Ljóðabókin Andræði er hans síðasta og hlaut hún mildð lof, var meðal annars tilnefnd til bókmennta- verðlauna DV þá síðast er þau vom veitt. Ljóð- ið sem lesendur DV berja aug- um í dag er einmitt úr þeirri bók sem Bjartur gaf út. Birt með góðfúslegu leyfi útgefanda. Ljóð Slgfús Bjartmarsson Ljóðskáldið snjalla var tilnefnt til menningarverö- launa DVnúslöast. Úr Andræðum Sigfúsar Viter að virða velsittgóða tap og selja svo með gróða. Og síðan ber að sinna sínum bréfum svo blómstri þjóðar- sem þegna- bú. Jú þeirfiska sem róa í LfÚ. f ■ i Margir telja Austuríkismanninn Thomas Bemhard vera einn af merk- ustu rithöfundum og leilcskáldum í Evrópu á seinni hluta 20. aldar, en ekki síst er hann þekktur fyrir sinn sér- stæða stíl sem meðal annars einkenn- ist af löngum setningum og nokkurs konar vitundarflæði sem rennur áfram án greinaskila eða kaflaskipta. Thomas Bemhard var gríðarlega af- kastamikill höfimdur þrátt fyrir erfið veikindi sem háðu honum frá unga aldri og einnig var hann stórbrotinn píanóleikari, en þekking hans á tónlist skilar sér víða inn í verk hans. Mörg af verkum Bernhards em sjálfsævisögu- leg, meðal þeirra skáldsagan Stein- steypa sem nýlega kom út hjá bóka- forlaginu Bjarti í þýðingu Hjálmars Sveinssonar. Fyrsta setningin lætur á sér standa Sögumaður bókarinnar er Rúd- olf, forríkur maður á miðjum aldri sem býr einn á stóm ættaróðali. Þegar sagan hefst er systir Rúdolfs nýfarin afmr til Vínar eftir að hafa, að hans sögn, misnotað gestrisni hans allt of lengi og það sem meira er: tafið hann frá því að byrja á verki sem verið hefur í undirbúningi í 10 ár. Rúdolf telur sér trú um að heim- sókn systurinnar hafi komið í veg fyrir að hann gæti skrifað fyrstu setningu þessa mikilvæga verkefnis sem er viðamikið fræðirit um Felix Mendelssohn Bartholdy, uppá- haldstónskáld Rúdolfs. En þegar systirin loksins fer eflist ritstíflan svo um munar og Rúdolf er fjær því en nokkm sinni að skrifa fyrstu setn- inguna í fræðiritinu um Felix Mendelssohn Bartholdy. Á þessari staðreynd þrástagast hann lungann úr bókinni og kennir til skiptis syst- urinni um eða umhverfi sfnu, sem hann skyndilega telur hamla sköp- unargleðinni. Því ákveður hann að pakka niður og halda í hlýrra lofts- lag, nánar tiltekið til Palma, fullviss um að þar muni hann loksins skrifa hina langþráðu, fyrsm setningu. En um leið og hann hefur tekið þessa ákvörðun renna á hann tvær grímur: Því skyldi hann fara til Palma, hann sem er nýbúinn að láta bólstra hæg- indastólinn og fá sér nýjan leslampa og rúllugardínu? Nú hefst ný þrá- hyggjusena sem snýst um væntan- iega brottför og þegar Rúdolf kemur sér loksins til Palma tekur ekki betra við. Hann fær á heilann unga konu sem hann hitti þar einu og hálfu ári áður og getur ekki ýtt úr huga sér dapurlegum örlögum hennar. Einsemd, mannahatur og sjálfsvorkun Þessi sérkennilega saga er magn- þrungin svo ekki sé meira sagt og les- andirm pikkfestist í þrjáhyggjuá- standi Rúdolfs sem er í aðra röndina drepfyndið en í hina óendanlega sorglegt. Það líf sem Rúdolf hefur val- ið sér er þrungið botnlausri einsemd, mannhatri og sjálfsvorkunn. í huga sér skammast hann út í allt og alla, rakkar systur sína og allt fína fólkið sem henni tengist niður í svaðið, en „Steinsteypa er mergj- uð úttekt á einstaklingi sem sóar síðustu and- artökum iífsins í tóma steypu, merkingar- laust bull, sjálfhverfni og hatur en jafnframt ersagan vægðarlaus aðför að yfirstéttinni sem sér ekki út fyrir eigin nafla." þetta lið er samkvæmt hans útlistun- um fordekrað og spillt. En smátt og smátt áttar lesandinn sig á að for- dekraðastur allra er Rúdolf sjálfur, sem sér fátt athugavert við að lifa í vellystingum á meðan aðrir þjást. Systir hans gefur peninga til fíknar- stofiiana en það finnst Rúdolfi fráleitt og tómur yfirdrepsskapur til þess eins gerður að friða samviskuna. Sína eigin samvisku telur Rúdolf ástæðu- laust að friða og gefur raunar frá sér eina tækifærið sem hann fær til að bjarga mannsfífi. Sú staðreynd er einstaklega nöturleg ekki síst í ljósi þess að Rúdolf er fársjúkur bæði á fík- ama og sál og á ekki langt eftir. Steinsteypa er mergjuð úttekt á einstaklingi sem sóar sfðustu andar- tökum fífsins í tóma steypu, merk- ingarlaust bull, sjálfhverfin og hatur en jafnframt er sagan vægðarlaus aðför að yfirstéttinni sem sér ekki út fyrir eigin nafla. Það var tími til kom- inn að þýða hinn merka og maka- lausa Thomas Bernhard yfir á ís- lensku og á Hjálmar Sveinsson heið- ur skilinn fyrir fípra þýðingu sem skilar til fulls sérkennilegum höf- undareinkennum Bemhards, jafnt fyndnum sem sorglegum. Sigríður Albertsdóttir Steinsteypa ThomasBern- \ hard f\ Þýðandi: '■ | Hjálmar \ Sveinsson 1 Bjartur 2005 Bókmenntir Tilkynnt verður um hlutverkaskipan í Sölku Völku á Gljúfrasteini í dag Lína langsokkur sem Salka Valka Nú er byrjað að æfa Sölku Völku eftir Halldór Laxness í Borgarleik- húsinu í nýrri leikgerð Hrafnhildar Hagalín. Leikstjóri er Edda Heiðrún BacJikman. Ekki hefúr enn verið til- kynnt hverjir fara með helstu hlut- verk, en persónur Halldórs eru mörgum sem ljóslifandi. Þó eru flestir á því að Ilmur Kristjánsdótt- ir, sem til dæmis lék Línu langsokk svo eftirminnilega, hljóti að fara með titifíilutverkið. Enginn vafi leikur á því að sú kraftmikla og hæfileikamikia leikkona ráði vel við það krefjandi hlutverk. Um það hefur verið slúðrað í Sandkomsdálki blaðsins að Jó- hanna Vigdís Arnardóttir muni fara með hlutverk Sigurfínu móður Sölku Völku en einnig hafa þær ver- ið sagðar koma til greina þær Hall- dóra Geirharðsdóttir og Sóley Efí- asdóttir. Hugsjónamaðurinn Arn- aldur verður lfldega Bergur Þór Ing- ólfsson, en samkvæmt heimildum DV innan úr Borgarleikhúsi hafa þeir Sveinn Geirsson og Ólafur Egill einnig verið nefndir sem fíklegir kandídatar. Þá er það harðjaxlinn Steinþór, en í Jilutverk hans em einkum nefndir þrír leikarar til sög- unnar: Björn Ingi Hilmarsson, Ell- ert Ingimundarson og Eggert Þor- leifsson. Á morgun kl. 10.30 verður tilkynnt á Gljúfrasteini hverjir hafa verið valdir í hlutverkin, en þá mun Edda Heiðrún af- henda leikhópnum nokkur eintök af Sölku Völku sem gefin hefur verið út í kilju. Ilmur Kristjánsdóttir Hér erhún Ihlut- verki Línu, en hún mun að öllum líkind- umfara með hlutverk Sölku Völku sem veriö er aö æfa nú I Borgarleikhúsinu. . j í f j ! j; leikgerð upp ú mmr________________________ Halldór Laxness Persónur hans eru Ijóslifandi fyrir mörgum. Hrafnhildur Hagalín hefur gert nýja ■> úr bók hans Sölku Völku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.