Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Blaðsíða 33
Menning DV
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNÍ2005 33
Óvæntur listamaður kemur fram í dagsljósið
„Verkið er í rauninni samvinnuverkefni Gauja litla og Odds Roth
sem er barnabarn Dieters Roth,“ segir Gaui litli, sem nú er farinn
að láta til sín taka á sviði myndlistar. f gær var hann að setja upp
mikið listaverk eftir sjálfan sig í Listasafni Reykjavíkur í Hafnar-
húsinu.
Gaui litli hefur starfað með Oddi í
leikmyndum um hríð. „í staðinn fyr-
ir að henda hlutum sem verða
afgangs við leikmyndagerðina hefur
Oddur kennt mér að búa til hagnýt
listaverk úr allri þessari óreiðu.
Hann er náttúrlega alinn upp af afa
sínum og náttúrlega föður, Birni, og
hefur auga fyrir þessu. Ég er þannig
lærisveinn barnabarns Dieters og
meðlimur í Dieter Roth-akademí-
unni - sem þykir mikill heiður."
Gaui segist nú fá útrás fyrir sínar
Ustrænu hvatir, en þetta tiltekna
verk flokkast undir innsetningu og
er titillaust. Þar getur að Uta járnkarl
á mótorhjóli. Gaui segir svo frá að
þetta sé samsett verk úr tveimur
leikmyndum, annars vegar Essó-
auglýsingu og svo auglýsingu fyrir
Umferðarstofu. Umferðartengt vérk
um járnkarl á ferð.
Verkið er tU sölu og ætla þeir fé-
lagar að láta andvirðið renna tU góðs
málefhis. „Við vUjum festa kaup á í
einum torfæruhjólastól fyrh fatlaða.
Það er við hæfi. Spurning hvort Essó
kaupi ekki verkið og fatlaðir fái að
njóta þess að hreyfa sig í náttúr-
unni? Því undir niðri er maður aUtaf
að hugsa um heUbrigði og hreysti."
Verkið er partur af samsýningu
nemenda í Roth-akademíunni í
Portinu verður tU sýnis tíl 21. ágúst.
Leiksýningin Mýrarljós hlaut 11 tilnefningar til Grímuverðlauna og nefna menn innan lóikhús-
heimsins að framlag Grikkjanna, Vovolis og Zamoulakis, hafi skipt sköpum. Tinna Gunnlaugsdóttir
leikhússtjóri upplýsir að Þjóðleikhúsið standi í samningaviðræðum við þá.
„Við eigum í samningaviðræðum við þá. Þeir koma væntan-
lega ekki á næsta leikári en hugsanlega þarnæsta," segir
Tinna Gunnlaugsdóttir leikhússtjóri.
Mýrarljós virðist ætla að einoka
Grímuverðlaunin sem verða veitt
16. þessa mánaðar. Leikritið hefur
fengið hvorki meira né minna en
eUefu tilnefningar og eru margir
sem DV hefur rætt við innan leik-
hússheimsins á því að þar skipti
framlag tveggja Grikkja sköpum.
„Tveir grískir leikhúsmenn,
Þanos Vovolis og Giorgos Zambou-
lakis, hafa ekki aðeins veitt hér inn-
blástur, heldur opnað dyr að nýrri
leiktækni og nálgun á persónum.
Hér virðist hafa verið farin sú leið
að vinna frá gervinu í átt að persón-
unni,“ segir Elísabet Brekkan í lof-
samlegum dómi DV um Mýrarljós í
Þjóðleikhúsinu.
Grískur harmleikur og nú-
tímaverk í blöndu
Grikkirnir eru þó ekki áberandi
þegar GrímutUnefningar eru ann-
ars vegar. Þó er VoloUs tUnefndur
tU verðlauna fyrir búninga. í sjálfu
sér þarf ekki að koma á óvart áð
gott komi frá Grikklandi þegar leik-
hús er annars vegar. Þar stendur jú
vagga sjálfrar leiklistarinnar. „Það
var gaman að fylgjast með vinnu
þeirra og þeir voru leikhópnum
ákveðin vítamínsprauta. Það er
örvandi að fá inn nýja aðferðafræði
og nýja sýn,“ segir Tinna, en eins og
áður sagði standa vonir tíl þess að
þeir tveir komi á ný til starfa við
leilchúsið á þarnæsta leikári.
„Við erum að skoða möguleika á
sýningu sem væri einhvers konar
samspil af því elsta og því nýjasta í
leikhúsi. Tefla saman grískum
harmleik og nútímaverki í einni og
sömu sýningunni. Þeir kæmu þá að
því eða sú er hugmyndin."
Leikhústákn og útlendingar
Þrír álitsgjafar sem DV leitaði tU
vegna Grímuverðlaunanna fyrir
skömmu eru aUir á því að Mýrarljós
muni hreppa verðlaunin sem besta
sýningin. Ari Matthíasson mark-
aðsfræðingur og leikari segir Mýr-
arljósið með flestar tUnefningar og
hljóti að vinna þetta. „Þarna styðst
ég við ískalda tölfræði því Héri
Hérason hans Stebba stubbs [Stef-
áns Jónssonar] er besta sýningin."
Elísabet Brekkan, leUdistargagn-
rýnandi DV, nefnir Mýrarljós hik-
laust er hún er spurð hvaða sýning
vinni Grímuna sem besta sýningin.
„Þetta var svo mikið leikhús. Og
unnið svo mikið og vel með leik-
hústáknin sem er fágætt á íslandi.
Enda voru þetta útlendingar sem
stóðu fyrir því.“ Og Ragnheiður
Gyða Jónsdóttir útvarpskona er
sama sinnis. „Ég veit ekki hvort ég
hef nokkurntíma upplifað annað
eins í íslensku leikhúsi, nema
Halldóra Björnsdóttir í Mýrarljósi
SegirGrikkina ótrúlega færa leikhúsmenn.
kannski þegar ég var smástelpa og
Bryndís Schram var Mjailhvít en
Helga Valtýsdóttir vonda stjúpan."
Mýrarljós tekið upp í haust
HaUdóra Bjömsdóttir leUdcona
er tUnefnd fyrir frammistöðu sína í
Mýrarljósi og áhtsgjafar DV em
sammála um að hún muni hreppa
Grímuna sem besta leikkona leik-
ársins 2004-2005. Ragheiður Gyða:
„Túlkun Halldóm Björnsdóttur á
Hesteri Swan í Mýrarljósi. Án þess
að þurfa að hugsa mig um eitt and-
Grisku snillingarnir Vovolis og Zamoulakis
Þjóðleikhúsið stendur i viðræðum við þá um að
komaaftur tii starfa á þarnæsta leikári.
bak við eyrað og
hugsanlega verða
nokkrar sýningar
á verkinu í haust.
„Það fer eftir Æ
því hvernig
um semst.
artak. Gefur bókstaflega auga leið
og kærar þakkir fyrir mig.“
HaUdóra vildi ekki tjá sig um
vinnuna í tengslum við þessa upp-
færslu, en staðfesti þó að Grikkimir
Vovolis og ZambouJakis hefðu ver-
ið ótrúlega færir leikhúsmenn.
Tinna Gunnlaugsdóttir veltir því
fyrir sér hvort ekki væri ráð að
koma fyrr fram með GrímutUnefh-
ingarnar. „Það væri gaman að geta
verið með Mýrarljó í gangi núna.
Að hafa tök á að sýna nokkrar sýn-
ingar þegar svo skemmtilega vUl til
að ein og sama sýningin fær 11 tU-
nefningar."
Víst er að fjölmargir vUdu gjarn-
an fá tækifæri til að sjá sýninguna,
ekki síst í ljósi þess sem Tinna seg-
ir. Þjóðleikhússtjóri er með það á
Tinna Gunnalaugsdóttir
Veltir því fyrir sér hvort tii-
nefningar til Grfmuverð-
iauna ættu ekki að koma
fyrr fram svo áhorfendu
hefðu tækifæri til að sjá þær
sýningar sem eftirtektar-
verðastar teijast.
DV-mynd Heiða