Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.2005, Blaðsíða 39
DV Síðasten ekkisíst
ÞRIÐJUDAGUR 14. JÚNl2005 39
Brady-fjölskyldan Hægrimenn í
Bandaríkjunum llta breytingar á sam■
félaginu illu auga. Þeir telja hinum
hefðbundnu fjölskyldugildum ógnað
lllterþaðallt og bölvað
Bandarískir gáfumenn úr hægri-
geiranum sitja á ráðstefnu - og þeir
eru sannarlega ekki að lýsa gleði
sinni yfir makt og miklu veldi lands
síns, eina risaveldisins sem nú er við
lýði. Nei, þeir hlusta á og taka undir
kolsvartar dómsdagsspár. Hnignun
og hrun Bandaríkjanna eru yfirvof-
andi, segja ræðumenn, og ástæðan
er sú að samfélagið er að klofna.
Hæg er leið til helvítis
Skammsýnir og skaðlegir frjáls-
lyndisapakettir, segja þeir mælsk-
ustu, hafa talið okkur trú um að við
eigum að stunda fjölhyggju og játast
undir það að fjölmenningarþjóðfé-
lag sé gott. Fjölbreytni sé betri en
eining. En þetta er, segja þeir, hitm
versti háski. Ef til dæmis tekst að fá
það almennt viðurkennt að Banda-
ríkin séu ríki tveggja heimstungu-
mála, ensku og spænsku, þá er það
miVill áfangi á leið til glömnar. Við
verðum að gera allt til að efla og
styrkja hinn bandaríska samnefnara
ef við viljum ekki molna í sundur og
hverfa í hafrót sögunnar eins og svo
mörg heimsveldi á undan okkar.
Bandarískt þjóðfélag sýnist raun-
ar mjög klofið í áhrifasvæði frjáls-
lyndra og fhaldssamra afla, eins og
öllum mátti ljóst verða af þeirri heift
sem einkenndi slaginn um forseta-
embættið nýverið. En einhvern veg-
inn er eins og allir sameinist svo um
að Bandaríkin séu í mikilli kreppu
og allt að fara á versta veg.
Fijálslyndir svokailaðir eru
hneigðir til stórra aihæfmga um að
samfélagsþróunin valdi miklum
usla í sálarlífi Bandaríkjamanna,
Árni Bergmann
endurvekur umræðuna
um þjóðarmorðið sem
gleymdist.
Hægrímenn halda
uppi miklum og há-
værum harmatölum
um að fjölskyldan og
kristindómurinn séu í
hættu.
ekki síst uppvaxandi kynslóðar. Pilt-
ar sem stúlkur eigi í vaxandi mæli
erfitt með að fóta sig í harðnandi
heimi og séu að farast miljónum
saman úr „einangrun, þunglyndi,
einsemd og örvæntingu" eins og
einn metsöluhöfundurinn segir.
Hægrimenn taka þessu illa og segja
að aUskonar fijálslyndismenntapakk
sé að eyðileggja þjóðina með sjálfs-
vorkunnarhjali. Þeir ráðast af hörku
gegn „fórnarlambamenningunni"
eða „meðferðarmenningunni“ sem
fylli landið af sérffæðingum í að
vinna gegn streitu, sorg, depurð og
tilvistarangist og grafi þar með und-
an getu nýrra kynslóða til að takast á
við heiminn.
Syndin er lævís og lipur.
En hægrimenn eru engu ódug-
legri við að mála skrattann á vegginn
og það einatt í bókstaflegum skiln-
ingi, því þeir taka mið af trúarlegum
viðhorfum. Þeir tala ekki um „ein-
kennamynstur“ og enn síður um af-
leiðingar stéttaskiptingar þegar þeir
rekja sínar hugmyndir um það hvað
helst amar að Bandaríkjamönnum
samtímans. En þeir tala því meir um
syndina - um leið og þeir gera, eins
og andstæðingar þeirra í fijálslynd-
isherbúðum, sem mest úr því hve
viðkvæmir landar þeirra séu fyrir
skaðlegum áhrifum.
Hægrimenn halda uppi miklum
og háværum harmatölum um að
fjölskyldan og kristindómurinn séu í
hættu. Að þeim sæki margir slóttug-
ir óvinir og stórsyndarar. Kvenrétt-
indabaráttan er talin stórhættuleg,
einkum vegna þess að hún berst fyr-
ir rétti kvenna til fóstureyðinga sem
er eitur í beinum hægrisinnaðra trú-
manna. Poppmenningin fær á bauk-
inn með ásökunum um lauslæti í
siðferðilegum efnum. Klámvæðing-
in fær náttúrulega sinn skerf, enda
kannski ekki nema von, en í meðför-
um hinna kristnu hægrimanna er
komið á afar hæpnum tengingum
milli hennar og baráttu fyrir réttind-
um samkynhneigðra. Nefiia má til
dæmis glósur á borð við þessar:
„Samfélagið er í heljargreipum
hommalostans" - eða: „Fem-
ínisminn stendur í ástarsambandi
við lesbíustúss og fósturmorð."
Pólitísk lævísi.
Semsagt: illt er það allt og bölvað
- hvert sem litið er. Hvernig stendur
á öllu þessu krepputali? Vitanlega er
margur pottur brotinn í bandarísku
samfélagi og lfkast til er sá stærstur
sem tengist því hve frjálsar hendur
„græðgin í forstjóraherbergjunum"
hefur haft til að margfalda auð
þeirra sem ríkastir eru og skilja
venjulegt fólk eftir atvinnulaust og
án eftirlauna. En það er dæmigert
fýrir krepputalið að þeir hlutir eru
ekki áberandi í umræðunni. Ann-
arsvegar ræður ferðinni vanda-
málaiðnaðurinn sem gerir stórt og
smátt að einstaklingsvanda sem
kallar á meðferð sérfræðinga svo
sem fýrr var rakið. Hinsvegar má
benda á þau pólitísku slóttugheit
hægrimanna sem komu vel fram í
kosningabaráttu Bushmanna fýrir
skemmstu. En þeim tókst að láta fá-
tækt fólk og atvinnulaust í fyrrum
iðnaðarbæjum, sem afleiðingar
hnattvæðingar og sóknar í ódýrt er-
lent vinnuafl hafa leikið grátt,
gleyma öllum þeim raunum og
ástæðum þeirra. Þess í stað tókst að
sannfæra ótrúlega stóran hluta af
þessu fólki um að fjölskyldulíf þess
og kristindómur væru í miklum
háska fyrir sakir samsæris lauslátra,
guðlausra og laumusósíalískra há-
menningarmanna f liði demókrata.
Þar með þyrftu hinir fátæku og þeir
ríkismenn sem stjóm Bush vill allt
fyrir gera - ekki síst lækka enn skatt-
heimtu af þeim sem er h'til fýrir - að
sameinast um að bjarga guðs kristni
og öllu því sem gott er og amerískt.
En um leið heldur sá söngur áfram
að þótt réttur maður, þ.e.a.s. Bush,
hafi sigrað séu vélabrögð syndar-
innar og agenta hennar jafn háska-
leg sem fyrr og verði allir að halda
vöku sinni.
é é ^
Frekar hægi
vindur ,
Frekar hægur
vindur
Frekar h:
?
Ida
<9 £2>/
+13
Hægur
vindur
Hæaur
vindur
Sruá0narStatUSqU0er " Frekár'hægur
höfuðborgarsvaeðinu. Kalt I >^v.Ur*‘ í 1
er fýrir norðan. Svíar kvarta
einnig undan kulda. Enn
einn daginn erhlýrraí
höfúðborg okkar en þeirra.
Mikil aukning hefur
verið í pöntunum á
sólarlandaferðum
þarlendis, en að
sama skapi koma
líkafaerriþeirra
hingað.
Frekar hægur
vmdur
itiifn
_____r hægur
vindur
H
anna
Stokkhól
Helsinki
-•
24
Jakob Bjarnar Grétarsson
• Fjöimargir furða sig
á niðurstöðu dómar-
ans Allans Vagns
Magnússonar að vísa
máli Auðar Laxness á
hendur Hannesi Hólm-
steini Gissurarsyni fr á í
Héraðsdómi Reykjavíkur. Viðbrögð
Hannesar em á einn veg: Auðmjúkur
gerir hann hvað hann getur til að
lægja öldumar. Og gott betur því
hann hefur fundið
ákjósanlegan blóra-
böggul. Þannig kennir
hann nú Eiríki Jóns-
syni, blaðamanni á Hér
ognú, um öll sín vand-
ræði því þegar Hannes
var að leggja drög að
þessu umdeilda verki skrifaði Eiríkur
frétt í Fréttablaðið þar sem sagði að
Hannes ætlaði að gera sér mat úr
kvennamálum Nóbelsskáldsins. Þá
strax varð andskotinn laus að mati
Hannesar og hann lentur í stríði við
aldraða ekkju sem hann gat aldrei
unnið...
• Þeir sem spá í hin
pólitísku spil sjá nú fýr-
ir óvænta vendingu í
kortunum. Og þetta
lesa þeir úr þeirri miklu
ákefð sem Bjöm Ingi
Hrafnsson, aðstoðar-
maður Halldórs Asgrfmssonar, leggur
í grein sem hann ritaði
í síðusm viku í Blaðið.
Þar fjallar Björn Ingi
um skipufagsmál í
Reykjavík og gæti
greinin verið vísbend-
ing um að Bjöm Ingi
æth sér í slag til að steypa hinum
mjög svo umdeilda Alfreð Þorsteins-
syni í borginni. Á móti kemur að
metorðastigi Framsóknarflokksins er
tveggja þrepa trappa og ekki ætti að
vefjast fýrir Birni Inga að hlaupa upp
hana vilji hann í landsmálin...
• Magnús Geir Þórð-
arson, leikhússtjóri á
Akureyri, ætlar sér
hvergi að gefa eftir og
veðjar á tiltölulega
traust hross þegar
væntanlegir leikhús-
gestir em annars veg-
ar. Nú er verið að leggja drög að upp-
færslu á Litlu Hryllingsbúðinni
nyrðra og hefur þegar verið gengið
frá ráðningu Vigdísar Hrefiiu Páls-
dóttur í aðalhlutverkið. Þama rætist
gamall draumur Vigdísar Hrefnu, því
þegar hún var lítil stúlka setti pabbi
hennar, Páll Baldvin Baldvinsson,
þetta verk upp við miklar vinsældir
ásamt Sigurjóni Sighvatssyni - róm-
aða sýningu sem gekk vel. Þá ákvað
Vigdís Hrefiia að þetta vildi hún gera.
Meðal annarra leikara í þessari upp-
færslu LA em sonur biskupsins Guð-
jón Davíö Karlsson, vinur hans Jó-
hannes Haukur Jóhannesson og auð-
vitað Þráinn Karisson...
• Gfsli öm Garðarsson
og félagar hans í Vestur-
porti æfa nú sem mest
þeir mega sína útgáfú af
Voyzek sem frumsýnd
verður í september í
Borgarleikhúsinu. Hóp-
urinn lauk nýverið við að taka upp
kvikmyndina Kvikyndi í leikstjóm
Ragnars Bragasonar. Þar leikur Gfsli
öm tvo karaktera, annan feitan - hinn
mjóan, og lagði hann sig allan fram,
fitaði sig fýrir hlutveriáð og svo
grennti. Fer ekki miklum sögum af því
hvor Gíslinn féll konu hans, leikkon-
unni Nfna Dögg Filipusdóttur, betur í
geð - sá feiti eða mjói. Hins vegar
þurfti Gísli Öm að lita á sér hárið og
var ljóshærður með eymalokka. Sá
fékk ekki margar stjömur á heimili
Gísla Amar en sjálfur er hann sagður
„£fla sig massa vel" í því útlitinu...